Dagur - 04.06.1931, Blaðsíða 1
D AGUR
fcemur út & hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi íyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Ámi Jóhanns-
con í Kaupfélagi Eyfirft-
inga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. deo.
XIV
. ár. |
Akureyri, 4. júní 1931.
28. tbl.
fRAMBOÐSFUNDUR
fyrir Akureyri var haldinn í Sam-
komuhúsinu sunnudaginn 31. maí.
Fundurinn hófst kl. 4 síðdegis.
Mættu þar allir frambjóðendur
kjördæmisins og fjöldi kjósenda.
Var skipað hvert rúm í húsinu
uppi og niðri, er flest var.
Var talað af hálfu flokkanna í
stafrófsröð, 45 mínútur í senn í
fyrstu umferð, þá 20 mín. og síð-
an enn styttri tíma.
Eftir aðra umferð var kjósend-
um leyft að gera fyrirspurnir og
flytja örstuttar ræður.
Umræður voru hafnar af fram-
bjóðanda Alþýðuflokksins, fyr-
verandi þingmanni bæjarins, Erl-
ingi Friðjónssyni.
Hófst ræða hans á yfirliti á
störfum síðasta þings, er hann
kallaði nauða ómerkilegt. Þá rakti
hann nokkuð framkvæmdir ríkis-
ins síðustu ár. Síðastliðið ár hefðu
brýr verið reistar og vegir lagðir
fyrir 2 milj. króna, símar fyrir
um 600 þús. og byggingar stór-
felldar. Lofaði hann að verðleik-
um þessar framkvæmdir og taldi
ríkið hinn mesta íslenzka vinnu-
veitanda. Dagsverkatala unnin
fyrir fé ríkissjóðs hefði orðið
1930 eigi lægri en 140—150 þús-
und, eða 6 mánaða vinna fyrir
1000 manns. Kvað hann vel af
stað farið, en illa fram haldið, því
nú ætti að skerða framlög til rík-
isvinnu að miklum mun. Taldi
hann enga ástæðu til að minnka
opinberar framkvæmdir, þótt
tekjur ríkisins væntanlega yrðu
2 milj. kr. lægri en meðaltal
þriggja síðustu ára. Væri það að-
eins gert af illvilja í garð verka-
lýðs landsins, því að svo segði
Haraldur Guðmundsson, að hækka
mætti tekjuáætlun, og yrði þá
fénu síður eytt í heimildarleysi í
ýmiskonar óþarfa, eins og gert
hefði verið, m. a. 1 milj. í brýr.
»Er mjótt mundangshófið«, og
þótti mörgum furðu skammt milli
lofs og lasts E. F. á hinum sömu
gerðum. Þá talaði ræðumaður
nokkuð um tollamál, og gat þess,
að á stjórnarárum Framsóknar
hefði m. a. kaffitollur lækkað úr
75 aurum í 60 aura á kg. og toll-
ur á sykri úr 19 aurum i 15 aura.
Næstur tók til máls Dr. Krist-
inn Guðmundsson, frambjóðandi
Framsóknar. Lýsti hann undrun
sinni á misræmi orða og gjörða
Erlings Friðjónssonar, er lofaði
framtakssemi stjórnarinnar há-
stöfum, en segði henni hinsvegar
upp hlutleysi.
Þá sneri ræðumaður sér að
þingrofinu. Rakti hann ástæðurn-
ar til þess mjög ítarlega og hrakti
lið fyrir lið fullyrðingar sjálf-
stæðis- og jafnaðarmanna um
stjórnarskrár- og þingræðisbrot.
Vitnaði hann í umsagnir hinna
frægustu erlendra sérfræðinga, og
voru litlar tilraunir gerðar til að
hrekja rök hans síðar á fundinum.
Þá talaði Dr. Kristinn lengi og
ítarlega um fjármál landsins.
Hinn 28. maí s. 1. andaðist að heimili sínu, Jódísarstöðum í
Öngulstaðahreppi, Rósa Bjarnadóttir. Jarðarförin er ákveð-
in að Munkaþverá mánudaginn 8. júní og hefst með húskveðju
á heimili hinnar látnu kl. 11 fyrir hádegi.
Aðstandendur.
Öllum þeim nær og fjær, er á einn eða annan hátt vottuðu
samúð óg veittu aðstoð við fráfall og útför Kristjáns sál. Jó-
hannssonar frá Hraunshöfða, fiytjum við undirrituð, ekkja, dóttir
og bróðir hins látna, innilegasta þakklæti okkar.
Oránufélagsgötu 55, 1. júni 1931.
Ásdís Jónsdóttir. Ása Kristjánsdóttir.
Friðbjörn Jóhannsson.
Minntist hann fyrst á staðhæf-
ingar sjálfstæðismanna, er talið
hafa stjórnina týnt 15 milj. kr.
Gerði ræðumaður síðan ljósa
grein fyrir, hvernig stjórnin hefði
varið fé því, er aflazt hafði um-
fram áætlaðar tekjur. Taldi hann
næsta undarlegt, að sá flokkur,
er sifellt hefði ausið stjórnina ó-
hróðri fyrir ofnotkun fjár og
söfnun skulda, skyldi nú, að kjós-
endum fornspurðum, vilja
þröngva á landið 7 milj. kr. á-
byrgð, handa Reykjavík. Sýndi
það glöggt, að þeim flokki væri
ekki horfinn hugur um að veita
enn fjármagninu til Reykjavíkur,
en láta sig minnu varða byggingu
og ræktun sveitanna. Kvað ræðu-
maður það enga draumóra, að
reisa mætti úr rústum öll illa hýst
býli á landinu og rækta svo land-
ið, að viðunandi væri, en hitt væri
kosningabeita fremur en skýja-
borgir, að ríkinu væri fært, að
verja tugum miljóna í virkjun
stórra vatnsfalla á næstu árum.
Samvinnustefnuna taldi ræðu-
maður lyftistöng hinna mestu
framfara, er enn hefðu orðið á
landi hér, enda hefði hún hvar-
vetna unnið kraftaverk, er hún
hefði náð fótfestu. Gerði ræðu-
maður til dæmis um þetta saman-
burð á írlandi og Danmörku og á-
standinu þar. í Danmörku væri
samvinnuhreyfingin mjög öflug, í
frlandi lítil sem engin.
Hefir hvergi nokkur flokkur
sýnt samvinnustefnunni svo mikla
andúð og fullan fjandskap sem f-
haldsflokkurinn á íslandi.
Að endingu drap Dr. Kristinn
á kjördæmaskipunarmálið og
samninga sjálfstæðis- og jafnað-
armanna um það. Sagði hann, að
Héðinn Valdemarsson hefði verið
spurður af jafnaðarmönnum á
Sauðárkróki hvemig þeir væru,
en Héðinn svarað, að þeim mætti
hann ekki ljósta upp, þeir væru
leyndarmál.
Þá tók til máls frambjóðandi
kommúnista, Einar Olgeirsson.
Mælti hann að vanda snjallt og
fjörlega og sparði hvorki stór orð
né fullyrðingar. Kvaðst hann ekki
þurfa að kynna kommúnismann,
hann mundu allir hér þekkja,
enda væri þess ekki vanþörf nú.
Auðkýfingarnir í Reykjavík
græddu 6 milj. á ári, og þeim
gæfi svo Framsóknarstjórnin 400
þúsund. Hefði hún nú ærið fátt að
stæra sig af, því að til skammar
væri að nefna 8 stunda hvíld á
togurunum. Ekkert hefði hún
gert fyrir bændur. Samvinnufé-
lögin væru fjötur auðvaldsins á
bændur, en þeir ánauðugir land-
setar Breta, er Framsóknar-
stjórnin innheimti landskuldina
fyrir. Leiðtoga og frelsishetjur
ræki stjórnin úr skólunum: Egg-
ert og Ásgeir úr Menntaskólanum
og Steinþór Guðmundsson úr
Barnaskólanum. Því væri ekki
ætlað meira fé til vega 1932, að
enska auðvaldið heimtaði, að lögð
væri niður ríkissjóðsvinna. Hér
væri í uppsiglingu algert brezkt
einveldi. Ekki skipti miklu hvort
stjórnarskráin hefði verið brotin
eða ekki, því að hún væri ekki al-
þýðu mikils virði. Byltingabrölt
krata og íhaldsmanna væri hlægi-
legt, enda þyrðu þeir aldrei að
gera neitt, og væri allt þeirra
samband aumlegt og skammar-
legt. Oft hefðu kratarnir sokkið
djúpt síðustu 5 árin, en dýpst er
þeir hefðu selt sig íhaldinu. Hefðu
þeir nú selt sig svo oft, að þeir
myndu óglöggt vita, hvar kaup-
andi fengist næst. Þó væri Fram-
sókn ekki betri. Hún hefði svikið
allt og alla nema brezka auðvaldið
og danska kónginn.
Að lokum kvað hann alþýðuna
mundi taka til sinna ráða, ef
stjórnin þverskallaðist eins eftir
næstu kosningar og hún hefði áð-
ur gert.
Síðastur talaði Guðbrandur ís-
berg.
Fór hann fyrst mörgum orðum
um nafnbreytingu íhaldsflokksins
fyrveranda. Hin mesta móðgun
væri að nefna mann, er Pétur
héti, Pál, og hvað myndi þá ekki
um að kalla Sjálfstæðisflokkinn I-
hald. Væri það versti skrílsháttur
að uppnefna flokkinn svo, þó að
bæði nöfnin væru nokkurnveginn
jafn göfug.
Þá talaði ræðumaður nokkuð
um flokkana í landinu. Bar hann
Framsókn og krötum illa söguna,
en kommúnistum og íhaldi vel.
Kvaðst hann geta fallizt á ýmis- ■
legt hjá kommúnistum og væru
þeir menn hreinskilnir og drengir
góðir. Þó væru íhaldsmenn betri
og vel hefðu þeir farið með fé rík-
issjóðs, er þeir sátu við völd.
Greip ræðumanninn hrifning, er
hann minntist varðveizlu fjárins,
og spurði hann sjálfan sig í sí-
fellu. Hvað var gert þá? Voru
sendir menn út í loftið? Voru
byggðir skólar og annað slíkt?
Nei, slíkt gerði Jón Þorláksson
ekki. Hann geymdi aurana og
greiddi með þeim skuldir, hverj-
um sitt, skilvíslega.
Framsókn þættist vera bænda-
flokkur, en héldi »stik mótsetta
stefnu« við það, er bændaflokkar
gera.
Ekki' kvaðst fsberg mundi_
dæma um lögmæti þingrofsi'ns,
hefði Einar Arnórsson gert það á