Dagur - 11.07.1929, Page 1

Dagur - 11.07.1929, Page 1
D AGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirö- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XII ár. | ► ♦ » # • -• Akureyri, 11. Júlí 1929. Pétur Jónsson, Stórstúkii íslands. Tuttugasta og níunda ársþing Stórstúku íslands var háð í Rvík dagana 22.—-26. f. m. 103 fulltrú- ar mættu; fullur helmingur full- trúanna var víðsvegar að af landinu, hinir úr Reykjavík og Hafnarfirði. Þingið hófst með guðsþjónustu í Fríkirkjunni; þar prédikaði Kristinn Stefánsson guðfræði- kandidat og lagði út af orðunum 1. Mósebók, 4. kap., 9. vers: »Iivar er Abel bróðir þinn? En hann mælti: Það veit eg ekki. Á eg að gæta bróður míns?« Sýndi hann í ræðu sinni fram á, að hið göfuga mannúðarstarf Good- tempiar Reglunnar væri einmitt innifalið í ábyrgð þeirri, er vér höfum gagnvart vorum minstu biæðrum í mannlegu félagi. — Stórkapelán, síra Árni Sigurðs- son þjónaði fyrir altari. Eftir guðsþjónustuna gengu fulltrúarnir niður í Templarahús, og var þingið sett, kjörbréf rann- sökuð og stig veitt. Næsta dag hófust umræður um mál þau, er fyrir lágu, eftir að embættismenn höfðu gefið skýrslur sínar. Mörg mál voru tekin til með- ferðar á þessu þingi, og þrátt fyr- ir ýmsan ágreining um smáatriði, sem kom í ljós við umræðurnar, birtist þó í öllu einhuga og öflug- ur vilji á að berjast til sigurs fyr- ir mannúðar- og menningarmál- efnum Reglunnar. — Ef til vill hefir bindindisstarfsemi hér á landi aldrei verið jafn stefnuföst og einhuga sem einmitt nú, og Templarar hafa aldrei farið í launkofa með markmið sitt, að út- rýma öllu áfengi og áfengisnautn úr landinu, og að fylgja fram bannlögunum, þangað til að þau — í sambandi við árvakra bind- indisstarfsemi og bindindis- fræðslu — eru búin að gera sjálf sig óþörf. — Þegar vér erum komnir svo langt í siðmenningu, að öll áfengisnautn er óhugsanleg meðal allra manna með heil- brigðri skynsemi og heilbrigðum tilhneigingum þarf engra bann- laga við, og þá getur komið til mála að nema þau úr gildi. En þangað til munu Templarar og aðrir bindindisvinir í landinu standa sem einn maður á verði gagnvart öllum árásum andbann- inga. Og 6 meðan Templararegl- an, Ungmennafélögin og — heil- brigð skynsemi eru öflug í land- inu, er hætt við að meirihluti at- kvæða þjóðarinnar fengist ekki gegn bannlögunum. — Hin 84% atkvæða gegn bannlögunum, í skólum G. H. (óuðm. Hannesson, prófessor?)* virðast ekki vera neinn óyggjandi spegill af vilja þjóðarinnar — ekki einu sinni unga fólksins — í þessu efni; G. H. virðist um of líta á skóla sína, sem einskonar andlegan mæli- kvarða og þungamiðju þjóðarinn- ar. — Einhver annar hefði ef til vill getað látið svipaða atkvæða- greiðslu fara fram í einhverjum öðrum tveim skólum og fengið al- veg gagnstæða niðurstöðu — og mér er nær að halda að svo mundi hafa farið víðast hvar, þar sem það hefði verið reynt. — Ýmsar tillögur voru samþyktar á þinginu. Meðal þeirra voru þessar: »Stórstúkuþingið samþykkir að beita sér fyrir fjársöfnun til þess að tryggja Reglunni umráðarétt yfir einu herbergi í fyrirhuguðum stúdentagarði í Reykjavík«. »Stórstúkuþingið beinir því til framkvæmdanefndarinnar, að hlutast til um, að bindindis- fræðsla sú, er lög mæla fyrir, verði framkvæmd í öllum barna- skólum landsins«. »Stórstúkuþingið felur fram- kvæmdanefndinni að útvega Regl- unni tryggan og góðan aðgang að hinni væntanlegu útvarpsstöð til afnota fyrir Regluna og að tryggja sér ræðumenn«. »Stórstúkan tjáir sig eindregið fylgjandi friðarstarfsemi og tel- ur æskilegt að Stórfræðslustjóri sendi næsta vetur erindi til stúkn- anna um það mál. »Stórstúkuþingið ályktar að fela framkvæmdanefndinni, að beita sér fyrir því, að Hagstofan gefi árlega út áfengisskýrslur«. f framkvæmdanefnd voru kos: in: Stórtemplar: Páll J. ólafson, tann- læknir. Stórkanslari: Helgi Sveinsson, fast- eignasali. Stórvaratemplar: Frú Guðrún Ein- arsdóttir, Hafnarfirði. Stórritari: Jóhann ögmundur Odds- son. Stórgæzlumaður unglingastarfsemi: Magnús V. Jóhannesson, fátækrafulltr. * Morgunbl. 16. jún£ 1929. hinn víðfrægi óperusöngvari, kemur hingað til Akureyrar með fslandi í dag. Hann hefir að und- anförnu skemt Reykvíkingum með söng sínum og hafa þeir tek- ið honum með mikilli aðdáun sem verðugt er. Nú ætlar hann að láta íbúa höfuðstaðar Norðurlands njóta góðs af komu sinni þeim til föðurlandsins og syngja fyrir þá. Má nærri geta að þeir láta ekki svo sjaldgæft og gott tækifæri ganga sér úr greipum, heldur fylla húsið. Það er mikill heiður fyrir íslenzku þjóðina að eiga slíkan listasöngvara sem Pétur Jónsson, er hefir komist svo langt að verða frægur og eftirsóttur 1 sjálfu föðurlandi hinnar hæstu söngmentunar, Þýzkalandi. Pétur Jónsson hefir tekið upp þá nýbreytni hér að syngja nær eingöngu íslenzka texta. Mælist það eflaust vel fyrir og eykur að- sóknina að söng hans að mun, því Stórgæzlumaður löggjafarstarfs: síra Björn Þorláksson. Stórgjaldkeri: Helgi Helgason, verzl- unarstjóri. Stórfræðslustjóri: Gunnar Andrew, í- þróttakennari, fsafirði. Stórfregnritari: Friðrik Bjömsson, afgreiðslumaður. Stórkapelán: Vilhelm Knudsen, verzl- unarfulltrúi. ekki er þess að vænta, að almenn- ingur skilji útlenda texta. Er þetta nærgætnislega gert af Pétri, þar sem þetta mun hafa bakað honum talsverða fyrirhöfn. Söngskráin verður sem hér segir: R. Wagner: Gralsöngurinn úr óp. Lohengrin (ísl. texti). Puc- cini: Stjömuaría úr óp. Tosca og önnur aría úr sömu óp. (ísl. texti). — B. Þorsteinsson: Syst- kinin. Sv. Sveinbjörnsson: Huldu- mál. Á. Thorsteinsson: Ingjaldur í skinnfeldi. Sigf. Einarss.: Aug- un bláu. — De Curtis: Sól á sæn- um (ísl. texti). Leoncavallo: Mat- tinata (ísl. texti). — R. Wagner: Sigurljóð Walters úr óp. Meist- arasöngvararnir frá Niirnberg (ísl. texti). — Leoncavallo: Aría úr óp. Bajazzo. Verdi: Aría úr óp. Othello. Eins og sjá má hér að ofan, er söngskráin mjög fjölbreytt. skólastjóri, skyldi eiga sæti í fram- kvæmdanefndinni. Stórstúkuþinginu var slitið kl. 2 á aðfaranótt þess 27. og hafði þá staðið yfir í 5 daga. Það er trú og von allra Templ- ara og sjálfsagt allra bindindis- vina landsins að starfsár það, er Ennfremur var samþykt að fyrver- andi Stórtemplar, Sigurður Jónsson

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.