Dagur - 15.08.1929, Blaðsíða 4

Dagur - 15.08.1929, Blaðsíða 4
136 DAGUR 34. tbl. vantar i Laugaskóla. — Æskilegt að um kenslu í fleiri náms- greinum gæti verið að ræða. Umsóknir, ásamt skilyrðum um kaup, sendist skólaráði Lauga- skóla fyrir 15. september næstkomandi. H e r f i Diskaherfi, Hankmoherfi, Fjaðraherfi, Rúlluherfi, Rúðólfsherfi og Ávinnsluherfi. Samband íslenzkra samvinnufélaga. Sænsk handverkfæri Skóflur allskonar, gaflar, undirristuspaðar, höggkvíslar, rákajárn, gref, garðhrífur o. fl. o. fl. 0 Sænskt stál er bezt, tesr SAMBAND ISL. SAMINNVUFÉLAGA. Trúlofun: Ungfrú María Einarsdóftir, Ounnarssonar konsúls, og Malmquist Ein- arsson útgerðarmaður. Leiksviðið. Samþykt var á síðasta bæjar- stjórnarfundi að gera miklar breytingar til bóta á leiksviði Samkomuhússins. Á bæði að breikka leiksviðið og hækka, búa til hringtjald til útisýninga og setja nýtt rennitjald milli leiksviðsins og salsins. Áætlað er, að breytingar þessar kosti 2400 kr. Verkið er framkvæmt eftir fyrir- sögn Freymóðs málara. Leikfélag Akureyrar hélt þessa árs aðal- fund sinn á þriðjndagskvöldið. í stjórn voru kosin: Hallgrímur Valdemarsson, Sigurður Hlíðar og Þóra Havsteen. Brynleifur Tobíasson kennari tók sér far til Reykjavíkur með Islandi síðast. Svenskur skordýrafrœðingur, Karl Lind- roth að nafni (sonur Hjalmars Lindroths prófessors í norrænum fræðum í Oauta- borg) kom hingað með bíl úr Borgarnési fyrir skömmu og dvaldi hér nokkra daga. Lindroth hefir ferðast víða um Suðurland — einkum þó í Skaftafellssýslum — i sum'ar og mest gangandi. — Héðan hélt hann fótgangandi austur í Mývatnssveit. -----------------o------ Æfiminning. Jakobína Jónsdóttir, ekkjaMethú- salems Ouðmundssonar Goodman, lézt þ. 21. marz síðastliðinn, hjá Kjartani syni sínum við Bay End í Manitobá. Jakobína var fædd, eftir eigin sögn árið 1846, á Hofsstöðum við Mývatn. Bær „ sá á all-merkilega sögu. Bendir nafnið til þess að nokkru. Eru þar leifar af hoftóft- um afar fornum, og önnur verks- ummerki all-stór. Nú er sagan gleymd, og enginn fær ráðið í þá fornu dóma. — Foreldrar Jakobínu voru: Jón Tómasson frá Kálfaströnd og Stein- unn Jónsdóttir. Fluttist Jakobína með foreldrum sínum að Kálfa- strönd á unga aldri og var þar fram að tvítugs aldri; réðist þá í vinnumensku að Stóru-Reykjum í Reykjahverfi og víðar. Síðar réðist hún til Jakobs Hálfdánarsonar að Brettingsstöðum í Laxárdal og flutt- ist með honum upp að Orímsstöð- um við Mývatn. Þar giftist hún Methúsalem. Héldu þau til á ýms- um stöðum innansveitar, þar til þau keyptu hálft Mftageiði og bjuggu þar í fimm ár. Paðan flutt- ust þau að Litlu-Reykjum í Reykja- hverfi og þaðan til Ameríku árið 1893, og settust að í Narrows-bygð í Manitoba. F*au brugðu búi eftir nokkur ár og fluttust til sonar síns, Kjartans, er stundar búskap við Bay End í Manitobafylki. Peim hjónum, Methúsalem og Jakobínu, varö þriggja barna auðið, þar af lifir einn drengur, Kjartan, sem áður er getið. Jakobinu var við brugðið fyrir vinnubrögð. Hún var iðjusöm, verklagin, vandvirk og kappsöm í mesta lagi. Vann hún jafnt fyrir sig og aðra. Hún var framúrskar- andi ráðdeildarkona. Stundaði frem- ur að búa vel, en að búa mikið, og vildi ekki vera upp á nokkurn komin. Bjuggu þau hjón við sæmi- ieg efni og höfðu alla tið nóg fyr- ir Sig. (Lögberg.) Jia/ldóT Xiijan £axne$s hefir sent Degi eftirfarandi frásögn : Eins og fregn frá FB hermdi í vor, reis deila í ísl. blöðum vestra út af smágrein, sem.H. K. L. birti í Alþýdublaðinu, Reykjavík, í janúar s. I um Upton Sinclair. Oegn H. K. L. skrifuðu þeir O. T. Johnsson, Richard Beck, O. T. Athelstan og ýmsir fleiri. En þegar H. K. L. ætlaði að svara fyrir sig, var dálkum beggja ísl. blaðanna í Winnipeg lokað fyrir honum, samkvæmt skip- un frá eigöndum þeirra. Síðan tóku ýmsir Vestur-íslendingar sig saman og kærðu H K. L. fyrir yfirvöld- unum í Washington, sýndu fram á, að hann væri hættulegur maður fyrir frið og viðgang Norður-Ame- riku og heimtuðu að honum yrði refsað fyrir greinina um Upton Sinclair, ellegar visað úr landi. Sem afieiðing af kærum þessum voru lögreglumenn settir til höfuðs H. K. L. og honum skipað að gefa skýrslu af ritum sínum. H. K. L. fékk einn af frægustu lögmönnum Los Angeles-borgar, John Beardslay, til þess að annast fyrir sig varnir, og eru nú allar likur á að málið muni detta niður. Los Angeles-blöðin hafa haft við- töl við H. K. L. í sambandi við þetta mál, sum þeirra birta mynd hans og æfiágrip, en kærur Vestur- tslendinga á hendur honum mælast heldur illa fyrir. - Upton Sinclair segir svo í bréfi til H. K. L., dags. 29. júní: »Eg hef pantað nokkur hundruð eintök af greininni um mál yðar í Open Forum, sem eg læt klippa út og senda til blaða um allan heim. Öruggasta ráðið til að berja niður slíkan málarekstur eru víðtækar opinberar umræður«. H. K. L. hefur tilkynt, að hann muni skrifa nákvæma tímaritsgrein til íslands um ofsóknir þessar inn- an skamms. -----o----- Snllbrndkanp i Mývaínssveit. Sunnudaginn 21. júlí, héldu hjónin Guðrún Jóhannesdóttir og Jóhannes Sigurðsson á Geiteyjarströnd mikla veizlu á 50 ára hjúskaparafmæli sínu. Var boðið öllum þorra af fullorðnu fólki í sveitinni og þó nokkru af vina- og frændfólki annarstaðar að. Veður var hið ákjósanlegasta, himinn alheið- ur og Mývatn spegilslétt. Laust fyrir hádegi fór fólkið að koma að; flestir sem við vatnið búa komu á bátum, voru þeir taldir 15 þar í fjörunni af ýmsum gerðum. Bærinn á Geiteyjar- strönd stendur á háum bakka rétt við vatnið og sér þaðan betur yfir vatns- flötinn en af nokkrum bæ öðrum. Undu menn sér hið bezta, heilsuðu kuuningjunum og nutu útsýnisins. Fljótlega voru gestir leiddir inn til súkkulaðidrykkju. Var allmikill skáli tjaldaður að fornum sið, en borð og veggir skreytt lifandi blómum. Var þá talið þar á staðnum 180 manns. Að drykkju lokinni, kom fólk saman í lim- girðingu, sem gerð hafði verið fyrir framan bæinn. Var þá fyrst sungið, síðan hélt sóknarpresturinn, sr. Her- mann Hjartarson á Skútustöðum, minn- ingarræðu fyrir gullbrúðhjónunum. Síðan skiftist á lengi söngur og ræðu- höld, komu 7 bændur úr sveitinni þar upp í ræðustólinn: Karlakór sveit- arinnar hélt söngnum uppi að mestu; eru það valdir menn og vel æfðir, undir stjórn Jónasar Helgasonar, bónda á Grænavatni. Yngri menn sto'nuðu þar til íþróttasýningar, var sund þreytt og sundlistir sýndar þar f vatninu. Síðan var efnt til kappróðra. Var þá 3 bálum róið í kapp og mótorbátur lagður á móti. Pótti það hin bezta skemtun. Niðurstaðan varð sú, að róðrarbátarnir urðu fyrrí að marki, en líkur eru til að öðruvísi he'ði farið, hefði skeiðið verið lengra. — Um kvöldið var matur á borð borinn og seinnipart nætur kaffi veitt sem hver vildi. Um kl. 4 að morgni fóru menn að fara heimleiðis. Hafði þetta verið hinn mesti gleðidagur, og hafa allir, er þar voru, mjög góðar endurminn- ingar um hann. Jóhannes Sigurðsson er 75 ára gam- all; hefir hann allan aldur sinn alið á Geiteyjarströnd og er 4. maður f beinan karllegg, er þá jörð situr. í hans tfð hefir heimilið hafist upp í þá stöðu, að vera ein mesta stoð sveitarinnar i efnalegu tilliti, úr fátækt, sem þar hafði verið ríkjandi áður. Hefir hann alla æfi verið sfstarfandi og hinn mesti hirðumaður um bú sitt. Á Geiteyjarströnd þarf að kaupa nær allan útheyskap að, en þrátt fyrir það mun Jóhannes hafa verið einn hinn fyrsti maður tii þess, að vera ætið vel byrgur af heyi. Nú er hann að mestu hættur búsumsvifum, en synir hans 3 halda rausn heimilisins vel í horfið. Guðrún Jóhannesdóttir er 78 ára og er hún meir þrotin að heilsu og kröftum. Er langur hennar starfsdagur að baki og hún aldrei kunnað að hlífa sér. Pau hjónin eru bræðrabörn að frændsemi. Sambúð þeirra hefir alla tíð verið sönn fyrirmynd og væri fyililega þess verð að minnast hennar. Sveitamenn höfðu margt að þakka og gerðu það í ræðum sfnum. Þó munu þær þakkir engu síður vera heitar, er í hljóði koma. P. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Friörik Ásmundsson Brekkan. AÖalatneti 15. Prentsmiöja Odds Bjömaaonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.