Dagur - 18.12.1930, Blaðsíða 2

Dagur - 18.12.1930, Blaðsíða 2
242 ITAGUE 66. tbl. gllffflflffllfffffffflffg Saumavélar af ýmsum gerðum og tegundum, Fótvélar, »Juno« og «Husqvarna«, bórð og fætur úr eik eða ahorn, mesta stofuprýði og viður- kendar ágætar tegundir. Til sýnis í hornglugganum í nýja verzlunarhúsinu. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiE My ndastof an Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmu&sen. Verkfall og skemiiiilarvargar. Samband ísl. samvinnufélaga starfrækir garnahreinsunarverk- smiðju í Rvík. Milli 30 og 40 stúlkur hafa unnið þar að undan- förnu, ráðnar fyrir fast mánaðar- kaup, sem samsvarar 70 au. á klst. Vinnan stendur yfir 5 til 6 mánuði. í síðustu viku gerðu flestar vinnustúlkurnar verkfall fyrir utan að komandi áhrif, og var því borið við, að kaupið væri undir taxta. Á föstudagsnóttina var brotist inn í verksmiðjuna, vatnskranar ■opnaðir til þess að eyðileggja salt, er var í verksmiðjunni. Urðu skemmdir svo miklar að nemur þúsundum króna. Hafa skemmd- arvargar bolsanna verið hér að verki. Kom hér fram götustráka- eðli það, er foringjar flokksins hafa plantað í hugum félaga sinna. Um leið og þetta skeði, s.etti verkamannafélagið D^gsbrún, með Héðin Valdimarsson í broddi fylkingar, bann á alla vöruflutninga að og frá S. í. S. Kom nýlega pappírssending til Sambandsins og í öðru lagi gær- ur með »Suðurlandi« og fékkst hvorugt afgreitt siðast er fréttist. Ætla yfirgangsseggirnir á þenna hátt að hindra starfsemi Samb. ísl. samvinnufélaga og leggja það í rústir. Má nærri geta að keppi- nautum S. f. S., stórkaupmönnun- um í Reykjavík, falla þessar að- farir vel í geð og blessa í huga sér ofbeldistilraunir Héðius Valdi- marssonar og fylgifiska hans. Látin er hér á spítalanum Friðrika Friðriksdóttir ekkja eftir Sigtrygg Sig- urðsson, er fyrrum bjó á Úlfá og Hall- dórsstöðum í Hólasókn. Ein af dætrum þeirra er húsfrú Sigurlína á Æsustöð- um í Eyjafirði. Friðrika sál. var orðin áttræð að aldrii Bœkur sendar Degi. Kallíiöir, smásögur eftir E/avíðPor- valdsson. — Sögurnar eru 7 talsins. í fyrra kom út eftir sama höfund Björn formaður o. fl. sögur. Um Kal- viði má margt gott segja, en þó er ekki sýnileg veruleg framför frá fyrri sögunum og er Davíð enn nokkuð óráðin gáta sem skáldsagnahöfund- ur. Flestar eru sögurnar daprar yfirlitum og fjörlitlar. Fó sker ein þeirra sig úr hinum hvað þetta snertir. Það er »Hans bókhaldarU. Það er langbezta sagan. í frásögn- inni er fjör og smellin fyndni. Ætti Davíð að temja sér að skrifa fleiri sögur með þeim blæ, því kýmni sýnist láta honum vel. Beröu mig upp til skýja nefnast ellefu æfintýri eftir hina alþekktu skáld- konu Huldu (Unni Benediktsdóttur). Æfintýrin eru Ijómandi falleg og vel rituð og bæði að efni og formi sér- lega aðlaðandi til lesturs, einkum fyrir bðrn og unglinga. Margar myndir prýða bókina. Álftirnar kvaka nefnist kvæðabók eftir Jóhannes úr Kötlum. Bókin kom út í fyrra, en hefir nýlega verið send blaðinu. Jóhannes er löngu kunnur að góðu sem Ijóðskáld, og mörg kvæðin í þessari Ijóðabók hans íkvaka* fallega. Landnám nefnist bók, er út kom fyrir alllöngu, en af sérstökum ástæðum, sem hér verða ekki greindar, hefir farist fyrir að geta um, en ekki er það af þeim orsök- um að hún eigi það ekki skilið, því hún er að ýmsu fróðleg og merki- leg. Höfundurinn er Jón H. Þor- bergsson bóndi á Laxamýri, einn af helztu forgöngumönnum búnað- arframfara hér á landi og fullur áhuga um þau efni. í bók sinni, Landnám, hefir Jón safnað saman ýmsum fróðléik um eyðibýli víðsvegar af landinu og skýrt frá stofnun nýbýla, sem kom- ist hafa á fót í sveitum landsins á siðari tímum. Hvetur höfundur fast til aukinnar ræktunar og landnáms og kemur víða við. Bókinni fylgja nokkrir uppdrættir af nýbýlum eftir Jóhann Kristjáns- son. Allir þeir, sem unna ræktun lands- ins og láta sig nýbýlamálið ein- hverju skifta, ættu að lesa Landnám Jóns H. Þorbergssonar. Bænir. Svo að segja hvert manns- barn á íslandi mun kannast við prédikanasafn Haralds Nielssonar, »Árin og eilífðin«, sem gefið var út í tveimur heftum. í »Árfh og eilifðin l.« fylgdu engar bænir ræð- unum og söknuðu þess margir. Nú hefir ekkja H. N,, frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, bætt úr þessu með þvi að gefa út bænir tilheyrandi fyrra hefti ræðusafnsins. Fann hún handritið að bænum þessum með einkennilegum hætti eins og skýrt er frá í formála bókarinnar. — Nokkrar tækifærisbænir fylgja með. Telja má víst, að allir þeir mý- mörgu, er bundið hafa órjúfandi tryggð við prédikanasafnið »Árin og eilífðin«, taki tveim höndum við bænakveri því, er hér um ræðir. Sem sýnishorn skal hér tilfærð bænin: Jólabamiö og pú. Þú, sem öld eftir öld hefir verið Ijós himinsins, drottinn Kristur, kom með geisla náðar þinnar niður til vor i dimmu jarðlífsins. Þú einn veizt til fulls, hve náðþurfa kristni þín er nú. Vér viljum lofa þig og vegsama fyrir það, að þú steigst niður úr dýrð þinni, gerðist fátækur vot vegna, svo að vér mættum auðgast af fátækt þinni. Það, sem þú gafst heiminum, er enn dýrmæt- asta eign fjölda sálna, og allar þær sálir, sem fyrir boðskap þinn og samfélagið við þig hafa fest trú á gæzku guðs Og vísdóm, þær þrá að eignast enn meira af lunderni þínu. Kom þú enn til vor, kom eins og sólin kemur ylhlý til vorígeisl- um sínum. Kom og veit oss gleði barnsins og móttækileik barnsins, svo að minningarhátíð fæðingar þinnar á vora jörð verði til þess að færa oss feti framar að takmarki voru. Kom og veit oss frið þinn, sem getur fyllt jafnvel hryggasta hjartað og særðasta. Kom með huggun þína til allra þeirra, er bera byrðar syndar eða kvíða, sjúkdóms eða annara erfiðleika. Oef oss öllum, glöðum og hug- dðprum, anda þakklátsemi og lof- gerðar, svo að vér fáum metið réttilega allar gjafir föður þíns og föður vors. Lyftu hug allra þeirra, sem hér sýna þér lotningu, að hjarta föðurelskunnar, svo að vér fáum gleðileg jól. Bænheyr oss sakir elsku þinnar. Amen. úr Kaupfélagi Eyfirð- inga eru áreiðanlega þær beztu, en þó ódýrastar. Kaupið strax, því birgðir eru takmarkaðar. Vefnaðarvörudeildin. dólamessur í Möðruvalla- klaustursprestakalli. Aðfangad. kl. 6, Möðruvðllum. Jóladag — 12, Glæsibæ. Sama dag — 6, Hjalteyri. 2. jóladag — 12, Möðruvöllum. Fr éttir. Hnifsdalsmálið. Hæstiréttur hefur loks kveðið upp dóm í Hnífsdalsmálinu. Hálfdan er dæmdur í 10 mán. fangels- isvist, Egg'ert í 3. mánaða fangelsi, en Hannes sýknaður. Dánardxgur. Látinn er Frímann Jó- hannesson bóndi á Gullbrekku í Saur- bæjarhreppi. Hann var á áttræðisaldri. Skarlatssótt hefur komið upp hér í Menntaskólanum. Hefur veikin lagst þungt á, og er einn nemandi, Helga Pétursdóttir, dáinn úr veikinni. Mennta- skólanum, Gagnfræðaskólanum og Barnaskólanum hefur verið lokað vegna sótthættu. Af sömu ástæðu skoraði bæj- arstjórnarfundur á þriðjudaginn á heil- brigðisstjórnina að banna kvikmynda- sýningar, samkomur, kirkjuferðir og fundahöld hér í bæ fyrst um sinn. Pingvallaflokkur Hermanns Stefáns- sonar sýndi fimleika o. fl. í Samkomu- húsinu á sunnudagskvöldið og var gerð- ur að hinn bezti rómur. Á samkomu þessari flutti Snorri Sigfússon skóla- stjóri stutt erindi um þýðingu leikfim- innar og lauk miklu lofsorði og verðugu á starf Hermanns Stefánssonar fim- leikakennara. — Lúðrasveitin spilaði nokkur lög. Prentvillur nokkrar hafa slæðst inn í síðasta blað, en þó flestar meinlausar. Þar, sem getið var um lát Björns Björnssonar í Hafrafellstungu, stóð Arnarfirði, en átti að vera Axarfirði. Dagur kemur að líkindum ekki út aftur fyr en úr nýjári. Gert er ráð fyr- ir að blaðið komi út einu sinni í viku, eða 52 heil blöð yfir árið, en á þessu ári eru komin út yfir 60 heil blöð, án þess að verð blaðsins hafi hækkað. Pétur Jónsson læknir fór utan með Drottningunni síðast og dvelur utan- lands í vetur. Gott Ijós. Góð vinna. Sparið ekki gott Ijós! Ucntn Æ* mm* m mg Ah<?9ða* pyU>xjL þxeSi bcatu/v.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.