Dagur - 23.10.1930, Blaðsíða 4

Dagur - 23.10.1930, Blaðsíða 4
208 DAGUE ---1 58. tbl. S ims keyti. (Frá FB.) Rvík 20. okt. Berlín: Rikisþingið hefir með 323 atkv. gegn 230 vísað frá ýmsum frumvörpum, svo sem endurskoðun Youngsamþyktarinnar, stöðvun á greiðsiu hernaðarskaðabóta og end- urskoðun Versalafriðarsamninganna. 30—40 lítrar af áfengi hafa verið teknir úr skipinu Maí, sem er ný- komið frá Englandi. Einn skipverj- anna hefir gengist við því að eiga áfengið. Rvik 21. okti OslO: Bráðabirgðaúrslit kosning- anna í Noregi eru á þá leið, að hægri flokkurinn og vinstri flokkur- inn hafa unnið alls 10 þingsæti, jafnaðarmenn hafa tapað sex og kommúnistar tveimur. Rvík, 22. okt- Ægilegt námuslys hefir komið fyrir i Aachen í Pýzkalandi; eitt hundrað og fimm menn biðu bana, 98 meiddust og 124 vantar og vafa- samt að takist að bjarga þeim'. Oslo: Fullnaðarúrslit kosninganna eru kunn orðin. fhaldsmenn hafa hlotið 45 þingsæti og bætt við sig 14; bændur 26, og er það óbreytt, vinstri 31 og grætt eitt; verkalýðs- flokkurinn 47 og hafa tapað tólf. Kommúnistar náðu engu þingsæti. -------o-------- o Fréttir. DettÍfOSS, hið nýja skip Eimskipafélags- ins, kom hingað seint á laugardagskvöid- ið. Skrpitjóri er Einar Stefánsson, áður á Goðafoss. Með skipinu voru einnig Guð- mundur Vilhjálmsson framkvæmdasjóri Eimskipaféiagsins og Hallgrímur Bene- diktson varaformaður félagsins. Á sunnu- daginn var nokkrum kaupsýsiumönnum og blaðamönum hér í bæ, ásamt bæjarfó- geta og bæjarstjóra, boðið til snæðings, í hinum prýðilega matsal skipsins. Gaf þá skipstjórinn lýsingu af skipinu. — Detti- foss hefir rúm fyrir 22 farþega á I. farr, og 14 á II. farrými, og gefur II. farrými hinu lítið eftir. Skipið rúmar 2000 smál. og er því einkum ætlað til vörnfiutninga. Ganghraði skipsins er 14 míiur. Vélin er 1700 hestafla. Lengd skipsins er 235 fet, breidd 36 fet og dýpt 23,9 fet. Allur út- búnaður skipsins er talinn hinn vandaðasti. Það er i aðalatriðum svipað Goðafossi, en tekur honum þó að ýmsufram. Farmrými þess er allmiklu meira, vél þess enn sterk- ari og þó sparneytnari á kol. Ganghraðinn er nokkru meiri. Stýrisútbúnaður er mjög vandaður og nýmóðins. Vistarverur háset- anna eru óvenjulega góðar. Skipið er talið mjög traust og ágætis sjóskip. Frá flmtsbókasafninu: Safnið var opn- að Þriðjudaginn 21. þ. m. — Lestrarsal- urinn daglega opinn (nema á Mánudög- um) kl. 4—7 e. b. — Útlán: Miðvikudög- um og Laugardögum kl. 4—7. — Sökum skorts á bókum við hæfi barna fær enginn innan 14 ára aldurs lánaðar heim bækur úr safninu. Sigurður Skagtield söngvari var staddur hér í bænum fyrir helginai Héðan fór hann með flutningaskipi áleiðis til Sví- þjóðar og ætlar að dvelja þareitthvað, en býst siðan við að halda vestur um tyaf til Ameriku, lllviðri af norðaustri gerði hér um helg- ina og fylgdi þvi óvenjumikið hafrót. Vegna óveðursins lá Dettifoss hér fram á þriðju- dagsmorgun og Drotningin lá á Siglufirði til mánudags. Einar flrnason fjármálaráðherra tók sér far með Drotningunni suður á sunnudag- inn. Með sama skipi fór og Jónas Þorbergs- son útvarpsstjóri. Esja kom að austan á föstudaginn var. Vegna óveðurs varð hún að fara fram hjá einum áætlunarstaðnum, Vopnafirði. Með skipinu kom hingað Hannes J. Magnússon kennari. Samsæti héldu nokkrir vinir og sam- herjar Einari Árnasyni fjármálaráðherra í >Skjaldborg< á laugardagskvöldið. Mjólkurbúin á Suðurlandi og i Eyjafirði höfðu nýlega sýningu á framleiðsluvörum sínum í Búnaðarfélagshúsinu í Reykjavík. Sýning þessi vakti mikla eftirtekt i höfuð- staðnum. I sambandi við sýninguna var útsala á ostum. Sauðnaut. Getið var um það nýlega í skeytum hér i blaðinu, að atvinnumála- ráðuneytið hefði fest kaup á 5 sauðnaut- um frá Noregi. Eru það þrjú kvendýr og tvö karldýr. Hvert dýr kostar 950 norskar krónur, komið til Reykjavíkur, enda liggi fyrir vottorð frá dýralækninum í Reykjavík um heilbrigði þeirra, er þau eru þangað komin. Þegar dýrin koma, verða þau bólu- sett gegn bráðapest. — Sauðnautskvígan frá Grænlandi, sem lifði af i fyrra, er við beztu heilsu og spikfeit. Látinn Inndi. Jón Runólfsson skáld and- aðist í Almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg 12. sept. síðastl. Leiðarping í Skagafirði. Magnús Ouð- mundsson lagði leið sina norður i Skaga- fjörð í haust, tii þess að tala við kjósend- ur. Bauð hann ásamt samþingismanni sin- um, Jóni á Reynistað, kjósendum upp á leiðarþing á ýmsum stöðum i kjördæminu, en það lítur út fyrir að Skagfirðingar hafi ekki verið sérlega sóignir í að hlusta á fræðslu M. G., þvi á flesta fundina komu frá 7—10 manns og á einn fundinn (að Ökrum) kom enginn! Gullbrúðkaup áttu 15. þ. m. Jónatan Jósefsson múrari og Jónína Ouðmundsdótt- ir hér i bænum. Þau eru bæði 76 ára gömul. Jónatan er orðinn blindur fyrir nokkru. Bjarni Bjarnason læknir kom heim úr utanlandsför með »Drottningunni« á laug- ardaginn var, LagarfOSS kom vestan af Húnaflóa í siðustu viku. Frá þvi að hann lagði af stað frá Siglufirði og þar til hann kom hingað inn, voru liðnir fullir 20 klukku- tímar. í venjulegu veðri er það 4 tíma sigiing. Er haft eftir skipstjóranum, að hann hafi aldrei hreppt jafn vontsjóveður sem i þetta sinn. Dánardægur. Nýlega er iátin á Hjalteyri frú Guðlaug Sveinsdóttir, ekkja Jóns Ant- onssonar. Bjuggu þan hjón lengi i Arnar- nesi rausnarbúi, Guðlaug sál. var orðlögð dugnaðar- og myndarkona. Hún var komin hátt á áttræðisaldur. Þá er og fyrir nokkru látin húsfrú Ragn- heiður Stefánsdúttir að Hallfriðarstöðum í Hörgárdal, kona Halls Benediktssonar bónda þar. --------O——— Þar sem Biinaöarbankiíslands hefir tekið við Viðlagasjóði íslands, ber skuldu- nautum sjóðsins hér eftir að snúa sér til bank- ans, en ekki ríkisféhirðis með alt, sem sjóðnum við kemur. Fjármálaráðuneytið. Postulín og leirvara. Fjölbreytt úrval í blárósóttu — postulíni og Ieirvöru (Kaupmannahafnarmunstur). — Allar tegundir. — Kaupfélag Eyfirðinga. (Oamla búðin). Sænsk handverkfæri Skóflur allskonat, gaflar, undirristuspaðar, höggkvíslar, rákajárn, gref, garðhrífur o. fl. o. fl. Sœnsk handverkfœri eru bezt. SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAQA. Kven-vetrarkápur w nýkomnar. yfyf/1 Xaupfélag Eyfirðinga Vefnsðaroörudei/din. mk \f\ Til nnln með sérstöku tæki- m m færisverði er Orgel, vandaður messing hengilampi, straupanna með járnum og peysuföt. Þórður Valdemarsson, Eiðsvallagötu 2 Oddeyri. Niðursuðudósír af öllum stærðum. Kaupfélag Eyfirðinga. jPrehtsmiðja Odds Rjöfpsgonfir, Maltöl B a j e r s kjt ö 1 P il s n e r 2ezt. — Ódýrast. Innlent. Ritstjórí: lagimar Eydal, Gilsbakkaveg 6

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.