Dagur - 02.10.1930, Blaðsíða 3

Dagur - 02.10.1930, Blaðsíða 3
55. tbh DAGUR 195 Fr éttir. Gullbrúökaup. í dag eru 50 ár síðan Jón Friðfinnsson og Þuríður Sigurðardóttir í Hafnarstræti 99 hér i bænum gengu í hjónaband. Er Jón nálega 73 ára gamall og kona hans nokkrum mánuðnm eldri. Eru þau bæði við sæmilega heilsu, nema hvað Þuríði bagar sjóndepra. Jón er einn af eldri borgurum þessa bæjar og hefir dvalið hér mestan hluta æfi sinnar. Sjö ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum hingað til bæjarins frá Vöglum, þar sem hann var fæddur. Hann ólst uþp í Barði, þar sem foreldrar han6 bjuggu. Stuttu eftir fermingu fór hann að Hrafnagili til síra Daníels Halldórsson- ar og var þar vinnumaður i 3 ár. Þar lærði hann að skrifa og náði góðri rithönd. Frá Hrafnagili fór hann aftur hingað til bæjarins, og eftir að hann giftist árið 1880 bjuggu þau hjón 12 ár á parti af Stóra- Eyrarlandi, en eftir það fluttu þau austur á Melrakkasléttu og bjuggu þar í 5 ár. Síðan hafa þau óslitið verið hér í bæ. Hjónaband þeirra Jóns og Þuríðar hefir verið hið farsælasta. Fjögur börn þeirra eru á lífi. Finnur póstmeistari á ísafirði, Ingólfur lögfræðingur, bæjarstjóri á sama stað, Jóhann skósmiður og Sigrún hús- fréyja, bæði búsett hér í bænum. Margir bæjarbúar munu senda þessum gömlu heiðurshjónum hlýjar hugarkveðjur á gullbrúðkaupsdegi þeirra. é Oánardægur. Hinn 27. þ. m. andaðist í Reykjavík Hannes Einarsson frá Skógum. Hafði hann verið skorinn upp við inn- vortismeinsemd tveimur dögum áöur. Hannes fór héðan suður með »Drotning- unni* fyrra sunnudag, til þess að leita sér lækninga og varð sú för síðasta sjóferð hans. Sjómensku hafði hann stundað um mörg ár. Hannes var maður hæglátur og fámáll en áreiðanlegur til orða og verka. Hann var ókvæntur og hafði aðeins fylt 57. aldursár sitt, er hann andaðist. Einkennileo tilviljun. í New-York vildi sá atburður til fyrir skömmu, að leigubíll ók út af brú, þegar hann var að reyna að komast hjá árekstri, snerist hring um sjálf- an sig og kom niður á jafnsléttu 40 fetum neðar, án þess að nokkur meiddist eða hjólhringur skemdist. Atvinnuíeysi. í ensku biaði eru fyrir skömmu þessar tölur gefnar yfir fjölda at- vinnulausra í ýmsum löndum: Stóra Bret- land 2.000.000; Þýzkaland 2.800.000; Rúss- land 1.300.000; Japan 1.000.000; Ítalía 800.000; Bandarikin 4.000.000. VÉIbátUr hvarf af Reykjavíkurhöfn sunnu- daginn 14. f. m. Hann hét Sleipnir ogvar eign h, f. »Sleipnis«. Um sömu mundir hvarf maður úr Reykjavík, Tryggvi Helga- son að nafni og var hvarf hans sett í sam- band við hvarf bátsins. Spurðist hvorki til báts eða manns í marga daga. En eins og sjá má í símskeytum í blaðinu í dag, eru þeir báðir fram komnir fyrir nokkru. Olympfuleikirnir eru ákveðnir i næsta skifti i Los Angeles í Kalíforniu dagana 30. júlí til 14; ágúst 1932 og verða þar sýnd 135 sýningaratriði. Þrjátíu og fimm þjóðir hafa lofað þátttöku sinni. Dánardægur. Á laugardaginn var andað- ist að heimili sinu Qrund í Eyjafirði Hólm- fríður Jónsdóttir kona Sigurðar Bjarnasonar frá Snæbjarnarstöðum. Eitt af mörgum upp- komnutn börnum þeirra hjóna er frú Mar- grét ekkja Magnúsar Sigurðssonar kaup- Röskan dreng (15—17 ára) vantar okkur til sendiferða strax. Prenlsmiöja Odds Björnssonar. góð snemmbær kýr. Uppl gefur Árni Jóhannsson K. E. A. manns á Qrund. Banamain Hólmfríðar var heilablóðfall. Hún varð 63 ára að aldri. Hólmfríður sál. var mesta myndarkona í sjón, dugleg til starfa og vel verki farin, skapföst og trygglynd og prýðilega látin af öllum, er henni kyntust. Hún var hin ágætasta eiginkona og börnum sinum bezta móðir. Munu allir þeir, er nokkur kynni höfðu af Hólmfríði sál., ætíð minnast henn- ar með hlýjum huga. Geysir. Nokkrir góðir raddmenn geta komist i söngfélagið »Qeysir«. Þeir sem hefðu hug á því, snúi sér til söngstjórans, *ngimundar Árnasonar eða tilséra Friðriks J. Rafnar. Hlutavelfu heldur hjúkrunarfélagið Hlíf i Samkomuhúsinu næstkomandi sunnudag. Gagnfræðaskóli Akireyrar starfrækir kvöldnámsskeið á komandi vetri og hefst það 1. Nóv. n. k. Kemur námskeið þetta í stað Alþýðudeildar Iðnskólans, er ekki verður starfrækt í vetur, vegna sameinirigar Iðnskólans og Gagnfræðaskólans. Engin kenslugjöld verða tekin af innan- bæjarnemendum. Ennfremur starfrækir Gagnfræðaskólinn Iðndeild, sem einnig hefst 1. Nóv. n. k. Kemur hún í stað Iðnskólans. Umsóknum um þátttöku í Kvöldnámsskeiðinu og Iðndeildinni veitir kennari Jóhann Frímann á Staðarhóli móttöku (sími 264) og gefur hann frekari upplýsingar um fyrirkomulag deildanna. Akureyri, 25. September 1930. hefir ávalt fjölbreyítar|birgðir af allskonar vefn- aðarvöru. — Tilbúinn fatnaður er nú til í meira úrvali en nokkurstaðar annarsstar. Nærfatnaður, milliskyrtur, manchetskyrtur, flibbar, bindi, sokk- ar — alt af ótal tegundum og verðum. Nýjar vörur með hverri skipsferð. Verð okk- ar og vörugæði þola allan samanburð. 5 prc. afsláttur gegn peningagreiðslu um Ieið. Kaupfélag Eyfirðinga. Vík í Flateyjðrdal, sauðjörð góð og rekajörð, er til sölu og Iaus til ábúðar í næst- komandi fardögum. Semja má við Grím Sigurðsson Jökulsá, eða Sigurbjörn Jónsson Björgum í Kinn. Jón Sigurösson kennari við barnaskólann hér.hefir fengið kennarastöðu við nýja barna- skólann í Reykjavík og kemur því ekki hingað. Er mikil eftirsjón í jafn hæfum kennara og Jón er. í stað hans hefirmeiri hluti skólanefndar mælt með þeim Hannesi J. Magnússyni kennara á Fáskrúðsfirði og Klemens Þorleifssyni, sem er Húnvetning- ur. Sker þá fræðslumálastjóri úr. Minni hluti skólanefndar (Bæjarstjóriogjón Stein- grímsson) mæla með Konráði Vilhjálms- syni frá Hafralæk. Þeir þrir kennarar, sem skólanefnd hafði áður mælt með, hafa ver- ið settir í stöðurnar. Hjónaefni: Ungfrú Helga Jónsdóttir frá Húsavík og Tryggvi Björnsson pianoleik- ari trá Ameríku. Sumartíö er nú á degi hvérjum. Jónas Dorbergsson útvarpsstjóri er orð- inn heill heilsu eftir veikindakastið, sem um hefir verið getið í Degi, og telrinn til starfa fyrir nokkru. 01 fljótur á Sér. Fyrir skömmu framdi ökumaður einn í Belgiad sjálfsmorð út af fátækt og basli. Tveimur tímum seinna fékk ekkjan símskeyti um, að fjölskyldan hefði unnið 10.000 dinara í ríkislotteriinu. Efnilegur unglingur. á ítaiiu er 17 ára piltur, sem vakið hefir á sér rnikla athygli fyrir tilraunir, sem hann hefir gert til þess að vinna rafmagn beint úr loftinu. Um uppgötvnu sína segir hann meðal annars: »Það mun kosla 70 þús. líra að koma upp áhöldum til þess að vinna 100 þús. volt af rafmagni úr loftinu. En meiru þarf ekki að kosta til, þvi að eftir að áhöldin eru komin upp, munu þau stanslaust vinna sama rafmagnsaflið úr loftinu. Verður það beinlínis »perpetuum mobile*. Á skip, bíla og flugvélar er hægt að setja miklu ódýr- ari áhöld, sem þannig geta fengið stans- lausan kraft úr loftinu.< Lækning við krabba. Mikla eftirtekt er sagt að tilraunir hafi vakið, sem prófessor Passey við háskólann í Leeds hefir gert með að nota eiturgastegund, sem algeng var í stríðinu, til að lækna krabbamein. Gasið er notað í sambandi við tjöru og hefir læknum í Englandi algerlega tekist að stöðva vöxt krabbameins á músum og öðrum tilraunadýrum með þessari einkenni- Auglýsing. Þann 23. sept. tapaðist á Akureyri hundur frá Hlíðskógum í Bárðardal, Kátur að nafni, svartbotnóttur með hvíta bringu, hvitan blett á hálsinum og hvítar týrur á efri augnalokum. —■ Hver sem verður var við hund þennan, er beðinn að gera Kjarfani Sigurtryggvasyni á Leifsstöðum aðvart. legu læknisaðferð. Qera sumir sér vonir um, að hér muni loksins vera fengin bót við þessum ægilega sjúkdómi. Þó skyldu menn ekki gera sér of bjartar vonir um þetta. Heymaráhald hefir F. Bedell prófessor við Cornell-háskólann í Bandaríkjunum fundið upp. Er áhalaið sett í samband við tennurnar án þess að maður hafi af þvf nokkur óþægindi. Kvað þetta koma að betri notum en nokkurt annað heyrnar- tæki, er áður hefir verið reynt, og full- yrðir Bedell, að jafnvel heyrnarlausir muni geta heyrt með tönnunum á þenna hátt. --------0--------- er landspilda nálægt Ak- ureyri, um 40—50 dag- sláttur að stærð. Gefur af sér í meðalári 180 — 200 hesta af góðu heyi. Liggur sérstaklega vel við nýbýlaræktun og sumarbústað. Lysthafendur snúi sér til Magnúsar Jónssonar, Aðalstræti 24 B. Til sölu sexróinn bdtur með 3 hestafla Solovél í góðh standi; enn- fremur 40—50 hestar af töðu. Syðri Haga 30 sept. ’30. RÚSINKAR GUÐMUNDSSON. Atvinna. §^Tvær stúlkur geta nú þegar fengið atvinnu á Klæðaverk- smiðjunni Gefjum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.