Dagur - 07.12.1929, Blaðsíða 1

Dagur - 07.12.1929, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfclagi Eyfirö- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Mr, Norðurgötu 3. Talslmi 114. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiöslumanns fyrir 1. áes. XII. ár. Akureyri, 7. desember 1929. • • •••»•••••••• t 51. tbl. Kafli úr erindi, flutt á heimilisiðnaðarsýningu á Pinghúsi Glœsibœjarhreppi 11. ág. s. I. — — Sú aida gengur nú yfir, að fólk vill ekki klæðast heimagjörðum ullarflíkum, þó hægt væri að fram- leiða þær á heimilunum. Má vera, að þ a ð dragi nokkuð úr framleiðslu þeirra hluta ásamt fólksfæðinni, sem sverfur mjög að. Silkivarningur búðanna laðar og lokkar. Og ekki er hægt að bera á móti því, að áferðarfallagri eru silki- sokkarnir en miðlungi vel unnir íslenzkir ullarsokkar. En raeð bættum heimilis- iðnaði ætti að vera hægt að bjóða út- lendu framleiðslunni byrginn. Pað er eitt af þjóðarmeinunum þessi undur og ósköp, sem keypt eru af útlendum nærfötum, sokkum og svo mörgu öðru, sem hægt væri að framleiða í land- inu sjálfu. — — — — Það fer sjálfsagt margt forgörðum hjá okkur á heimilinum, sem hægt væri að nota til nokkurs, ef maður kynni þau tök að láta »hvern hlut til nokkurs duga*. Eg hefi oft hugsað um það á haustin, þegar þessi kynstur fallast til af beinum, að Ieitt væri að geta ekki notað þau til annars en elds- neytis og síðan til hænsnafóðurs. Ný- skeð heyrði eg merka konu úr Reykja- vík segja frá því, að hún hefði fengið jóhgjöf frá Finnlandi á næstliðnum jólum. Var það hreindýrakjálki. Hahn var heill og óskaddaður að sjá, en samt var búið að gjöra úr honum nálhús. Benti bún á að vafalaust mætti fara eins með kindakjálka. Sjálfsagt mætti líka nota leggina til ýmsra hluta. Við, sem erum alin upp f sveit, munura vel leik- föng bernskuáranna. Þau voru ekki út- lent glingur, sem kostuðu mikið og entust varla dægur langt. Leggir, völur, kjálkar og horn fengust fyrir ekki neitt og voru falleg leikföng og haldgóð. Þá eru skinnin öll, sem fallast til á heimilinum. Eg tala ekki um þau skinn, sem eru verzlunarvara eins og þau koma fyrir. Skinnin af öllum húsdýrum okkar, stórum og smáum, geta verið falleg og mikils virði, ef rétt er með þau farið. Leiðbeining er í 11 árg. Hlinar um það, hvernig fara eigi með skinnavöru. Þá er hrosshárið fallegt og haldgott. Margt má gjöra úr því fleira en reipi t. d. gjarðir, dyramottur og fl. Horn nautgripanna má brúka til ýmsra hluta eins og kunnugt er, í spæni, skeiðar, fatasnaga o. s. frv. Úr fslenzka birkinu má smíða ýms húsgögn. Úr jurtunum, sem spretta við fætur okk- ar, má lita margbreytta liti og fagra. Og ekki er ósennilegt að lyfgrös við hinura mörgu meinum mannanna, séu víðar en nokkurn grunar. Svona mætti lengi telja, Mikils væri vert að geta hagnýtt sér alt, sem fyrir hendi liggur. Einhverntíma hefði þótt ótrúlegt, að hægt væri að búa til skartgripi úr síldarhreistri. Síðar meir verður máski á svipaðan hátt hægt að notfæra alt það, sem nú þykir til einskis nýtt. Nýtnin er dyggð. Dyggðin birtist í svo mörgum myndum að hana er all- staðar að finna. En það er eins með dyggðina og með fegurð náttúrunnar. Það hafa ekki allir auga fyrir fegurð náttúrunnar, þó hún blasi við í hverju spori. Og það eru ekki allir fundvísir á dyggðina, þó hana sé alstaðar að finna. Og nú vil eg biðja alla þá, sem mál mitt heyra, að vinna einhverja hluti næsta vetur úr því efni, sem hverjum einum hentar bezt. Eg veit að allir geta af mörkum látið til sýningar, því hag- leikann er alstaðar að finna eins og dyggðina. — — — Guðrún Jóhannsdóttir. Ásláksstöðum. ------í>----- Ritfregn. Davíð Þorvaldsson: Björn formaður og fleiri smásögur. Prent- sm. Acta. H.f. Reykja- vík 1929. Eiginlega er ekki mikið um þessa bók að segja, er hún byrjandabók og í óráðnara lagi, þó skal það tekið fram undir eins að þrátt fyrir ýmsa galla og veikleika, þá finnast í henni línur — hreinir drættir, sem sýna, að höfund- ur hennar, að minsta kosli stundum, veit hvað hann vill, jafnvel þótt hann enn skorti þrek og úthald til að ná verulega föstum tökum á hug Iesanda síns. Hann tekur sér verk- efni sitt engan vegin létt, og bar- átta hans við stíl og efnismeðferð er þannig, að hún vekur eftirtekt og er virðingar verð. Skáldskapurinn í þessum sögum hans er þó fremur veigalítill, og ekki er hægt að benda þar á neitt sérstakt nýtt, en samt sem áður les maður sögurnar raeð samúð. Ef til vill er það bending um áð þessi höfundur eigi eftir að koma fram á sjónarsviðið aftur með sterkari og frumlegri verk en þessa fyrstu smíð. Bezta sagan í bókinni er »Árni Munkur* — í sjálfu sér er efnið og meðferð þess ekki sérlega fruralegt, en sagan er vel sögð látlaust, útúrdúra- laust og rökrétt. — »Björn formaður* fyrsta, lengsta og í raun og veru efnis- mesta sagan, hefir þann galla að vera laust bygð, — t. d. eru gerð tvö »til- hlaup* áður en sagan hefst, og síðasti kafli hennar verður nokkuð »sunnudaga- skólalegur,« en miðkaflinn ergóður, — í þeim kafla finnast, þrátt fyrir alt, þeir drættir, sem beztu spá um framtíð höfundarins, — kemur þar fram ósvik- in og einlæg tilraun til að skygnast undir yfirborðið og fá fram samræmis- fulla sálarlýsingu. — Síðustu þrjár sög- urnar eru »smásögur« í orðsina fyllsta skilningi og því engin ástæða til að dvelja við þær. Líkar og hliðstæðar sögur finnast í stórhópum i vikublöð- um og sögusöfnum (magasíner) erlend- um, er það ekki sagt höf. til hnjóðs þar sem sögurnar engan veginn eru þær lélegustu af sinni gerð. — Hin órímuðu »ljóð« síðast í bók- inni eru þýð og lagleg. F. Á. B. -------o------- Daö sem »sjálfstæöisheljunum« er verst viö. Málgagn Sig. Eggerz bankastjóra, sem sökum afstöðu húsbónda síns lík- lega verður að tetjast einskonar lands- yfir-sjálfstæðismáltól, hefir (hamingjunni sé lof!) nýlega lýst vanþóknun sinni yfir ritstjórum þessa blaðs, og m. a. fundið þeim það til foráttu, að annar þeirra (F. Á. B.) hafi »gerst fram- kvæmdarstjóri fyrir Dansk-Islandsk Sam- fund, félagssap, sem íslendingum er að litlu góðu kunnur.« Nú vill svo leiðinlega til, að umræddi ritstjóri »Dags« hefir aldrei verið »framkvæmd- arstjóri* þessa félagsskapar, félagið hefir að þessu engan sérstakan fram- kvæmdarstjóra haft. — Nú, jæja, þetta er aðeins lítilsháttar skekkja. En auðséð er samt, að starfsemi maivisins við ein- mitt þetta félag, fellur bláðinu eitthvað sérlega ílla, og er það dálftið einkenni- legt, þar sem kunnugt er að fleiri merkir íslendingar hafa starfað — og starfa enn — í félaginu, og er þá rétt að athuga málavextina Iftið eitt nánar! Fyrir nokkrum árum gaf félagið út, og kostaði að nokkru leyti, danska útgáfu af bókinni »Einokunaiverzluu Dana á ís- landi 1602 — 1787«, eftir Jón Aðils. Frið- rik Ásmundsson Brekkan þýddi bókina og sá um prentun hennar, og er það hið helzta og raesta starf, sem hann hefir int af hendi í sambandi við Dansk-ísl. félagið. — Blaðið segir að félagið sé íslendingum að litlu góðu kunnugt. Eitt af því, sem það hefir kynt sig ílla með, er þá að líkindum útgáfa þessarar bókar, og út yfir tekur þó lfklega, að íslenzkur maður skyldi láta hafa sig til að fremja aðra eins óhæfu og þá, að gefa dönskum al- menningi kost á að lesa sögu Jóns Aðils um meðferð danskra einokunar- kaupmanna á landi voru og þjóð á liðnum öldum! Það er auðsjáanlega þesskonar framferði, sem sjálfstæðis- hetjunum er verst við af ðllu — og fer það að vonum. X. -----o------ Fréttir. Morð í Reykjavík. Sá hryllilegi at- burður gerðist í Reykjavík síöastl. laug- dagsnótt, að maður, Jón Egilsson að nafni, meðeigandi fii-mans Sveinn Eg- ilsson og Co., var myrtur í byggingu firmans við Laugaveg; fanst hann ör- endur í svefnherbergi sínu á laugar- dagsmorguninn; lá Hkið þar á gólfinu í blóði sínu, og brotið höfuðið. Lá einnig látúnsbútur á gólfinu, sem morðinginn hafði auðsjáanlega notað til þess að fremja glæpinn. Einnig varð uppvíst að stolið hafði verið miklu af peningum úr skrifstofu, er- var inn af svefnherberginu. Stóð morðið auðsjáanlega í sambandi við stuldinn. Lögregian tók málið þegar f sínar hendur og gekk hart fram í því að hafa hendur í hári morðingjans. Það tókst °g þegar næsta dag. Morðinginn var unglingspiltur, Egill Hjálmarsson að nafni, og hefir verið bifreiðarstjóri. Játaði hann á sig glæpinn á sunnudag- inn, en auk játningar hans liggja fyrir nægar aðrar sannanir. Morðinginn komst þannig inn í húsiö, að hann braut litla rúðu úr útidyra- hurðinni og gat á þann hátt náð í smekklás og opnað dyrnar. Hann kveðst hafa stolið peningunum, áður en Jón vaknaði, en er hann var á leiðinni út, hafi Jón vaknað og hafi hann þá fram- ið glæpinn. Egill þessi er borinn og barnfæddur í Reykjavík; er hann nú í hegningarhús- inu í Reykjavík og bíður þar dóms. AustanroJc mikið gerði hér á mánu- dagsnóttina og stóð einnig fyrripart mánudagsins; sjógangurinn olli nokkr- um skemdum á bátum og vegum hér í bænum, en þó ekki stórvægilegum. Hjónabönd: Ungfrú María Einars- dóttir (Gunnarssonar) og Einar Malm- quist Einarsson útgerðarmaður. — Ung- frú Matthildur Jóhannsdóttir og Sig- urður Jónsson bóndi í Teigi. — Ungfrú Sigríður Heiðar og Jóhannes Pálsson trésmiður hér í bæ. ^ \ Siguröur Hliöar dýralæknir kom heim með Islandi fyrir helgina. Strax er heim kom, lagðist hann í hettusótt: I«»gttr sá kvilli í Jteykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.