Dagur - 24.07.1930, Blaðsíða 1

Dagur - 24.07.1930, Blaðsíða 1
DAGUR Aemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 24. júlí 1930. 44. tbl. Klemens fyrv. ráðherra Hann andaðist í Reykjavík um kl. 3 síðdegis á sunnudaginn var eftir vanheilsu síðustu mánuðina; var það hjartað, sem bilaði. Kiemens Jónsson var fæddur 27. ágúst. 1862 og var því hartnær 68 ára að aidri. Foreldrar hans voru hinn alkunni fræðimaður Jón Borg- firðingur og kona hans, Anna Guðrún Eiríksdóttir. Hún var eyfirzk. Prátt fyrir mikla fátækt komu hjón þessi sonum sínum vel til manns sem kunnugt er. K. J. gekk skóla- veginn og varð stúdent árið 1883 með I. einkunn. Siðan fór hann á háskólann í Khöfn og las lög; tók hann lögfræðispróf vorið 1888, einnig með I. eink. Síðan gerðist hann aðstoðarmaður í íslenzku stjórnardeildinni í Khöfn á árunum 1889-1891. Frá 1. sept. 1891 var hann settur sýslumaður í Eyjafjarðar- sýslu og bæjarfógeti á Akureyri og fékk veitingu fyrir því embætti frá 13. apr. 1892 og þjónaði því þar til 1904, er hann var skipaður land- ritari; þjónaði hann síðan því em- bætti alla tíð meðan það var við líði eða til 4. jan. 1917, er embæitið var lagt niður. Um tveggja ára bil, frá 7. marz 1922 til 22. marz 1924 var hann atvinnumálaráðherra fyrir atbeina Framsóknarflokksins. Enn var hann skipaður formaður í milli- þinganefnd i skattamálum árið 1907 og fórmaður i miiliþinganefnd um fjármál árið 1911. Árið 1918 var hann fulltrúi fslands til samninga við Bretasjórn og kosinn í orðu- nefnd 1925. Pá sat hann í bæjar- stjórn Reykjavíkur frá 1908—1914; var formaður i interparlamentariskri skattanefnd og formaður 4Oddfellow- reglunnar á fslandi um hríð. K. J. sat á þingmannafundi Norðurlanda sem fulltrúi Framsóknarflokksins 1926 og um skeið var hann fram- kvæmdastjóri fossafélagsins Títan hér á landi. Á háskólaárum sínum bjó Kl. J. á Garði (Regensen), var hann »klukk- ari« eða umsjónarmaður þar, og er sá eini fslendingur, er þann starfa hefir haft á hendi. Klemens Jónsson var kosinn 1. þingmaður Eyfirðinga árið 1892 og hélt því sæti, þar til hann varð landritari 1904. Hann var síðar 2. þingm. Rangæinga á þingunum 1924-1926 og 1. þingm. sama kjördæmis 1927. Umboðsmaður ráð- Jónsson, og landritari. herra var haqn á þingi 1907, 1909, 1913 og 1914. Forseti neðri deildar 1901 — 1903. Settur amtmaður í Norður- og Austuramtinu eftir að Júlíus Havsteen lét af embættinu og áður en Páll Briem tók við því. Hefir hér verið fljótt yfir sögu farið, en nægir þó til að sýna, að Klemens Jónsson gegndi margvís- legum og mikiivægum trúnaðarstörf- um um æfina. Öll sín margháttuðu og umfangsmiklu störf leysti hann af hendi með óþreytandi elju og afburða dugnaði. Hann var eitt hið röggsamasta yfirvald um sína daga óg fyrirmyndar-lögreglustjóri. Hann var óvenjulega mikill framkvæmda og framfaramaður. Hann barðist fyrir því, að Akureyrarbær keypti Stóra-Eyrarland, gegn megnri mót- spyrnu þáverandi íhalds bæjarin^ Fyrir þá baráttu nefir hann unnið bænum ómetanlegt gagn. Hann lét sér og annt um velgengni Amts- bókasafnsins hér. Kl. J. hlaut margvíslega opinbera viöurkenningu fyrir störf sín. Skulu hér nefnd þau heiðursmerki er hon- um féllu í skaut: Dbrm., Riddari af Dbr., Kommandör af Dbr. 2. gráða, Stórriddari af Fálkaorðunni með stjörnu, Riddari af frönsku heið- ursfylkingunni 4. fl., Stórkross af Oranje-Nassau-orðunni hollensku 1. fl., Riddari af prússnesku krónuorð- unni 2. gr., Stórkross af Kristsorð- unni portúgölsku 1. gr. Á hinu fyrra þingmenskutímabili sínu heyrði Kl. J. til Heimastjórn- arflokknum, en eftir að núverandi flokkaskipun komst á, hallaðist hann að Framsóknarflokknum. Kl. J. hafði sterka tilhneigingu til sögulegra rannsókna. Hann var í stjórn Sögufélagsins frá upphafi. Hann fékkst allmikið við ritstörf, einkum síðari hluta æfinnar. Helztu ritverk hans eru: Saga Grundar í Eyjafirði, Lögfræðingatal, Saga Reykjavíkur, Saga prentlistar á ís- landi (1930), Saga Akureyrar (í hand- riti). Síðasta ritgerð hans birtist i nýlega útkomum Skirni og fjallar um Alþingi 1903. Auk þessa hefir hann skrifað fjölda blaða- og tíma- ritsgreina. Hann var heiðursfélagi Sögufélagsins. Hinn 6. júli 1889 gekk Klemens að eiga Porbjörgu Stefánsd. sýslúmanns Björnssonar. Hún andaðist 30. jan. 1902, Eitt barna þeirra er á lífi, frú Anna, kona Tryggva Pórhallssonar forsætisráðherra. — Síðari kona Kl. J. er Anna María Schiöth, banka- gjaldkera á Akureyri. Henni kvænt- ist hann 13. okt. 1908. Lifir hún mann sinn. Einn son eiga þau á lífi, Agnar, stud. juris. ♦ Eins og skýrt var frá í siðasta blaði urðu úrslit landkjörsins á þá leið, að flokkur sá, er kennir sig við >sjálfstæði«, fékk rúmlega 11% þús. atkv., Framsókn rúmlega 7 % þús. og Jafnaðarmenn tæp 5 þús. Mörgum mun verða starsýnt á hina háu atkvæðatölu »sjálfstæðis- ins« og finnast að sá flokkur hafi unnið glæsilegan sigur i kosingun- um. Og sigur hefir flokkurinn unn- ið að þvi leyti, að hann kom að tveimur mönnum. En þegar öll kurl koma til grafar, verður þó þessi ,sjálfstæðis‘-sigur nokkuð vafasamur. Fyrst er nú þess að gæta, að nokkur hluti þeirra atkv. sem féllu á C-Iistann, er ekki greiddur list- anum af flokkslegum ástæðum eða miðaður við stefnur í þjóðmálum, heldur byggist á trÚarÍESlini ástæðum. íhaldsmenn tóku það ráð að blanda kosningabaráttu sína með kristniboöun í þeim vændum að afla lista sínum fylgis, og þeim hefir áreiðanlega tekist sú tilraun að einhverju leyti, í öðru lagi kemur það í ijós við samanburð landskjörsins 1926 að Framsókn hefir bætt við sig hlut- fallslega langmestu fylgi allra flokk- anna. Eins og kunnugt er fór tvisvar fram landkjörárið 1926, í fyrra skift- ið í júli, á seinna skiftið í október. Við júlíkosningamar kusu um 14 þús., nú um 24 þús. Aukningin er nálægt 70°/o. Samkvæmt því hefði hver flokkurinn átt að bæta við sig 70°/o auknu atkvæðamagni nú, ef hlutföllin hefðu haldist óbreytt frá því í júlí 1926. En hér verður nokk- uð annað upp á teningnum. Pað kemur sem sé í Ijós að Fram- sókn hefir aukið fylgi sitt um nálega 120%, íhaldið (þegar atkv. Sig. Eggerz eru talin með), um 70% og jafnaðarmenn um 55%* Fram- sókn hefir með öðrum orðum auk- ið fylgi sitt hlutfallslega^ langmest síðan í júlí 1926. Pess skal getið að þá var einnig kvennalisti á ferðinni, en fékk mjög lága atkvæðatöiu, og er hún ekki tekin til greina hér; get- ur það ekki raskað neinu sem nemur. í október 1926gengu Framsókn- ar> og jafnaðarmenn saman til lands- kjörs gegn íhaldinu og flokki Sig Eggerz sameinuðu. Pá kusu um* 15% þús. Aukningin við Iandkjör- ið í sumar er sem næst 55%. íhald- ið hlaut þá um 8500 atkv., Fram- sókn óg jafnaðárm. fil samans tæp 7 þús. Eins og áður er sagt hlaut íhaldið nú 11 % þús. atkv. en sam- anlagt atkvæðamagn Framsóknar og jafnaðarm. nú, er nálega 12% þús. Kemur þá í Ijós, að tveir hinir síð- artöldu flokkar hafa i sameiningu aukið fylgi sitt síðan í okt. 1926 um 88%, en íhaldið aðeins um 37%. í júlí 1926 hafði íhaldið og Sig. Eggerz 167 atkv, meiri hluta fram yfir samanlögð atkv. beggja hinna flokkanna. í október sama ár var íhaldsmeirihlutinn 1574 atkv. í sumar er íhaldið í minni hluta í fyrsta sinn við landkjör. Pað hefir 807 atkv. færra en báðir frjálslyndu fiokkarnir til samans. Af því, sém hér hefir verið fram tekið, verður niðurstaðan þessi: Aukin þátltaka í kosningunum í sumar nemur 70% frá því sem hún var í júlí 1926. íhaldsfiokkurinn hefir aukið at- kvæðamagn sitt um sömu prósent- tölu. Hann stendur því í stað — er kyrstöðuflokkur í kjósendafylgi eins og hann er að innræti. Fer vel á þvi. En til þess að geta staðið í stað, hefir hann reynt að beita ýmiskonar brellum: skift um nafn, látist skifta um stefnuskrá, skift um foringja og frambjóðendur og valið einn þeirra með sérstöku tilliti til trúartilfinninga nokkurs hluta kjós- enda. Prátt fyrir þetta ajt stendur fylgi flokksins í stað. Útkoman hjá Jafnaðarmannaflokkn- um er þó öllu lakari. Hann skortir nokkuð á til þess að hafa hlutfalls- lega jafnmikið fylgi og hann hafði 1926. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn, sem heíir aukið fylgi sitt miklu meira en nemur aukinni páttlöku kjósenda við land- kjörið í sumar, nálega 50% meira en fhaldið og 65% meira en jafnaðar- menn. Hann er eini flokkurinn, sem er í uppsigiingu. En jafnframt því að athuga þetta, verður að gæta þess, að nú var það »hin aldraða sveit«, er gekk til kosninga. Allajafna hafa frjálslyndir umbótaflokkar meginstyrk sinn með- al yngri mannanna. petta mún og verða reynslan við kjördæmakosn- ingar að ári. Prátt fyrir hæsta atkvæðatölu C- listans við landkjörið í sumar eru horfurnar um framtíðarfylgi fhaldsins ekki glæsilegar. Nú sem stendur stritast það við að standa i sömu sporum. ur því byrjar hnignunin. í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.