Dagur - 06.06.1929, Blaðsíða 4
DAGUR
24. tbl.
96
Preseningar
margar stærðir, fást hjá undirrituðum.
Jón Björnsson,
skipstjóri,
Hestur,
viljugur, vel taminn og duglegur, óskast til kaups.
FR. ÁSMUNDSSON BREKKAN.
tfppboðsauglýsing.
Landbúnaður.
Fyrirspurnir og svör.
(Framh.).
a) . Er ekki betra að sá iómutn
höfrum l sáðsléttu á fyrsta ári, eða
á strax að sá grasfrœi með?
b) . Á að slá hafrana seint eða
snemma ?
c) . Er ekki hcetta á að grasfrœið
drepist ef hafrarnir eru seint slegnir?
d) . Hvernig á að verka hafragras,
svo að það komi að sem beztum
notum ?
a) . Ef eigi hefur tekist að vinna
landið vel og fá það jafnt strax
við fyrstu vinslu, er sjálfsagt að sá
í það höfrum fyrstá sumarið, piægja
það svo aftur að hausti og búa
það undir grasfræsáningu, svo fljótt
sem við verður komið næsta vor.
Hafi aftur á móti landið unnist vel
strax á fyrsta vori, má sá grasfræ-
inu strax, annaðhvort eintómu eóa
með höfrum, þó ekki nema hálf-
hafrasáning (40 kg. í dagsláttu). Sé
höfrum sáð, er uppskera á fyrsta
sumri trygð, en því má aldrei gleyma
að hafrarnir gera miklar kröfur tii
áburðar, og þarf því ávalt að bera
mjög ríkulega húsdýraáburð á það
land, sem á að sá höfrum i (alt að
100 kerrur á dagsláttu).
b) . Hafi höfrunum verið sáð ein-
um, skal slá þá, þegar þeir eru aó
byrja að setja ax. Eftir að axmynd-
un er um garð gengin tapa þeir
fóðurgildi og tréna. Sé þeim sáð
sem skjólsáði, skal slá þá áður en
þeir skyggja um of á frægresió,
þarf þá oft að tvíslá eða jafnvel
þríslá þá.
c) . Sé hafraskjólsáð seint slegið
og hafi sprettan veriö góð, getur
það valdið grasfræinu mjög mikils
hnekkis og jafnvel orsakað dauða
margra fræplantnanna, og getur þá
verið stórtjón að því að nota skjól-
sáð, þó góða éftirtekju gefi.
d) . Bezt er að setja hafragras L
vothey, ef góð grifja er fyrir hendi.
Annars má geyma það vott langt
fram á vetur í þunnum lönum, án
þess það tapi miklu töðugildi. Erfitt
er að þurka það, þó má það takast
sé það flutt á góðan gfundvöll og
sett þar í smáhrauka, sem iðulega
þarf að hlaða um, elt.r því' sem
þeir þorna.
-----o------
Sóknwrpresturinn, síra Friðrik Rafn-
ar, leggur af stað til Rvíkur, á presta-
mót á laugardaginn. Síra Sigurður á
Möðruvöllum þjónar hér í fjarveru
hans.
Ritstjórar:
Ingimar Eydal.
Gilsbakkaveg 5.
Friðrik Ásmundsson Brekkan.
Aðalstræti 15.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.
§£K~ TAPAST hefir grár hest-
ur frá Arnarhóli í Kaupangssveit;
hefir mikið fax, með svartan blett
á flipa. — Hver sem kynni að verða
var við hest þenna, er vinsamlega
beðinn að gera undirrituðum aðvart.
Sigfús Haligrímsson.
Danssankojna ■
verður haldin í þinghúsi Öngulstaða-
hrepps laugardaginn 8. júní n. k.
og hefst kl. 9 e. h. Aðgangur 1 kr.
Samkomunefndin.
14—16 ára piltur getur feng-
ið atvinnu í vor og sumar. Upp-
lýsingar í síma 45.
M U N D L O S-saumavélar
eru BEZT AR. fást í
Verzíuninni NORÐURLAND.
Síms key ti.
(Frá Fréttastofu Islands).
Rvík 4. júní.
í maílok hrapaði maður í Geir-
fuglaskeri og beið bana. Hann var
í eggjaleit og hét Sigurður Ein-
arsson, 35 ára gamall; lætur eftir
sig ekkju og 2 börn.
Þann 24. f. m. fann maður úr
Hafnarfirði jarðneskar leifar
litla drengsins, sem hvarf í Hafn-
arfirði fyrir 5 árum. Beinin fund-
ust undir miðjum Undirhlíðum.
Forsætisráðherrann fer utan
með Drotningunni á konungs-
fund.
Gjaldendur á skattskrá Reykja-
víkur eru 8000 að tölu. Skatt-
urinn er alls 1.338.950 krónur;
af því er 1.168.673 kr. tekjuskatt-
ur og 170.277 kr. eignaskattur.
íslenzki söngflokkurinn hefir
hlotið mikið lof í Danmörk; ís-
lendingar og Finnar eru taldir
syngja bezt.
Allflestir botnvörpungar eru
hættir veiðum.
Sænsku flugmennirnir eru
væntanlegir á morgun, ef veður
verður gott á flugleiðinni hingað.
Þórólfur Beck skipstjóri and-
aðist í gær eftir stutta en erfiða
legu.
London: 77% kjósenda kusu við
kosningarnar í Bretlandi. fhalds-
menn fengu 8.500.000 atkv. verka-
mannaflokkurinn 8.300.000 og
frjálslyndi flokkurinn 5.200.000
atkv. Forsætisráðherrann, Stan-
ley Baldwin, beiðist lausnar í dag.
Afstaða hinna frjálslyndu til
stjórnarmyndunar er enn óljós.
Búist er við að konungur feli Mac
Donald að mynda nýja stjóm.
París: I skaðabótanefndinni
þokast nær samkomulagi.
Laugardaginn 29. júní n.k. verður opinbert uppboð haldið að
Belgsá í Fnjóskadal og þar selt: 1 eða 2 kýr, 40—50 ær, geit-
ur, gemlingar, allskonar innanhúsmunir og búsáhöld, verkfæri,
reiðskapur, hirzlur, rúmfatnaður, rúmstæði, skilvinda, reipi, kerra,
o. fl. o. fl. Ágætar forustukindur verða seldar.
Uppboðsskilmálar birtir á uppboðsstaðnum.
Hreppsstjóri Hálshrepps 4. júní 1929.
Ingólfur Bjarnarson.
Commander
Westminster Virginia
Cigarettur
eru nú mest reyktu cigaretturnar hér á landi. í hverjum pakka er
gullfalleg íslenzk landslagsmynd, og getur hver kaupandi sem^
safnar 50 slíkum myndum fengið eina, stækkaða mynd.
Einkasalar á íslandi:
TÓBAKSVERSLUN ISLANDS f.
Tófuyrðlinga
kaupi eg í sumar, mórauða og hvíta, fyrir hæzta verð.
SAMKBPPNI ÚTIIiOKUí).
Mig er að hitta á Húsavík í júní- og júlímánuði.
John Bernaas.
?
Adr. Arni Sigurðsson, Húsavík.
Herkúles.
Bændur, athugið vel hvort þér getið komist af
án vélavinnu við heyskapinn.
Kaupið HERKULES heyvinnuvólar
þær svíkja engan. Fjöldi meðmæla frá ánægðum
notendum víðsvegar um lánd alt, er til sýnis
á skrifstofu vorri.
Samband isi samvinnufélaga.