Dagur - 27.03.1930, Qupperneq 1
DAGUR
kemur út á hverjum firntu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfélagi Eyfirð-
inga.
'm M 0 ^ A. Afgreiðslan
fÉP ÉH I^P jjfelf HHb HB Norðurgötu 3. Talsími 112.
: P§|| PSÍ n H| H Uppsögn, bundin við ára-
filg| í|jl ggfj| pl|| jlffil pdjl MgÍ mót, sé komin til af-
I fiSJ.
• # •
XIII
•ár; ?
'•-#-•-•••• •-•“•-• -
-•- •••••• •••••• ••••
Akureyri, 27. Marz 1930.
15. tbl.
Það tilkynnist vinum og vandamönnum að konan mín, Quðný
Jónsdóttir, andaðist að heimili sínu 23. þ. m.
Jarðarförin ákveðin Laugardag 29. sama mánaðar, og fer fram
frá heimili okkar, Hafnarstræti 2, kl. 1 e. h.
Karl Sigurjónsson og börn.
»islendingur« telur það pólitíska
skyldu sína að hlúa að uppspun-
anum um geðveiki dómsmálaráð-
herrans. Blaðið leiðir fram nýtt
vitni, sem á að sanna, að ráðherr-
ann sé ekki með öllum mjalla.
Þetta vitni er Páll Kolka læknir í
Vestmannaeyjum. Tilfærir »fsl.«
nokkur ummæli læknis þessa, þar
sem því ér fram haldið, að »Opna
bréfið« til dr. Helga Tómassonav
beri það með sér, að ráðherrann
sé ekki heill á sönsum. Lesendur
Dags hafa nú átt þess kost að
kynnast þessari grein dómsmála-
ráðherrans og geta því fyrir sitt
leyti dæmt um, hvort hún sé þann--
ig úr garði gerð, að líkur séu fyr-
ir, að hún sé skrifuð af geggjuð-
um manni. Blöð íhaldsflokksins —
þar á meðal »ísl.« — halda því
fram, að enginn sé bær að dæma
um heilsufar Jónasar Jónssonar,
nema sérfræðingur í sálsýkissjúk-
dómum. ólærðir ménn í þeim
fræðum hafi ekki annað að gera
en beygja sig í auðmýkt fyrir á-
liti sérfræðingsins. Nú er það ekki
kunnugt að Páll þessi Kolka sé
sérfi’æðingur á þessu sviði, og er
hann því að dómi »ísl.« að sletta
sér fram í mál, sem hann ber ekki
skyn á og er því ekki dómbær í.
Getur þá slíkur slettirekuskapur
ekki verið sprottinn af öðru en
framhleypni og pólitískri æsingu
gegn dómsmálaráðherranum. Er
því furðuleg sú flónska »fsl.« að
byggja á ummælum þessa manns
sem sönnunargagni.
En þó þessu sé nú þannig farið,
er rétt að geta um ástæður þær,
er Páll Kolka færir fram fyrir
brjálsemi dómsmálaráðherrans.
Læknrinn heldur því fram, að
»opna bréfið« beri það með sér, að
Jónas Jónsson sé brjálaður á
tvennan hátt; hann sé haldinn af
»hefðarbrjáli eða stórmenskuvit-
firring«, sem komi í ljós á þann
hátt, að hann »geri sér altof háar
hugmyndir um sjálfan sig«, og í
öðru lagi þjáist hann af »ofsókn-
arbrjálk og haldi, að menn »vilji
gera sér ilt«. Þetta hvortveggja
les Vestmannaeyj a-læknirinn út
úr greininni »Stóra bomban«.
Allar þær mörgu þúsundir
manna um land alt, sem lesið hafa
greinina »Stóra bomban«, geta nú
dæmt um, hve mikil rök þessi
brjálæðisdómur þessa fram-
hleypna læknis hefir við að syðj-
ast. Til þess þurfa menn ekki a,ð
vera sérfrseðingar. Til þess nægir
heilbrigð skynsemi. J. J. hefir
haldið því fram, að hann sé hæf-
ari stjórnari, t. d. í heilbrigðis-
málum, heldur en andstæðingar
hans í stjórnarsessi hafa reynst.
Hann bendir á nokkur dæmi þessu
til sönnunar, þar sem hann hafi
leyst úr vandamálum, sem and-
stæðingumun hafi reynst ofarefli,
vegna hugkvæmdaleysis. En hann
tekur það jafnframt fram, að fyr-
ir þetta eigi hann ekkert hrós\
skilið, nema þá í samanbuvði við
andstæðinga sína, sem hafi reynst
blindir og úrræðalausir. En dóms-
málaráðherrann unir því ekki, að
þetta sé lagt sér út til andlegs
sjúkleika. — Fyrir að birta þess-
ar skoðanir sínar, dæmir Páll
Kolka J. J. bi'jálaðan af stór-
mennsku(!) En hvað segir Páll
Kolka um Jón Þorláksson, Magn-
ús Guðmundsson, Sigurð Eggerz,
Ólaf Thors og ýmsa aðra íhalds-
menn, sem allir ganga með ráð-
herra í maganum. Alveg er það
víst, að þeir telja sig hver öðrum
hæfari til þess að fara með stjórn
landsins og telja það mikinn ljóð
á vitsmunum þjóðarinnar • að
skilja ekki þetta. Dæmir P. Kolka
þessa menn líka brjálaða? Svari
hann því játandi, er hann í sam-
ræmi við sjálfan sig, en verður
um leið að viðurkenna, að ekki sé
til neins að hugsa til stjórnar-
skifta með það fyrir augum að fá
óbrjálaða menn í ráðherrasæti, og
má það vera ömurleg tilhugsun
fyrir hann. Svari hann spurning-
unni neitandi, er hann orðinn
sjálfum sér sundurþykkur og ber
að því að hafa kveðið upp dóm
sinn yfir J. J. — ekki »frá lækn-
isfræðilegu sjónarmiði«, eins og
»ísl.« segir, heldur frá sjónarmiði
pólitískrar hbitdrægni. Hann er
þá að nota læknisaðstöðu sína til
þess að rægja andstæðing sinn.
Slík fúlmenska dæmir sig sjálf.
í sambandi við »ofsóknarbrjál-
ið« talar P. K. um »ímyndaðar of-
sóknir«, og að J. J. haldi »að
menn sitji á svikráðum við sig og
vilji gera sér illt.« Mikil er sú
hræsni. J. J. þarf ekkert að
»halda« um það, að til séu menii
í andstæðingahópnum, sem vilja
gera honum alt það ilt, sem þeir
megna; hann veit það og það veit
öll þjóðin. Það er ekkert annað en
vísvitandi hræsni að vera að halda
öðru fram. Var rógur Valtýs um
»fermingardrenginn« í Bárðardal
sprottinn af umhyggju fyrir vel-
ferð J. J.? Vissulega ekki. Hann
var þvert á móti einn liðurinn í
ofsóknariðju fhaldsblaðanna gegn
J. J. Fyrir nokkru var lostið upp
þeirri lygi í íhaldsherbúðunum, að
dómsmálaráðherrann væri orðinn-
heilsulaus af eiturnautn. Dettur
nokkrum í hug að efast um, að
þessi ósannindi hafi verið fram-
leidd í gróðrarreit ofsóknaranda
og ills hugar? Um það efast eng-
inn. Það er ekkert leyndarmál, að
viss hópur manna er leigður og
launaður til þess að ofsækja Jón-
as Jónsson dómsmálaráðherra,
»byrla honum eitur« rógs og
mannskemda, svo að tilfærð séu
•orð Páls Kolka. Það er ekki fyrir
annað en afburða þrek og andleg-
an hraustleik J. J. að »eiturbyrl-
unin« hefir ekki á hann bitið.
Hann þarf því ekki að »gera í-
mynduðum ofsóknurum sínum
upp hinar verstu og fantalegustu
hvatir«, eins og Páll Kolka orðar
það. Það hefir sannast, að »fanta-
legu hvatirnar« eru til í virkileik-
anum, og ef J. J. gengi þessa dul-
inn sjálfur, þá væri eitthvað
meira en lítið bogið við vitsmuni
hans.
Að þessu athuguðu liggur - við
að manni finnist þörf á að beiðast
afsökunar á því að verja nokkru
rúmi til þess að minnast á þenna
þvætting Páls Kolka. í raun og
veru er hann ekki svara verður,
þó að »ísl.« í fátækt sinni færi að
krafsa hann upp úr sorpinu.
-----0----
Á víðavangi.
Stórþvottur, Ihaldsins.
Meiri háttar hreingerning hef-
ir fram farið á aðalbóli fhalds-
flokksins. Um það leyti, er 1 ráði
var að kasta »stóru bombunnk,
lék orð á því, að næði hún ekki til-
gangi sínum, ætluðu íhaldsmenn á
þingi að gera verkfall og neita að
sitja á þingbekkjum með »geð-
veikum« dómsmálaráðherra. Svo
fóru nú leikar, að »stóra bomban«
hreif ekki, og Jónas ráðherra
mætti í þinginu eftir hálsveikind-
in. En sæti íhaldsmanna * urðu
ekki auð við það tækifæri. í þess
stað komu þeir allir uppstroknir,
sápuþvegnir og hvítfágaðir í þing-
ið, þ. e., þeir gáfu út yfirlýsingu
í Morgunblaðinu þess efnis, að
þeir hefðu ekki átt nokkum
minsta þátt í því, að hið svo-
nefnda »álit« dr. Helga Tómasson-
ar um heilsufar dómsmálaráð-
herrans hefði birst. Sýkn em eg
af geðveikisaðdróttuninni, sögðu
þingmenn fhaldsins hver um sig
og allir til samans og þvoðu sig og
skófu frammi fyrir þjóðinni, svo
að enginn grunblettur um þátt-
töku í »álitinu« félli á þeirra
livíta sakleysi. Svo fór um her-
ferð þá.
vMóðgun við þjóðina«.
Sig. Eggerz einn birtir séryfir-
lýsingu, þar sem hann telur það
»móðgun við þjóðina« að ætla
flokk sínum eða einstökum þing-
mönnum hans þann ódrengskap
að nota »sjúkdómsvottorð« sér-
fræðingsins í pólitískri baráttu.
Þess er nú ekki langt að minnast,
að fhaldsmenn lugu því upp, að
dómsmálaráðherrann væri orðinn
heilsulaus aumingi vegna eitur-
neyzlu. Hversvegna hélt Morgun-
blaðið, ólafur Thors o. fl. þeirri
lygi á lofti? Ekki orkar það tví-
mælis að hún var smíðuð í þeim
eina tilgangi að notast í pólitískri
baráttu. Hvað er móðgun við
þjóðina ef ekki þetta? Sig. Eggerz
ætti því ekki að hrista sig úr hófi
fram, þó að einhverjum detti í
hug að geðveikisdylgjunum hafi
verið hleypt af stokkunum í póli-
tískum tilgangi. óvandaðri hluti
íhaldsins hefir sýnt það að honum
er trúandi til margs. Hins er rétt
og skylt að geta, að betri hluti
flokksins hefir skömm á síðasta,
herbragðinu.