Dagur - 07.12.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 07.12.1929, Blaðsíða 2
206 DXanB 51. tbl. „SWAN“-pennar og „ BLA C KBIRD“pennar. Ef þú kaupir þér lindarpenna, þá kauptu aðeins þektar og góðar tegundir. Engir lindarpennar eru betri en »SWAN«, og engir ó- dýrari miðað við gæði en »Bluclc- bird«.. Þeir fást í Bókav. Porst. M. Jónssonar. Druknun. Á fimtudaginn var drukn- aði maður á Siglufirði, Páll Runólfsson að nafni. Hann var innan við þrítugt, ættaður af Snæfellsnesi. Hvernig slys þetta hefir viljað til, vita menn ekki gjörla. Dánardxrjur. Á mánudaginn var and- aðist hér á sjúkrahúsinu Benedikt Gísla- son, Eyfirðingur að ætt og uppruna, al- inn upp í Árgerði í Saurbæjarhreppi. Hann var kominn á sjötugs aldur. Bene- dikt sál. var maður glaðlyndur og jafn- lyndur og hvers manns hugljúfi. Hann lifði ókvæntur alla sína æfi. Látnir eru tveir merkir menn syðra, þeir Ólafur Rósinkrans, fyrv. leikfimis- kennari, og síra Eiríkur Briem, einn' hinna þjóðkunnu Espihólsbræðra, sonur Eggerts Briems sýslumanns. Eiríkur var kominn á níræðisaldur og hafði dvalið í Viðey síðustu árin. Eina-r H. Kvaran, hinn góðkunni rit- höfundur, á sjötugsafmæli á morgun. Þetta vinsæla og listhaga skáld fær ef- laust margar hlýjar kveðjur bæði hátt og þó enn fleiri í hljóði þenna dag. Dagur óskar skáldinu allrar hamingju fyrir sitt leyti. Misprentast hefir í dánarfregn Mar- grétar Stefánsdóttur í síðasta blaði föðurnafn manns hennar. Marz var Kristinsson, en ekki Kristjánsson eins og þar stóð. LeikjélagiÖ sýnir »Tveir heimar* á sunnudagskvöldið kl 8l/a — verður það alþýðusýning. Steindár Sigurðssou magister kom hing- að til Akureyrar með íslandi, til þess að gerast kennari við Gagnfræðaskólann í vet- ur. Kennir hann stærðfræði, eðlisfræði, efna- fræði og stjörnufræði. Mefir hann nýlega lokið prófi í síðast taldri námsgrein, og er fyrsti fslendingur, er það hefir gert. Frú Guðrún /. Erlingsson gaf fyrir tveimur árum síðan, út smekklegt og eigu- legt jólahefti, er nefndist „Dropar." — Nú f ár hefir hún gefið út nýtt jólaheftí und- ir sama nafni, — verður þess nánar getið í næsta blaði. Þyrnar, nýasta útgáfan í nýju, fallegu bandi fæst nú með niðursettu verði. Ætti það að verða uppörfun til þess, að sem flestir eignuðust Ijóð Porsteins Erlings- sonar, Framsóknarflokkurinn í Reykjavík kem- ur fram með lista til bæjarstjórnarkosning- anna S vetur; eru á honum 30 menn, svo hann er fullskipaður, (15 fulltr. og 15 varam.) Lögreglustjóri bæjarins er efsti maður listani, en lögmaðurinn neðsti. Hið nýstofnaða Stúdentafélag í Reykja- vík fær svo góðan byr, að það eitt út af fyrir sig sýnir að stofnun þess hefir verið bygð á góðum grundvelli, — hefir félaga- tala þess aukist svo að það nú telur lið- uga 100 meðlimi. ------o—.... Aieridi sauðfjárrœkt til loðskinnaframleiðslu. Karakul-sauðféð. Eftir Dr. Hellmut Lotz, Kífsá. Um þetta efni ritaði eg, eftir ósk manna, sem áhuga höfðu fyrir málefninu, all ýtarlega grein í »Bún- aðarritið« um eiginlegleika, uppruna, núverandi útbreiðslu gagnsemismögu- leika og arðsemi Karakul-sauðfjár, ,en í seinni tið er sú sauðfjártegund orðin fræg um allan heim. — í eftirfarandi grein vildi eg aftur stuttlega benda á það, sem sérstaklega gæti haft þýðiugu fyrir íslenzkan landbúnað í sambandi við Karakul-sauðfjárrækt. Hið upprunalega heimkynni Karakul- fjárins eru landshlutarnir Buchara og Chiwa í Mið-Asíu, hefir fé þetta verið alið sem húsdýr þar í margar aldir, einkum vegna hinna dýrmætu skinna, sem á öllum tímum hafa staðið í hæstu verði allra skinna, sem hægt er að fá af húsdýrum. Smám saman hefir Karakul-féð breitt sig til nágrannaþjóðanna í Afghanistan, Perslandi og Suður-Rússlandi; og á síðustu 30 árunum hefir útbreiðsla þess farið vaxandi, svo að Karakul- sauðfjárrækt er nú víða um lönd. Nú á tímura stendur Karakul-fjárræktin á hæsta stigi í Pýzkalandi og í nýlendum þeim, er Pjóðverjar áttum fyrrum í Suðvestur-Afríku, en þar hefir þessi fjárrækt tekist svo vel, að hún nú er aðalfjárræktin. Pau beztu undaneldisdýr, sem hægt er að fá af karakulkyni, eru frá kyn- bótastöð háskólans í H a 11 e a. S. sem prófessor, dr. Fröhlich veitir for- stöðu. 30 ára bæði vísindaleg og praktisk reynsla hefir skorið úr um, að dýr þaðan séu vænni og verðmæt- ari og betri undaneldísdýr en sjálfar hinar upprunalegu karakulkindur frá Buchara. Eins og þegar hefir verið nefnt halda menn karakulféð aðallega vegna hinna dýrmætu skinna, er fást af lömb- unum. Skinn þessi eru þekt og eftir- sótt í öllum löndum, í Pýzkalandi nefnast þau »Persianer«, í Englandi og Ameríku »Protales«, »Persian lamb« eða »Astrachán« og í Frakklandi »Astra- chan«. Lömb af hreinu karakulakyni fæðast með alveg kolsvartri ull, og það eru þessi skinn með mjög fínt hrokkinni ull, sem eru hin verðmæt- ustu. Lömbunum er þvi slátrað á öðrum eða þriðja degi eftir fæðing- una, eru þau þá flegin, skinnin spýtt og hert, meira þarf ekki fyrir þeim að hafa, áður en sérstakar verksmiðj- ur, sem framleiða karakulfeldi, taka við þeim. Hin upprunalega karakul-ær ber venjulega aðeins einu sinni á ári og fæðir eitt eða tvö Iömb. Nú er því svo varið, að erfiðasta tímabilið fyrir ána er ekki meðgöngutfminn, en þar á móti sá tími, sem hún þarf að mjólka lambinu eða lömbunum. Ef lömbun- um er slátrað á öðrum eða þriðja degi eftir fæðinguna, þarf ærin engu lambi að mjólka, og er þá mögulegt að láta hverja á bera tvisvar á ári — og að minsta kosti aldrei sjaldnar en þrisvar á hverjum tveinur árum. — • •• • • • • * • • • • • * • • • Annar möguleiki til að gera karakul- ærnar sem arðsamastar er að mjólka þær eftir að búið er að slátra lömb- unum Hið upprunalega heimkynni kara- kulkindarinnar eru hinar víðáttumiklu sléttur í Mið-Asíu, eru þar oft þurkar miklir og vatnsleysi og beitin því lé- leg, af þessu leiðir að karakul-féð er þurftarlftið og nægjusamt húsdýr. — Lifnaðarhættir þess og hirðing svarar til hinna harðgerðustu og kröfuminstu fjártegunda hjá oss, eins og t.d. þýzka fjallafjárins, heiðafjárins og hins aust- frísneska mjólkurfjár, og í öðrum löndum til feitrófufjárins eða hins loðna Somali fjár — og að lokum til íslenzka fjárins. — Pað þarfnast engrar sér- stakrar pössunar og getur aflað sér fæðunnar sjálft á fjalla- eða dalabeit í öllum veðrum alveg eins og íslenzka sauðféð. Hægt er að leggja fengitíma ánna hvenær sem er á árinu. í Þýzkalandi láta menn ærnar venjuiega fá í ágúst og september mánuði og bera þær þá í janúar og febrúar. Meðgöngu- tíminn er 150—152 dagar. Lömbin nýfædd eru 7—10 pund (3V2 —5 kg.) á þyngd, og þrátt fyrir að kjöt þeirra tveggja til þriggja daga gamalla er fremur vatnskent, þá er það engan veginn óhæft til manneldis. En hafi menn, sem karakul-fjárrækt stunda, einnig refarækt, eins og oft á sér stað í Þýzkalandi, þá er ágætt að nota kjötið af hinura nýfæddu lömbum til fóðurs handa refunum, og verða þau þá á tvennan hátt arðberandi fyrir skinnaframleiðsuna. Fullorðin karakul- kind gefur árlega af sér um 7 pund af ull, er hún nokkuð grófgerð, en mjög þétt og verðmæti hennar lh— 2/3 af verðmæti merino-ullar. — Full- orðin karakul-ær er um 100 pund á þyngd. Hafi maður hektar beitilands er hægt að hafa 5 kindur á honum eða 20 kindur á einum hektara. Reynslan hefir sýnt að karakul-féð venur sig fljótt við hvaða loftslag sem er, og sömuleiðis alla staðhætti. Fjalla- og há- lendisbeit á ágætlega við það, og í Þýzkalandi ganga karakul-kindurnar úti nótt og dag frá því í aprílmánuði og fram að jóluro. Úr því eru þær að mestu fóðraðar inni, ærnar fara þá að bera, og þar eð eftirspurnin er mikil eftir undaneldisdýrum er lömbunum ekki slátrað. 1 ritgerð minni í »Bún- aðarritinu* er nákvæmar skýrt frá vetrarfóðrinu og hversu mikið verður að áætla af því. Sá eiginlegleiki, sem mestu varðar fyrir karakul-fjárræktina, er kynfesta þessa fjárstofns, þar sem allir eÍQÍI1Í8g- leikar hans undanlekníngarlaust ganga í ar(. Láti maður venjulegn hvita á fá við karakul-hrút, þá er það alveg víst að afkvæmið verður svart. Ef vér hugsura oss að ær af venjulegutn íslenzkum kynstofni fengju við karakul-hrút, þá mundu lömbin ekki einungis erfa hinn svarta iit föðursins,- en alt háralagið, hinir fínu, hrokknu lokkar á skinninu yrðu Ifkir og á karakul-lömbum af hreinum stofni. Pegar svo hálfblóðs- gimbrarnar væru 3h — 1 árs gamlar væru þær látnar fá við karkul-hrút, og yrðu þá lömb þeirra — eða lömb- in þegar í öðrum lið — að öllu leyti ótrúlega Ifk karakul-lömbum af óblönd- uðum kynstofni. Hálfblóðshrúta aftur á móti uaá ekki nqta til undaueldis, SPIL margar tegundir fást í Bókav. Porsi. M. Jónssonar. Ath. Hverjumpakka FALKA- kaffifc-æti fylgir loftblaðra (ballón). Obels munntóbak er best. Kvíðið ekki þvottadeginum! Hvort heldur þvotturinn er stór eða lítill, þurfið þér ávalt á SUNLIGHT sáp- unni að halda, því hún losar yður við allt erfiði. Sunlight sápan hreinsar fljóttog vel, hún er óviðjafnanleg til að þvo úr henni lök, nærfatnað og gluggatjöld. Lever Brothers, Ltd., Port Sunlight, England. má láta þá ganga með ánum þangað til að haustinu og selja þá svo til slátrunar. Pað hefir sýnt sig, að slík hálfblóðslömb eru mjög væn til frá- lags og gefa að því öðrum þýzkum eða enskum sláturlömbum ekkert eftir. Og þar sem hrútarnir eru stærri en íslenzkir hrútar, gæti einnig hér á landi orðið að ræða um arðberandi aukn- ingu á kjötframleiðslunni. Oft kemur það Ifka fyrir að hálfblóðshrútlömb fæðast með ágætum skinnum, og eftir öllum einkennum að dæma, sem eg hefi veitt eftirtekt hjá nýfæddum ís- lenzkum lömbura, er það sennilegt, að svo færi oft hér, mætti þá slátra hrútlömbum á öðrum eða þriðja degi eftir fæðinguna, og sennilega mætti fá alt að 15 — 20 kr. fyrir hvert skinn, ef þau væru seld._____________(Framh.). ftitstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Friórik Ásmundsson Brekkan. Aóalstrati 16. Prtatamiðj* Odda BjSnuNHOM.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.