Dagur - 11.07.1929, Blaðsíða 3

Dagur - 11.07.1929, Blaðsíða 3
29. tbl. DAGUR 115 okkar þannig glímd er án efa »heimsins fegursta glíma« og þeir sem halda að íslenzkri glímu fylgi jafnan þjösnaskapur og meiðsli, hefðu átt að sjá þessa glímu. Man eg ekki eftir að hafa nokkru sinni séð jafnmarga glímumenn í senn glíma jafn-vel, enda voru þarna landsins beztu glímumenn, t. d. Sigurður Thorarensen, glímu- kóngur íslands og Jörgen Þor- bergsson, sem frægur er orðinn fyrir snarpa, svipfagra og drengilega glímu. Bændaglíman var hin fegursta. Rann þó sumum sveinanna kapp í kinn, en eigi sást það á brögðum þeirra né vörnum. Er það án efa bezt glímd bændaglíma, sem eg hefi séð. Það er í ráði að þessi íþrótta- mannaflokkur fari til Þýzkalands í sumar og sýni þar listir sínar. Veit eg að þeir verða landi og þjóð til sóma og bera orðstír ís- lenzku glímunnar víða. ÞÖkk fyrir komuna hingað, Ár- menningar! Komið heim aftur heilir og frægir í haust! M. P. Síms keyti. (Þrá Fréttastofu íslands). Rvík 9. júlí. Nýr hreyfill hefir verið settur í flugu Ahrenbergs; er hann nú ferðbúinn, en fer þó sennilega ekki af stað 1 dag, þar sem flug- veður er ekki sem best yfir Græn- landi. Frá Cramer hefir ekkert áreið- anlegt frétst; sennilega er hann enn í Canada vegna illviðra norð- ur þar. Súlan fór af stað héðan kl. 4/2 síðdegis um fsafjörð til Akureyr- ar og fer þaðan til Austfjarða á morgun samkvæmt áætlun; vænt- anleg til baka á fimtudag. Forsætisráðherra kom með Lyra úr utanlandsför sinni. Vegna sjúkdóms síns hefir hann tæplega fótavist þessa viku. Útflutt í júní fyrir 3.524.450 kr.; alls nemur útflutningur til 1. júlí 21.540.660 kr. Fiskbirgðir 207.420 skp. 1. júlí Aflinn.á sama tíma 329.262 skp. Meðalkaupgjald kaupamanna á Suðurlandi verður sennilega 40 kr. um vikuna, en kaupgjald kvenna 23 kr. óðinn tók þýzkan togara 3. þ. m. og fór með hann til Vestmeyja. Sekt kr. 12.500 og afli og veiðar- færi upptækt. — Togarinn hefir áfrýjað dómnum. Fréttir. Dánardær/ur. Hinn 2. þ. m. andaðist Jón Jónsson frá Drangsnesi að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Jóns Kristjánssonar útgerðannanns hér í bæ. Hann var grandvar maður, greind- ur og vel að sér og fékst fyrrum mikið við kenslustörf. Hann var kominn fast að áttræðu. Jarðarför hans fer fram á morgun. Vatnsveita bxjarins. Samþykt var á bæjarstjórnarfundi 5. þ. m. að bygg.ja nú þegar vatnsgeymi ofan við Glerá, er rúrni 500 teningsm. vatns. Er þetta gert samkvæmt tillögu Árna Pálssonar verkfræðings. Á vatnsgeymir þessi að bæta úr vatnsskorti þeim, er gert hefir vart við sig að undanförnu. Verkið er áætlað að kosti 17 þús. kr. Rafveitan. Á sama fundi var sam- þykt tillaga frá rafmagnsnefnd um kaup á hráolíuvél til hjálpar við raf- veituna og nefndinni heimilað að verja alt að 40 þús. kr. til kaupa á slíkri vél og annars kostnaðar í sambandi við uppsetningu hennar. Barnaskólabyggingin. Húsameistari ríkisins hefir áætlað kostnað við barna- skólabygginguna hér, umfram tilboð þau sem fyrir liggja, á þessa leið: Hitastöð, vatns- og skolpleiðslur, á- samt salernum og þvotta- skálum kr. 12.000 Rafleiðslur án lampa — 2.500 Málning — 8.000 Samtals kr. 22.500 Auk þess áætlar fjárhagsnefndin fyrir launum umsjónarmanns og öðrum aukakostnaði um 10.000 kr. Handbært fé til byggingarinnar er á þessu ári: Lán frá Bikuben kr. 113.000 Byggingarsjóður — 36.900 Framlag bæjarsjóðs í ár — 20.000 Vextir á þessu ári — 1.100 Brezkwr vararxðismaður var 20. f. m. skipaður herra Arthur Gook í stað Ragnars sál. Ólafssonar. Súlan kom ekki hingað fyr en um há- degi í gær; tafðist á Húnaflóa vegna þoku. Ákveðið er, að hún leggi upp í póstferðir frá Reykjavík á hverjum þriðjudegi, norður og austur um land. Slysfarir. Bam datt út af bryggju í Ólafsfirði og druknaði. Ósyndur maður gerði tilraun til að bjarga baminu, en druknaði einnig.' Knatt.spymu milii Færeyinga og Vals í Rpykjavík á mánudagskvöldið lauk svo, að Valur gerði 4 mörk gegn einu. »Arcadadia«, enskt ferðamannaskip, kom hingað í morgun. Á skipinu eru 350 manns. Samtals kr. 171.000 Fyrir síðasta bæjarstjórnarfundi lágu tvö tilboð í bygginguna samkvæmt útboðslýsingu og teikningu, annað frá Jóni Guðmundssyni og Einari Jóhanns- syni að upphæð 186 þús. kr., hitt frá Eggert Melstað og Guðmundi ólafssyni að upphæð 179 þús. kr. Trygging var fyrir höndum af beggja hálfu, 10% af tilboðsupphæðinni. — Samþykt var með 6 atkvæðum gegn 5 að taka hærra til- boðinu. — Þeir eru ekki svo sparir á aurunum. Á Ytri-Bægisá hefir verið opnuð 3. flokks símastöð auk þeirra, er getið var í síðasta blaði; láðist að geta þess þá. Sláttur er í byrjun hér um sveitir. Grasspretta víðast orðin sæmileg. Sum tún hér á Akureyri þegar slegin og jafnvel hirt. Hjónaband: Ungfrú Guðbjörg Helga- dóttir hjúkrunarkona og Jón Sigurðs- son myndasmiður frá Dagverðareyri. Samkoma var haldin á Möðruvöllum í Hörgárdal 30. júní sl. til minningar um 100 ára afmæli Friðriks Jónssonar á Ytri-Bakka og Hansínu konu hans. Fyrir minningarathöfn þessari stóð ungfrú Anna, dóttir Friðriks sál. Margt manna var saman komið við þetta tækifæri. Á víðavangi. Vakri-Skjóni og Íhalds-Brunka. Flestir munu kannast við þá fyndni síra Jóns Þorlákssonar á Bægisá, að láta væntanlegan reiðskjóta sinn heita Vakra-Skjóna, og það jafnvel þótt reiðskjótinn yrði brún meri. Vakri-Skjóni hann skal heita, honum skal jeg nafnið veita, þó að meri það sé brún! Svo kvað síra Jón endur fyrir löngu, Þessi fyndni hefir nú endurtekið sig. Eins og kunnugt er, hefir stjórn- málaflokkur sá, er kent hefir sig við íhald að undanförnu, tekið sér nýtt nafn og kallar sig nú Sjálfstæðis- flokk. Telur hann það nafn veglegra og líklegra til að láta betur í eyr- um landsmanna. Jón Porláksson hinn yngri & Co. þykist nú hafa fengið sér nýjan pólitiskan reið- skjóta, og það á svo sem ekki að vera nein brún íhaldsbykkja, heldur bráðólmur sjálfstæðisfákur, regluleg- urVakri Skjóni. Á þessum nýjagamm sínum þeytast nú uppgjafa ihalds- menn um landið, berja óspart fóta- stokkinn og bera sig borginmann- lega. Olöggskygnir menn þykjast samt sjá, að hér sé enginn Vakri- Skjóni á ferðinni, enginn nýr gæð ingur, heldur bara hún g a m 1 a Íhalds-Brunka, sett nokkrum krítarklessum, til þess að villa mönnum sýn, að sið óhlutvandra hestaprangara. Nú margmenna forkólfar íhalds- flokksins á gömlu Brunku; Sig. Eggerz hefir forsætið, þ. e. situr fremstur, með breiðu brosi, og svo hver af öðrum; aftur á Iend húka ritstjórar íhaldsblaðanna, allir, nema Jón Björnsson og Jóhannes Stefáns- son Birkiland; þeir hanga í stertin- um á Brunku, og þykir hvað öðru vel hæfa, taglið og taglhnýtingarnin Allur þessi söfnuður kveður við ein- um rómi: Vakri-Skjóni hann skal heita. Síldareinkasalan. Róstur nokkrar hafa að undan. förnu átt sér stað i sambandi við einn af framkvæmdastjórum Einka- sölunnar, Einar Olgeirsson. Útgerð- armenn hér í bæ, 9 að tölu, lögðu fyrir útflutningsnefnd áskorun um að segja Einari upp starfa sinum við Síldareinkasöluna, þar sem þeir telja, að hann hafi stórkostlega van-. rækt starf sitt i þjónustu hennar. Um þetta atriði farast »ísl.« svo orð 5. þ. m. »Meðan E. O. hefir verið hér heima og unnið að pólitískri starf- semi, í stað þess að vinna skylduverk sín í útlöndum, hefir hver markað Sportföt. Sportbuxur. Sporthúfur. Sportsokkar. Sportskyrtur. Bakpokar, mjög ódýrt. Ennfremur vinnubuxur og milliskyrtur með gjafverði í Páll Sigurgeirsson. urinn eftir annan gengið úr greip- um íslendinga, er þeir þó áður höfðu hald á. Þannig hafa Norð- menn náð þeim kryddsíldarsambönd- um er Einkasalan hafði í fyrra og selt þeim alla þá síld, er þau vilja — 20—30 þúsund tunnur; — ogfinsku kaupendurna (kaupendunum mun það eiga að vera) að sykursöltuðu síldinni, sem unnust í fyrra, hafa Norðmenn aftur náð til sín. Getur þetta aðeins stafað af því, að sá maðurinn, sem átti að vera vöku- maður Einkasölunnar á þessum slóð- um — E. O. — var ekki á verði.« Pessu svarar E. O. svo í »Verka- manninum« 6. þ. m.: »Staðhæfingar »ísl.« skulu nú hraktar lið fyrir lið: 1. Einkasalan er nú þegar búin að selja meira af krydd- og sykur- síld til Svíþjóðar en búið var í fyrra um þetta leyti, svo þar er enginn markaður tapaður. 2. Einkasalan er búin að tryggja sölu til Finnlands á meiri sykur- síld en gert var í fyrra í júlílok, þrátt fyrir erfiðari aðstöðu sök- um tollundanþágu í Finnlandi fyrir finska síidarkaupmenn. 3. Einkasalan hefir þegar gert samning um forsölu til Pýskalands á 4 sinnum meira af síld en gert var í fyrra og með mun betra verði — og auk þess undirbúið sölu til Ameríku. Staðhæfingar »ísl.« eru því til- hæfulausar blekkingar, sagðar gegn betri vitund, til þess að sverta Einkasöluna og forstjóra hennar. Pær eru hér með fallnar, grund- völlur »ísl.« fyrir ákæru nímenning- anna horfinn — og ekkert eftir nema hinar pólitísku sakir«. Einar Olgeirsson fór utan með Brúarfossi um síðustu helgi í erind- um Einkasölunnar og býst við að verða utan fram á haust. Amóyt' Sigurjónsson skólastjóri á Laugum er staddur hér í bænum og starfar að undirbúningi á útkomu Árs- rits Laugaskóla. Mikið efni verður að bíða næsta blaðs vegna þrengsla. Island er væntanlegt hingað kl. 7 til 8 í kvöld. .f Pétur Jónsson óperusöngvari syngur í Samkomuhúsinu kl. 9 í kvöld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.