Dagur - 23.05.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 23.05.1929, Blaðsíða 1
D A O U R kemur út á hverjum fimtu- Uegi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. • • XII. ár. Akureyri, 23. Maí 1929. 22. tbl. JARÐARFÖR Jóns Guðmundssonar á Krossastöðum er ákveðin þriðjudaginn 28. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 11 árdegis. Aðstandendurnir. Magnús Guðmunds- son og Sheii. íhaldsblöðin hafa látið dólgs- lega út af rannsókn þeirri, er gerð var í sambandi við stofnun »Hlutafélagsins Shell á íslandi«, þar sem líkur þóttu fyrir, að fé- lagið væri ekki stofnað í samræmi við landslög. Eins og kunnugt er, var félag þetta sýknað fyrir dóm- stólunum, og síðan hafa. fyrnefnd blöð farið hinurn hraklegustu orðurn um dómsmálastjórn lands- ins, og verður helst af þeim orð- um ráðið, að blöð þessi telji það hina mestu glópsku að gerð sé til- raun til að ganga úr skugga um, hvort erlendur auðhringur hafi brotið lög landsins með hjálp og tilstyrk íslenzkra manna. Mun þessi framkoma blaðanna eiga að vera ein sönnun fyrir samábyrgð- arleysi því, sem þau halda fram að ríki innan fhaldsflokksins. En þrátt fyrir sýknudómana hefir þó við rannsókn málsins margt komið á daginn, sem áður var í myrkrum hulið og nauðsyn var á að kærni í ljós. »Tíminn«, er út kom 11. þ. m., gefur ítarlegt yfirlit um rann- sóknir og yfirheyrslur í Shell- málinu. Við athugun þessara rannsókna og yfirheyrsla ber margt einkennilegt og ótrúlegt fyrir augu, svo sem það að örfáir íslendingar eru taldir að hafa lagt fram samtals 252 þús. kr. í hlutafé upp í mannvirkin við Skerjafjörð, er þeir sjálfir telja um 2 milj.kr. virði og þykjast hafa fengið eignarheimild á, en fyrir eignarheimild þeirra á rnamivirhjum þessum finst hvergi nokkur stafur, því i?N GINAT SKRIFLEGUR SAMNINGUR hafi verið gerður um eignaryfir- færslu greindra mannvirkja frá hinu útlenda auðfélagi til h. f. Shell á islandi, heldur hafi aðeins MUNNLEGT SAMKOMULAG orðið um þessa stórfeldu eignar- yfirfærslu. Eftir því sem fram hefir komið, virðist hafa verið beitt sérstakri varkárni um að skjalfesta sem minst af þeim samningum, sem fóru á milli ís- lendinga og hins erlenda auð- hrings. Langsamlega stærsti hluthafinn er Björgúlfur læknir ólafsson tal- inn vera hér á íslandi, átti hann að hafa lagt fram nálega alla þlutafjárupphæðina íslensku, eða 244 þús. kr. af fyrgreindri 252 þús. kr. upphæð. Innborgun hlutafjárins á tilskyldum tíma er véfengd. Við rannsókn þessa at- riðis kemur margt grunsamlegt í ljós; framburðurinn er ósam- kvæmur, spurningum fæst ekki svarað, og hinum einu skilríkjum, sem B. ó. kveðst hafa fengið í hendur fyrir þessum gífurlegu viðskiftum, kveðst luinn hafa glatað eða fleygt eins og einskis- verðu rusli! 1 fyrnefndri grein í Tímanum eru færðar sönnur á það með til- vitnun í lög um hlutafélög og samþyktir félagsins Shell, að út- lendingar hafa 90 atkv. fram yf- ir íslendinga, og hafa því útlend- ingamir full yfirráð á hluthafa- fundurn. Lítur út fyrir, að hinn erleiidi auðhringur hafi með hyggindum sínum komið hluta- fjáreigninni þannig fyrir í félag- inu, að þar sem nálega alt hluta- féð er á einni hendi íslendinga- megin, skiftist það erlendis hæfi- lega, til þess að tryggja útlend- ingunum yfirráðin. Um þetta at- riði segir svo í Tímanum: »Má fullvíst telja, að ólögfróð- ir menn í félaginu hafi ekki séð við þessum hrekk. Öðru máli gegnir um Magnús Guðmundsson, sem er nokkuð á- berandi lögfræðingur. Er full á- stæða til að ætla, að honum hafi ekki dulist þetta atriði, og að liann einn hafi vísvitandi gerst lcppur hins erlenda auðfélags!« Af þessu er það ljóst, að með stofnun og samþyktum »Hlutafé- lagsins Shell á íslandi« hefir yfir- ráðum um mikilsverðar greinar atvinnurekstrar hér á landi verið afsalað í hendur útlendingum. Er þetta hið langalvarlegasta atriði Shell-málsins. Magnús Guðmundsson ritaði grein í »Vörð« 5. maí 1928, sem nefnist »Shellmálið og J. J.« Þar segir hann meðal annars: »Meiri hluti hlutafjárins er eign íslendinga, og öll stjórn fé- lagsins er íslenzk. Enginn getur því ráðið yfir eignum félagsins nema íslendingar. Einmitt þetta atriði, að engir geta ráðið yfir eignum félagsins nema Islending- ar, er meginatriði í þessu máli. Það er þetta, sem hlutafélagslög- in gera ráð fyrir og heimta, til þess að fyrirtæliið sé íslenzkt. Tryggingin liggur í því, að ís- lenzkir ríkisborgarar séu einráð- ir«. Hér við bætist, að í réttarhaldi 19. maí 1928 segir M. G. »að fé- lagið sé algerlega undir íslenzkum yfirráðum«. Um þetta segir Tíminn í fyr- nefndri grein: »Þannig lætur Magnús Guð- mundsson um mælt, eftir að hlutafjáreignin í félagi hans er að fullu ráðin og honum, sem lög- fræðingi, hlýtur að vera Ijóst, að yfirráðin eru ekki í höndum inn- lendra manna, heldur algerlega í höndum útlendinga«. Tíminn endar mál sitt á þessa leið: »í eldhúsdagsumræðunum síð- ustu, talaði M. Guðm. borgin- mannlega og digurbarkalega um þetta mál. Kvað hann þinghelgina hlífa þeim, sem gerðust svo djarf- ir að bendla sig við leppmensku í sambandi við málið. Tíminn lítur svo á, að hér að framan séu færð gild rök fyrir því, að Magnús Guðmundsson hafi víss vitandi gerst leppur hins erlenda auðfélags. f samþyktum »Hlutafélagsins Shell á íslandi« er svo ákveðið, að stjórendur félagsins skuli liafa 2000 kr. þóknun árlega hver. Er reyndar ekki trúlegt, að Magnús Guðmundsson hafi vegna þeirrar upphæðar gerst leppur erlends auðfélags. Má og líklegt telja, að félagið hafi lítt horft í kostnað, er um það var að ræða að stimpla vöru sína þvílíku merki: Fyrr- vercmdi dómsmálaráðherra lands- ins í íormannssæti! Einu úrræði Magnúsar Guð- mundssonar gegn þessari rök- studdu sakargift verða þau að höfða meiðyrðamál gegn Tíman- um, í trausti þess að hann vinni það, vegna skorts á lögfullum sömmnum, eins og í sjálfu Shell- málinu! En Tíminn mun með ánægju taka afleiðingunum af þessum viðskiftum. Ilann mun láta fylgja þessurn sannleika nauðsynlegt gjald jafn-fúslega og hann greið- ir 20 aura með þeim bréfum, sem honum þykir nokkuð miklu skifta að komist til þeirra, sem við eiga að taka«. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðar- för eiginmanns og föður okkar, ANTONS SIOURÐSSONAR. Akureyri, 23. maí 1929. Ekkja og börn. Fullvíst má telja, að almenn- ingur hér á landi fylgi hér eftir máli þessu með náinni athygli. Hvað gera nú íhaldsblöðin ? Eeyna þau að verja það, að ís- lendingar liðsinni erlendum auð- hring í því að fá aðstöðu til mik- ilsverðra yfirráða á íslandi þvert ofan í lög landsins? Á því má nokkuð marka hve langt samá- byrgð fhaldsins er sokkin niður í dj úp þj óðmálaspillingarinnar. -------------o---- Alþingisl)átíðir|t930. Magnús Kjaran kaupmaður, fram- kvæmdarstjóri nefndar þeirrar, sem skipuð hefir verið til undirbúnings hátíðahöldunum á Ringvelli 1930, var hér á ferð á dðgunum, ferðað- ist hann með »Goðafossi« þess er- indis, að halda fundi, á viðkomu- stöðum skipsins með nefndum, sem kosnar hafa verið í tilefni af Al- þingishátíðinni f sýslum og kaup- stöðum. Einn slíkur fundur var háð- ur hér í bænum á meðan Kjaran dvatdi hér. — Áður en hann fór héðan, skýrði hann blaðinu frá ýmsu viðvíkjandi störfum og áliti hátíða- nefndarinnar. Vér göngum að því vísu, að flestum af lesendum vor- um sé hugarhaldið um, að störf nefndar þessarar megi takast sem bezt, svo að hin fyrirhuguðu há- tíðahöld geti orðið þjóðinni til vegs og sæmdar, og verður því í eftir- farandi grein vikið nokkuð nánar að því, sem hr. Kjaran skýrði oss frá. Það mun vart leikaátveim tung- um, að oss beri að minnast þús- undárafmælis Alþingis á einhvern hátt, sem er þjóðinni og hinni forn- helgu stofnun samboðin, og sem megi verða landi voru til vegs og sæmdar. — Aftur á móti geta verið skiftar skoðanir um hitt, hvernig sú minningarhátíð eigi að vera,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.