Dagur - 23.10.1930, Blaðsíða 3

Dagur - 23.10.1930, Blaðsíða 3
58. tW. DAGUR 207 prá útvarpinu. Fréttastofa blaðamannafélagsins hefir verið beðin að koma á fram- færi við blöðin og loftskeytastöð- ina eftirfarandi tiikynningu til hægð- arauka fyrir almenning: Uppsetning viðtœkja. Ríkisútvarpið hafði fyrirhugað, að stofna til námskeiðs nú í haust, þar sem uppsetningamenn viðtækja gætu fengið ókeypis tilsögn í uppsetning tækja, meðferð og helztu viðgerðum. En er til framkvæmda skyldi koma, þótti eigi hyggilegt að fastbinda á- kveðinn tíma til þessarar tilsagnar, vegna óhentugra skipaferða, óþæg-i inda og kostnaðar fyrir hlutaðeig- andi menn, við að sækja slíkt náms- skeið. Nú hefir aftur á móti verið á- kveðið, að þeir menn, sem hafa í hyggju að annast uppsetningar og viðgerðir viðtækja, fái í haust og framvegis ókeypis tilsögn í framan- greindum efnum, er þeir eiga ferð til Reykjavíkur eða gera sér ferð i þeim tilgangi. Tilsögnina annast Viðtækjaverzlun ríkisins og ber mönnnm að snúa sér til framkvæmdastjóra hennar, herra Sveins Ingvarssonar í Lækjar- götu 10, Reykjavík. Útsölumenn viðtœkja. \ F*essir eru útsölumenn viðtækja i bygðum landsins: í Reykjavík: í Hafnarfirði: I Árnsssýslu: { Vestmannaeyjum: í A. Skaftafellss.: Á Djúpavogi: Á Fáskrúðsfirði: Á Reyðarfirði: Á Norðfirði: Á Seyðisfirði: Á Borgarfirði: A Vopnaf. eystri: Á Rórshöfn; Á Raufarhðfn: Á Kópaskeri: A Húsavik: Á Akureyri: Á Siglufirði: Á Sauðárkróki: Á Blönduósi: Á Hvammstanga: Á Borðeyri: Á Hólmavík: Á ísafirði: í Bolungarvík: Á Bíldudal: Á Patreksfirði: í Búðardal: í Stykkishólmi: í Ólafsvik: í Borgarnesi: Á Akranesi: Raftækjaverzlun fslands. Valdimar Long kaupmaður. Kristinn Jónsson rafstöðvarstjóri, Eyrarbakka og Ágúst PáIsson|bóndi, Skúfslæk, Villingaholtshreppi. Haraldur Eiríksson rafvirki. Kaupfélag Austurskaftfellinga, Hornafirði. Kaupfélag Berufjarðar. Gissur Erasmusson rafstöðvarstjóri. Kaupfélag Héraðsbúa. Páll Pormar, kaupmaður. Kaupfélag Austfjarða. Kaupfélag Borgarfjarðar. Kaupfélag Vopnafjarðar. Kaupfélag Langnesinga. Einar B. Jónsson kaupmaður. Kaupfétag Norðurþingeyinga. Kaupfélag Pingeyinga. Kaupfélag Eyfirðinga: . Andrés Hafliðason kaupmaður. Kaupfélag Skagfirðinga. Kaupfélag A. Húnvetninga. Kaupfélag V. Húnvetninga. Sigurður Dahlmann stöðvarstjóri Hjálmar Halldórsson stöðvarstjóri. Kaupfélag ísfirðinga. Gísli Sigurðsson stöðvarstjóri< Agúst Sigurðsson Kaupmaður. Aðalsteinn Ólafsson kaupmaður. Kaupfélag Hvammsfjarðar. Kaupfélag Stykkishólms og W. Th. Möller stöðvarstjóri. sra. Magnús Guðmundsson. Kaupfélag Borgfirðinga. Pjóðleifur Gunnlaugsson rafstöðvarstjóri. Er gert ráð fyrir að útsölumenn verði á flestum verzlunarstöðum landsins og hæfilega margir. Er enn eigi fullsamið við menn á sumum stöðum. Verður síðar tilkynt um þá er við bætasL Utvarpið og heilsuhœlin. Heilbrigðismálaráðherrann hefir á- kveðið, að gerðar skuli ráðstafanir, til þess að koma fyrir viðtækjum útvarps i heilsuhælum landsins: Kristnesi og Vífilsstöðum, með þeim hætti, að heyrnartæki hangi við rúm hvers sjúklings, svo að þeir, sem rúmliggjandi eru, fái notíð útvarps- ins eigi síður en hinir, sem á flakki geta verið. Mannfjöldinn í verzlunarstöðum með fleirum en 300 íbúum hefur verið svo sem hér segir: 1620 1827 1928 1929 Keflavík .... 509 674 700 737 Akranes < . . . 928 1159 1161 1219 Borgarnes i . . 361 385 402 400 Sandur 591 545 540 540 Ólafsvik .... 442 428 416 424 Stykkishólmur. 680 553 582 565 Patreksfjörður . 436 568 597 598 Pingeyri í Dýraf. 366 371 329 355 Flateyri íön.firði 302 317 321 331 Suðureyri í Súg- andafirði . • . . 317 330 342 332 Bolungarvík . . 775 694 659 688 Hnífsdalur . . . 434 414 415 407 Blönduós. . . . 365 367 364 345 Sauðárkrókur , 510 691 721 717 Ólafsfjörður , , 329 462 484 521 Húsavík , , , . 628 781 803 829 Nes í Norðfirði 770 1039 1105 — Eskifjörður . . . 616 760 771 738 BúðareyriíReyð- arfirði 307 311 312 BúðiríFáskr.firði 461 573 608 630 Stokkseyri . . . 732 608 573 536 Eyrarbakki. . . 837 640 648 621 Samtals 11389 12666 12853 11845 í nokkrum af þessum verzlunar- stöðum hefur fólkinu fækkað síð- astliðið ár, en í hinum hefur fjölg- unin verið það mikil, að alls eru 97 manns fleiri heldur en árið á árið á undan í verzlunarstöðum með yfir 300 íbúa, þegar Nes f Norð- firði er ekki talið með. í sveitunum hefur mannfjöldinn því minkað um 356 manns eða 0,7 prc. (Verzlunar- staðir með færri en 300 manns eru taldir með sveitum). Hagtíðindi, Gagnfræðaskðli Akureyrar verður settur laugardaginn 1. nóvember. kl. 2 síðdegis, í Iðn- skólahúsinu við Lundargötu. Iðndeildar og kvölddeildarnemendur eru beðnir að koma til viðtals við skólastjóra og kennara að kvöldi sama dags, kl. 8'/2 [ Iðnskólanum. Sigfús Halldórsson írá HÖÍUUIII skólastjóri; KOLAFARM (Best South Yorkshire Hard) fáum við í byrjun næsta mánaðar. Verða kolin seld á bryggju fyrir kr. 38,00 smálestin. Önnumst heimflutning fyrir 3,50 smál. Gjörið svo vel að senda pantanir yðar í tíma. Kaupfélag Undirsœngurdukar, þeir beztu fáanlegu. Sœngurveraefni hv. & misl. Fiðurléreft hv. & misl. Dunléreft gult & blátt. Rekkjuvoðaefni breið. Undirlök flónels frá 4,25. Baðmullarteppi frá 2,50. Vattteppi ágæt frá kr. 16,00. Rúmteppi hvít frá kr. 4,50. Borðteppi frá kr. 5.00. Dívanteppi frá kr. 10,00. Plyds Dívanteppi fi. gerðir o. m. m. fl. nýkomið i BRAUNS VERZLUN. Páll Sigurgeirsson. Ókeypis hljömleikar verða haldnir kl. 3 næstkomandi sunnudag í Akureyrar-Bíó. Verða þar spilaðar á vándaðan, stóran grammofón plötur þær, sem Col- umbiafélagið lét hljóðrita í Rvík síðastl. sumar. Mun þetta verða góð skemtun og margan fýsa að heyra, þar sem hér munu verða betri tök á að láta sönginn njóta sín en á kvöldskemtun »Geysis« á iaugar- dagskvöldið og þar sem þetta mis- tókst nokkuð fyrir ónógan undir- búning. Frá barnaskólanum. Eíne og getið var um við setníngu skólans, var í ráði að nota eina stofu í gamla skólanum fyrir kenslustofu í vetur. En við frekari eftir- grenslan og vegna seint framkóminna óska um undanþágu frá skólagöngu, hefir kotnið í ljós, að hægt er að hafa öll börn- in í nýja skólanum í vetur. Verður því stofan neðra ekki notuð, en öllum börn- um kent efra, og minstu börnin öll höfð sér um stofur og kennara. Eyfirðinga. Jarðarfðr Eiríks Helgasonar frá Dvergstöðum fer fram að Grund mánud. 27. okt. n. k. og hefst kl. 12 á hádegi» Aðstandendur. Öllum þeim, nær og fjær, sém sýndu samúð og hjálp í veikindum og við jarðarför Hannesar Éinars- sonar frá Skógum, vottum við inni- legasta þakklæti. Aðstandendur. Pað styttir vetrarkvöldin að sitja yfir ilmandi kaffibolla; en þd þarf kaffið líka að vera gott. Petta fœst með þvi að nota eingöngu Söleyjarkaffið igulupökkunum. Fœst alstaðar. Takið eftir! Eg undirrituð tek að mér að fella pils og allskonar stykki í kjóla. — Komið og reynið viðskiftin. IKGIBJÖRG SIGFÚSDÚTTIR, Oránuféiagsg. 4i. fllmenn Skemtun verður haidin í Menta- skólanum 1. vetrardag. Þar verður hluta- velta, fyrirlestur (Steinþór Sigurðsson mag. scient.) og dans, Innbroi. Hér um nóttina var brotistinn í Kaupfélag Verkámanna og stolið þaðan um 500 kr. i peningum. Hafði þjófurinn gengið kunnuglega um, náði sér f varalykil, er gekk að peningaskápnum, opnaði með honum og sprengdi upp peningahólfið í skápnum. Þjófurinn er ófundinn þegar þetta er skrifað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.