Dagur - 27.06.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 27.06.1929, Blaðsíða 2
106 DAGUR 27. tbl. KREFFT ELDAVÉLARNAR eru hvítar — emaileraðar, og þessvegna prýði fyrir hvert eldhús, en þær eru jafnframt eldiviðarsparar, og hafa þann mikla kost, að elda má á þeim of- an á plötunni. — Verðið er lægra en á nokkurri annari jafnstórri eldavél. — Pantanir [afgreiddar. ) um alt land. •m Kaupfélag Eyfirðinga. Myndastofan Oránuféiagsgötu 21 er opin aila daga frá kli 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. getur einn maður nú með liinum fullkomnari verkfærum afkastað 1000 sinnum meiru en áður með ófullkomnum tækjum. — Áður takmarkaðist í raun og veru alt, sem hægt var að gera að ræktun, af húsdýraáburðinum. En nú er tilbúinn áburður að verða algeng- ur og hefir reynst vel. Um síðustu aldamót var það með öllu óreynt, hvort hægt væri að framkvæma nýrækt með tilbúnum áburði, og sama er að segja um grasfræs- sáningu. Nú hefir reynslari sýnt, að hægt er að rækta með tilbún- um áburði einum saman, ef því er að skifta, og gróðrarteppi, sem myndað er með grasfræi, hefir það fram yfir önnur gróðrar- teppi, að menn geta ráðið sjálfir vali þeirra fóðurjurta, sem þeir vilja rækta. — Alt þetta gefur nýtt útsýni og nýja möguleika til stórfeldari framfara, en áður hef- ir þekst. — Framkvæmdir þær, sem orðið hafa hér í grend við Akureyri, sýna allar saman, hvað hægt er að gera í þessum efnum hér norðanlands. Á Suðurlandi mishepnuðust til- raunir með sáðsléttu nokkuð í fyrstu, og því komu framfarirnar seinna þar en hér. En síðan þúfnabanarnir komu til sögunnar, hefir sáðsléttuaðferðin lánast vel einnig þar. Framkvæmdirnar sunnanlands má einkum þakka Þorleifi Guð- mundssyni, ráðsmanni á Vífils- stöðum. Þegar hann byrjaði að rækta þar, var túnið mjög lítið og ræktunarmöguleikarnir virtust minni þar en víðast hvar annars- staðar á landinu. En bæði holt og mýrar hefir verið ræktað upp með svo góðum árangri, að sl. sumar gaf Vífilsstaðaland af sér 1800 hesta af töðu. — Sem annan mesta jarðræktarfrömuð á Suður- landi má nefna Thor Jensen. Þeg- ar hann fyrir nokkrum árum byrjaði búskap sinn á Korpólfs- stöðum í Mosfellssveit, var þar aðeins 200 hesta tún og enginn annar heyskapur. Nú er túnið þar orðið 450 dagsl. að stærð og á sl. sumri gaf það af sér 7000 hesta. — Auk þess hefir Th. J. keypt og er farinn að rækta upp jarðir í nágrenni við Korpólfs- staði. Af þessum og því líkum fram- kvæmdum er mikið hægt að læra, t. d. viðvíkjandi framræslu, notk- un áburðar, grasfræssáningu o. s. frv. En það sem þó sérstaklega skiftir máli, er það, að menn hafa séð, hvað hægt er að gera úr ís- lenzkum jarðvegi, og þar af leið- andi hefir áhuginn fyrir og trúin á ræktun stórum aukist. Hin til- tölulega mikla nýrækt, sem fram- kvæmd hefir verið við Reykjavík sýnir þetta meðal annars, og það- an breiðast áhrifin austur um sveitir, hugurinn á jarðabótum fer sívaxandi á Suðurlandsundir- lendinu; og má því með sanni segja, að áhuginn fyrir ræktun landsins hafi aldrei verið jafn- mikill og einmitt nú. En hér þarf að fara vel af stað, svo engin mis- tök verði, menn þurfa að afla sér þekkingar eins góðrar og auðið verður á öllu sem að ræktuninni lýtur, eins og t. d. áburði og notk- un hans, grasfræi o. fl. Bezt mun vera að ráða bændum til að byrja þó í smáum stíl fyrsta kastið, en færast svo heldur í aukana smám saman eftir því sem getan og reynslan vex. Þegar litið er á áveiturnar á Suðurlandsundirlendinu, þá er heldur ekki hægt að segja annað, en að þar hafi orðið miklar fram- farir síðan á árunum 1870—80, þegar danskir verkfræðingar voru fengnir til þess að rannsaka möguleikana. En þó þar sé mikið þegar framkvæmt er samt mikið eftir ógert, t. d. er þýfið til mik- ils baga ennþá. En landið hefir verið þurkað, svo að mikilsvarð- andi spor er stigið í áttina þar. Um garðyrkjuna er það að segja, að henni hefir farið mjög mikið fram síðan um síðustu aldamót; þangað til voru fram- farirnar Jiarla litlar á þessu sviði síðan á 18. öld, að síra Björn Halldórsson hóf baráttu sína fyr- ir aukinni garðrækt. Framfarirn- ar hin síðustu árin má einkum þakka gróðrarstöðinni í Reykja- vík. Erlendis vex áhuginn fyrir þessari tegund jarðræktar með ári hverju. Hvað trjáræktinni viðvíkur, þá á hún einnig sína sögu hér á iandi. Á 17. öld beitti Gísli Magnús- son sýslumaður á Hlíðarenda sér fyrir að reynt væri að rækta skógana upp aftur hér á landi, sama gerði síra Björn Halldórs- son á 18. öldinni. Eftir 1800 fóru þeir feðgar á Skriðu í Hörgárdal að planta reyni og birki, hepnað- ist það vel og frá þeim eru komn- ir hinir elztu trjárunnar hér á Akureyri. En svo leið næstum því heil öld þangað til nýjar tilraunir voru gerðar. Aðaláx-angur þessara tilrauna er sá, að þær hafa sýnt að hér geta þrifist auk lauf- trjánna — reynis og birkis — bartré eins og lævii'kjatré og að líkindum bæði greni og fura líka. Annað, sem gert hefir vei-ið á þessu sviði, er það að girt hefir verið og friðað mikið af þeim skógarleifum, sem til voru í land- inu. Talsvert hefir einnig veirið gert að sandgræðslu hin síðari ár, og hefir árangurinn orðið sá, að tek- ist hefir að hefta sandfokið og græða upp aftur allstaðar, þar sem gróður var ekki útdauður með öllu. — Alls eru nú til 22 sandgræðslustöðvar, sem hafa 11.000 ha. lands undir. Að síðustu mætti nefna ýmsar aðrar framfarir og breytingar, sem orðið hafa á ýmsum sviðum, t. d. smjörbúin eftir aldamótin síðustu, sem þá voru réttmæt og gerðu talsvert gagn — og þá mjólkurbúin, sem nú eru að ryðja sér til rúms. Hafa Eyfirðingar þar gerst brautryðjendur með mjólkursamlagi sínu. En nú er verið að reisa tvö mjólkurbú á Suðurlandsundirlendinu. — Enn- fremur mætti nefna sláturhús, niðursuðu, mjaltavélar og hey- þurkunarvélar, sem alt stefnir að sama marki, að tryggja atvinnu- veginn og auka framleiðsluna. Votheysgerðin hefir tekið miklum fi-amförum, og ættu bændur því eigi að þurfa að vera veðráttu- farinu jafn-háðir með heyfeng sinn og verið hefir. Alt í alt eru horfurnar góðar — með vélavinnu, bættúm búnað- arháttum og aukinni þekkingu koma stöðugt fram nýir og miklir möguleikar á öllum sviðum i*ækt- unar og landbúnaðar. ------o----- Nova kom hingað snemma i dag frá Reykjavík. Tvær bifreiðar frá Bifreiðastöð Ak- ureyrar lögðu af stað héðan í gærmorg- un og var förinni heitið til Borgarness. LandsÉlÉÉríllegranesi Eins .og til stóð, var landsmála- fundur haldinn á þingstaðnum forna í Hegranesi í Skagafirði síðastl. þriðjudag. Talið var að mættir væru á fundi þessum um 600 manns. Fundarstjóri var síra Sigfús Jóns- son. Fundurinn hófst kl. að ganga 2 og stóð nær óslitið til kl. rúmlega 10. Ræðumenn voru sem hér segir: Af Framsóknar hálfu: Jónas Jóns- son ráðherra, Brynleifur Tobiasson, Bernharð Stefánsson, Gísli Magn- usson, Steingrímur Steinþórsson og Jósef Björnsson. Af hendi jafnaðarmanna: Harald- ur Guðmundsson, Einar Olgeirsson og Erlingur Friðjónsson. Af hálfu íhaldsinanna, er nú*kalia sig sjálfstæðismenn: Magnús Guð- mundsson, Ólafur Thors, Jón Sig- urðsson, Valtýr Stefánsson og Arn- ór Árnason. Tilhögun fundarins var á þá leið, að stjórnmálaflokkarnir þrír höfðu jafnlögum tíma yfir að ráða til ræðuhalda, hver fyrir sig. Er sú til- högun sjálfsögð sanngirniskrafa á slíkum fundum. Fundurinn fór vel fram og skipu- lega. Að vísu voru allhörð vopna- viðskifti milli ræðunxanna, en fóru þó fram ineð sæmilegri kurteisi að mestu leyti. Jafnvel Ólafur Thors var nokkurnveginn háttprúður, og er það inikil framför frá Hvamins- tangafundinum í fyrra, þegar hann í miðri ræðu tók að kasta klæðum til að vekja hlátur lágt hugsandi manna, fór úr treyjunni og bretti upp skyrtuermunum. Á slíkum fífla- látum bar nú ekki. Hið hlálegasta við franxkomu í- haldsræðumanna var það, að þeir mintust ekkert á nafnbreytinguna, eða stofnun nýja flokksins og stefnuskrá hans. Og þegar farið var að kryfja þá sagna um þessi atriði, fengust engin svör. Síðar mun gefast tækifæri að minnast nánar á þenna Hegraness- fund. -----o---- Merkir gestir. Á laugardaginn eru væntanleg hingað ineð Goðafossi Anna Borg leikkona og Paul Reunxert leikari — bæði frá konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn, og ætla, að for- fallalausu að sýna hér á laugar- dagskvöldið finskt leikrit »Gálga- manninn« eftir Runar Schildt. Því miður munu færri geta notið þessa merkisviðburðar, heldur en vilja. Ungfru Anna Borg er dóttir JVIálningarvörur — allar algengar tegundir — fást hjá Tómasi Bjornssyni, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.