Dagur - 26.09.1929, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1.. júlí.
Gjaldkeri: Ámi Jóhanns-
son í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talslmi 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XII.
ár. j
Akureyri, 26. september 1929.
40. tbl.
Innilegastu þakkir vottum við öllum þeim, sem auðsýndu
okkur samúð við andlát og jarðarför okkar kæru móður og
tengdamóður, Vilhelmínu Hjálmarsdóttur, og heiðruðu
minningu hennar á einn eða annan hátt.
Börn og tengdabörn.
Barnaskólamálið
Og
Erlingur Friðjónsson.
Vegna margra lesenda »Dags« á
Akureyri leyfí eg mér að biðja blað-
ið fyrir nokkrar athugasemdir út af
grein hr. Erlings Friðjónssonar alþm.
í Verkam. 10. sept. síðastl.
Erlingi þykir það brestur á kurt-
eisi af minni hálfu, að þekkja ekki
rithátt hans og eigna honum hvat-
víslega ritaða grein um ofangreint
mál, í »Verkam.« 27, ágúst síðastl.
Samt kveðst hann hafa getað sagt
»flest eða alt«, sem þar var sagt
um málið. Þessi ásökun í minn
garð út af því, að þekkja ekki rit-
hátt E. Fr., er bygð á meiri drýg-
indum, en honum eru töm. Mun
yfirsjón mín verða talin afsakanleg,
enda þótt Erlingur telji rithöfundar-
einkenni sín svo glögg og ótvíræð,
að á þeim villist ekki nema »aum-
ustu >moðhausar«< og sérlega ó-
kurteisir menn! Ber og þess að
gæta, að E. Fr. er ábyrgðarmaður
>Verkamannsins«, en fyrgreind rit-
gerð stóð þar nafnlaus. Er þáð
venja sæmilegra blaðamanna, að
láta það eitt standa nafnlaust og ó-
auðkent í blöðum sínum, er þeir
rita sjálfir. Réði þessi staðreynd
mestu um ágizkun mína. — Nú er
það Ijóst, að Erlingur hefir látið
annan mann skríða í bólið sitt, án
þess að láta þess getið, og skal eg
þvi leyfa mér að benda honum á
það, að úr því að hann hefir á
þann hátt gerzt ritleppur annars
manns, þá ber honum að taka með
meiri geðstillingu hinum almennu
afleiðingum af slíkri leppmensku.
Orein E. Fr. er bygð á þeim
höfuðmisskilningi, að árekstur sá,
er síðastl. vetur varð í skólastjórn
Steinþórs Guðmundssonar, hafi
e i n n ráðið ákvörðun kenslumála-
ráðherrans. Og af þessum sökum
þykir honum það ósvinna af mér,
að skygnast inn í fortíðina og meta
úrslit málsins í ljósi þeirra stað-
reynda, er fyrir liggja fyr og síðar.
Eg gat þess í fyrri grein minni, að
þótt hið siðasta atvik hafi að vísu
ráðið úrslitum, eins og jafnan verð-
ur, bæri þó að meta það í sam-
bandi við önnur og fyrri misbrigði
í skólastjórn og samvinnu St. O.
við kennara skólans, skólanefnd og
börnin. Ástæður E. Fr. fyrir því,
að þetta sé ástæðulaust og rangt,
eru i stuttu máli þessar:
1. Að eigi hafi verið ósamlyndi
milli nema eins af kennurunum og
skólastjórans.
2. Að nefndur kennari hafi ver-
ið >sambiðill« skólastjórans um
stöðuna og að ósamlyndið hafi
verið af því risið.
3. Að »stimabrak« St. O. við
skólanefndina 1922 hafi ekkert gildi
í þessu máli, af því að skólanefnd-
armennirnir séu >dauðir og burtu
farnir* og ekki sé eftir af nefnd-
inni, >nema minningin um tilveru
hennar«.
4. Að skoplegt sé, að sjá St. O.
álasað fyrir framkomu hans gagn-
vart skólanefndinni út af vali kenn-
ara árið 1922, þar sem þess hafi
»hvergi verið getið, að skólanum
hafi staðið nokkur gæfa af þeirri
ráðningu*, enda sé kennarinn farinn
frá skólanum fyrir löngu!
Nú er það í fyrsta lagi alrangt,
að eigi hafi verið ósamlyndi nema
milli eins af kennurunum og skóla-
stjórans. Hitt er satt, að meiri og
minni brestur hefir verið á góðu
samkomulagi rnilli skólastjórans og
nœr allra þeirra kennara, sem komið
hafa nýir að skólanum, síðan St.
G. tók við skólastjórn. — Kvað þó
einkum að ósamlyndi milli hans
annarsvegar og F*orst. M. Jónssonar
og Unnar Vilhjálmsdóttur hinsvegar.
Pá er þaó og rangt, að þeir St.
G. og P. M. J. hafi verið >sam-
biðlar« um skólastjórastöðuna, þegar
ósamlyndið reis milli þeirra. Er röð
þeirra atvika sem hér segir:
Eftir að St. O. hafði gegnt skóla-
stjórastarfinu í tvö ár, voríð 1920,
var staðan auglýst laus. Sótti þá á
móti Steinþóri, Porst. M. Jónsson
og taldi hann sér stöðuna visa,
samkvæmt ummælum fræðslumála-
stjórans, Jóns Pórarinssonar. Var
og Porsteinn þá þegar oróinn þektur
kennari og hafði haft meirí afskifti
af barnafræðslumálum landsins en
aðrii samþingismenn hans.
En fyrir bœnarstað Steinþórs Guð-
mundssonar dró Porstemn sig til
baka.
Haustið 1921 sótti Porst. M.
Jónsson um kennarastöðu við skól-
ann. A móti honum sótti kona St.
O. og fer enginn kunnugur þess
dulinn, að ósamlyndið var af því
risið. Litu margir svo á, að Stein-
þóri Guðmundssyni hefði vel sæmt,
að unna P. M. J. kennarastöðunnar
með fúsara geði, en raun varð á,
eftir það sem á undan var gengið
á milli þeirra. Er alt, sem Erlingur
segir um þetta efni, algerlega rang-
hermt og í hæsta lagi ómaklega
mælt í garð Porst. M. Jónssonar.
Rökspeki E. Fr. mun mega teljast
sérkennilegri en ritháttur hans, þar
sem hann heldur því fram, að
liðnir atburðir í skólastjórn St. O.
hafi ekkert gildi, þegar meta skal
hæfileika hans til starfsins. Telur
hann einkum fráleitt, að líta á atvik,
sem gerst hafi í tíð fyrri skóla-
nefndar, af því að nú sé ekkert eftir
af henni »nema minningin um til-
veru hennar«. Nú eiga sæti í nefnd-
inni tveir af hinum eldri nefndar-
mönnum og er furðulegt hirðuleysi
Erlings um staðreyndir og sannindi
í þessu máli, að segja rangt til
jafnvel um svo ótvíræð atriði. Þar
að auki er það hin mesta firra, að
eðli liðinna atvika' breytist við það,
að sumir þeir menn, sem við þau
voru riðnir, séu dauðir eða burtu
fluttir. Atvikin, rétt metin, hafa vit-
anlega sama gildi, þótt skift hafi
verið um þrjá menn í skólanefnd-
inni.
Haustið 1922 sótti Unnur Vil-
hjálmsdóttir frá Heiði á Langanesi
um kennarastöðu við skólann og
var veitt hún, samkvæmt tillögum
skólanefndar. Á móti henni sótti
kona skólastjórans og mun hann
hafa lagt kapp á, að henni yrði
veitt staðan. — Á bæjarstjórnarfundi
4. sept. 1922, fékk St. O. að taka
til máls og skýra afstöðu sína til
ágreiningsins. Pótti hann þá taka
mjög freklega til orða um gerðir
skólanefndarinnar og hinn ráðna
kennara. Einkum þótti þó ofmælt,
er hann sagði, að »þessi ráðstöfun
skólanefndarinnar gæti leitt bölvun
yfir skólann*. Reis megn ágreiningur
milli skólanefndarinnar og St. O.
út af þessum ummælum og urðu
úrslit hans þau, að á fundi nefnd-
arinnar 12. dag mánaðarins var
bókuð svofeld yfirlýsing.
»Út af ummælum barnaskólastjóra, Stein-
þórs Ouðmundssonar, á þessum sama fundi
(þ. e. bæjarstjórnarfundinum 4. sept.), þar
sem hann telur að ráðstöfun skóianefndar-
innar á veitingu tímakennarastarfsins >gæti
leitt bölvun yfir skólann«, lýsir hann því
yfir, að hann taki þessi orð aftur sem of-
töluð, þar sem hann nú veit, að nefndin
ætlaði ekki að sýna honum neina móðgun
með fyrnefndri veitingu.
Steinþór Guðmundsson«.
Premur dögum síðar, 15. sept.,
birtir St. O. »Athugasemd« í »ísl.«
þar sem hann kemst svo að orði,
að »fslendingur« hafi góðfúslega
leyft sér rúm fyrir grein út af
ágreiningi sínum við skólanefndina.
— »En þar sem nefndin hefir nú
leitað sátta um það mál og sættir
eru komnar, verður greinin ekki
birt að svo komnu«.
Út af þessari athugasemd hélt
skólanefndin fund 20. s. m. þar
sem hún bókar mótmæli gegn henni
og þeim ummælum skólastjórans,
að hún hefði ieitað sátta i málinu.
Birtir hún þá bókun, ásamt yfirlýs-
ingunni frá fundi nefndarinnar 12.
sept., í »íslendingi« 22. sept. 1922.
Um samstarf þeirra skólastjórans
og Unnar Vilhjálmsdóttur fór eftir
því, sem til var stofnað með »ávarpi«
skólastjórans á bæjarstjórnarfundin-
um 4. sept. Og munu fáir kunnugir
vitja telja. að Unnur Vilhjálmsdóttir
hafi átt þar mikla sök.
Vorið 1926 reis enn ófriður milli
skólastjórans og tveggja af kennur-
um skólans. Póttust þeir stórmóðg-
aðir með ummælum nokkrum í
skólaslitaræðu St. O. Jafnaðist þras
út af þessu efni fyrir milligöngu
skólanefndarinnar.
Af þessu yfirliti verður Ijóst, að
þar sem E. Fr. géngur inn á for-
sögu málsins, verður honum það
tvent á, að segja rangt frá öllu, sem
hann drepur á og að víkja sér í
þögn fram hjá flestum þeim atrið-
um, sem til greina koma. Eru
ástæður hans ýmist alrangar, vill-
andi eða veigalausar.
Yfirlitið sýnir, að auk stjórnmála-
ófriðarins, sem mun að likindum
hafa aflað skólastjóranum nokkurra
óvinsælda, hefir staðið um hann
allmikill styr sem skólastjóra út af
atvikum, viðkomandi skólastjórninni.
Mun kenslumálaráðherrann hafa litið
svo á, að er við þessar kunnu
staðreyndir bættist atvik það, er
leiddi til þess, að skólastjórinn var
að nokkru sviftur starfi, en allmörg
af börnum skólans leidd gegn hon-
um sem vitni í umfangsmikilli
rannsókn, þá hafi verið ástæða til
að .örvænta um friðsemi í skólanum
og velgengi hans undir stjórn Stein-
þórs Ouðmundssonar.
Jafnaðarmennirnir á Akureyri hafa
kosið að taka á sig vígasnið út af
þessu máli, og munu þeir ætla, að