Dagur


Dagur - 06.06.1929, Qupperneq 3

Dagur - 06.06.1929, Qupperneq 3
24. tbl. DAGUR 05 >r* Danskur fræöimaður} Dr. Holger Kjær, Askov, kom hingað með Esju í gær. Erindi hans hingað til iands er að kynna sér og safna gögnum viðvíkjandi heimakenslu, eins og hún hefir farið fr'am hér á liðnum tímum. Ætlar hann að ferðast hér um sveitir landsins í sumar; langar hann sérstaklega til að tala við og kynnast eldra fóiki, sem sjálft hefir notið heimakenslu. Allir, sem lesa þetta, eru vinsamlegast beðnir um að láta honum sem beztar upplýs- ingar í té, ef til þeirra kynni að verða leitað. Dáncvrdægur. Hinn 31. f. m. andaðist hér í sjúkrahúsinu Sigurbjörg Jóns- dóttir, ekkja Jóns sál' Kristjánssonar bkumanns. Hún var á sextugs aldri, mikil myndarkona, en átti við langvar- andi vanheilsu að stríða. Jarðarför hennar fer frám á morgun. ------o----- Á víðavangi. Ófagrir vitnisburðir. Lárus Jóhannesson hefir gefið Hæstarétti þann vitnisburð, að með sektardómi sínum yfir togaranum Júpíter, hafi hann kveðið upp dauðadóm yfir öliu réttaröryggi í Íahdinu. Blaðið - íslendingur hefir aftur á móti gefið L^rusi þann vitnisburð fyrir skömmu, að ekkert hans orð sé að fnarka, þegar hann tekur að sér vörn í máli! Verður ekki annað sagt en að báðir þessir vitnisburðir séu ófagrir i meira lagi. Nú hefir L. J. tekið að sér vörn í máli föður síns í »Verði«. Naerri má geta að sú vörn muni vera markleysa ein í augum ísl. Fögnuður um alt land. »íslendingi« segist svo frá að fögnuður sé um alt land yfir því, að íhaldsflokkurinn sé dauður. Mikil býsn eru þetta, þegar litið er til frásagna blaða flokksins skömmu fyrir andlát hans um sívaxandi gengi hans og æ meira fylgi hjá þjóðinni. »Skjótt hefir sól brugðist sumri< á hér við, þegar þjóðin stendur fagnandi yfir moldum íhaldsflokksins, sem var þó Ijós á vegum hennar og lampi fóta hennar eftir því sem hinum skriftlærðu flokksins sagðist frá. Pegar Loðvík 14. var borinn til grafar, köstuðu Parísarbúar steinum og skarni að kistu hans af fögnuði yfir því, að konungurinn var dauður. — Íhaldslíkið hefir hrept sömu örlög. Stefnuskráin. fhaldsflokkurinn endurskírði hefir birt stefnuskrá sína. Aðalþungamiðja hennar er: ísland fyrir Islendinga. Magnús Ouðmundsson er einn í miðstjórn flokksins. Munu þessi fallegu órð vera frá honum runnin og eiga að tákna það, að ísland sé ekki fyrir A. S. Debenham með 98 atkvæðum, né Anglo Saxan með sín 100 atkvæði í Shellfélaginu á fslandi. Annar maður f miðstjórn flokks- ins, Jón Porláksson, sagði eitt sinn þessi eftirminnilegu orð: >íhaldsflokkar allra landa semja stefnuskrár sínar svo, að þær gangi sem bezt í augu almennings, þvf að á því veltur fylgið*. Landsmálafundir. í ráði er að stofnað verði til landsmálafunda í þessum mánuði á Suður-, Vestur- og Norðurlandi, að tilhlutun Framsóknar. Mun Jónas ráðherra mæta á sumum þessara funda svo sem hér norðanlands. »Norðlingur« gat nýlega um fundi þessa og kvað forráðamenn Fram- sóknar ekki treysta sér að fara lengra en í Skagafjörð. Mun það eiga að skiljast svo, að þeir þori ekki nær »Norðlingi« en þaðl! — »Det er farligt at lege med elefant- er«, segir Ibsen. — Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að móðir okkar elskuleg andaðist að morgni hins 31. mai s. I. á Sjúkrahúsinu hér. Jaröarlörin er ákveðin fösludaginn 7. júní n. k. frá kirkjunni og hefst kl. 1 e. h. flkureyri, 3. júnl 1929. flnna Jónsdóttir. Herbert Jónsson. y Gagnfræðaskólinn. Að þessu sinni útskí'ifuðust stúdentar og gagnfræðingar af skólanum sem hér segir: Stúdentar: Jón Sigurgeirsson, Ak. I.eink.6,95 Guðríður Aðalsteinsd., Ak. I. — 6.88 Ingólfur Davíðsson, Eyf. I. — 6,44 Gestur Ólafsson, Eyf. II. — 5,77 Gunnar Björnsson, Skagf. II. — 5,65 Gústaf Ad. Ágústsson, Eyf. II. — 5,21 Púhni Pétursson, Sigluf. II. — 4,83 Gagnfræðin gar: ólafur Björnsson, Húnav. - I.eink.7,29 Steingr. Þorsteinsson, Ak. I. — 7,15 Guðný Pétursdóttir, Norðf. I. — 7,04 Jón Jóhannesson, Húnav. I. — 6,99 *Halldór Halldórsson, ísaf. I. — 6,78 Haraldur Bogason, Ak. I. — 6,64 Júlíus Bogason, Ak. I. — 6,61 Einar Ásmundsson, S.-Þ. I. — 6,49 *Oddný Guðmundsd., N.-Þ. I. — 6,42 Páll Ólafsson, ísaf. I. — 6,41 Guðm. Þorláksson, Eyf. I. — 6,33 Kristín Þorláksdóttir, S.-Þ. I. — 6,32 Sig. Samúelsson, Barð. I. — 6,27 Barði Brynjólfsson, Skagaf. I. — 6,25 Karl Níelsson, S.-Þ. I. — 6,21 Eggert Steinþórsson, S.-Þ. I. — 6,20 Helgi Gíslason, N.-M. I. — 6,18 Jón Þórarinsson, N.-M. I. — 6,13 Stefán Ásbjarnarson, N.-M. I. — 6,12 Höskuldur Magnússon, Eyf. I. — 6,10 Sigríður Jónsdóttir, S.-Þ. I. — 6,01 Pétur Oddsson, ísaf. I. — 6,00 Sigríður Guðmundsd. N.-Þ. I. — 6,00 Sigríður Árnadóttir, Ak. II. — 5,89 Gunnlaugur Traustas., Eyf. II. — 5,79 Björn Jóhannsson, V.-lsf. II. — 5,78 Eiríkur ísfeld, N.-M. II. — 5,78 Anna Pétursdóttir, Sigluf. II. — 5,58 Ásgeir Sigjónsson, A.-Sk. II. — 5,49 Elísab. Björgvinsd., Rangv. II. — 5,28 Rafn Jónsson, Borgf. II. — 5,21 Gerða Halldórsdóttir, Ak. II. — 5,15 Jóhann Þorvaldsson, Eyf. II. —"5,07 Jósep Sigurðsson, Ak. II. — 4,68 Leó Sigurðsson, Ak. III. — 4,26 Tómas Steingrímsson, Ak. III. — 4,13 Skólauppsögnin fór fram á föstu- daginn var; voru margir mættir, bæði fornir nemendur og gestir. Skólameist- arinn byrjaði með að halda mjög eft- irtektaverða ræðu, um mismunandi lífsskoðanir. Eftir það afhenti hann stúdentum og gagnfræðingum, sem út- skrifuðust, prófskýrteini þeirra, og á- varpaði hann þá stúdentana sérstak- lega. — Síðan var gengið niður að kaffiborðinu og ræðuhöldunum haldið áfram þar. — Fanst það á, að þessi mentastofnun er Norðlendingum hjart- fólgin. * Utanskóla, CHEVROLET 6 „cylinder” [.Pað er einróma álit sérfróðra manna, að CHEVR0íLEI;J6 »cylinder« bifreiðin nýja sé mesta meistarastykki, sem nokkurri bifreiðaverk- smiðju hefir tekist að framleiða til þessa. CHEVROLET 6 »cylinder« vélin er svo gangþýð, hljóðlaus og kraft- mikil, að slíkt hefir aldrei þekst áður, nema í allra. dýrustu skraut- bifreiðum. Prátt fyrir'r’iþessar og margar aðrar mjög verðmætar endurbætur, er CHEVROLET bifreiðin enn í sama verðflokki og fyr. Prátt fyrir það, þótt GENERflL MOTORS seldi síðastliðiðár 1,200,000 CHEVROLET bifreiðar á 10‘/2 mánuði vareigi látið staðar numið, heldur voru bifreiðarnar endurbættar, kaupendum til hagsmuna og gleði. GENERflL MOTORS ér framsýnt fyrirtæki og lætur aldrei staðar numið. Væntanlegir^bifreiðakaupendur! Athugið hvaft GE«NE|RjfllLlMOIORiS hefir að bjóða, áður en þér festið kaup á bifreiðum hjá öðrum. /Lðalumboð Jóh. Ólafsson & Oo., Rvk. Umboð á Norðurlandi hefir Vilhjátmur I>ór, Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.