Dagur - 20.02.1930, Page 1

Dagur - 20.02.1930, Page 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Koatar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirft- inga. • ••••• •-•-•- XIII. ár: Afgreiðslan er hjá Játti Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talaími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. Akureyri, 20. febrúar 1930. 9. tbl. Nefndarálit um trv. til laga um skiptameðferð í búi íslandsbanka. Frá meiri hluta íslandsbankanefndar. Nefndin hefir rætt frv. þetta á 7 fundum, frá 4.-8. þ. m., og ætíð í sambandi við frv. á þskj. 67 um breytingar á lögum nr. 6, 31. maí 1921, um seðlaútgáfu fslandsbanka, hlutafjárauka o. fl. Nefndin hefir klofnað um bæði þessi frv. á þá leið, að nfteiri hlutinn (SvÓ, HJ ög HV) leggur til, að frv. til laga um skiptameðferð á búi íslandsbanka verði samþykt, en frv. á þskj. 67 fellt. Minni hlutinn heldur hinsvegar fram, að samþykkja skuli frv. á þskj. 67, en fella hitt frv. í máli þessu hefir nefndin leitað álits og umsagnar manna þeirra, Jakobs Möllers og Péturs Magnús- sonar, er eftir ‘ósk bankaráðs ís- landsbanka framkvæmdu skyndi- skoðun á bankanum um það leyti, er bankinn hætti útborgunum og lokaði 3. þi m. Sömuleiðis hefir forsætisráðherra borið málið undir bankastjóra og formann bankaráðs Landsbankans, en bankastjórarnir auk þess mætt á nefndarfundi til viðtals og svarað ýmsum fyrirspurn- um nefndarmanna. Skeytaviðskifti ýms hafa gerzt, meðan nefndin starfaði og áður, milli erlendra lánardrottna íslandsbanka og for- sætisráðherra, svo og milli sendi- herra Islands i Danmörku og sama ráðherra. Hafa þau beint og óbeint lotið að möguleikum fyrir endurreisn bankans og tryggingum á rétti er- lendra kröfuhafa, og hafa þessi atriði öli komið til yfirvegunar í nefndinni. Frá stjórn Íslandsbanka hafa nefndinni engar skýrslur borizt um hag bankans, né tillögur um viðreisnarhorfur, né heldur hefir nefndinni borizt yfirlit það yfir reikQÍng bankans siðasta árs, sem formaður nefndarinnar hefir óskað eftir. Lokun íslandsbanka varð á óvænt- an og tortryggilegan hátt, er banka- stjórnin með næturfresti tilkynnti fjármálaráðherra, að hún sæi sig til knúða að loka bankanum, nema tekin yrði víðtæk eða jafnvel algerð' ábyrgð á öllum fjárreiðum hans af ríkissjóði og bankanum lögð til IV2 milljón kr. handbært fé til rekstrar. Eftir forsögu bankans hefði mátt við því búast, að nægilégan fyrirvara hefði verið hægt að gefa þingi og stjórn. Bankinn hefir verið i hnignun um langt skeið. Ríkissjóður hefir hvað eftir annað veitt honum mik- inn stuðning, 1921 hluta brezka lánsins, 300 þús. sterlingspund, 1927 aftur 1 milljón kr. úr ameríska láninu, á ábyrgð Landsbankans, þótt það væri sjáanlega eingöngu tekið vegna íslandsbanka, og loks þrisvar undanþágur frá lögsk puðum seðlainndrætti, svo að bankinn hefir enn i umferð 4 millj. kr., í stað þess, að ef bankalögunum frá 1921 hefði verið fylgt, væri ekki nema rúm milljón kr. íslandsbankaseðla í umferð. Hlunnindi þau, sem eru af seðlaútgáfu þessari, hafa þennan tíma fallið i skaut íslandsbanka í stað Landsbankans, en auk þess þefir Landsbankinn lánað íslands- banka miklu meira fé en honum var skylt. Prátt fyrir þennan mikla stuðning af hálfu ríkisins og Lands- bankans, hefir íslandsbanka hnignað ár frá ári, traust hans rénað i út- iöndum, skuldheimtumenn hans þar krafizt greiðslna á lánum, eftir þvi sem frekast var hægt að fá, en ný lán ekki fengizt erlendis i staðinn. Innanlands hefir sparisjóðsféð fjarað út úr bankanum og innlánsféð einnig rénað. Ofan á þetta hafa bæzt ný stórtöp á siðustu árum, austanlands og vestan, ef ekki víðar, enda gat bankinn ekki síðastliðið haust staðið í skilum við Landsbankann um síðari helming dollaralánsins, er það féll í gjalddaga. Vitanlegt er, að töp bankans eru miklu meiri en reikn- ingar hans sýna, og ofan á allt þetta bætist, að Privatbankinn danski sagði upp í janúar síðastl. 2,2 millj. danskra króna iáni, og var þá ekki óeðlilegt, að hlutabréf bankans féllu mikið í verði á kauphöllinni í Kaupm.- höfn.' { þessu máli, eins og því nú er komið, getur aðeins um það tvennt verið að ræða, að endurreisa bank- ann með rikisábyrgð, eins og frv. á þskj. 67 stefnir að, eða að taka bú bankans til skiptameðferðar, eins og frv. á þskj. 68 ráðgerir. Priðji mögu- leikinn, að einstakir menn og stofn- anir hlaupi hér undir bagga og Jeggi bankanum til nauðsynlegt fé, virðist alls ekki geta komið til greina. Ef velja skal um tvær fyrnefndar leiðir, verður að sjálfsögðu að líta á það, hvor færari sé og ríkinu og þjóðfélaginu áhættuminni. Með því að ríkið taki að sér rekstur bankans og ábyrgð á fjárreiðum hans, — jafnvel þótt sú ábyrgð ætti f upp- hafi að vera takmörkuð, — mundi alveg óútreiknanlegum vanda velt yfir á ríkissjóð og dregin yfir hann áhætta af viðsjálum, gömlum og nýjum ótryggum viðskiptum og ábyrgðum, sem á bankanum hvíla, áhætta, sem ógerlegt er að meta enn sem komið er. Verði hinsvegar horfið aó skiptameðferð bankabús- ins, þá kemur að sjálfsögðu til kasta Landsbankans og ríkissjóðs að end- urreisa þau heilbrigð bankaviðskipti, sem íslandsbanki enn hefir haft á hendi. Pungann af þeim ráðstöfun- um, að viðbættum þeim kvöðum, sem á rfkissjóð geta fallið bankans vegna, svo sem af ábyrgðinni á seðlum bankans, af brezka láninu frá 1921 og innstæðu Landsbank- ans i íslandsbanka, er þó hægt að meta, og er viðráðanlegt. Skyndimat það á íslandsbanka, er nefnt hefir verið og sumir hafa viljað byggja á þá trú, að ábyrgð væri hægt að taka á fjárreiðum hans og leggja honum til rekstrarfé, getur meiri hluti nefndarinnar ekki talið ábyggilegan grundvöll. Sjálfir skoð- unarmennirnir hafa aðeins með óákveðnum orðum látið uppi það álit, að bankinn mundi að líkindum eiga nálægt þvf fyrir skuldum, að frátöldu hlutafé, enda hafa þeir kannazt við það sjálfir, að þeir hafi ekki getað kynnt sér hag skuidu- nauta bankans nema að nokkru leyti. Petta skyndimat hefir nefndin heldur ekki fengið tækifæri til að kynna sér sjálf. Hættan við lánsstraustsspjöll er- lendis, sem hrun bankans geti bakað íslenzku þjóðinni og ríkinu, ef ekki verði tekin ábyrgð á öllum skuld- bindingum hans, álítur meiri hluti nefndarinnar ótímabæran hugarburð. Enda þótt bankinn sé einkabanki, sem ríkið hefir hvorki iagalega né siðferðisiega skyldu til þess að ábyrgjast, hefir hann að vísu með stjórn sinni og hastarlegri ráðstöfun til lokunar að sjálfsögðu varpað skugga á íslenzk viðskipti, og það mundi ekki að fullu afmást, þótt ríkið tæki að sér ábyrgð á bankan- um, en gæti einmitt með þeim hætti orðið stærri og langvinnari, er ábyrgðin smámsaman ykist og þyngdist. En rétt skil um fjárreiður bankans eftir lögfullri skiptameðferð mundi öllu liklegri til að endurreisa viðskiptatraustið út á við. Samkvæmt framansögðu leggur meiri hluti nefndarinnar til, að frumvarpið verði samþykt með eftirfarandi BREYTINOU. Aftan við 2. málsgrein 1. gr. komi: og taka þau til meðferðar á bankabúinu frá lokunardegi bankans 3. febr. 1930. Alþingi, 9. febr. 1930. Sveinn Úlafsson, Héðinn Vaidímarson, form. frsm. og fundaskr. Hannes Jónssnn. Hinn 17. þessa mánaðar andaðist hér á sjúkrahúsinu konan Björg Sigurðardóttir, frá Geirastöðum í Mývatnssveit. Eiginmaður hinnar látnu. Jarðarför eiginmanns míns, Ingi- mars B. Kristjánssonar, sem and- aðist 10. þ. m., er ákveðin að Hálsi í Fnjóskadal laugardaginn 22. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 1 e. h. Vatnsleysu í Fnjóskadal, 19. febr. 1930. Þórunn Pálsdóttir: Merkilepr fyrirlestur. Heitasta áhugamál Haralds sál. Nielssonar prófessors var að færa almenningi heim sanninn um fram- hald einstaklingslífsins eftir líkams- dauðann. Peir, sem trúa á annað líf og samband við annan heim, falla því ekki í stafi, þó þeir heyri frá því skýrt, að H. N. beri þetta áhugamál sitt enn fyrir brjósti og hafi hvað eftir annað sannað sig á sambandsfundum bæði í Englandi og Danmörku. Hinir, sem engu trúa, og engar sannanir taka gildar, hrista bara höfuð sín yfir »heimskunni« og »trúgirninni«, og er þeim það sannarlega ekki of gott. Um þetta efni fjallaði fyrirlestur frú Aðalbjargar Sigurðardóttur, er hún flutti hér í Samkomuhúsinu á' sunnudaginn var fyrir troðfuilu húsi og urðu margir frá að hverfa. Ber þessi mikla aðsókn vott um almenn- an áhuga fyrir því málefni, sem hér er um að ræða, og að nokkru getur hún einnig verið sprottin af þeim miklu vinsældum, sem Har- aldur Níelsson átti að fagna sem afburða prédikari og ódeigur boð- beri sannleikans. Aðalefni ræðu frú A. S. var að skýra frá, hvað gerðist á miðla- fundum sem hún tók þátt í, bæði í Englandi og Danmörku, *og þar sem H. N. kom mjög við sögu. Á fundum þessum færði hann fram fjölda endurminningasannana, sem fjölluðu ekki einungis um þá hluti, sem þeim hjónum var báðum kunn- ugt um, heldur einnig um það, sem henni var ekki kunnugt og hafði enga vitneskju um, þegar sannan- irnar voru gefnar, en síðar reynd- ist rétt. Allra merkilegust var skýrsl- an um Kaupmannahafnarfundinn,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.