Dagur - 03.04.1930, Blaðsíða 2

Dagur - 03.04.1930, Blaðsíða 2
62 DSGTJK 16 tbl. Viðskiftaraenn vorir eru hér með mintir á, að eins og venja er til verða sölubúðir vorar og skrifstofur, lokaðar meðan stendur á aðalfundi dagana 14, 15. og 16. þ. m. Kaupfélag Eyfirðinga. sijóra K. E. A., féll það niður, og engin tillaga kom fram um þetta. F»að var því ekki »reynt að fá það samþykt að kaupendur væru látnir borga heimflutninginnc. Pað atriði er líka rangt hjá >bæjarbúa<. Að lokum þetta: Treysti ritarar »Verkamannsins< sér ekki til að afla hugmynd sinni um stofnun kúabús fyrir bæinn fylgis, án þess að segja ósatt um það, sem fram fer á ársfundum Mjólkursamlags K. E, A, þá sýnist þetta áhugamál þeirra vera í miklu óefni þegar í byrjun. Fundarmaöur. -----o—— Simskeyti. (Frá Fréttastofu íslands.) Myndastofan Oránufélagsgötu 22 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. og tæpast snert á verki utanbæjar: »því þann dag skal helgan halda, þá einu sinni að bróðir minn heim- sækir mig« sagði fóstri minn. Man eg, að vinnumenn stungu saman nefjum og kváðu þann gamla mundu feigan vera. En hann lifði lengi eftir þetta og var óvenjulegur bjarg- vættur með hey næsta vor.« Við verðum að fara að eitthvað líkt þessu. Ekki þarf að kvíða því, að við verðum að jafnaði troðin um tær af gestum, vegna þúsund ára minninga, og af því gestir þessir koma ekki á óvart, þá sæmir eigi að vera óviðbúinn, og af því búið er að segja okkur til hlutverksins, þá sæmir ekki annað en leysa það af hendi af ítrasta megni og af því að forystugarparnir hafa þegar reist merkið, og bera það áleiðis, þá sæmír ekki annað en að skipa sér undir það og veita þeim brautar- gengi: bóndinn og fólk hans frá samantektinni, ef svo vill verkast, þótt það kunni að fá ofan í flekk- inn fyrir bragðið. Og konan frá stónni, þó að grauturinn verði sangur og brauðið brent, þegar sezt er að snæðingi, að öllu búnu. Hvað svo sem óumflýjanlegum önnum og störfum líður, þá verður að hafa þetta hugfast: Sýningin, og sýningarnar eru ákveðnar í ár og aú ári, og það er ætlast til að ís- lenzk — norðlenzk — Þingeysk al- þýða leggi til þeirra drjúgan skerf. Undan þeirri kröfu verður ekki komist nema til þess að líða skip- brot á sæmd sinni. Par stoða eng- in kvein og engar harmatölur. Úr því við vorum svo heppin — eða óheppin — að lifa þessa miklu stórhátíð, eða aðfangadag hennar, þá verður að taka afleiðingunum. Frá því er ekkert undanfæri, nema að bjarga sér á flótta eða gera verk- fall eins og hver annar óvalinn þorp- aralýður. »Ættlandið vonar að hver maður geri skyldu sína.« Pað hið fræga orðtak, er enn í gildi. Almenn- ingsheill eræðri einkahagsmununum. halda verður á lofti sóma landsins út og upp á við, þegar svo stendur á sem hér, pótl í einhverju verði á- fátt heima fyrir, |. U, Einhver »bæjarbúi< fræðir lesend- ur »Verkamannsins« á þessa leið: »Vissa er fyrir, að hækkun mjólkurverðs bænum er í aðsigi, ef ekki eru gerðar tryggar og öflugar rár^stafanir til að hindra það.« Að því er »bæjar- búa« segist frá, byggist þessi »vissa< um hækkun mjólkurverðs- ins á því að »sagt er að á nýlega höldnum aðalfundi Mjólkursamlags K. E. A., hafi komið fram tillaga um að hækka nú þegar verð á mjólk samlagsins upp i 40 aura literinn. Hafi mál þetta haft svo mikið fylgi á fundinum, að nærri hafi legið að hækkunin yrði knúin í gegn. Og þegar það fékst ekki, var reynt að fá það samþykt, að kaupendur, sem mjólkin er nú flutt heim til í bílum samlagsins, væru látnir borga heimflutninginn.< Og enn bætir »bæjarbúi< við: »Það því engum vafa undirorpið, að verð samlagsmjólkurinnar verður hækkað við fyrsta tækifæri, ef samtök bæj- arbúa verða ekki svo sterk, að þau geti haldið því niðri.« Svo mörg eru þessi orð. Eg vil nú í allri vinsemd benda þessum fræðara »Verkamannsins« á það, að þó eitthvað heyrist »sagt«, þá er oft engin »vissa« fyrir, að það sé satt. Og því er nú svo háttað með þessa frásögn »bæjarb.« að hún er tómt SlÚfllir. Að vísu kom fram tillaga á ársfundi samlagsins, sem skilja mátti á þá leið, að í henni fælist ósk um hækkað út- söluverð mjólkur, en sú tillaga fékk ekki betri byr fundarmanna en það, að flutningsmaður hennar sá þann kost vænstan að taka hana aftur, svo hún komst aldrei undir atkvæði fundarins. Skýtur því frásögn »bæj- arbúa<, sem «egir, »að nærri hafi legið að hækkunin yrði knúin í gegn«, nokkuð skökku við sann- leikanum, þar sem honum er alveg snúið við. Um borgun kaupenda á heim- flutningi mjólkurinnar, sem »bæjarb.« ræðir um, er það að segja, að fyrir- spurn kom fram á fundinum um það, hvort engin leið væri til þess að minka reksturskostnað samlags- ins, svo sem með því að mjólkur- kaupendur væru látnir sækja mjólkina í samlagið. En eftir að það mál hafði verið skýrt af framkvæmdar- Rvík 1. apríl. Ounnar Sig. ber fram þingsályktun um lækkun vaxta. Landbúnaðarnefnd neðri deildar flytur frumvarp um matá kjðti. Jörundur flytur lagabálk um lax- og silungsveiði. Porleifur flytur frv. um túnyrkju í Nesjum í Hornafirði. Breyting á slysatrygg- ingarlögunum er afgreidd sem lög. Eldhúsumræðum vat ekki lokið i gærdag. Óðinn fann í gærmorgun vélbát- inn Snarfara, sem vantaði siðan á miðvikudag og var talinn af; fann varðskipið bátinn 30 sjómilur undan Reykjanesi og flutti hann til Sand- gerðis. Rrjú lík hefir rekið af Ernestine, er strandaði á Selvogi. Strandmenn- irnir eru komnir hingað. Aflabrögð botnvörpunga eru í bezta lagi. Verðlag á fiski i marz hefir ekki lækkað svo nokkru nemi. Sumir ætla, að afli i marz verði meiri en dæmi eru til áður.—Fyrsti frystifarmur frá sænsk-íslenzka félag- inu fer út nú i vikunni. Svokallað »kynferðismál« hér er eitthvert ljótasta mál, sem fyrir hefir komið hér. Samkvæmt skýrslu lög- reglustjóra virðast tildrög þess vera sem hér segir: Karlmaður 53 ára að aldri lokkar til sín telpukrakka síðastl. sumar og hefir mök við barnið, sem síðan venur komur sínar til mannsins, ásamt tveimur öðrum telpum, sem hún fékk með sér, og þá fjórðu einu sinni. Prjár af telpunum eru nú orðnar 11 ára, en ein þeirra 13 ára^ Ein þeirra hefir síðan orðið fyrir hinu sama af öðrum karlmönnumj sem eru 30, 35 og 61 árs aðaldri. Tvær telpurnar hafa síðan tekið að bjóða sig fyrir peninga og haft mök við 5 unglinga á aldrinum 14—16 ára. Á milli allra þessara manna er ekkert samband. Prjár af telpunum eru smitaðar af kynsjúkdómi. Allir h:4jir fullorðnu karlmenn, sem við málið eru- riðnir, eru geymdir f fangahúsinu. Málið er enn undir rannsókn. Lögreglustjóri segir, að of snemt sé að gefa skýrslu um, hverjar endanlegar ráðstafanir verði gerðar { þessu alvarlega máli, en það verði gert opinberlega, sam- stundis og rannsókn sé full lokið og hinir seku fengið sinn dóm. Vestmannaeyjum: Ægir tók þýzk- an togara í landhelgi. Hlaut hann 12.500 kr. sekt og alt gert upptækt. Dðmnum hefir verið áfrýjað. Dublin: Búist er við að De Val- era myndi stjórn. Berlín: Briining hefir rnyndað stjórn. Varsjá: Slavek hefir myndað stjórn. Oslo: Norsk Hydro hefir ákveðið að auka hlutafé sitt upp í 100 miljónir úr liðlega 70 miljónum. o og blástakkar hans. Nýja Bíó byrjar að sýna núna um helgina hina stórfeldu kvik- mynd með ofanskráðu nafni, sem talin er einhver allra frægasta sænsk kvikmynd sem framleidd hefir verið og komið á markaðinn á síðustu tímum. Er hún í tveim- ur köflum og eru 11 þættir í hin- um fyrri kaflanum, en 7 í hmum síðari. Gefur myndin, K A R L XII, útsýn yfir eitthvert glæsílegasta tímabilið í sögu Svíaríkis og færir fram á sjónarsviðið mörg af stór- mennum sögunnar, svo sem Karl XI., Pétur Zar hinn mikla, Rússa- keisara, Ágúst Pólverjakonung, hina fögru Auroru Königsmark, fjölskylduna Ulfstann á Bergás og fleiri sögulegar persónur, sem veraldarsagan segir frá og Sögur herlæknisins sýna þó allra bezt og í skýrustu ljósi. Fyrri kafli myndarinnar byrjar 1697, er Karl ellefti deyr og konungshöll- in í Stokkhólmi brann, en ríkis- erfinginn, Karl XII., tekur við stjórnartaumum, þá ungur og ó- ráðin gáta. Sýnir myndin síðan hinn viðburðaríka lífsferil hans og sigra, — frá skrautinu í hirðsöl- unum — viðskiftum við hina fögru Auroru Königsmark, lífinu í sænsku herbúðunum, orustuvöll- unumi og þátttöku hans í hinum heimsfrægu orustum, sem verald- arsagan greinir frá. Ennfremur sýnir myndin gullfallegt landslag, herragarða og bóndabýli og er víða yndisleg æfintýri, sem gera myndina óumræðilega skemtilega. ANNAR KAFLINN sýnir bar- dagann við Pultava — fangelsis- vistina í Tyrklandi — heimferð og umsátrið um Fredrikssten og að síðustu dauða Karls XII. og útför hans. Er sagt að þessi hluti mynd- arinnar taki hinum fyrri fram bæði að leik og efni. Frægir leikarar einir fara með aðalhlutverkin, svo sem Gösta Ek- man, sem leikur Karl XII, og þyk- ir hafa með afbrigðum vel náð persónuleik hans og framgöngu svo sem bezt má verða. Pétur zar leikur Rússinn Nicolai Levesky og er leik hans jafnað við karak- terleik Emil Jcmnings í svipuðum hlutverkum. Mona Mortensen, einhver frægasta sænska leikkon-- an leikur önnu Ulfstann og Pau- line Brunius hina fögru Auroru Königsmark.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.