Dagur - 26.09.1929, Blaðsíða 3
40. tbl.
DAGUB
161
„K O D A K
liósmvndavörur eru Dað sem i er miðað um allan heim.
44
„Velox“
Fyrsti gasljósapappírinn.
Aftan á hverju blaði er nafnið
„Velox“. Hver einasta örk er
reynd til hlitar í Xodakverk-
smiðjunum. í þremur gerðum,
eftir því sem við á um gagn-
sœi frumplötunnar (Negatív-
plötunnar).
„Kodak* filma
Fyrsta spólufilman.
Um hverja einustu spólu er
þannig búið i lokuðum umbúð-
um að hún þoli loftslag hita-
beltisins. Biðjið um Xodak
filmu, í gulri pappaöskju. Pað
er filman sem þér getið treyst á.
Þér getið reitt yður a Kodakvörurnar.
Orðstírinn, reynslan og beztu efnasmiðjur heimsins, þœr er búa til Ijósmyndavörur, eru
trygging fyrir því. Miljónasœgurinn, sem hefir notað þœr, ber viini um gœði þeirra.
KODAK LIMITED, KINGSWAY, LONDON, ENGLANDI.
Verzlun Péturs H. bárussonar.
Nýkomið:
Verkamannastfgvél,
fjaðraskór, drengjaskór og
stígvél. KVEN- chevrau-
silki- lack- og brocade- skór.
Snjóhlífar væntanlegar.
Notið ALL BRAN með
DIAMANT
hafragrjónum.
Ávextir. Sælgæti.
Fjölbreyttar tóbaksvörur.
mennirnir svöruðu einum rómi: Við
svíkjum ekki samvinnuhugsjónina. Við
viljum ekki kaupa okkur stundarhagn-
að fyrir langvarandi kúgun. — Pá var
sigurinn unninn. Auðhringurinn varð
að lúta í iægra haldi.
Síðan þessir atburðir gerðust, sem
mun hafa verið Iaust eftir 1920, hefir
samband sænskra kaupfélaga tólffaldað'
smjörlíkisframleiðslu sína og selur það
með hófl^gu verði.
Tungur lyginnar.
í sumar var Morgunblaðið að dylgja
um það, að JónasJónsson dómsmála-
ráðherra notaði eitur sér til heilsuspillis.
Nú hafa aðrar rægitungur íhaldsins
farið í þessa geðslegu slóð Mbl. og
lostið upp þeirri lygi, að ráðherrann
sé orðinn brjálaður og liggi nær dauða
en lífi erlendis, alt vegna eiturneyslu.
Auðvitað er enginn flugufótur fyrir
neinu af þessu. Tungur lyginnar eru
hér að verki. J. J. hefir verið stakasti
reglumaður alla sfna æfi og laus við
allar skaðlegar nautnir, enda er hann
við beztu heilsu bæði líkamlega og
andlega. En hraklegur hlýtur sá mál-
staður að vera, sem veit sig þurfa að
neyta jafn ógeðslegra vopna og hér
eru á lofti, jafnframt því að slíkur
vopnaburður lýsir fádæma fúlmennzku
og rotnum hugsunarhætti.
Fréttaburöur íhaldsblaðanna.
Pað orð leikur á, að fréttir þær,
sera íhaldsblöðin flytja, séu ekki ætíð
sem áreiðanlegastar. Sem dæmi má
nefna, að blaðið Hænir á Seyðisfirði
skýrði frá því í sumar, að bæjarfóget-
ihn á Norðfirði hefði á ferð sinni til
Mývatnssveitar synt yfirjökulsá á Fjöíl-
um og þótti það frækilega gert. Seinna
birti blaðið svo leiðréttingu, þess efnis,
að það hefði ekki verið bæjarfógetinn
á Norðfirði, sem synt hefði yfir Jök-
ulsá, heldur hefði það verið rauður
foli frá Norðfirðil
Blöð jalnaðarmanna
hafa komist að þeirri furðulegu
niðurstöðu, að kenslumálaráðherrann
hafi vikið skólastjóranum á Akureyri
frá starfi sínu af ótta við íhaldið, »til
þess að friða það«, að hann hafi
gert það því »tii huggunar*, »látið
undan ofsa þess« o. s. frv. Sá ljóður
er á þessari rökfærslu, að henni trúir
enginn lifandi maður, ekki íhaldsmenn
sjálfir og ekki einu sinni þeir menn,
sem f Jafnaðarmannablöðin skrifa, því
hiklaust skal því hér haldið fram, að
f þessu efni tali þeir á raóti betri vit-
und. Jónasi Jónssyni ráðherra er á-
reiðanlega flest annað nær skapi, en
að haga stjórnarathöfnum sfnum eftir
geðþótla íhaldsmanna, eða »Iáta und*
an ofsa þeirra*, ef það brýtur í bág
við hans eigin skoðanir og vilja.
Hvernig sem menn að öðru leyti líta
á umrædda stjórnarathöfn J. J., þá vita
það allir, að hún er ekki gerð til þess
að þóknast íhaldinu.
Blöð íhaldsins hafa fundið upp þá
bardagaaðferð, að reyna að ófrægja
J. J., með því að halda því fram gegn
betri vitund, að hann hagaði stjórnar-
athöfnum sínura eftir því, sem for-
ingjar Jafnaðarmanna vildu vera láta.
Nú hafa jafnaðarmannablöðin tekið sér
þessa bardagaaðferð íhaldsins til fyrir-
myndar og halda því fram, að vilji
íhaldsins ráði gerðum ráðherrans. —
Bæði eru skæðin góð!
o-----
Fréttir.
Fjðrða simastöðin í Eyjafirði verður í
Saurbæ; féll úr í prentun t síðasta blaði.
Heim komnir úr Reykjavikurför eru Sig-
urður Guðmundsson skólameistari og Bryn-
leifur Tobiasson kennari. Komu þeir með
varðskipinu Ægi á mánudaginn var. Var
skipið á ferð til Grímseyjar með efni í
ioftskeytastöðvarnar.
Kennari viðGagnfræðaikólann er ráðinn
í vetur Steindór Sigurðsson stjörnufræðing-
ur. Tekur hann próf t október í hauit og
kemur hingað að því loknu.
Skólastjóraskifti verða við Laugavatns-
skólann í haust. Síra jakob Lárusson læt-
ur af því starfi og hverfur að prestsem-
bætti sínu, en við tekur Bjarni Bjarnason,
skólastjóri í Hafnarfirði.
Málverkasýningu hafði Freymóður Jó-
hannsson í barnaskólahúsinu hér síðastl,
laugardag og sunnudag. Sýningin var vel
sótt og luku gestirnir miklu lofsorði á mál-
verkin.
Hjónaband: Ungfrú Aðalheiður Sig-
tryggsdóttir og Axel Björnsson frá Skriðu-
landi.
Peysufata-
kápur, •
dökkbláar og misl. óvenju
gott snið og efni.
Stærst úrval í
Brauns Verzl.
Páll Sigurgeirsson.
Dánardægur. Snemma í þessum mánuði
andaðist að heimili sínu, Kjós í Reykjar-
firði í Strandasýslu, bóndinn þar, Jón Dan-
íelsson. Jón sál. var Eyfirðingur, ættaður
frá Skáldstöðum í Saurbæjarhreppi. Hann
var á sextugsaldri.
Bruni. Um miðja siðustn viku brunnii
8 bifreiðar, er Bifreiðastöð Reykjavíkur
átti. Bifreiðarnar voru geymdar í skúr við
Laugaveg, og brann skúrinn með. Bifreið-
arnar voru vátrygðar fyrir 37,500 kr.
Málakensla. Jón Sigurðsson kennari
hefir beðið blaðið að láta þess getið, að
hann ætli að taka unglinga í tímakenslu
í vetur. Hann ætlar að kenna íslensku,
dönsku, ensku og þýzku eftir því sem
óskað verður. Vissara er að hitta Jón
sem fyrst, fyrir þá sem vilja sinna
þessu, því að hann getur ekki tekið
nema fáa nemendur.
Snæbjöm Kristjánsson frá Hergilsey
er nú staddur hér í bænum. Snæbjörn
hefir verið að skrifa æfisögu sína og
mun hún bráðlega verða prentuð. Vita
þeir, sem lesið hafa kaflann, er birtist
í »Gráskinnu«, að bók Snæbjarnar verð-
ur hin merkilegasta. Hann skrifar sér-
lega þróttmikið mál, stíll hans er sér-
kennilegur og atburðimir, sem lýst er,
hinir eftirtektarverðustu.