Dagur - 15.08.1929, Blaðsíða 3

Dagur - 15.08.1929, Blaðsíða 3
32. tbl. DAGUR 127 «- „K O D A K“ * liósmvndavörur eru ual sem við er miöað um allan heim. a n .Velox' Fyrsti gasljósapappírinn. Aftan á hverju blaði er nafnið „Velox“. Hver einasta örk er reynd til hlitar i Xodakverk- smiðjunum. I þremur gerðum, eftir því sem við á um gagn- sœi frumplötunnar (Negatív- plötunnar). „Kodak“ filma Fyrsta spólufilman. Um hverja einustu spólu er þannig búið i lokúðum umbúð- um að hún þoli loftslag hita- beltisins. Biðjið um Xodak filmu, í gulri pappaöskju. Pað er filman sem þér getið treyst á. Pér getiö reitt vöur á Kodakvörurnar. Orðstírinn, reynslan og beztu efnasmiðjur heimsins, þœr er búa til Ijósmyndavörur, eru trygging fyrir því. Miljónasœgurinn, sem hefir notað þær, ber vitni um gœði þeirra. KODAK LIMITED, KINGSWAY, LONDON, BNGLANDI. Verzlun Péfurs H. Lárussonar. Átsúkkuíaði í miklu úrvali. Með »Esju« er von á nýjum skófatnað- artegundum. Nýjar Linoleumbirgðir væntanlegar með næstu skipum. Fjölbreytt ferðanesti. Notið KELLOGG’S - All Bran,- Corn Flakes og Pep. brigðust og heillavænlegust lyrir þjóð- félagið. Einnig þér, húsmæður, sem eg ávarpa hér, gætuð gert mikið gagn, og sýnt vinum yðar merki vináttu yðar með því að fá þá til að skilja hina mörgu og miklu yfirburði, sem kaup- félögin hafa fram yfir kaupmannaverzlun, og þannig gera þá að samvinnumönnum. Að svo mæltu heilsa eg konunum — stórveldi viðskiftalífsins. — ------o------ 5 ím s k eyti. (Frá Fréttastofu íslands). Rvík 12. ágúst. Zeppelin greifi var 55 stundir að fljúga frá Ameríku til Þýzkalands; vindur hagstæður. Leggur af stað í hnattflug á miðvikudaginn. Haag: Horfur á Haagfundinum eru slæmar. Snowden hótar að fara heim, ef fundurinn fellst ekki á kröfur Breta um réttlátari skiftingu skaðabótanna. New York : Bannlagayfirvöldin í Bandaríkjunum eru ákveðin í að láta ölbruggun og vínbruggun í heima- húsum til heimaneyzlu afskiftalausa. Leith: Brúarfoss var 68 stundir frá Reykjavík til Leith í seinustu ferð, með viðdvöl í Vestmannaeyjum; var full- fermdur. Vestmannnaéyjum: Óðinn tók ensk- an togara í landhelgi; var hann sekt- aður um 13 þús. kr. og alt gert upp- tækt. Dómnum áfrýjað. Alþýðublaðið skýrir frá því, að Steinþóri Ouðmundssyni skólastjóra hafi verið vikið frá starfi sínu. Rvík 14. ágúst. Skeiðará er mjög að vaxa um venju- lega farvegi, þar sem hún hefir verið lítil að undanförnu; ætla margir, að vöxturinn sé fyrirboði hlaups. Árið 1928 voru lagðar landsímalín- ur að lengd 248.07 km, þar af nýjar stauraraðir 116.07 km; lengd víra sam- tals 408 57 km. Á árinu 1928 hefir verið varið úr ríkissjóði til nýrra sima- lagninga 319.245 kr. Fimtán sveita- bæir fengu einkasíma á árinu. — Tekjur Iandssímans 1928 námu alls 1.656.259.21kr.,engjöldin 1.170.361.63 kr.; tekjuafgangur því 485.897.58 kr. Enginn árangur hefir enn orðið af Haagfundinum. Rússnesk flugvél er á Ieiðinni frá Moskwa til New-York yfir Síberíu; er verið að rannsaka skilyrði fyrir reglu- bundnum flugferðum á þessari leið. ------o----- Fyrir 50 árum. í Tímariti Bókmentafélagsins er skýrsla, sem sýnir, að fyrir 50 ár- um voru hér á landi 12 menn, sem tfunduðu yfir .50 hundruð lausafjár, og voru þeir flestir í Múlasýslum og Húnavatnssýslu. Voru þeir þessir: Árni Skúlason sýslumaður í Skafta- fellssýslu .... 134 hundr. Skúli Oíslason, prestur að Breiða- bólstað í Rangárv.sýslu 63.5 hundr. Arnljótur Ólafsson, prestur að Bæg- isá í Eyjafj.sýslu . . 62 hundr. Halldór Jónsson, prófastur að Hofi í N-Múlasýslu ... 61 hundr. Jón Pálmason, bóndi í Stóradal í Húnavatnssýslu . . 61 hundr. Sigurður Gunnarsson, prófastur að Hallormsstað í Suður-Múla sýslu...............59 hundr. Árni Sigursson, bóndi að Höfnum í Húnavatnssýslu 57.5 hundr. Eggert Briem, sýslumaður að Reyni- stað í Skagafj.sýslu 57 hundr. Jón Þórðarson, prófastur á Auð- kúlu í Húnavatnssýslu 56 hundr. Jón Þorsteinsson, bóndi á Brekku- gerði í Norður-Múlasýslu 55 hndr. Sigfús Stefánsson, bóndi á Skriðu- klaustri í N.-Múlasýslu 52.5 hndr. Þorsteinn Pórarinsson, prestur að Berufirði í S. Múlasýslu 51 hndr. Var þá talið, að af mönnum hér á landi, sem tíunduðu, væru : 5712 fátækir. 2208 gætu komist af. 402 bjargálna. 437 efnaðir að gangandi fé. 364 velmegandi að gangandi fé. 55 ríkir að gangandi fé. 12 auðugir að gangandi fé. ------o----- Fréttir. Steingrimur Matthíasson héraðslæknir kom heim úr utanför sinni með Islandi á föstudaginn. Um sama leyti kom frú hans heim með »Véiðibjöllunni«. Hefir frúin dvalið lengi syðra sér til heilsubótar, en er nú við góða heilsu. Druknun. í síðustu viku datt maður út úr vélbát frá Hrísey og druknaði. Hét hann Jakob Stefánsson og átti heima í Hrísey, unglingspiltur. Maður slasast. Sigurður Helgason frá Veturliðastöðum í Fnjóskadal fófbrotnaði nýlega. Var hann fluttur hlngað á mánu- daginn var undir læknishendur. Árni Kristjánsson, kaupmannsÁrnasonar, pínaóleikari kom hingað heim með Goða- fossi síðast. Hefir hann verið langdvölum erlendis við nám og er talinn ágætur pianóleikari, taka að sér að gera uppdrætti aðhúsum, rákna út járnbenta steinsteypu og veita leiðbeiningar um alt, er að verkfræði lýtur. BOLLI S SIGURÐUR THORODDSEN verkfræðingar, Reykjavtk, Pósthólf 74. Slmar 2221, 1935. M U N D L O S-saumavélar eru BEZTAR. fást í Verzluninnl NORÐURLAND. Auglýsið i D E G I. Island kom hingað á föstudagsmorgun- inn var og fór aftur næstu nótt. Meðal farþega voru Jón biskup Helgason og Sæmundur Bjarnhéðinsson prófessor. Lyfjafrœðispróf tóku nýlega í Reykjavik Eyþór Thorarensen og Sigurður Flóvents- son héðan úr bæ, báðir með I, einkunn. Hjönaband. Á laugardaginn vóru gefin saman i hjónaband hér í bænum ungfrú Hermína Sigurgeirsdóttir og Björn Krist- jánsson kaupm. frá Sauðárkróki. Að sunnan komu á sunnudaginn verzl- unarmennirnir Stefán Rafnar og Kristinn Hallgrímsson frá Reykhúsum. Komu þeir á reiðhjólum frá Borgarneii.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.