Dagur - 25.04.1930, Blaðsíða 2

Dagur - 25.04.1930, Blaðsíða 2
76 DAGUR 20. tbl. Nýkomnar byggingavörur. 28 Linoleum-diikur — geysimikið úrval JsS Veggfóður, yfir 60 tegundir. 38® Vegg- og gólf-flísar, mikið úrval, <N8|I Eldavélar, svartar og emaileraðar. 58 Ofnar, þvottaskálar, eldhúsvaskar margar egg 38® tegundir, handvaskai, vatnssalerni o. fl. o. fl. ®88 8« Kaupfélag Eyfirðinga. |8 aiiuiftiiiiiiiiiiiiiiiiia Myndastofan i Gránufélagsgötu 21 er opin daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen rakiarir inaiasiiosi i. Pað er eins og ekki eigi úr að aka fyrir íhaldsliði þessa lands. — Af öllum þeim málum, sem á dag- skrá eru meðal þjóðarinnar og það hefir haft einhver afskifti af, virð- ist naumast vera eitt einasta, sem ekki hefir snúist svo í höndum þess, að það hefir haft hina mestu vanvirðu af þvi. Þar sem nóg efni eru fyrir hendi til að færa »hrak- fallabálk< íhaldsins í letur, er það hreinn óþarfi að fara Iangt aftur í timann, því öll æfisaga flokksins er sú grát-broslegasta, sem húgsast getur, og það er eins og honum eigi ekki úr að aka — enda er þess engin von. Á meðan flokkurinn siglir með Pór gamalla hleypidóma og stirðnaðra Ihaldshugsjóna í stafni, á meðan hann fylkir sér undir fú- inn fána síngirni og sérgæðings- skapar og vegur með vopnum rógs og óheilínda er engin hætta á, að hann sigli til sigurs, þvi undir slík- um varðteíknum hefir engum tek- ist að sigra til langframa, þó hægt sé að tefja fyrir úrslitasigri góðra málefna um stundarsakir. Þegar litið er yfir hina ieiðinlegu stjórnmálasögu flokksins, er það ekkert undarlegt, heldur þvert á móti mjög svo skiljanlegt, að hann er farinn að fara huldu höfði, eins og nafnbreytingin í fyrra og mahna- val á lista við kosningar upp á síð- kastið alt saman ber með sér. En það afsakar á hinn bóginn ekki vopnaburð flokksins að öðru leyti. »Geðveiki8máIið« alræmda — og illræmda — er enn í sorglega fersku minni; er það að öliu samanlögðu það ógeðslegasta, sem nokkur stjórnmálaflokkur hefir orðið til að rita í þjóðmála-annál sinn. — Pað er ekki nóg með þá níðingsiegu rógiðju sem nú átti að kórónast gagnvart pólitískum andstæðingi, einmitt vegna þess að hann var mestur atkvæðamaður um öll fram- fara- og viðreisnarmál þjóðfélagsins — og var það þó ærið nóg — heldur hefir það einnig brennimerkt þjóðina í augum annara þjóða, og það svo mikiu tilfinnanlegar, sem athygli umheimsins beinist meira að þjóð vorri á þessu ári en#endra- nær. —' Pegar vopnið ekki beit — »stóra bomban* sprakk ekki — þá var eins og augu Ihaldsforingjanna opn- uðust — þá kom hinn hálfbroslegi Pílatusarþvottur íhaldsliðsins á þingi frammi fyrir fólkinn. »Sjá saklaus em eg« — en samvizkan lýsir sér bezt í sjálfu orðalagi yfirlýsingar hinna háttvirtu þingmanna, sem voru að lýsa sakleysi sínu í málinu. Pótt nú að »stóra bomban« springi ekki eins og til var ætlast, þá hefir hún orðið upphafsmönn- um sínum ærið óþörf — hún varð þeim of þung og féll í höfuð þeirra sjálfra og sló þá rothöggi, svo að þeir seint munu bíða þess bætur. Petta var nú slæmt áfelli svona rétt fyrir kosningar — en verst fyrir flokkinn var þó hitt, að maðurinn, sem »bomban« átti að ríða að fullu, slapp ekki einungis óskaddaður úr viðureigninni, heldur hefir samúð °g íylgi þjóðarinnar við hann og málstað hans aukist að sama skapi, sem fleiri dugandi menn og konur í landinu hafa horft á ofsóknartil- raunirnar og rógiðjuna i hans garð með vaxandi viðbjóði. Pannig endaði þá þessi herferð með fullkomnum flótta — var reynd- ar ekki við öðru að búast, og af- leiðingarnar — álitshhekkir fyrir þjóðina i augum allra siðaðra manna bæði innanlands og utan — full alvarlegar samt, og það versta er, að þar verða að sumu leyti margir saklausir að gjalda fárra sekra. II. Ef vér víkjum oss nú ofurlítið af þessum vettvangi og athugum fhaldsliðið á þingi því, er háð hef- ir verið á þessum vetri, þá endur- tekur sama sama sagati sig: hrak- för á hrakför ofan. Áður hefir hér í blaðinu verið bent á hver voru hin raunverulegu afskifti íhalds- flokksins af íslandsbankamálinu og hver málalokin urðu þar fyrir hann og stefnu hans, þrátt fyrir allan bumbusláttinn og digurmælin i garð stjórnarinnar og Framsóknarflokks- ins. Skal því ekki farið frekar út í þá sálma í þessu sambandi. { sjálfu sér getur enginn undr- að sig yfir, þó Ihaldsmenn á þingi reyni að klóra í bakkann, þar sem N'YKOMIÐ. Oxfordbuxur, karlm. & ungl., stórt úrval. Fermingarföt. Matrosaföt Jakkaföt. — Gúmmíkápur, karlm., kvenna og barna, — Margir litir. BRAUNS VERZLUN. PÁLl. SIGURGEIRSSON. þeir geta, áður en þeir sökkva al- gerlega niður í sínar eigin grafir, en aumlegar eru þessar tilraunir, og dýrar fara þær að gerast rík- inu, þegar þeir tefja þingtímann svo nauðsynjamál ná ekki fram að ganga fyrir málþófi þeirra; en málþófið hefir verið aðalvopnið, sem beitt hefir verið, er öll önnur brugðust. Þessi aðferð er þó ein- hver hin viðsjárverðasta og ó- frjóvasta sem hægt er að velja, enda er hún naumast þekt í þing- sögu nokkurs ríkis annarstaðar, en þar sem svo stóð á, að þjóðern- isbarátta var háð í þinginu, þar sem þjóðernisminnihluti, sem í raun og veru var ríkisheildinni fjandsamlegur, greip til vopnsins sér til varnar, eins og t. d. írar í Parlamentinu enska. Hér á voru þingi hefir engu slíku verið til að dreifa sem betur fer, og kjósend- ur, sem senda fulltrúa sína á þing, hvaða flokks sem eru, eiga þá réttmætu kröfu á hendur þeim, að þeir geri sitt til að létta s$m- starf þingsins, svo að löggjafar- starfið nái tilgangi sínum og verði landi og lýð til gagns og blessun- ar, en lendi ekki alt í ófrjóvum umræðum — stundum jafnvel um óskild mál. Sömuleiðis ætti þetta að vera hverjum þingmanni Ijóst og honum ljúft að gæta skyldu sinnar í þessu efni. Síðan íhaldsmenn komust í minnihluta á þingi, og urðu stjórnarandstæðingar, hefir hér orðið talsverð breyting til hins verra. Þingmenn flokksins hafa ekki gætt skyldu sinnar í því að flýta fyrir og létta samstarf þingsins, heldur hafa þeir með mælgi sinni lengt þingtímann að óþörfu og tafið gang málanna, svo að fleiri nauðsynjamál hefir dagað uppi, sem kallað er, sökum þess að tími þingsins hefir orðið of naumur til að afgreiða þau. Síðan íhaldsmenn komust í stjórnarandstöðu á þinginu, hafa hinar svonefndu eldhúsdagsum- ræður altaf verið að lengjast, og taka nú orðið svo óhóflega mikið af hinum dýra og dýrmæta tíma þingsins að til vandræða horfir, og væri vert að minsta kosti þeirra víta, að kjósendur þeir, er hingað til hafa sent hinar mestu málskrafsskjóður íhaldsins á þing, sæu nú að sér og fyrirmunuðu þeim þingsetu framvegis. — Mál- þófið, þetta mesta óyndisúrræði íhaldsins á þingi, verður að telj- ast mesta hrakför flokksins, því að með því er því óbeinlínis lýst yfir fyrir þjóðinni, að flokkurinn hafi gert sér að markmiði að tefja og vera sem hnyðja á löggjafar- þinginu, hreint og beint vegna vöntunar á hugsjóna- og sköpun- arkrafti. » (Framh.). Á víðavangi. » H efndarhugur«. í eldhúsræðu sinni brá Magnús guðfræðispróf. Jónsson Trygg-va Þórhallssyni forsætisráðhei'ra um hefndarhug, sem kæmi fram í em- bættaveitingum ráðherrans. Taldi hann að heíndarlöngun ráðherr- ans hefði ráðið að Magnús Joch- umsson fékk ekki póstritara-em- bættið í Reykjavík, og færði það til að Magnús Jochumsson ein- hverntíma hefði ritað skamma- grein um ráðherrann. — Ást guð- fræðisprófessorsins á sögulegum sannindum er fyrir löngu land- fræg orðin, einkum sökum þess að það er óhamingjuSÖm ást, sem kallað er — sannindin virðast ekki vilja eiga neina sambúð við prófessorinn — og í þetta sinn brást hvorugt venju sinni: Það sannaðist néfnilega undir umræð- unum að ráðherrann múndi alls ekki vera svo hefnigjarn, sem prófessorinn lét í veðri vaka. — Fyrir nokkrum árum bar svo við, að þeir keptu báðir um sama em- bætti, núverandi forsætisráðherra og Magnús Jónsson; faðir ráð- herrans hafði gegnt embættinu í fleiri ár og hann hafði sjálfur verið settur til að þjóna því um 9 mánaða tíma. Magnús Jónsson hrepti embættið — alveg ómak- lega, eins og síðar hefir komið á daginn — því enginn mun því neita, að það er talsverður manna- munur á núverandi forsætisráð- herra og Magnúsi Jónssyni. Síðastliðið sumar þurfti að veita prófessorsembættið við guð- fræðideild háskólans. Svo vildi til, að kenslumálaráðherra var fjar- verandi, og forsætisráðh. gegndi störfum hans. Sýndi hann þá »hefndarhug« sinn í því, að veita Magnúsi Jónssyni embættið. — Hefir Magnús Jónsson nokkurn- tíma sýnt Tryggva Þórhallssyni sérstaka hlífð, svo að hann hefði þurft að taka tillit til hans? — Töframaður„ « ý.'|| Blaðið »ísL« hefir undanfarið birt útdrátt úr eldhúsræðmn I-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.