Dagur - 30.04.1931, Blaðsíða 1

Dagur - 30.04.1931, Blaðsíða 1
D AGU R Éremur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son i Kaupfélagi Eyfiró- inga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 8. Talslmi 112, Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1, des. XIV. ár. Akureyri, 30. apríl 1931. 18. tbl. Nú eða aldrei. I. Fyrir skömmu komu bændur úr öllum sýslum landsins saman í Reykjavík, til þess að taka þátt í flokksþingi Framsóknarmanna, er þar var háð. Pessi mikla þátttaka bænda í flokksþinginu vakti eigi litla athygli í Reykjavík, einkum þó í Morgunblaðsliðinu. Haft var eftir sumum Mbi.->höfðingjunum<, að ekki væri unnt að þverfóta svó á götum höfuðstaðarins að maður rækist ekki á samvinnu- og Fram- sóknarbændur hvaðanæfa af land- inu. Pað var satt, að hin mikla aðsókn bænda að flokksþinginu sýndi óvenjulega mikinn áhuga og skilning þeirra á því, að nú riði á að þeir stæðu fast saman og héldu vel á málstað sínum. Aðstaða bænd- anna til að takast ferð á hendur til Rvikur og dvelja þar nokkurn tima fjarri heimilum sinum, var á marg- an hátt hin örðugasta, svo sem harðindi heima fyrir og ótti við kvefpest i Reykjavik, en bændur létu erfiðleikana ekki stöðva sig. Pátttaka þeirra í flokksþinginu varð meiri en nokkurn hafði grunað. Hér við bættist og, að það varð brátt á almenningsvitund i Reykja- vík, að >bændurnir utan af iandinu< unnu með fjöri og áhuga að þeim málum, er þingið tók til meðferðar, að þeir, þrátt fyrir harðindi og kreppu, voru glaðir og gunnreifir og litu vondjarfir fram á veginn. Engin æðra var samfara störfum þeirra og framkomu, en tekið föst- um tökum og með fullri djörfung og samhug á vandasömum við- fangsefnum. Engar sögur um bar- s m í ð bárust af flokksþingi Fram- sóknarmanna, eins og átti sér stað í vetur í sambandi við pólitiska samkomu annars flokks, og enginn af forystumönnum Framsóknar réð- ist með ónotum að blaðamönnum flokksins eins og jón Porláksson gerði í vetur á landsfundi ínalds- manna, þegar hann sparkaði í Morgunblaðsritstjórana. II. Pað kom brátt í ljós, að Ihaldið í Reykjavik leit flokksþing Fram- manna — þessa >samkomu bænd- anna< — heldur óhýru auga. Skap- stilling íhaldsliðsins fór alveg út um þúfur, svo að það gætti sín miður en skyldi. Ihaldsmenn hafa löngum smjaðrað fyrir bændum, einkum skömmu á undan kosning- um, því þá hafa þeir haft ágirnd á atkvæðum bændanna. Reyndar hafa glöggskyggnir menn séð það fyrir iöngu, að fagurgali íhaldsins i garð bænda hefir verið reistur á hinum megnustu óheilindum. Undir niðri hafa forystumenn íhaldsins í Reykja- vík fyrirlitið bændur djúpt og inni- lega. En þeir hafa Iöngum breitt hræsnisblæju skinhelginnar yfir til- finningar sínar og hulið á þann hátt bændafyrirlitninguna talsvert vandlega. Einstöku sinnum hefir hún þó skotist upp á yfirborðið svo sem eins og þegar bændur voru kallaðir >metnaðarlaus ölmusu- lýður< eða þegar Árni frá Múia var látinn stimpla alla helztu samvinnu- bændur landsins sem >heimskingja<, eða þegar Ihaldsmenn stórhneyksl- uðust á því að ritað var orðið >virðingarfyllst< undir bréf til bænda. En þó að bændafyrirlitning íhalds- ins hafi á þenna hátt viö og við gægst upp, þá hefir henni allajafna verið haldið furðanlega vel niðri og hafa íhaldsmenn sýnt í þessu falli allmikla sjálfsafneitun, þar til síðastl. páskadag; þá braut bænda- fyrirlitning Ihaldsmanna af sér alla hlekki og ruddist fram i algleym- ingi. Pað var hin mikla sókn bænd- anna að flokksþingi Framsóknar- manna, sem rauf stíflu þá, er hing- að til hefir að mestu haldið bænda- fyrirlitningu Reykjavíkur-Íhaldsins i skefjum. Á páskadaginn, um hámessutím- ann, er aðalmálgagn Ihaldsmanna borið út um Reykjavikurbæ. Par getur að líta svofellda lýsingu á bændunum, sem sóttu flokksþingið: »Það eru ekki sællegir menn, Þeir eru veðurbarnir eftir góðærin. Það eru magr- ir menn og svangir, beygðir af striti og skuldum . . . þeim er samlað saman af ríkissjóðsskipunum eins og skuldatöngum. — Þeir koma hver með sinn mal, bognir og hlýðnir.* — »Og nú eru þeir komnir úr kuldanum og myrkrinu, sultinum og skuldaþjáning- unum. . i . Þeir þvo sér úr sápu og strjúka fiðrið af tötrunum og mosann úr skegginu. Framavonin og auðmýktin eiga þar harða glímu. Framvonin vill rétta úr hnjám og herðum, auðmýktin legst á eins og kaupiélagsskuld.< III. Á sigurhátíð kristinna manna rétta flokksbræður hinnar sannkristnu alþingiskonu, Ouðrúnar Lárusdótt- ur, bændunum þenna ofangreinda vitnisburð. Fyrirlitningin á bænd- unum skín út úr hverri setningu. Reykjavíkur-íhaldið hefir talaö og látið í Ijósi skoðun sína á bænda- stétt landsins. Burgeisunum í höf- uðstaðnum geðjast ekki að bænd- unum. Hvað það er fyrirlitlegt í augum foringja Ihaldsflokksins, að bændur skuli ekki vera nokkru feitari en þeir eru. Auðvitað stafar það af þessu andstyggilega striti, sem þeir standa í. Hvernig eiga >höfðingjar< i Reykjavík að geta litið með velþóknun á fstrulausa dóna utan af landi P Enginn þeirra hefir safnað utan á sig spiki fyrir annara fé. Hvernig er hægt að bera nokkra lotningu fyrir þeim mönn- um, sem standa sjálfir undir sínum eigin skuldum? Pessir ráðvöndu bændaræflar hafa ekki vit á þvi að braska og s v í k j a. I stað þess leggja þeir hart á sig, til þess að geta staðið i skilum. Pvílíkir aular! Og svo koma þeir úr >kuldanum og myrkrinu<. Peir hafast við í hibýum, sem standa svo óendan- lega langt að baki hölium þeim, er braskaralýður Ihaldsins i Reykjavík hefir reist handa sjálfum sér. Berið saman sumarbústaði þeirra Ólafs Thors og Héðins Valdimarssonar annarsvegar og bændakofana hins- vegar. Hvílikur munur! Fyrnefndir bústaðir bera vott um að í þeim hafist við sannmenntaðir menn, að- all þjóðlifsins, í hinum siðarnefndu úrþvætti þjóðarinnar, grútskitinn bændalýður, sem aldrei þvær sér úr sápu, nema þegar honum er >samlað< (!) saman til Reykjavíkur. Og svo eru þessi óhræsi klædd >tötrum<, sem þar að auki eru löðr- andi j fiðri; stingur slíkur búning- ur mjög í stúf við f í n u f ö t i n braskarastéttarinnar í Rvík. Enn- fremur koma þessir bændadurgar stundum nálægt heyi og má þá nærri geta að mosi getur lent i sktgginu á þeim, sem er hið mesta ómenningartákn og ákaflega sær- andi fyrir hinn fágaða smekk há- aðalsins í Reykjavík. Pannig hugsa foringjar fhalds- manna i Reykjavík um íslenzka bændur. Pessar hugsanir sínar létu þeir Morgunblaðið flytja á einni af stórhátiðum ársins. Pungamiðjan í páskaboðskap Morgunblaðsins var þessi: Bændurnir eru skitnir dónar, sem okkur höíðinyjana i Reykjavík hryllir viö að koma nálægt. IV. íhaldsblöðin hafa verið að ympra á því við og við fremur meinleys- islega, að sveitirnar ættu of marga fulltrúa á Alþingi og að kjördæma- skipuninni þyrfti því að breyta. En þó að hér hafi fremur linlega verið á tekið fram að þessum tíma, þá er nú f Ijós komið, að þungi al- vörunnar hvílir að baki ummæl- anna um breytta kjördæmaskipun,- Hin gríðarlega sókn bænda á flokks- þing Framsóknarmanna skaut skelk í bringu andstöðuflokkanna til beggja handa. Peir þóttust sjá þess tákn, að sveitirnar myndu hallast allfast á sveif með Framsókn við næstu kosningar og að allar horfur væru á að Framsóknarflokknum hlotnaðist hreinn meiri hluti þing- manna að kosningunum loknum. Pessi ótti við vaxandi fylgi Fram- sóknar og meirihlutavald flokksins olli því, að íhaldsþingmenn og full- trúar jafnaðarmanna á þingi tóku höndum saman til þess að hindra það, að Framsóknarflokkurinn á þingi yxi þeim yfir höfuð. Og ráð flokkanna til að hindra þetta var f því fólgið að breyta kjördæmaskip- uninni bændum i óhag en kaup- stöðum landsins í hag. Pannig kom fram frumvarp í þinginu um fjölgun þingmanna Reykjavíkur úr 4 upp í 9. Var þetta fyrsta sporið í áttina til þess að rótfesta valdið yfir mál- um þjóðarinnar í Reykjavík, en svifta bændur jafnframt réttinum um íhlut- un og áhrif á úrslit þjóðmálanna. Að vísu gugnuðu Ihaldsmenn við að fylgja þessu fram þegar á átti að herða og ætluðu að láta við það sitja að fjölga þingmannatölu Rvíkur um einn að sinni; en ekkert var það annað en óttinn við kjósendur íhaldsmanna í sveitum, er var þess valdandi að skrefið var ekki stigið lengra í bili. Svona rétt fyrir kosn- ingar var varlegra að láta ekki mik- ið á því bera að valdið ætti að flytjast úr sveitunum til Reykjavikur. Hitt er nú opinbert leyndarmál, að samdráttur Ihalds og jafnaðar- manna er fyrst og fremst reistur á sameiginlegum áhuga beggja flokk- anna um að koma á >réttlátri kjör- dæmaskipun<. En >réttlætið< er f því fólgið að gera vald bændanna vanmáttugt, en tryggja >höfðingj- unum< í Reykjavík, Ólafi Thors, Héðni Valdemarssyni og þeirra lík- um, yfirráðin i landinu. Petta takmark Morgunblaðsmanna er ofur skiljanlegt. Hvernig geta slikir stórhöfðingjar unað þvi fram- vegis, að >ósællegir, svangir og magrir menn með fiðrið á tötrunum og mosann i skegginu< séu að vafstrast fyrir þeim við ráðsmennsk- una á þjóðarbúinu ? V. Islenzkir bændur um aliar sveitir landsins 1 ij^Forvígismenn íhaldsflokksins hafa smánað ykkur á hinn eftirminnileg- asta hátt. Peir hafa reynt að gera

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.