Dagur - 16.05.1931, Blaðsíða 2
88
DAGUR
22. tbl.
til þeirra beint vegna þess, að þeir
voru þá að þrotum komnir vegna
þeirra stórtapa, sem þeir höfðu orð-
ið fyrir af vöidum útgerðar- og
verzlunarmanna. Er nú vitanlegt að
þetta fé og margfait meira er alger-
lega tapað vegna fjárbrasks og
eyðslusemi þessara tveggja stétta.
Þenna mismun á meðferð þessara
tveggja stóriána er mönnum hollt
að festa sér i minni.
-----0----
Stjórntnálaumræður.
(Niðurl.)
Um kjördæmaskipunina sagði J.
]., að nú hefðu jafnaðarmenn og
íhaldsmenn tekið höndum saman
um að breyta henni á þann vegað
níðast á bændakjördæmunum. Þó
Rvík hefði ekki nema 4 þingmenn
beinlínis, þá væri aðgætandi að
helmingur allra þingmanna væri bú-
settur i Rvík, væru reykvískir þegnar.
Það væri þvi engin ástæða til að
óttast það að hagsmunir hennar
yrðu fyrir borð bornir í þinginu.
Það væri ekki Reykjavík sjálf, sem
Framsóknarmenn berðust á móti,
heldur hið svonefnda Reykjavíkur-
vald, sem áður væri lýst; það >vald<
þyrfti að laga og lækna.
Öll var ræða Jónasar Jónssonar
hin rökvissasta og laus við allt
orðaskvaldur, sem einkenndi mjög
ræður andstæðinga hans.
Næstur talaði Brynjólfur Bjarna-
son. Kvað hann þá engan tilverurétt
eiga, sem ekki nenntu að vinna.
Töldu sumir að nærri sér myndi
hann höggva með þessum orðum.
Siðan vóg B. B. að öllum hinum
flokkunum með stóryrðum. Þegar
kommúnistar kæmust til valda,
fengju verkamenn vaxtalaus lán og
fátækum bændum yrðu gefnar upp
skuldir sínar. Kommúnistar væru
hinir einu frelsarar alþýðunnar.
Sig. Eggerz talaði í 15 mínútur.
Afsakaði hann það, að ísiandsbanki
hefði farið á hausinn undir sinni
stjórn Og gaf bankanum þann vitn-
isburð, að hann hefði verið vígi
allrar þjóðarinnar. Síðan fór hann
að tala um sjálfstæðið og Dani og
varð svo grátklökkur, að lítið skild-
ist af því, er hann sagði. Allt kvað
hann orðið innantómt undir stjórn
Framsóknar, en hið innantómasta
af öllu var þó þessi ræða Sig. Eggerz.
Ólafur Friðriksson fann það ráð
gegn dýrtíðinni í Reykjavík að byggja
þar svo mikið af húsum, að húsa-
leigan félli. Svanga verkamenn kvað
hann ekki hafa lyst á ódýra »Þórs-
fiskinum«, af því að hann færi ekki
upp i munninn á þeim eftir réttum
skipulagsleiðum!
1 annað skifti er Jónas Jónsson
talaði, las hann upp vottorð þau,
er birt voru í síðasta blaði og af-
sönnuðu fleypur Ólafs Thors um
Kaupfélag Eyfirðinga. Síðan vék
hann nokkuð að þingrofinu og
stjórnarskrárbrotskenningu Einars
Arnórssonar.sem engan óháðan lög-
fræðing hefði getað fengið til styrkt-
ar sínu máli. Ennfremur sýndi ræðu-
maður fram á, hvernig E. A. hefði
falsað tilvitnun í rit eftir KnudBer-
lin. Síðan iýsti hann fjármálarógi,
sem íhaldsmenn hefðu lostið upp
um Framsóknarstjórnina og gekk
svo frá honum að honum mun ekki
skjóta upp aftur. Með fáum orðum
brá J. J. einnig birtu yfir ræðu Magn.
Jónssonar þetta kvöldogvakti eftir-
tekt á, að hvergi hefði bólað á
nokkurri framtíðarhugsjón í henni.
Þá benti hann á falstilraunir M. J.
í sambandi við veðsetningu toll-
teknanna og að siðustu lýsti hann
því, hvernig fhaldsmenn hefðu
reynt að stöðva landbúnaðarmálin
á þingi, á meðan þeir gátu.
Er þá lokið yfirliti um stjórn-
málaumræður flokkanna þessi þrjú
kvöld.
Það, sem sérstaklega hefir vakið
eftirtekt i sveitum landsins og kaup
stöðum, er hið áberandi hug-
kvæmdaleysi ræðumanna íhalds-
flókksins. Aðeins eitt áhugamál
blasti við í ræðum fhaldsmanna;
það var að fella Framsóknarstjórn
frá völdum, svó að þeir gætu sjálf-
ir komizt að kjötkötlunum. Allt
snerist um hið liðna hjá þessum
mönnum, en engin framtíóarhug-
sjón á ferðinni. Auðvitað er þetta
ósvikið íhaldseinkenni og þarf eng-
um að koma það á óvart. Þá má
ekki gleyma hinu stöðuga nöldri
fhaidsmanna út af því, hve miklu
fé hafi verið varið til framkvæmda
og umbóta i tíð Framsóknarstjórn-
arinnar. Allt það fé, sem gengið
hefir til framfara í sveitum lands-
ins, nefna þeir eyðsiufé. Alkunn
eru orðatiltæki fhaldsmanna um að
stjórnin hafi »eytt« fé til vega, brúa,
síma, vita, bygginga, ræktunar, skipa-
kaupa, skóla o. s. frv. Allt, sem
rennur til almenningsþarfa, telja
þessir menn að fari í eyðslu, til
ónýtis. Kemur á þann hátt í Ijós
vilji fhaidsins um að fámenn stór-
laxastétt sitji að öllu fjármagninu,
en allur almenningur eigi að lifa af
náð hinna stóru.
-----0-----
«—■ K. E. a. mmmummBmmm
Á hvífasunnuborðið
Nýslátrað nauta- oggrísakjöt (af 5 mánaða).
^ Lambakjöt frosið — Hakkað kjöt — Hænsn — KJÖT- ^
UJ FARS — FISKIFARS — Hangikjöt — Kæfa — Skinke
^ — Pylsur — Ostar — Sardinur — Sultutau — Grænar )>
Látið ekki dragast að panta sláttuvélar og aðrar heyvinnu-
vélar. Valið er vandalaust því vér seljum bæði
Herkúies og Deering-vélar
sem hafa reynst hver annari betur.
Samband ísl. samvinnufélaga.
ALPA LAVAL
mjólkursigti og sigtisbotnar (vattbotnar) eru ó-
missandi til þess að framleiða hreina og heil-
nœma mjólk.
Samband 'isl. samvinnufélaga.
Á viðavangi.
Stjórnmálafélag Árskðgshrepps.
Á öðrum stað hér í blaðinu er
getið um stofnun Framsóknarfélags
Arnarnesshrepps,
Nú hafa borizt samskonar fréttir
úr Arskógshreppi. Á sunnudaginn
var héldu hreppsbúar þar stjórn-
málafund og ræddu meðal annars
um fjármálin og kjördæmaskipunar-
málið. Treystist enginn til að mæla
»Sjálfstæðinu« eða sambræðslu þess
og jafnaðarmanna bót.
Á uppstigningardag var síðan
haldinn framhaldsfundur og var þá
stofnað félag, er nefnist »Stjórn-
málafélag Árskógshrepps*. Stofn-
endur voru 36 og er það há tala í
byrjun, þar sem hér er um lítið
hreppsfélag að ræða. Ættu nú önnur
hreppsfélðg í Eyjafjarðarsýslu, og
víðar, ekki að verða eftirbátar Arn-
arnesshrepps og Árskógshrepps um
stofnun Framsóknaifélaga.
Framboð.
í Eyjafjarðarsýslu verða f kjöri
til næstu Alþingiskosningar:
Frá Framsókn, Einar Árnason og
Bernharð Stefánsson. -- Frá Sjálf-
stæðisflokknum (íhaldinu), Einar
Jónasson oddviti í Olæsibæjarhreppi
og Oarðar Þorsteinsson lögfræð-
ingur í Reykjavik. — Frá Jafnaðar-
mannaflokknum, Ouðmundur Skarp-
héðinsson skólastjóri á Siglufirði
óg Halldór Friðjónsson á Akureyri.
— Frá kommúnistaflokknum, Elísa-
bet Eiríksdóttir kennslukona á Ak-
ureyri og Steingrímur Aðalsteins-
son í Glerárþorpi.
Þingmálafundir í kjördæminu hefj-
ast upp úr hvítasunnunni (sjá aug-
lýsingu í síðasta blaði).
Mótmæli Ihaldsmanna.
Ný fregn úr Reykjavík hermir, að
þeir fáu ihaldsmenn, sem til eru f
Eyjafjarðarsýslu, hafi sent Magnúsi
Ouðmundssyni mótmæli gegn þvf,
að Qarðar Þorsteinsson yrði fram-
bjóðandi í því kjördæmi, en Magn-
ús svarað um hæl, að það væri al-
veg sama hverja fhaldið byði þar
imgsmmKEA mammm
| Kjöt-ogfiskifas I
® fæst alla ™
^ virka daga.
fram, því að þeir væru aliir jafnt
vígðir ósigrinum og væri þvi ó-
nauðsynlegt að vanda val þeirra,
bara til að falla við sáralítið fylgi.
En ætli hið sama eigi sér ekki
stað með fylgi Ihaldsins í flestum
eða öllum öðrum sveitakjördæm-
um landsins?
, Ritstjóri:
Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 5.
Ak. Prentsmiðja Odds Bjömawnar. 19*1