Dagur - 27.06.1929, Blaðsíða 3
27. tbl.
DAGUR
107
og þægilegu æfintýraljósi yfir sögu-
I Verzlun Péturs H . Lárussonar
1 Meðal margra annara úr- valstegunda, eru nýkomn- ir léttir og ódýrir kven- sumarskór (fléttaðir). S J Ó MEN N! Munið ejtir V A C, ofan- viðlímd siígvél. „Úr töskunum tökum vér nestið11: Suðræn aldin og súkkulaði. Sætabrauð og fíkjur. »Og enginn þykist ofvel mettur utan fylgi tóbaksréttur.«
F r éttir.
• •
Stefaníu heitinnar Guðmundsdóttur
leikkonu — útlærð á leikskóia kon-
unglega leikhússins í kaupmanna-
höfn og nú fastráðin leikkona þar.
Hún hefir því notið meiri mentunar
í leiklistinni en nokkur önnur ís-
lensk kona og er sú fyrsta, er eg
veit um, sem hefir hlotið stöðu á
merku útlenzku leikhúsi. Þegar hún
kom fram í vetur í hlutverki því,
sem hún ætlar að leika hér, luku
Hafnar-blöðin einum rómi miklu
lofsorði á leik hennar. Var jafnvel
látið um mælt, að svo innilegur og
göfugur kvenmannsleikur hefði ekki
sést þar um langt skeið — eða síð-
an Anne Larsen hætti að leika. Slík
ummæli eru sjaldgæf um unga Ieik-
ara. Það að fá að leika ein í leik á
móti Paul Reumert er líka fádæma
sigur í Höfn fyrir byrjendur þar.
Paul Reunrerts er ekki hægt að
geta hér í fám orðum, ef drepa skal
á öll hans miklu afrek á leiksviðinu.
Eg læt nægja að segja, að hann er
mestur leik-snillingur danskra karl-
manna, er nú eru starfandi á leik-
sviðinu — og hefir hina ótrúlegustu
hæfileika til að breyta sér í nýja og
nýja ger-ólíka hami. Að sjá hann
Ieika, er ógleymanleg nautn. Það er
næstum ótrúlegt, að hann skuli vera
kornínn hingað — maður, sem flest-
öll íeikhús standa opgn fyrir og sem
talinn er einn af mestu Ieikurum
heinrsins, núlifandi.
F. /.
------0------
Haustkvöld við hafið.
J. Magnús Bjarnason.
Bókaverzlun Ársæls
Árnasonar. Rvík.
Svo nefnast tvö hefti smásagna, er
nýlega eru komin á bókamarkaðinn.
Höfundur þessara sagna er hið góð-
knnna sagnaskáld, Jóhann Magnús
Bjarnason, er skrifað hefur »Eirík
Hansson*, »Brazilíufara«, »Vornætur á
Elgsheiðum* o. fl. Mun öhætt að
fullyrða, að allir kannist við sögur
þær, er nú voru nefndar, því þessar
bækur eru nú meðal þeirra bóka, er
mest eru lesnar samkvæmt bókasafna-
skýrslum. En hitt kynni sumura að
vera ókunnara, að J. M. Bjarnason er
fæddur að Meðalnesi í Fellum f Norð-
ur-Múlasýslu 24. maí 1866, en flutt-
ist til Nýja-Skotlands í Canada, þegar
hann var 9 ára gamall, og hefur síð-
an alið allan aldur sinn vestan hafs.
Þegar raaður athugar hversu torvelt
ýmsum verður að geyma íslenzka
hugsun og tungutak, nokkurnveginn
óblandað, sem þó hafa skemmri úti-
vist, en J. Magnús Bjarnason hefur
haft, þá hlýtur maður að undrast,
hversu vel honum hefur haldist á þess-
um kjörgripum, og einnig hve mikla
tryggð og ást harin hefur bundið við
alt, sem stórt er og göfugt, að fornu
og nýju í íslenzku þjóðerni og lund-
arfari, því svo má að orði kveða, að
hver saga af þessum 16, er »Haust-
kvöld við hafið* flytja, bregði upp
myndum af íslendingum og afkom-
endum þeirra, þar sem drengskapur
og karlmenska, jafnt andleg sem lík-
amleg, er uppistaða og ívaf sögu-
persónanna. Pað er ennfremur ein-
kenni á skáldsagnagerð J. M. B., að
honum tekst að bregða hæfilega sterku
persónur sínar, athafnir þeirra og um-
hverfi. En þetta einkenni hlýtur að
verða þeim hugðarefni, er áður hafa
feugið sig fullsadda á brothljóðsmælgi
og óheilbrigði hinnar nýju stefnu,
eða stefnuleysi í sagnagerð.
Pað er ekki ætlunarverk mitt, að
lýsa einstökum sögum eða persónum
þeirra, eða hnitmiða hið svonefnda
listræna gildi þeirra, heldur aðeins að
benda þeim, sem unna hinu fagra
og verulega sanna, hvort heldur það
birtist í skáldsögu eða á víðavangi
hins daglega lífs, á þessar sögur, því
af lestri þeirra auðgast menn á ýmsan
hátt, og allar eru þær þannig, að vel
mættu þær hafa gerst bókstaflega. En
auðvitað er ekkert hægt um það að
segja hvar virkiieiki þrýtur, en skáld-
skapurinn tekur leiðsöguna,[og það er
máske hið bezta.
»Herra Karson« heitir ein af sög-
unum; hún er um mann, sem dettur
fram af klettastalli, missir meðvitund
og kemur aldrei fyllilega til sjálfs sín
aftur, því þegar hann raknar úr rot-
inu, hefur hann gleymt allri fortíð
sinni nafni, þjóðerni og ættartengslum.
Sagan gæti verið dæmisaga, um þann
eða þá, er vegna einhverra atvika týna
tungu sinni og þjóðerni og bíða þess
aldrei bætur.
F. H. Berg.
-----o———
Simskeyti.
(Frá Fréttastofu Islands).
Rvik, 25. Júní.
Á sunnudagsmorguninn kl. 7*/2
vildi til hörmulegt slys fyrir neðan
Sandskeið, á Hellisheiðarvegi. Nokkr-
ir verkamenn og smiðir voru á aust-
urleið í 12^ manna bifreið frá Krist-
ni og Gunnari; alls voru 11 í bif-
reiðinni. Slangan á hægra fram-
hjóli sprakk, kiptist þá bifreiðin til
hliðar og rann nokkra metra utan
vegarbrúnar, en er bifreiðarstjórinn
ætlaði að snúa upp á veginn, lét
bifreiðin ekki að stjórn og hvolfdist
yfir stórgrýtið, réttist við aftur og
stóð þá á veginum. Við þetta
sviftist þekjan burt af bifreiðinni, en
tveir menn köstuðust út. Dó ann-
ar þegar, en hinn var með lífsmarki,
komst heim að Lögbergi og and-
aðist þar. Hét hann Guðm. Ólafs-
son, kvæntur smiður, á tvö börn.
Hinn hét Guðmundur E. Jóhannes-
son, 49 ára að aldri, átti 4 eða 5
uppkomin börn Fjórir aðrir meidd-
ust til muna, handleggsbrotnuðu
og rifbrotnuðu eða brákuðust, en
munu allir ná sér.
Á aðalfundiEimskipafélagsinskom
það i ljós, að árið sem leið var gott
fyrir félagið. Samþykt var að greiða
hluthöfum 4°/b arð og láta smíða
eða kaupa 1—2 skip. í stjórn voru
kosnir Hallgrimur Benediktsson,
Halldór Kr. Porsteinsson og Jón
Ásbjörnsson hæstaréttarritari.
Dánardægur. Hinn 12. þ. m. andaðist
í Reykjavík Steinunn Jónasdóttir frá
Sílalælc í Þingeyjarsýslu, 71 árs að
aldri. Var hún móðir frú Guðrúnar
konur Jónasar Jónssonar dómsmála-
ráðherra.
Hinn 22. þ. m. andaðist hér í bænum
Hallgrímur Kráksson fyrv. póstur,
kominn á níræðisaldur.
Sextugsafmæli átti Otto Tulinius 20.
þ. m. Hefir hann undanfarin ár dvalið
í Danmörk, en er nýlega fluttur hingað
heim.
Páll Eggert Óluson prófessor kom
hingað til bæjarins á mánudaginn var
og fór aftur í gær. Ferðaðist hann í
bifreið að vestan og vestur.
Til Slcagafjardar brugðu sér í bif-
reið Erlingur Friðjónsson, Einar 01-
geirsson, Bernharð á Þverá og Ingimar
Eydal, til þess að vera á Hegraness-
fundinum. Fóru þeir að heiman á
mánudagsmorgun og komu aftur heim í
morgun. Sauðkræklingar kölluðu bif-
reiðina, er flutti þessa menn, bolsabif-
reiðina að norðan, en ekkert ilt bjó und-
ir því.
-----o----
Hœnsnafóðrun.
Þar sem svo mikið er framleitt
af eggjum í sveitum, og flutt í
kaupstaðinn til sölu, veitir ekki af
að minnast á fóðrun hænsnanna.
Það er almenn umkvörtun yfir
því, hvað hænuegg, sem seld eru
úr sveitum séu smá. Vanalega
kenna menn það hænsnunum, að
þetta og þetta hænsnakyn verpi
smáum eggjum. Það er að vísu
satt, að hin ýmsu hænsnakyn
verpa mismunandi stórum eggj-
um. En það er líka að mjög miklu
leyti fóðrinu að kenna, ef eggin
eru mjög smá. Fleira kemur þar
að vísu til greina, svo sem of mik-
ill skyldleiki, sem orsakar úr-
kynjun o. fl. og ætla eg ekki að
fara út í það í þetta sinn. Eg víl
aðeins fara nokkrum orðum um
fóðrunina, því það er það, sem
fljótlegast er að kippa í lag.
Stærð og gæði eggjanna fer
mjög mikið eftir því, hvað hæn-
urnar fá að éta, og verða menn
því að leggja sig eftir því að vita,
hvaða fóðurtegundir það eru, sern
framleiða stærst og bezt egg.
Það er ekki eingöngu stærðin á
eggjunum, sem um er að gera,
heldur og líka stærð rauðunnar í
hlutfalli við eggið. Það er sama
tilfellið með eggin sem mjólkina.
Feit mjólk er verðmeiri en fitulít-
il. Og egg með stóra rauðu eru
verðmeiri en egg með litla rauðu.
Nú eru egg mikið seld eftir vigt.
Þá er það skaði fyrir seljanda ef
eggin eru smá, þeim mun fleiri
þurfa í kílóið. En séu þau seld í
stykkjatali, er það skaði fyrir
kaupanda ef smá egg eru seld fyr-
ir sama verð og stór. Meðal egg
eiga að vera 65 gr., en fjöldi af
eggjum, sem seld eru á Akureyri,
úr sveit, eru ekki nema 50—55
grömm.
Tilgangurinn meðhænsa ræktinni
er eingöngu sá, að framleiða egg.
Hvort það er til sölu eða til heim-
ilisnota, skiftir litlu máli. En til
þess að hænsnin geti framieitt egg,
mega þau ekki á neinn hátt vera
vanfóðruð. Pað er því aðallega
tvent, sem þarf að hafa í huga,
þegar hænsni eru fóðruð. Pað er
að fóðra þau til holda og lífsvið-
halds, og að fóðra þau til eggja-
framleiðslu. Pessvegna þarf að gefa
þeim það fóður, sem gerir hvor-
tveggja. Algengt mun vera í sveit-
um, að gefa hænsnum hrísgrjón og
bygg. og svo matarúrgang, sem felst
til á heimilunum. Allur matarúrgang-
ur er góður, og sjálfsagt að gefa
hann hænsnunum. En það verður
að gefa hann nýjaii, því ef hann
súrnar, er hann skaðlegur.
Hrísgrjón ætti helzt aldrei að gefa
hænsnum á varptima Fyrst og
fremst er það altof dýrt fóður, og
svo hafa þau altof einhæft fóður-
gildi. Pau eru fitandi, hafa mjög
lítil eggahvítuefni og sama sem
ekkert til að mynda eggjarauðu.
Bygg er betra, en þó óhæft til að
gefa það eingöngu. Hafrar, hveiti-
korn og maís er ágætt fóður. Sömu-
leiðis hveitiklið, en það er erfitt í
meltingu, nema að það sé hrært út
í volgu vatni deginum áður en það
er gefið. Taflan hér á eftir sýnir
aðal fóðurgildi þeirra korntegunda,
sem eg hefi nefnt.
W </) ^
03 03 . ra o F
° d <ð ■o > « í % P ro -4= g s
1 .« 03 rn JC _ 01 ‘k a ® § o
í- (1) Í- <D P o h- *<J
Hveitikorn .... 12.5 3.0 65.1 29
Bygg 12.2 2.6 61.6 2.4
Hafrar 11.8 50 59.7 3.0
Maís 10.4 5.0 70.3 1.5
Hrísgrjón ... 7.4 04 79.2 0.4
Hveitiklíð .... 15.4 4.0 53.9 4.3
Allskonar fóðurblöndun, sem nú
er farið að flytja í verzlanir., sem
kúafóður, er einnig gott hænsafóð-
ur. Sérstaklega vil eg mæla með
fóðurblöndun Mjóikurfélags Reykja-
víkur. í því eru 40 hlutir maísmjöl,
10 hveitiklíð, 20 »soya«-mjöl, 10
síldarmjöl, 10 pálmakjarnamjöl, og
10 jarðhnetumjöl. En sé það gefið,
þarF ekki að gefa annað maísmjöl
eða hveitiklíð.
(Framh.). "