Dagur


Dagur - 07.08.1930, Qupperneq 4

Dagur - 07.08.1930, Qupperneq 4
162 Dj&QUB 46. tbl. S ims key ti. (Frá FB.) Rvík, 4. ágúst. Flugmennirnir Hirth og Weller hættu við að fljúga lengra en hing- að. Peir segja, að danska steinolíu- félagið hafi brugðist sér; það hafi lofað að senda hingað létt flugvéla- benzfn, en það sé enn ekki komið. Ennfremur hafi þeir fengið skakkar og villandi upplýsingar frá danska flugfélaginu og Orænlandsverzlun- inni um lendingarstaði á Orænlandi, og að þeir hafi fyrst komíst að því hér, að þeir geti ekki lent í Juli- enehaab, sem ráðgert hafi verið. — Hirth fer til Ameríku í kvöld með skipinu Minnedosa, sem flytur Vestur-Islendinga á vegum Pjóð- ræknisfélagsins vestur um haf, en Weller fer til Danmerkur nú í vik- unni. Rvik, 5. ágúst. Atvinnumálaráðherra hefir skipað nefnd, er undirbúi löggjöf til al- þýðutryggingar. Nefndina skipa Ás- geir Ásgeirsson, Haraldur Ouð- mundsson og Jakob Möller. — At- vinnumálaráðuneytið hefir ennfrem- ur skipað raforkumálanefnd, til að gera tillögur til löggjafar um raf orkuveitur. Nefnd þessa skipa Ein- ar Árnason ráðherra, Oeir Zoega vegamálastjóri, Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri, Jakob Gíslason verk- fræðingur, Jón Porláksson verkfræð- ingur, Sigurður Kristinsson forstj. og Sigurður Jónasson lögfræðingur. Steingrímur Jónsson vinnumað- ur á Breiðabólstað á Síðu druknaði 30. júli í Hvalsýki; var hann þar við 3ja mann að selveiði. Mánaðarhitar í Bandaríkjunum hafa valdið 500 milj. dollara upp skerutjónii Sextíu manns hafa beð- ið bana í Chicago og þar í grend undanfarna daga. Hitinn sumstaðar 45 stig á Celsíus. ------o----- Frá Indlandi. (Bréf frá Gandhi). Nl. Eg veit að þér notið ekki laun yðar, og senniiega gefið þér þau til síð- asta eyris til guðsþakka. En það verður að gjöreyða skipulagi, sem felur í sér möguleika slíks voðalegs misræmis. — Og það, sem hér hefir verið sagt um landsstjóralaunin, á við um alt stjórnarfarið. Ef unt á að vera að koma fram skattalækkun svo nokkru nemi, verður að þrýsta niður kostnaðinum við alla stjórn landsins. En til þess verður fyrst og fremst að breyta stjórnarfarinu. En það er ómögulegt án sjálfstæðis. Tilkynningin frá 26. janúar, sem gefin var út af hundruðum þúsunda indverskra alþýðumanna, er að því er mér virðist, bygð á þeirri sann- færingu. Pér skiljið að í augum þessa fólks þýðir sjálfstæði, lausn undan óbærilegri byrði. En mér virðist enginn af stærri stjórnmálafiokkum Englands við því búinn, né fús til þess að létta ráns- hendinni af Indlandi, þrátt fyrir ein- róma andstöðu almenningsálitsins í Indlandi. Bretiand mun verja verzl- un sína og aðra hagsmuni með öll- um þeim ráðum, er auði og vaidi standa til boða. Indíand verður þvi að safna svo mikilli orku, að það geti losað sig úr þessum banvænu faðmlögum|. Pað er opinbert leyndarmál, að flokkur sá, er beita vili ofbeldi, vex nú dagvöxtum hér í landi þótt enn kunni hanri að sýnast lítt skipu- lagður og lítiis megnugur. Takmark hans er hið sama og takmark mitt. En það er óbifanleg sannfæring mín, að þeir megni ekki að færa hinum mállausu miljónum hina lang- þráðu hjálp, og framar en nokkru sinni fyr er eg þess fullviss að of- beldisleysið eitt, fái unnið bug á skipulögðu ofbeldi brezkra stjórnar- valda. Reynsla min, svo takmörkuð, sem hún vafalaust er, hefir sannað, að i ofbeldisleysinu getur falizt und- ursamleg orka. Pað er ætlan mín að beita þessari orku jafnhliða gegn ofbeldi brezkra stjórnarvalda og ó- skipulögðum kröftum hins vaxandi flokks, er beita vill ofbeldi. Að haf- ast ekkert að myndi vera hið sama, sem að leggja í hendur þessara beggja hver verður framtíð Indlands. En þar sem eg trúi óbifanlega á máttofbeldisleysisins, væri það synd af mér að bíða lengur. Ofbeldisleysi mitt mun verða í því fólgið, að neita að hlýðnast fyrirmælum enskra yfirvalda né aðstoða þau í neinu, án þess að leggja hendur á neinn eða bera hönd fyrir höfuð sér. Heima- menn mínir munu byrja ásamt mér, en þessi hreyfing á að breiðast út um alt landið, til allra þeirra, sem vilja hniga til liðs við mig, að sam- vizkusamlega athuguðu máli. Og svo mikill er metnaður minn, að með ofbeldisleysinu hygst eg munu sannfæra ensku þjóðina um ranglæti það, er hún hefir beitt Ind- verja. Eg vil ekki gera þjóð yðar neitt ilt. Mér er jafn ant um að þjóna henni sem minni eigin. Og eg hefi altaf þjónað henni, — að vísu i bl ndni þangað til 1919. En jafnvel eftir að augu mín höfðu opnast og eg hafði komið á stað þeirri þjóðhreyfingu að vinna ekki með yður að neinu máli, var það ætlan mín að þjóna henni. Og ef svo fer, sem eg ætla, að menn snú- ist til fylgis við stefnu mína, þá munu þjáningar og ofsóknir þær, sem þeir verða að líða, stinga sam- vizku alls mannkynsins eins og stál- broddar, áður en enska þjóðin tek- ur að bæta fyrir brot sín við oss. Eg skora virðingarfylst á yður að greiða fyrir því, að bætt verði úr ranglæti því og hörmungum, sem eg hefi minst á, og jafnframt að stuðla að því, að komið verði á ráð- stefnu milli Indverja og Englend- inga, er hvorirtveggja sé jafnréttháir um tillögur og ályktanir og hafi það eitt markmið að finna hið rétta og skapa skilyrði til þess að koma því í framkvæmd. En ef þér komið ekki auga á nein ráð, eða yður þykir efni þessa bréfs að engu hafandi, legg eg af stað hinn 11. þ, m. ásamt aðstoðarmönn- Um mínum tíl þess að reisa menn til mótþróa við saltskattinn og salt- einokunina. Af öllum sköttum álít eg fátækum mönnum þenna óbæri- legastan. Og þar sem sjálfstæðis- hreyfingin á fyrst og fremst að ALFA-LAVAL 1878-1928. í 50 ár hafa ALFA-LAVAL skilvindur verið beztu oggvönd- uðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum. ALFA-LAVAL verksmiðjurnar hafa altaf verið á undan öðrum verksmiðjum með ný- ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval skilvindurnar hlotið yfir 1300 heiðursverðlaun og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna. Reynslan, sem fengin er við smíði á yfir 3,500,000 Alfa-Laval skilvindum, tryggir það að A L F A-L A V A L verði framvegis öll- um öðrum skilvindum fremri að gerð og gæðum. Mjólkurbú og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar til mjólkurvinslu, kaupa hiklaust Alfa-Laval mjaltavélar, skilvindur, strokka, smjörhnoðara og aðrar Alfa-Laval vélar. Samband isl. samvinnufélaga. Bifreiðagúmmí. Dunlop-risadekk. VERÐLÆKKUN. Dekk á vörubíla 32x6 sverasta gerð kr. 205.00 — - — 30x5 — — — 130.00 — - fólksbíla 30x4.50 — — — 60.00 — - — 29x5 — — — 65.00 — - — 29x4.75 — — — 59.00 — - — 29x4.50 — — — 58.00 Slöngur, þykkar, rauðar 32x6 kr. 18.00 — — — 30x5 — 14,00 — — — 30x4.50 — 7.50 — — — 29x4.40 — 7.50 — — — 29x4.75 — 7.50 — - — 29x5 — 8.25 Páum innan skamms ódýrari gerðir. Kaupfélag Eyfirðinga. að koma hinum snauðu í landinu til aðstoðar, ætla eg að byrja á því að berjast við þetta böl. Pað meiga undur heita, að vér höfum þolað það svo lengi. Eg veit að yður er innan handar að verða mér fyrri til og láta taka mig fastan. Jæja, ef til þess kemur, vona eg, að í stað mín standi tugir þúsunda reiðubúnir til þess að taka upp á skipulegan hátt baráttuna fyrir óhlýðni gegn skatt- lögunum og taki fúsir á sig allar þær refsingar, sem þessi lög, sem hafa verið smánarblettur á stjórnar- fari voru, léggja við afbrotum gegn þeim. Pað er ætlan mfn að baka yður svo lítil óþægindi, sem mér verður framast auðið. Kærast væri mér að þau yrðu engin. Ef yður vírðist þetta bréf mitt að einhverju hafandi, og kynnnð að óska að ræða við mig um málið og þar af leiðandi að frestað yrði birtingu þessa bréfs, bið eg yður að senda mér símskeyti. Og viljið þér ekki gjöra eina tilraun, áður en það er um seinan, jafnvel þótt þér sjáið engin úrræði við þvi er um getur f bréfi mínu. Petta er enganveginn sagt sem hótun, heldur fylli eg með því einfalda óg heilaga skyldu, áður en eg sný við blaðinu og hef að óhlýðnast borgaralegum lögum. Og fyrir því læt eg ungan, enskan vin minn færa yður þetta bréf. Hann ann málstað Indlands og trúir á sigur ofbeldisleysisins, og forsjónin virðist hafa sent mér hann til þess að gegna þessu mikil- væga erindi. Yðar einfægur M. X. Gandhi. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Aðalstræti 16. Prentsmiðja Odds Björnsaonar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.