Dagur - 30.04.1931, Blaðsíða 2

Dagur - 30.04.1931, Blaðsíða 2
72 DAGUR 18. tW. mmmmmmmmm G ram m of ó n p I ötu r. Höfum Grammofónplötur frd heimsfirmunum: Broadcast Twelve, His Master’s Voice, Odeon, Columhía, Fonotipa. — Ennfremur: Artiphon, Porlaphon, Elektrola, Polyphon. islenzkar plötur sungnar af Pétri Jónssyni. SigurðiSkagf., Eggert Stefdnssyni, EinariMarkan, Guðm. Kristjánssyni, Hreini Pálssyni, Ríkarði fónssyni, Dóru Sigurðss. Signie Liljequist, Karlakór K. F. U. M. og Landskórið. Kaupfélag Eyfirðinga. Gamlfl búðín. mmímmmmmimœ My n dasto f a n Qránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. ykkur þá skömm, sem þeirra litla vit og illa jnnræti orkaði að fram- leiða. Smánin hrín að vísu ekki á ykk- ur, en hún loðir við þá, sem hún kom frá. Kosningar til Alþingis fara fram 12. júní næstk. Minnist þess þá, íslenzkir bændur, að páskabpðskap- ur Morgunblaðsins var um ykkur og á þann hátt, sem getið er hér að framan. Pað gildir einu til hvaða flokks þið hafið talizt hingað til. Mann- ræna ykkar mun vísa ykkur rétta leið til þess að hefna þeirrar sví- virðu er Morgunbl. hefir gert bænda- stétt landsins í heild sinni. Skylda hvers íslenzks bónda er að Ijá ekki fylgi sitt nokkrum þeim frambjóðanda, sem íhaldsflokkurinn hefir i kjöri í sveitum landsins. Foringjar íhaldsflokksins treysta ekki lengur á fylgi bændanna til framdráttar sér; þess vegna þykir þeim ekki taka því að vanda þeim kveðjurnar lengur; þess vegna op- inbera þeir sinn innra mann og hreyta smánaryrðum að bændastétt- inni. Allar sínar pólitísku framavonir byggir íhaldsflokkurinn á samvinnu við jafnaðarmenn í kosningunum. Sú samvinna verður í því fólgin, að reyna aðfella frambjóðendur Fram- sóknarflokksins frá kosningu í sveit- um landsins. Pegar því er lokið, verður kjördæmaskipuninni breytt í það horf, að bændastjórn fái aldrei framar völdin i landinu. Kosningabaráttan veröur pvl um paö, hvort bændavald eöa Reykjavíkurvald eigi að ráöa i framtíöinni. Þekki bændur almennt vitjunartíma sinn við kjörborðið 12. júní næstk., er enn tími og tækifæri fyrir þá að hindra alveldi braskaranna og eyðslu- stéttarinnar í Rvík yfir málefnum þeirra. Verði bændur nógu samtaka, geta þeir tryggt sér réttinn til yfir- ráða í landinu. En bregðist þeir nú skyldum sínum gagnvart sjálfum sér og niðjum sínum, þá mega þeir vera þess vissir, að andstöðuflokkar Framsóknar sjá svo um, að tæki- færið býðst þeim aldrei aftur. Bændur hafa nú um tvennt að velja: að bjarga hlut sínum í hend- ur sjálfra sín, eða afsala sér þeim rétti, er þeiir nú hafa, í hendur Ólafs Thors og Héðins Valdemarssonar. Pað er lítill vandi að velja. Tækifæriö er nú eöa aldrei ella. -o- Full vissa er nú fengin fyrir því, að leynisamningar ihaldsmanna og jafnaðarmanna um kjördæmaskipun- ina fjölluðu um þessi þrjú höfuð- atriði: 1. Landinu skyldi skift í nokkur stór kjördæmi. 2. í öllum kjördæmum áttu að vera hlutfallskosningar. 3. Pingmannatalan í þessum stóru kjördæmum átti eingöngu að miðast við höfðatölu kjósenda. Samkvæmt ábyggilegum heimild- um áttu einstök atriði samninganna að vera sem hér segir: Kjördæmakosnir þingmenn áttu að vera 36 og landinu skift í 6 kjördæmi. Kjördæmaskiftingin og þingmannatalan átti að vera á þessa leið: Fyrsta kjördæmi: Borgarfjörður, Mýrar, Snæfellsnes og Dalir. Ping- mannatala 3, Annað kjördæmi: Barðastrandar- sýsla, ísafjarðarsýslur og ísafjarðar- kaupstaður. Pingmannatala 4. Priðja kjördæmi: Strandir, Húna- vatnssýslur báðar, Skagafjörður, Eyjafjörður, Akureyri og Suður- Pingeyjarsýsla. Pingmannatala 8. Fjórða kjördæmi: Norður-Ping- eyjarsýsla, Múlasýslur báðar, Seyðis- fjörður og Austur-Skaftafellssýsla. Pingmahnatala 4. Fimmta kjördæmi: Vestur Skafta- fellssýsla, Rangárvallasýsla, Árnes- sýsla, Vestmannaeyjar, Qulibringu- og Kjósarsýsla og Hafnarfjðrður. Pingmannatala 8. Sjötta kjördæmi: Reykjavík. Ping- mannatala 9. Hvaðanæfa af landinu heyrist óánægja út af þessu leynimakki íhaidsmanna og jafnaðarmanna. En nú hefir þingrofið truflað vélræði launráðsmannanna gegn bændastétt landsins. ------o—..... Tíminn skýrir svo frá 22. þ. m.: .......Pegar Héðinn og Olafur Thors gerðu leynisamningana um þá breytingu á stjórnarskránni að eftir á — á næsta þingi — mátti með einfðldum lögum gerbreyta kjördæmaskipun landsins og hrifsa i einni svipan af sveitum landsins allt að helmingi af þingmönnum þeirra — þá var ekki unnt að fullnægja þessum samningi eða koma ífram- kvæmd nema þann veg að fá Gunnar frá Selalæk með sér; því ef Gunnar hefði ekki svikið kosfl- ingabandalag sitt við Framsókn og þar með málstað kjðrdæmis síns, voru öll áform Héðins og Ólafs felld með jöfnum atkvæðum í neðri deild. Fóstbræðurnir, Héðinn og Ólafur Thors, voru því búnir að »tryggja sér« fylgi Qunnars frá Selalæk, án hans var allt ónýtt. Eftir að þing var rofið, rituðu jafnaðarmenn oa íhaldsmenn kon- ungi bréf, sem frægt er orðið, og báðu hann »allra þegnsamlegast«! að gefa sér þau umboð er þjóðin ein — þ. e. kjósendurnir — geta aftur veitt. í bréfinu segjast þeir geta myndað stjórn, og í blöðum beggja flokkanna er það hvað eftir annað tekið fram, að þinginu vilji þeir láta halda áfram, til þess að Iáta þar samþykkja framangreind áhugamál Héðins og Ólafs Thors. En með þessu lýstu blöð beggja flokka yfir þvi, að þeir hefðu tryggt sér atkvæði Gunnars frá Selalæk. Af þessu er því sannað, að fóst- bræðurnir höfðu >tryggt« sér at- kvæði Qunnars Og það var jaffl fryggt eftir pingrofið sem fyrir pað. Andstöðuflokkarnir héldu því fram, að þingrofið væri brot á stjórnar- skránni; þingmenn hefðu því ekki misst umboð' sín, og þeir gætu því haldið þingfundum áfram, þar sem þeir hefðu meirihluta — og það höfðu þeir, svo sem sýnt hefir verið hér að framan. Að hætta við að halda þingfund- unum áfram þrátt fyrir meirihlutann, var að sýna öllum almenningi, að andstöðuflokkar stjórnarinnar tryðu ekki sínum eigin blekkingum, þvi ef þeir trúa sjálfir því, sem þeir höfðu sagt almenningi og ætluðust til, að hann tryði, hlutu þeir að halda þingfundum áfram. Ef foringjar stjórnarandstöðuflokk- anna hefðu viljað mæla af heilum hug, hefðu þeir í gærkveldi átt að koma fram á svalir Alþingis og segja: »Góðir borgarar! Við höfum blekkt ykkur herfilega undanfarna daga. Við höfum haldið því fram, að þingrofið væri stjórn- arskrárbrot og við hefðum því ennþá umboð okkar. En þetta var bara blekking, sem við al- drei trúðum sjálfir. Við vitum og höfum alltaf vitað, að þing- rofið er löglegt, og við því umboðslausir. En við ætluðum aðeins að hræða forsætisráðherra með þessum ógnunum. Og fyrst það tekst ekki, þá væri það vitanlega fjarstæða, að við, um- boðslausir menn, færum að halda hér Alþingi, því það væri ekki frekar löglegt, en ef einhverjir af ykkur hér á götunni þættust vera þingmenn og settuð »A1- þingi« í Fjalakettinum við Bröttu- götu. — Góðir Reykvíkingar! Við biðjum ykkur innilega fyrir- gefningar, og til þess að þetta hneyksli verði ekki uppgötvað af okkar tryggustu fylgismönn- um, höfum við »tryggt« okkur atkvæði Gunnars frá Selalæk móti okkur — þar með höfum við tryggt okkur m i n n i hluta í neðri deild, og það ætlum við svo að nota sem átyllu þess nú að hætta við að halda þingfundum áfram«. Aldrei hefir annað eins steypiregn af tyrirlitningu dunið yfir nokkurn mann — eins og Jón Porláksson, þegar hann tilkynnti af svölum Al- þingishússins, að þingfundum yrði ekki haldið áfram, af því að Gunnar Sigurðsson frá Selalæk væri á máti pvi. ------0------ 09 Prír þingmenn, þeir JónÓlafsson, Magnús Guðmundsson og Héðinn Valdimarsson, báru fram í neðri deild frumvarp um virkjan Efra- Sogsins. Samkvæmt frumv. þessu er Reykja- víkurbæ heimilað að virkja Efra- Sogið, og ríkisstjórninni heimilað að ábyrgjast lán handa Reykjavík til virkjunarinnar, allt að 7 milj. kr. Gert er ráð fyrir að almenningur í nærsveitum geti síðar meir fengið rafmagn frá orkuverinu »við kostn- aðarverði, að viðbættum alltað 10%« eins og það er orðað í frumvarpinu. í raforkumálanefnd þeirri, er skip- uð var til þess að athuga lausn raforkumálsins í heild sinni, áttu þessir sæti: Einar Árnason ráðherra (form.), Jón Porláksson, Sigurður Jónasson, Sigurður Kristinsson og auk þess þrír verkfræðingar: Geir Zöege, Steingrímur Jónsson og Jakob Gíslason. í nefndinni urðu manna- skifti í vetur þannig, að Einar Árna- son sagði sig úr henni, en í hans stað kom Halldór Stefánsson alþmi Nefndin hafði athugað frv. þetta en ekki orðið sammála um það. 5 nefndarmenn voru með frv. en 2 á móti. Pessir tveir voru Sig. Kr. og Halld. Stef. Mun þeim hafa þótt málið svo óforsvaranlega illa undir- búið að ekki væri gerlegt að mæla með því að frumv. yrði samþykkt. Við umræður um frumvarpið sýndi forsætisráðherra Tryggvi Þór- hallsson fram á, að íhaldsmenn væru með frv. þessu horfnir frá sínu fyrra stefnumáli, því stefnu- máli að veita raforku um sveitir Iandsins, því að hér væri farið fram á að veita Reykjavík sérleyfi til virkjunar Sogsins. Heróp íhaldsins hefði áður verið: »Hiti og Ijós fyr- ir sveitir landsins*. En nú væri kúmið annað hljóð l strokkinn. Nú

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.