Dagur - 16.05.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 16.05.1929, Blaðsíða 2
I 82 DAGUR 21. tbl. >•••••••••••••( J\ÆáIningav0rur og veggfóður NYKOMIÐ. Kaupfélag Eyfirðinga, Hiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiié Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-ó. Guðr. Funch-Rasmussen. Það er engin furða þó allur þorri alþýðumanna noti sér þessi góðu hlunnindi og þessvegna er það, að öll sjúkrahús landsins eru íullsetin og meira en það. Og þó nú ný sjúkrahús séu bygð, fyllast þau óðara eins og aldrei verði kröfunum fullnægt. Vegna hins sívaxandi kostnað- ar, sem af þessum lögum leiðir, hafa margir hugsað sem svo: þessi lög eru vitlaus og þarf hið bráðasta að afnema þau eða breyta þeim, — sérstaklega þó berklavarnalögunum. En þó lög- gjafar vorir hafi hvað eftir annað lagt heilann í bleyti til að finna ráð sem dugi, hefir það enn ekki tekist og eg vænti að þess verði langt að bíða. Fólkið hefir lært að meta þau gæði, sem sjúkrahúsin hafa að bjóða. Fólkið vill hafa góð ög mörg sjúkrahús — og löggjaf- arnir verða að hlýða, því fólkið ' ræður. Eg fyrir mitt leyti hefi löngu séð að til vandræða horfði með að fullnægja kröfum fólksins um sjúkrahúspláss, ef lengí heldur á- fram eins og undanfarin ár. Eg hefi stungið upp á því, að stjórn- arvöld landsins vildu hlynna meir og meir að hjúkrun í heimilunum með því að skipa lærðar og vel- launaðar farandhjúkrunarkonur í öllum læknishéruðum. Það mundi áreiðanlega bera þann árangur að létta mundi á sjúkrahúsunum, og væri að mörgu leyti ákjósanlegt. Því jafnframt því sem hjúkrun- arkonur þessar stunduðu sjúkl- inga heima, ættu þær að ganga um, meðal fólksins, og leiðbeina mönnurn í hollustuháttum og heil- brigðismálum. En þessi uppástunga mín hefir enn ekki fengið byr undir vængi, og eg sé það fyrir, að enn bíði mörg ár áður en hún komist til framkvæmda. Því þó ekki sé- um að kenna skilningsleysi og fylgis- leysi þeirra sem með völdin fara, þá er sá vandi óleystur að menta nógu margar hjúkrunarkonur til þessa starfs. Því enn eru svo fá- ar hjúkrunarkonur á takteihum, að varla nægir handa sjúkrahús- um landsins, og þær hjúkrunar- konur sem til eru hafa . því nær engar fengið þá auka- og fram- haldsmentun, sem þarf til að standa vel í stöðu sinni, sem far- andhjúkrunarkonur og heilbrigð- isfulltrúar (Health Visitors og Public Health Nurses). í hinum enskutalandi heimi og á Norður- löndum eru hjúkrunarkonur af þessu tagi hvarvetna að taka til starfa, og þykir starf þeirra bera hinn blessunarríkasta ávöxt. Hvað sem nú þessum spursmál- um líður og þó við íslendingar getum hrósað okkur af fleiri sjúkrahúsplássum að tiltölu við fólksfjölda en rfokkur önnur þjóð í heimi (við höfum 8—9 sjúkra- húsrúm á hverja 1000 íbúa) og þó við, hvað heilsuhæli snertir, séum komnir langt fram úr öðrum þjóðum (við höfum 2 rúm á hvert þúsund íbúa — Danir, sem ann- ars standa hæst, hafa aðeins 1 rúm á hver 2000 íbúa eða helm- ingi færri rúm að tiltölu en við). Og þó engin þjóð komist framar okkur að veita ókeypis sjúkrahús- vist og læknishjálp á ríkiskostn- að, þá (og líka þessvegna) þurf- um við stöðugt fleiri og stærri sjúkrahús. En ekki sízt vanhagar okkur hér á Akureyri um slíkt — því sjúkrahúsið Gudmanns minni er úrelt orðið og óhentugt, enda ógerlegt að byggja við það og það veitir ekki af því eingöngu fyrir berklasjúklinga. Og það má telj- ast nauðsynlegt orðið að greina þá sjúklinga algerlega frá öðrum. Eg geri ráð fyrir, að ýmsir muni dussa við öllu þessu, telja sér það óviðkomandi og halda mig fara með öfgar og óþarfa mál- flutning. Þó þykist eg viss um, að allir þeir, sem eitthvað hafa dval- ið sjúkir á Akureyrarspítala muni mér samdóma í ofanrituðu. En allir heilbrigðir bæjar- og sýslu- búar ættu að minnast þess, að þá og þegar kann fyrir þeim að liggja að leggjast sjúkir — og þurfa þá að knýja á dyr sjúkra- hússins. Og þá vilja þeir vissulega láta fara vel um sig. Þessvegna heiti eg á alla góða menn og kon- ur, að styrkja þetta mál, því ekk- ert gagnar að eg skrifi- nema margir málsmetandi menn vakni og vekji bæjarstjórn, sýslunefnd og Alþingi til samhjálpar í þessu efni. Hér er ekki farið fram á nein samskot (þó gjarnan mættu einhverjir gefa fyrir sálu sinni). Sjúkrahúsið er orðið svo efnað, að það getur sjálft lagt fram góð- an skerf. Og loks skal eg taka fram, að eg skrifa þetta ekki af neinum sérlegum eigingjörnum hvötum — enda sé eg þá bliku á lofti, að eg kunni þá^ og þegar að verða útlægur gerr frá allri spítalaþjónustu hér (sbr. nefnd- arálit spítalamálanefndar bæjar- stjórnar nýlega). Hins vegar vil eg lýsa því yfir, að þó einhverjir telji mig orðinn »gamlan lækni« og lítt liðgengan lengur, þá finn eg mig enn hafa nóga krafta og þrek til að þjóna bæði héraði og sjúkrahúsi enn um hríð, og það engu síður en að undanförnu. (Meira). Dalton- skólar. Um uppeldismál. Eftir Jón Sigurðsson kennara. (Framh.). Dalton uppeldis- aðferð er ein af þeim uppeldisstefn- um, sem nú er rætt mest um í heiminum, og hefir hún á mjög skömmum tíma haft meiri áhrif og víðtækari á viðhorf skóla til æskunnar, en dæmi eru til áð- ur úm skólanýung. Dalton-aðferð flytur þó ekkert algerlega nýtt, en skilningur hennar á sjálfshvöt æskunnm- til starfs og dáÖa, er nú þegar viðurkendur. Mest er upp- eldísaðferð þessi, sem skólastefna, útbreidd í Ameríku og á Eng- landi, þó er hún meira notuð sem endurbót gamals skólafyrirkomu- lags en heilsteypt skólakerfi og venjulega aðeins við börn frá 10 ára aldri. Núna í maí 1929 er stefna þessi, sem skólakerfi, réttra 10 ára, og er það kent við Dalton í Massachusetts í Amer- íku, en þar starfaði kona sú, sem setti kensluaðferð þessari fast form, ungfrú Parkhurst. En með- al merkustu frumhöfunda þessar- ar stefnu er hinn frægi ameríski heimspekingur Emerson, d. 1882, enska skáldið John Ruskin, d. 1900 og Edison. Þó er stefna þessi mikið sniðin eftir skoðunum Rousseau. Eftir mínum skilningi á skapferli okkar fslendinga, ætti þessi uppeldisaðferð að geta orðið okkur mjög happadrjúg. Eg ætla hér aðeins að skýra aðalbreyting- una, sem verður á skólunuml þar sem Dalton-aðferð er viðhöfð og grundvallaratriðin, sem stefnan byggist á. Skóla með gamla fræðslufyrir- icomulaginu sóttu og sækja ungir menn til að nema þar það, sem s k ó 1 i n n hefir að bjóða, en Dal- ton-skóla/r sníða námsefnin eftir þörfum n e m e n d a n n a. Þeir byggja sína fræðslustarfsemi á framtaki nememdanna og sjálf- stæðu starfi þeirra, þar sem kenn- arar gömlu skólanna knýja nem- enduima áfram við sundurbútað lexiunám. Daltonskólmnir segja, að skólaskyld börn séu of stór til að ganga blindandi troðnar braut- ir eða vera lyft yfir torfærur; að þaM verði að ganga á eigin fótum, því að það herði þau og vekji hjá þeim traust á sjálf sig og veiti þeim þann áhuga og þá ánægju, sem öllu námi séu nauðsynleg. Þeir eggja nemendurna og hvetja til dáða. En viðfangsefnin verða að samsvara- þroska barn- anna, og til þesá verða börnin að hafa valfrelsi og fá að vinna verk sitt á eigin ábyrgð. Dalton-sinnar segja: aðeins sjálfstætt starf veitir sannan þroska, og aðeins sá þioski, sem næst með sjálfstæðu starfi, sem unnið er á eigin á- byrgð, getur ráðið og skýrt vandas- efni lífsins, þegar á hólminn kem- ur. Frumhugsun Dalton-aðferðar er að veita æskunni frelsi. Frelsi til að þroskast að eðlilegum og heil- brigðum hætti. Frelsi til að vinna að verkefnum sínum og áhugaefn- um, án þess að skólareglur kæfi í miðju kafi nývaknaðan áhuga. Stundatafla er ekki til í Dalton- skólum og engar afmarkaðar kenslustundir. Skólinn vill nota á- huga og starfsþrek æskunnar sem unt er, og ekki hrekja barnið frá áhugaefni sínu til nýs kennara, sem heimtar önnur óskyld störf. Dalton-aðferð leggur verkefni fyrir börnin, en börnin eru frjáls hvernig þau haga starfinu, til að leysa það af hendi. Það er á á- byrgð nemandans eins. Þarna finnur barnið að á það er reynt og því er treyst, ,og einmitt það knýr barnið til að leggja fram krafta sína óskifta, og það leitar af eldlegum áhuga eftir þeirri beztu leið til að komast að mark- inu, sem því er sett. Og börn með vakandi áhuga eru dásamlega glöggskygn á beztu og heppileg- ustu leiðina. Eg veit að margir, sem trúa á form gömlu fræðslu- skólanna, vildu spyrja: en aginn, hvað gerir Dalton-aðferð fyrir hann? Því svarar stefnan á þessa leið: Þörfin á aga í skólum stafar af áhugaleysi nemendanna fyrir því sem lært er í skólanum og því, að börnunum þykir ekki nógu vænt um námið og kennarann. Það finnur ekki í námsefninu Vatnssalerni, Vaska, Skolpleiðslur, Vatnsleiðslur, er bezt að kaupa hjá TÓMASI BJÖRNSSYNI. 'dl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.