Dagur - 19.12.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 19.12.1929, Blaðsíða 2
214 K8AGSB 54, tbt. -• •-• • • • • • • -•-•-•-• •-•-•-•-•• • -• & gllllllflllllfflífllllll ' tnaour •ttfc _ V etrarf rakkar JJ gj í fjölbreyttu úrvali. sBp® C Kaupið jölafatnaðinn í «S £ Kaupfélagi Eyfirðinga. •« miiilililllilllllllliMI Þið kaupið fleiri jólagjaf ir og fallegri og betri fyrir sömu upphæð, með því að fara beint til R Y £ L S, því verðið er nú fyrir jólin afár lágt og úrvalið afar fjölbreytt. BALDYIN RYEL. Myndastofan Oránufélagsgðtu 21 er opin alla daga frá kli 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. er ekki sérlega stórfeldur né fjölþætUn en samt sem áður þrunginn af innra lífi og gróðrarmagni frjóvsamrar sálar. Það yrði of langt mál hér að taka einstök kvæði hvert fyrir sig og gagn- rýna þau, til þess að sýna gildi þeirra. kosti og galla á þann hátt, — Kvæðin eru talsvert misjöfn, sem eðlilegt er( þar eð safnið er nokkuð stórt, má þvf helzt setja það út á, að úrvalið hefir ekki verið svo gott sem skyldi En aftur á móti eru þar mörg kvæð1 góð og sum ágæt. — Bezt eru hin hreint »lyrisku« kvæði eins og t. d. »FjðreÍgnÍn« — síðasta versið hljóðar svo: «í öllum dalnum enginn þá átti hjörð svo fríða. Sauðirnir reistu horin há og hristu lagðinu sfða. — ÖIl eru efnin á þrotum. í grasinu liggja gullin mín í brotum«. Pá má og nefna kvæði eins og »Bifröst« eða hið litla en ljómandi fallega kvæði »Sextán komu svanir* — er þetta upphaf að: »Sextán komu svanir með sól undir væng. Gimbill átti í grasinu glóandi sæng«. Tvö sðguleg kvæði eru í bókinni, sem tal§vert sópar að: »Hreiðar heimski« og' »Jón píslarvottur« — einkum er hið síðartalda gott kvæði. En eitthvert bezta kvæðið i bókinni er þó að líkindum síð- asta kvæðið, »Hjarðmenm, er það hlýtt og mjúkt, tilfinningaríkt, en þó hraustlegt og karlmannlegt kvæði — endurminningar ís- lenzkra hjarðmanna — smala- drengja — um tilhlökkun á að- fangadag jóla, er þeir stóðu yfir fénu, þangað til — »Þeir fag-nandi í .fannbyrgða kotið .sér ‘flýttu með himneskan auð.V Það er óhætt að óska Jóni Magnússyni til hamingju með þessa ljóðabók — og íslenzkum ljóðunnendum með hann — mun hann verða víða lesinn og vinsæll meðal þeirra, er ljóðum unna og ekki láta sér á sama standa um skáldskaparmenningu þjóðarinn- ar, — F. Á. B. „D A GjJ R" kemur út næst á Þorláksdag. Aug- lýsingar þurfa að koma snemma. Frá SjÉraiiúsinuá Akureyri. Eg þigg með þökkum tilboð »Dags«. að mega svara hinni grimmu árás á sjúkarhúsið og mig í síðasta blaði. Ásakanir greinarhöfundarins eru svo gífurlegar, að ef þær væru sannar, þyrfti að loka spí- talanum og setja mig af (eða helzt slá mig af). Eg skal stutt- lega ^etja hér kjarna málsins úr greininni eins og hann kom mér fyrir sjónir við lesturinn. Akureyrarsjúkrahús er barmvænn óhollustustaður fyrir berklasjúklinga. Og þar sem það ’ fyrir löngu er orðið gagnsósa af berklum, þá er það auð vitað einnig háskagripur fyrir alla aðra. Þetta er að kenna héraðslæknin- um, sem þar hefir stjórn. Að vísu hefir hann bætt mörgum — með hnífnum, en miklu fleirum (þ. e. öllum berklasjúkl- ingum) hefir hahn gert illt og ekki kann hann að fara betur með sár en svo, að sífelt grefur í skurðum. Já, slæmur er eg ef allt þetta er satt og er því vert að það athugist lítið eitt; en það vil eg segja strax, að sá sem dæmir svo hart, verður að hafa meiri þekkingu enn höfundurinn hefir. Vissulega talar hann fruntalega og af afar- lítilli nærgætni gagnvart þeim sjúklingum, sem verða framvegis eins og hingað til að leita á náðir sjúkrahússins. »Berklasjúklingar sém þar gangið inn, sleppið allri von!« segir þessi strangi umvandari. Mundi hann einnig hvísla þeim orðum að einhverjum nánum ást- vini tæringarveikum sem þangað yrði að leggjast inn? Þó mér nú virðist þessum Þ. H. farast óviturlega og ómannúðlega í þessari ádeilugrein sinni, þá virði eg honum nokkuð til vork- unnar ef hann skyldi hafa lesið og fræðst af grein, sem stóð í Tíman- um nýlega, þar sem sjálfur dómsmálaráðherra ber þær sakir á mig eins og fleiri lækna, að eg hafi »hamstrað«, þ. e. í eiginhags- ipunaskyni haent að mér og hrúg- að saman allt of mörgum berkla- sjúklingum í afleitum húsakynn- um þeim til óhollustu og aldurtila. 1 sömu grein fræðir ráðherrann einnig fólk á því, að sumstaðar á landi hér séu sjúkrahúsin svo »gagnsýrð« af berklum, að ígerð komi í flesta skurði. Tel eg ekki ólíklegt, að hann ætli þá sneið Ak- ureyrarsjúkrahúsi ásamt öðrum. Eg vil nú nota tækifærið og neita því gersamlega, að eg hafi »hamstrað« berklasjúklinga. Þeir hafa komið í stöðugum straum, ótilkvaddir af mér, og eg hefi gert það, sem í mínu valdi stóð til að láta fara vel um þá, með því að stuðla að því að fjölgað yrði her- bergjum á sjúkrahúsinu og með því að láta byggja skógarseiið í Fnjóskadal. En hins vegar hefi eg jafnan reynt að stilla í hóf um að- sóknina og meira að segja gefið stjórnarráðinu leiðbeiningar um, hvernig draga mætti úr húsfyll- inum. Hér .oru sjúklingar sem þurftu lækningar og þurftu ein- angrunar, en einnig rxokkrir, sem voru fótaferðafærir og hefðu get- að gengið til lækninga utan úr bæ, en þar fékkst ekki pláss vegna hræðslu við smitun þó >ft væri engin ástæðá til slíks. Nú get eg eftir margra ára reynslu fullyrt (eins og eg hefi áður gert í árskýrslum mínum til landlæknis), að þó að stundum hafi verið þrengi’a á sjúkrahúsinu en eg hefði kosið, þá hefi eg sarín- færst um, að lækning berklasjúkl- inga hefir yfirleitt heppnast eins vel á Akureyrarsjúkrahúsi eins og gengur og gerist á sjúkrahúsum og heilsuhælum bæði hér á landi og erlendis. Hvað viðvíkur hinni ægilegu grýlu um, að sjúkrastofur verði gagnsýrðar eða gag'nsósa af berkl- um, þá er slíkt ekki á neinum rök- um bygt. Berklagerlar eru ekki eins lífseigir og margir halda. Þó óþrifnaður hafi átt sér stað á heimilum berklaveikra og hrákar á gólfum hafi þornað og þyrlast upp með ryki, þá hefir aldrei sannast að gerlarnir geti lifað nema stuttan tíma eða í hæsta lagi nokkrar vikur. Þess vegna er það orðin gömul kerlingabók, áð berklagerlar lifi langan tíma í húsum þó um léleg húsakynni sé að ræða, með mold- arveggi og moldargólf, hvað þá heldur á sjúkrahúsum. Þau eru mennirnir, sem eru hættulegir smitberar, en ekki kaldir veggir og mold. Enn fremur er það misskiln- ingur, að ígerð í sárum á berkla- lausu fólki orsakist af berklum; þar koma til greina aðrir sérstak- ir graftargerlar, sem geta borist manna á milli með höndum,. verk- færum, umbúðum o. fl. Eg viðurkenni það, að við og við hefir komið fyrir að ígerð hafi komið í sár hér á sjúkrahúsinu eftir bólgulausa skurði. Slíkt kem- ur fyrir á sjúkrahúsum þó vold- ugri séu og vandaðri en Akureyr- arsjúkrahús og verður sent alger- lega komið í veg fyrir það. En síðastliðinn vetur eftir nýár kom þetta fyrir oftar venju, eða alls 7—8 sinnum, en sem betur fór voi'U þær ígerðir flestar lítilfjör- legar og engum sjúklingi hættu- !eg. En orðrómur út af þéssu magnaðist, og eins og gengur var margt út af því fært á verri veg. Ástæðan til þessara ígerða reynd- ist vera sú, að sótthreinsunará- hald sjúkrahússins hafði bilast og varð ekki uppvíst um það fyr en eftir ítrekað eftirlit. En jafn- skjótt og það vitnaðist var sótt- hreinsunaraðferðinni breytt til bóta og skifti þá svo um, að síðan í byrjun maímánaðar hefir ekki borið á neinum slíkum ígerðum. Það munu ýmsir enn vantreysta okkur á sjúkarhúsinu út af þessu, því það tekur venjulega langan tíma að losna við óorð, sem einu sinni kemst á. Stuðlar þar til með- al annars, að á sjúkrahúsinu þarf oft að skera til sulla og ígérða og helzt þá útferðin stundum langan tíma á eftir, en sumir halda þá, að þær ígerðir séu einnig okkur að kenna vegna trassaskapar og óþrif naðar! Höf. fer mörgum orðum um hina miðaldalegu sjúkrahúsbygg- ingu, hve óhæf hún sé vegna sól- arleysis. Þó eg að vísu kysi meiri sólarbirtu á sjúkrahúsinu, þá verð eg þó að segja, að margir gera sér óþarfa áhyggjur út af því, að stofurnar snúa gluggum til aust- urs. Eg hefi séð mörg mikilshátt- ar sjúkarhús í stórbæjum erlend- is, sem talin eru af bezta tagi, þar sem sólarbirtu nýtur langtum minna en á Akureyrarsjúkrahúsi og famast þó vel sjúklingunum,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.