Dagur


Dagur - 14.08.1930, Qupperneq 4

Dagur - 14.08.1930, Qupperneq 4
166 DAGUR 47. tbl. Lampar Nýkomið mikið úrval af vegglömpum, hengilömpum, verkstæðislömpum, lampaskrúfum, lampaglosum, lampakveikjum, lugtum og lugtarglösum. Kaupfélag Eyfirðinga. (Bjðrn Bjðrnsson frá Múia). Ljósmyndapappfr margar tegundir. Miklar birgðir. Lægst verð. Úrvalsvélar: Zeiss Ikon Voigtlánder Afga Herkúles Bændur, athugið vel hvort þér getið komist af án vélavinnu við heyskapinn. Kaupið HERKULES heyvinnuvétar þær svíkja engan. Fjöldi meðmæla frá ánægðum notendum víðsvegar um .Iand alt, er til sýnis á skrifstofu vorri. Samband islenzkra samvinnufétaga. mánudagsmorgun 1S. þ. m., tvö sæti laus. Upplýsingar í síma 91. Uppreist í Egyptalandi. Um miðjan síðasta mánuð sendi Fuad konungur Egypta þingið heim, með það fyrir augum, að kalla það ekki saman aftur, en gerast ein- valdur. Hefir síðan verið blóðug uppreist í landinu, hófst hún í borginni Alexandriu þ. 15. f. m. féllu þar þá 14 manns, meðal þeirra 8 Evrópuménn, og fjöldi særðist. í Kairo og Port Said hafa einnig verið blóðugir bardagar. — Pjóð- ernisalda sú, er gengið hefir yfir Egyptaland nú síðustu árin, hefir haft í för með sér blóðugt hatur gagnvart útlendingum, enda eru Evrópumenn nú sérlega ofsóttir af uppreistarmönnum. Englendingar hafa sent herskip til Egyptalands til verndar útlendingum, sem þar búa. o ■ farðskjálftar á Ítalíu. Fyrir skömmu hafa ógurlegir jarð- skjálftar gengið yfir miðbik og suð urhluta Ítalíu. Voru kippirnir harð- astir í Neapel og þar í grend. Fjöldi bygginga hrundu og aðrar skemd- ust. Sumstaðar lágu heilar borgir í rústum og þúsundir manna grófust lifandi i rústunum. Fjöldi hermanna vinnur að því að grafa líkin upp úr rústunum og flest er þau ó- þekkjanleg með öllu. Líkin eru graf- in svo fljótt sem auðið er vegna sumarhitans, en þó verða þau að bíða svo hundruðum skiftir eftir greftrun vegna fjöldans. Mikil eymd fylgir þessum náttúruumbrotum eins og nærri má geta. T. d. er talið að miljón manna hafi orðið húsnæðis- lausir. Vörubifreiðar hafa verið send- ar um jarðskjálftasvæðið með ábreið- ur, tjöld og matvæli, til þess að halda Iffinu í þeim, sem ekki hafa farist. Auk alls þess fjölda er týnt hafa lífi í jarðskjálftunum, hafa þó enn fleiri hlotið meiðsli meiri og minni. Ofan á þessar jarðskjálftahörm- ungar bættist svo það, að fellibylur geisaði yfir jarðskjálftasvæðið; hrundu þá enn hús svo hundruð- um skifti, og menn og skepnur týndu lffi. Eiga nú margir um sárt að binda á ítalíu. Fjármark undirritaðs er: Tvístigað aftan hægra, Sýlt vinstra. Brennimark: Reykdal. Hvalnesi Skefilstaðahreppi Skagafjarðarsýslu Irausti Reykdal. Myndastofan Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. Hindenburg og stálhjálmsfélögin. I Rinarlöndunum hafa verið haldn- ar gleðihátiðar í tilefni af, að hið útlenda setulið nú loksins hefir yfirgefið landið. Til þessara hátíða- halda hafði prússneska stjórnin boðið Hindenburg rikisforseta alveg sérstaklega, en hann svaraði með frekar styggilegu bréfi og neitaði algerlega að vera með, sökum þess, að prússneska stjórnin hefði fyrir- boðið þjóðernisofstækiskend hern- aðarfélög, sem kalla sig stálhjálms- félög. Höfðu þessi félög m. a. beitt sér með miklum ofsa gegn Young-samþyktinni og stimplað alla Pjóðverja, er með henni voru, sem föðurlandssvikara. — Hindenburg lagði áherzlu á í svari sínu, að í félögum þessum væri rnesti fjöldi gamaila hermanna, sem hann hefði stjórnað i stríðinu og kynni hann því illa, að þeir gætu ekki komið fram opinberlega í bandalagi sínu við hátíðarnar, hann mundi því elcki koma nema því aðeins að Prússastjórn leyfði félögin aftur. Bruun, forsætisráðherra Prússlands, svaraði um hæl, var bréf hans kurt- eislegt, en bar þess þó full merki að Prússastjórn mundi hvergi vægja fyrir forseta. Kvað hann stálhjálms- félögin leyfð aftur með því einu skilyrði, að þau skuldbindu sig til að halda sér frá öllum æsingum. Búist er við að þetta tiltæki Hindenburgs verði fremur til að veikja en styrkja samheldnina í Pýzkalandi, sem ekki var sú bezta áður. Flokkunum kemur illa sam- an og stjórnarskifti tíð og stöðugt yfirvofandi. Nú síðast beið ríkis- stjórnin ósigur við atkvæðagreiðslu í þinginu, um nýtt skattalaga frum- varp sem hún hafði lagt fyrir. Grammöfönn sama sem nýr, ásamt mörgum plötum, fæst keyptur, með tæki- færisverði. Vilhjálmur fóhannesson Oddagötu 5 Akureyri. P i 1 s n e r 2ezt — Ódýrast Innlent Ritstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Aðalstræti 15. ENSKU REYKTÓBAKS- TEGUNDIRNAR Richmond. Waverley. Glasgow. Capstan. Garrick eru góðkunnar meðal reykend- anna um Iand alt. í heildsölu hjá Tóbaksverzlun Islands. Öbels munntóbak er best. Prentsmiðja Odds Björnsaonar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.