Dagur - 04.06.1931, Blaðsíða 2

Dagur - 04.06.1931, Blaðsíða 2
108 DAGUR 28. tbl. V- Rafsuðuplötur, frá 17 kr. upp í 150 kr. Rafsuðu-skaftpottar, margar stærðir. Raf-straujárn, 3 tegundir. Kaffi- og tekatlar. Rafofnar. Kaupfélag EyfirSinga. Járn- og glervörudeildin. mmmmmmmimm My ndastof an Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. undan, og vissi hann bezt skil á því. Danir vildu duga Framsókn, en þeir væru óvandir í orðum, og mætti ekki taka mark á þeim. Knud Berlin væri blátt áfram lygalaupur og Stauning óþarfa slettií-eka. Þá lofaði ræðumaður mjög samvinnustefnuna og kvað hana bót flestra þjóðfélagsmeina. Væri hún ein fær um að jafna á- greining þann, er nú væri milli sjómanna og skipaeigenda. Þá lýsti hann kröfu sjálfstæðis- manna um að ríkið sæi sveitum landsins fyrir raforku. • Sjálfur kvaðst hann ekki taka afstöðu til þess máls, en stórár vildi hann virkja. Þá talaði ræðumaður um Tím- ann, sem hann kvaðst æfinlega lesa og oft með ánægju, og lauk með skömmum um Stauning. Að loknum framsöguræðum frambjóðenda var gefið fundar- hlé. Klukkan 8 síðdegis hófst fund- ur aftur og stóð til kl. rúmlega 11. Gerðust þá ýmsar greinir, er eigi verða hér raktar, nema að litlu leyti. Fór allt vel fram og kurteislega, en bezt þó með Er- lingi og fsberg. Þótti hinum fyr- nefnda ísberg farast hæversklega og vel við Alþýðuflokkinn, en hinsvegar sagði hann, að sjálf- stæðismönnum gengi ekki gott til, er þeir fylgdi socialistum til breytinga á kjördæmaskipun landsins. Ætluðu þeir sér að græða sjálfir á þeirri breytingu. Framsókn sagði Erlingur, að ekki yrði kúguð með neinum ráðum. Hefði hún sýnt það, að hún léti heldur drepa sig en láta undan A IþýðufloJcknum. Var auðheyrð undrun Erlings á svo furðulegri sannsfæringu. Sveinn Bjarnason og Frímann B. Amgrímsson tóku einir kjós- enda til máls. Spurði Sveinn frambjóðendur margs, er hann fýsti að vita, úr stjórnmálalífi voru, lifuðu og ólifuðu. Eiga sjálfstæðismenn þar vaskan for- ingja og djúphugulan er Sveinn er, svo sem gerla má greina af spurningum hans, en efni nokk- urra þeirra var á þessa leið? Hvar eru þingmennirnir núna? Hvar eru fyrirtækin, sem íhald- inu mistókust? Hvenær hefir andað kalt í garð samvinnustefnunnar frá íhald- ínu? Svaraði Dr. Kristinn spurning- um þessum greiðlega, og varð Sveinn að vonum fræðslunni feg- inn. Má þá eigi á manni sjá ef Sveini þykir eigi vanvirða að fá- fræðinni, og er' það góðra drengja háttur. Vill hann vita hið sann- asta í hverju máli, og mun minn- ugur hins fornkveðna, að betra er hverjum manni gott hjarta en hvasst sverð, er til vígs er gengið. En fríður foringi stýrir eigi ætíð fræknu liði. Er Sveinn bað um orðið í annað sinn, stóð þoi’ri sjálfstæðismanna upp og gekk af fundi. Fóru þá og flestir aðrir, en Sveinn ræddi hugðamál íhaldsins í tæmdum sal og yfir auðum bekkjum. Lauk fundinum með þeim ó- sköpum. ....o lliíiöai Isleiiip óskar upplýsinga um: 1. Hvort Framsóknarstjórnin »hafi sýnt sparneytni í með- ferð sinni á fé ríkissjóðs«. 2. Hvort »aðstaðan til skulda- greiðslu« hafi ekki verið góð á stjórnarárum Framsóknar. 8. Hvort »stjórnin hafi notað hina óvenjulega góðu aðstöðu, sem góðærin veittu henni, til þess að greiða skuldir ríkis- sjóðs«. 4. Hvort »stjórnin hafi lækkað útlánsvexti bankanna«. 5. Hvort »Framsókn hafi lækkað tolla og skatta á landsmönn- um«. 6. Hvort »Framsókn hafi útrýmt dýrtíðinni«. 7. Hvort »Framsókn hafi bætt fjárhagslega afkomu bænda«. 8. Hvort »stjóm Tryggva Þór- hallssonar hafi stjórnað land- inu réttlátlega og óhlutdrægt«. Hér um vill Dagur láta fsl. í té eftirfarandi upplýsingar: 1. Framsóknarstjórnin hefir ekki sýnt spameytni á fé ríkis- sjóðs, þar sem sparnaðurinn hefði orðið til skaða fyrir þjóðina. 2. Aðstaðan til að greiða eyðslu- skuldir frá íhaldstímabilinu var hin versta, þar sem þörfin fyrir framkvxmdir vegna vanrækslu /- lialdsins var svo afar brýn. Fram- faraþörf þjóðarinnar var látin sitja fyrir friðþægingu íhalds- syndanna, að því er til ríkisskuld- anna kom. 8. Degi er ekki annað kunnugt, en stjómin hafi greitt allar þær skuldir, sem henni bar að greiða. Eða getur ísl. bent á nokkurt dæmi þess, að hún hafi ekki stað- ið við allar sínar skuldbindingar um greiðslu skulda? 4. Veit ekki ísl., að settur hefir verið á stofn Búnaðarbanki, og að útlánsvextir hans eru lægri en áð- ur hefir tíðkast? Um útlánsvexti hinna bankanna er það að segja, að ógerningur hefir reynzt að lækka þá, vegna þeirra 33 miljón kr. tapa, er þeir hafa orðið fyrir af völdum flokks- bræðra »íslendings«. 5. Kaffi- og sykurtollurinn var lækkaður að miklum mun árið 1928 til mikils hagræðis, einkum fyrir þurrabúðarfólk. Annars má benda á það, að á- stand ríkissjóðsins var þannig, þegar íhaldið skildi við, að Magn. heitinn Kristjánsson fjármála- ráðherra hafði þau orð um, að »sjúklingurinn liefði verið rekinn of snemma á fætur«. Átti hann þar við tekjurýmunina, sem í- haldsmenn framkvæmdu 1926 til hagræðis fyrir útgerðarmenn í Reykjavik. 6. Á margan hátt hefir Fram- sókn unnið að útrýmingu dýrtíð- arinnar, en þar er við raman reip að draga, því braskara- og óhófs- lýður íhaldsins í Reykjavík stend- ur þar fast á móti og má sín enn of mikils. Einn síðasti vottur þess, að Framsókn vinnur að út- rýmingu dýrtíðarinnar, er »Þórs- fiskurinn«, sem seldur var fyrir y3 þess verðs, sem áður hafði tíðkast. Þessi verðlækkun fiskjar- ins hefir orðið til mikillar hrell- ingar fyrir íhaldsbroddana í Rvík, sem kunnugt er. 7. Að viku liðinni svara réttir hlutaðeigendur, bændurnir sjálf- ir, þessari spurningu íhaldsblaðs- ins. 8. Sjálfsagt ekki frá sjónarmiði forystumanna íhaldsflokksins og blaða hans. Sá lýður vill hafa tvennskonar réttarfar í landinu; annað fyrir »yfirstéttina«, þ. e. sjálfa sig; hitt fyrir »sauðsvartan almenning«, verkamenn í kaup- stöðum og »mennina með mosann í skegginu«. Þessa tvískiftingu réttarfarsins hefir stjórn Tr. Þór- hallssonar verið ófáanleg að fall- ast á. Regla stjórnarinnar hefir verið: Allir jafnir fyrir lögunum. Að lokum vill Dagur beina eft- irfarandi spurningum til íslend- ings, sem vonandi er að hann svari nú fyrir kosningamar: 1. Getur ísl. gefið nokkra trygg-j ingu fyrir því, að ekki verði svipaður tekjuhalli á fjárlög- um og árin 1926 og 1927, ef íhaldið kemst til valda aftur? 2. Getur ísl. gefið nokkra trygg- ingu fyrir því, að ekki mynd- ist eyðsluskuldir á sama hátt og áður átti sér stað, ef íhald- ið kemst til valda? 3. Getur ísl. gefið nokkra trygg- ingu fyrir því, að nýjar veð- setningar fari ekki fram í sambandi við ný »óskapalán«, ef Magn. Guðm. kemst til valda aftur? 4. Getur ísl. ábyrgzt, að ný geng- ishækkunaróhamingja fari ekki yfir landið, ef Jón Þorl. kemst til valda aftur? 5. Vill ísl. lofa því, að jafnsví- virðilegt mál og »kviksetning- artilraun« íhaldsmanna skuli aldrei framar koma fyrir þeirra á meðal? 6. Vill ísl. ennfremur lofa því, að blöð íhaldsins skuli aldrei framar verja atkvæðafalsara, eins og þau hafa áður gert? 7. Vill fsl. enn lofa því, að blöð f- haldsins skuli aldrei framar verja vaxtatöku af fé ómynd- ugra, ef til kemur? 8. Og vill svo ísl. að lokum lofa því, að lögð skuli með öllu nið- ur yfirhilming með sjóðþurð- armönnum af hálfu íhalds- manna? Geti fslendingur lagt fram full- gildar tryggingar fyrir ofan- greindum atriðum og gefið full- nægjandi og óskoruð loforð um fyrgreind efni, þá má vera að hinar ískyggilegu kosningahorfur íhaldsflokksins vænkist lítið eitt. Treysti blaðið sér hinsvegar ekki til að verða við þessu, getur eng- inn óspilltur kjósandi léð málstað þess fylgi 12. þ. m. ------o---- Simskeyti. (Frá FB). Rvík 3. júní. Madrid: Kosningar á Spáni fara fram 28. júní, en ákveðið að þing komi saman 14. júlí. Róm: Miklar deilur eru milli páfastólsins og stjórnar ítalíu út af starfsemi kaþólskra félaga, sem hefir víða verið bannað að starfa í bili. Samningatili’aunir fara fram. SHdarfréttir. Engin rekneta- veiði við Faxaflóa, heldur aðeins lagnetaveiði. f gær komu 2 skip frá Keflavík með 40 til 150 tunn- ur, er settar voru í frystingu. Sigurður Jónasson hefir sent rafmagnsstjórn bréf viðvíkjandi virkjun Sogsins með sérleyfi og án ríkisábyrgðar. Enn fremur hefir hann komið fram með tilboð frá Allgemeine Elektrisitæts Ge- sellschaft Berlín um að »projek- tera« virkjun Sogsins fyrir Reykjavíkurbæ. — Rafmagns- stjórn hefir frestað málunum til frekari athugunar. —- ..........

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.