Dagur - 24.07.1930, Blaðsíða 3
44. tbl.
Stórritari: Jóh. Ögm. Oddsson,
endurkosinn.
Stórgæzlum. unglingastarfs: Magn-
ús V. Jóhannesson, endurkosinn.
Stórfregnritari: jakob Möller, fyrv.
alþm.
Stórgjaldkeri: Gunnar E. Bene-
diktsson cand. jur.
Stórgæzlum. löggjafarstarfs: Flosi
Sigurðsson.
Stórgæzlum. fræðslumála: Jón
Bergsveinsson.
Stórkapelán: Sigurður Tómasson,
bóndi á Barkastöðum í Fljótshlíð.
Fyrrum Stórtemplar: Sigurður
Jónsson, skólastjóri, því að Páll J.
Ólafson, fráfarandi Stórtemplar, neit-
aði að taka sæti í framkv.nefnd. —
Með umboðsmanni Hátempiars var
mælt Borgþóri Jósefssyni, íyrv.
bæjargjaldkera.
A hástúkuþing í Stokkhóimi í
sumar voru kosnir Sigurður Jóns-
son skólastjóri og Brynleifur Tobias-
son kennari. —
Framkvæmdarnefndin er ný að
mestu (að þremur undanteknum).
Seint á þinginu varð kunnug ráð-
stöfun dómsmálaráðherra um fyrir-
varalausa lokun vínbúðanna í Reykja-
vík, Hafnarfirði og ísafirði yfir Al-
þingishátíðina. Samþykti þingið í
einu hljóði tillögu um þökk og við-
urkenningu til dómsmálaráðherra
fyrir þessar ráðstafanir. — Samþ.
var einnig í einu hljóði traustsyfir-
lýsing og þakkar til fráfarandi stór-
gæzlumanns löggjafarvalds, br. sr.
Björns Porlákssonar, fyrir störf hans í
þágu bindindis- og bannmálsins,
bæði fyr og síðar. Hefir hann heil-
an mannsaldur beitt sér fyrir málum
vorum af fádæma áhuga og ósér-
plægni og heldur enn áfram með
dugnaði, þó að nú láti hann af
störfum í stjórn Reglunnar.
Aukalaganefnd lagði fram uppkast
að lögbók templara, grundvallarlög
og aukalög fyrir Stórstúkuna og
undirdeildir hennar, mikið og vel
unnið starf. A br. Friðrik Björnsson
mestan þátt í því starfi. Atkvæða-
greiðsla fer fram um þessar tillögur
á næsta Stórstúkuþingi.
Falið var framkv.nefnd að fá því
til leiðar komið við biskup landsins,
að prestar þjóðkirkjunnar helgi Regl-
unni og bindindismálinu einn sunnu-
dag í hverri kirkju á timabilinu frá
veturnóttum til jóla.
Askorum var samþykt til löggjaf-
arvaldsins að auka að stórum mun
fræðslu um áfengi í Kennaraskólan-
um og öðrum skólum landsins og
fá til kenslunnar hentugar bækur.
Ringið fól framkv.nefnd að starfa
í sameiningu við Samband ísl. Ungm.-
félaga að útbeiðslu íslenzkra viki-
vaka og hringleika.
Hamrað var enn á löggjafarvald-
inu að bæta úr helztu ágöllum á*
fengislaganna.
Samþykt var að gefa út »Templar«
og »Æskuna« með sama sniði hér
eftir sem hingað til.
Félagar Reglunnar á íslandi 1.
febr. síðastl. voru, samkv. skýrslu
stórritara, 8929; En 1. febr. 1929
var félagatalan 10892. Fækkun f
Reglunni er talsverð síðastliðið ár,
og er hún langmest í Suðurum-
dæminu.
Merkur gestur kom á Stúrstúku-
þirigið vestan um haf, br. A. S. Batdal,
/
DAGUR
153
Rafvirkjun.
Við viljum vekja athygli þeirra, sem hafa í hyggju að virkja
hjá sér í framtíðinni, á því, að við smíðum |túrbínur fyrir raf-
stöðvar í sveitum.
Peir, sem óskuðu eftir að gerðar yrðu hjá sér mælingar á
vatnsmagi og fallhæð, ættu að snúa sér til okkar.
Akureyrí, 18. júní 1930.
Síeindór /óhannesson. Stefán Steindórsson.
VIM hreinsar fljðtt og vel.
VIM gerir hlutina skín-
andi fagra. Notið það Æ
allsstaðar í húsum yðar ^
til að hreinsa hvítmálaða
veggi og linoleum-gólf-
dúka, til að hreinsa og
fága málningu og gler-
ung, til að gera potta og
pönnur, skálar og baðker
skínandi fögur.
X-V 4 1-168
LEVKR BROTHERS LIMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLAND
stórtemplar í stórstúkunni í Mani-
toba. Flutti hann merkilega ræðu,
og var honum tekið með fögnuði.
Allkafundur var haldinn í Stórstúk-
unni eftir Alþingishátíðina, til þess
að fagna útlendum samherjum. Br.
Knut Markhus stórgæzlum. unglinga-
starfs í Störstúku Noregs, flutti á-
gæta ræðu. Flutti hann kveðju sam-
herja í Noregi og íslenzkan fána úr
silki að gjöf til Stórstúkunnar. Var
máli hans tekið ágæta vel. Br. Mark-
hus er stórþingsmaður og foringi
bindindis- og bannmanna meðal
borgaralegu flokkanna í Stórþinginu.
Eriksson þingforseti frá Svíþjóð, sem
er templar, ætlaði að koma á fund-
inn, en var bundinn annarstaðar
sem þingfulltrúi Svíaríkis á Alþing-
ishátíðinni. Enskum Reglubræðrum
og Vestur-íslenzkum var og fagnað
á fundi þessum. Var hann hinn
ánægjulegasti i alla staði.
Frá índlandi.
(Bréf frá Gandhi). Frhj
Og fyrir því tel eg yfirdrotnan
Englendinga hið mestaböl? Af því
að hún hefir varpað hinum mállausu
miljónum Indlands undir ok örbirgð-
arinnar með skipulagi sivaxandi
arðráns og með svo ægilegri dýrri
landsstjórn og herbákni, að landinu
heldur við örmagnan. Retta skipu-
lag hefir gert oss að þrælum um
alt stjórnarfar. Pað hefir brotið undir-
viðu fornrar menningar vorrar og
bakað oss andlega vanvirðu varnar-
leysisins. Ásamt fjölda af lands-
mönnum mínum hafði eg vænst, að
»hringborðsfundur«, sá, er stungið
hafði verið uppá, kynni að leiða til
úrlausnar*). En eftir að þér hafið
lýst yfir því opinberlega, að hvorki
þér eða enska stjórnin gætu fallist
á að líta við nokkurri sjálfstjórnar-
kröfu, var það augljóst, að þessi
ráðstefna myndi heldur ekki leiða til
þeirrar úrlausnar, sem sá hluti Ind-
lands, sem vitandi vits er um hlut-
verk sitt, krefur hástöfum, og sem
hinar mállausu miljónir Indlands þrá
óafvitandi. Þannig á eg og Pandit
Motilal Nehru engis annars kost, en
eð leiða í framkvæmd hina hátíðlegu
ákvörðun, sem vér tókum á þinginu
1928, að hefja sókn um algert sjálf-
stæði Indlands frá 1. janúar 1930.
Því það er deginum ljósara, að eng-
inn brezkur stjórnmálamaður hygg-
ur á neina þá stefnubreytingu í ensk-
um stjórnmálum oss til handa, er
skaða mætti verzlun Englands og
því síöur að rannsaka skuli hlutlaust
og gaumgæfilega framkomu Breta
gagnvart Indlandi og svara þar til
saka.
En ef ekkert skeður, sem bindur
enda á arðrán það, sem Indverjar
eiga nú við að búa, blæðir þjóðinni
til ólífis með sívaxandi hraða. Á-
búðarskatturinn, sem nú er megin-
tekjuhlið ríkisins, er svo ægilég byrði,
að hana verður að létta til stórra
muna, þá er Indland gerist sjálfstætt.
Jafnvel sú regla, að skatturinn skuli
vera jafn um tiltekið árabil, hefir
•) Á þessari ráðstefnu var það ætlun,
að Indverjar og Englendingar réði
ráðum sínum á þeim grundvelli, að
báðir væri jafn réttháir,
aðeins orðið stórlandeigendum til
hagsbóta, en ekki þorra bænda. Ind-
verski bóndinn hefir aldrei verið svo
allslaus sem nú. Pað verður að
breyta öllu skipulaginu, svo að það
gefi bóndanum það, sem hans er.
Brezku skattlögin, sem nú gilda,
virðast einkum miða að þvi, að
kreysta úr honum lífið. Jafnvel að
því er snertir saltskaltinn, fellur
þyngsta byrðin á bændurna. Og á
sama hátt og skattabyrðin beygir
þá, hefir gjöreyðing aðalgreina heim-
ilisiðnaðarins, handspunans og hand-
vefnaðarins, svift þá möguleikanum
til þess að sjá sér borgið.
Pað væri ófullkomin greinargerð
fyrir fjármálaeyðileggingu Indlands,
ef hvergi væri drepið á skuldbind-
ingar þær, sem gerðar hafa verið í
nafni þess. Það verður fyrsta skylda
hins frjálsa Indlands, að leggja allar
þessar skuldir undir nákvæma rann-
sókn og neíta að viðurkenna allar
þær, sem óvilhallur dómstóll telur
að hafi verið með rangindum stofn-
aðar. Pessar skuldbindingar eru
stofnaðar til þess að standa straum
af útlendri yfirdrotnan, sem sanna
má, að er dýrasta stjórn í veröld.
Lítið á laun yðar sjálfs! Pau nema
yfir 21000 rúpi á mánuði auk allra
aukatekna. Forsætisráðherra Eng
lands fær aðeins 5400 rúpí á mán-
uði. Pér hafið 700 rúpí á dag, en
meðal dagtekjur á Indlandi eru minna
en 2 annas (annas Vie rúpí). For-
sætisráðherra Englands hefir 180
rúpí á dag, og meðal dagtekjur á
Englandi eru þó nálæga 3 rúpí. Pér
ÓSKILAHROSS
Hjá mér eru þrjú óskilahross:
Rauð hryssa, tvístjörnótt, aljárnuð.
Rauðstjörnóttur hestur, stór, aljárn-
aður. Rauður hestur, frekar smár,
ójárnaður.
Eigendur hrossa þessara vitji
þeirra sem fyrst og greiði áfallinn
kostnaði
Einhamri í Hörgárpal 21, júlí 1930.
Aðalsteinn Tómasson.
HNAKKTASKA tapaðist á Akur-
eyrargötum með tvennum legghlífum
í. — Finnandi beðinn að skila henni
í Mjólkursamlag K. E. A.
hafið því liðlega fimm þúsundfaldar
meðaltekjur indversks manns, en
forsætisráðherra Englands tvitug-
faldar meðaltekjur ensks manns. Eg
hefi valið þetta dæmi aðeins til þess
að sýna þenna ægilega sannleika i
öllum sínum hryllileik. Eg met yður
alt of mikils til þess að mér gæti
komið til hugar að móðga yður.
(Framh.)
Pianohljómleik hafði ungur Vestur-íslend-
ingur, Tryggvi Björnsson að nafni, í Alc-
ureyrar-Ðió í gækvöldi. Spilaði hann Iög
eftir Beethoven, Björgvin Guðmnndsson,
sjálfan sig o. fl, Hann flutti og stutt erindi
um íslenzkt þjóðerni i sambandi við hljóm-
list. Hljómleiknum var að maklegleikum
prýðilega vel tekið af þeim fáu, er við-
staddir voru — þvi fáir voru þeir, enda
tæplega við öðru að búast á þessum anna-
tíma. — Er þetta í fyrsta skifti sem þessí
ungi landi okkar vestan um haf heimsækir
ættjörð sína.