Dagur - 06.06.1931, Page 2
112
DAGUR
29. tbl.
KBHHIHHHIHWIfflfB
| Sparið yður |
p® verk og efni við húsa og verkstæðis-
S£ smíðar með því að kaupa og nota
fgj KROSSVIÐ og MASONIT.
i§« v^rðtilboð og upplýsingar fúslega
U* látnar í té. — Pantanir af-
greiddar um land allt.
»2 Kaupfélag Eyfirðinga.
Járn- og glervörudeildin.
My ndastof an
Oránufélagsgötu 21 er opin alla
daga frá kl. 10 — ö.
Guðr. Funch-Rasmussen.
Brot úr m Alpinyis.
Rœktunarsjóðslögin.
Um hið sama segir J. Þ. út af
ummælum Jóns Bald. um mótbár-
ur Landsbankans: »Eg verð að
segja, að mér þykir háttv. þm.
hneigja sig fulldjúpt fyrir stjórn
Landsbankans, þegar hann vill
vísa þessu máli frá, vegna þess að
bankastjórarnir eru honum ekki
sammála um þetta atriði«.
Kennir hér heldur en ekki ó-
samræmis í kenningum íhalds-
manna um skyldur Landsbankans.
Tillögur nefndarinnar voru all-
ar samþykktar, en br.till. Tr. Þ.,
þær sem aðallega skiptu máli,
voru felldar, svo sem að vaxtabréf
Ræktunarsjóðs skuli skattfrjáls
og að gæzlustjórar hans séu skip-
aðir eftir tillögum Bf. fsl.
Var svo frv. vísað til 3. umræðu
með 22 gegn 2 atkv.
Við 3. umræðu komu fram
margar br.tillögur við frv. frá
ýmsum þm., þar á meðal frá Jóni
Þorl., t. d. um að tekjur. af þjóð-
jörðum rynnu ekki til sjóðsins, og
að Landsbankinn væri ekki skyld-
ur að kauþa með nafnverði þau
vaxtabréf, sem honum var ætlað
að kaupa, heldur eftir gangverði,
sem ráðherra samþykki.
Tr. Þ. ber fram till. um, að
vaxtabréf fyrsta flokks skuli
skattfrjáls, en Magn. Guðm. legg-
ur til, að lán, sem veitt eru, meðan
verið er að selja þann flokk
vaxtabréfanna, skuli undanþegin
varas j óðsgj aldi.
Tr. Þ. ber einnig fram þá till.,
að gæzlustjórar sjóðsins skuli
skipaðir samkv. till. búnaðar-
þings. Ýmsar aðrar br.till. komu
fram, en skiptu fæstar miklu
máli.
Af þeim till. J. Þ., sem um var
getið, var sú fyrri felld með 18
gegn 10 atkv., en sú síðari tekin
aftur.
Fyrri till. Tr. Þ. var felld með
17 gegn 6 atkv., en till. M. G. sam-
þykkt með samhlj. atkv. — Síðari
till. Tr. Þ. samþ. með 15 gegn 13
atkv. íhaldsmanna.
Br.till. frá Jóni Bald. um að
sjóðnum væri heimilt að lána Bf.
ísl., til að koma upp 4 tilraunabú-
um, allt að 100 þús. kr. hverju,
var felld með 14 gegn 14 atkv.
Frv. svo breytt afgreitt til Ed.
með 22 samhlj. atkv.
Landbúnaðarnefnd Ed. gerði
till. til breytinga um nokkur at-
riði. Var eitt af þeim það að fella
niður, að gæzlustjórastöðurnar
skyldu veittar eftir till. búnaðar-
þings. Einnig leggur nefndin til
að fellt verði að lán, sem veitt eru
meðan verið er að selja fyrsta
flokk vaxtabréfanna, séu undan-
þegin varasjóðsgjaldi, en í þess
stað sett það ákvæði, að gjald
þetta falli niður, ef vextir þess
flokks, sem lánin eru veitt úr, eru
6% eða hærri, og færist niður, ef
þeir eru milli 5y2% og 6%, svo að
vextirnir, að viðbættu gjaldinu,
fari ekki fram úr 6%.
Allar br.till. nefndarinnar voru
samþykktar. Sú, sem fyrst er get-
ið, með 8 gegn 6 atkv. — Frv.
síðan endursent Nd.
Þar bar Tr. Þ. fram br.till. um
að taka upp aftur tvennt af því,
er Ed. hafði fellt niður, það að
gæzlustjórar skyldu skipaðir sam-
kvæmt till. búnaðarþings, og að
Ræktunarsjóðurinn yrði samein-
aður Ríkisveðbankanum, ef stofn-
aður yrði.
Báðar tillögurnar voru felldar
með 15 gegn 12 atkv.
Frv. síðan samþykkt með 23
gegn 2 atkv.
Fyrir þá, sem vilja kynna sér
þetta mál, er nauðsyn að átta sig
vel á þeim mun, sem er á upphaf-
legu frumvarpi stjórnarinnar og
frv. Tryggva Þórhallssonar.
Hið fyrnefnda hefði gert Rækt-
unarsjóðinn að litlu öðru en nýrri
veðdeild, sem hefði ekki getað
veitt lán með viðunandi kjörum.
En fyrir atbeina Tr. Þ. tókst að
auka stofnfé sjóðsins að miklum
mun og tryggja einnig, að Lands-
bankinn keypti allmikið af vaxta-
bréfum hans (nærfellt l/2 milj. á
næstu 10 árum). Var Jóni Þor-
lákssyni ógeðfellt að beygja sig
fyrir þessu, en lét þó undan, er
Bíll til sölu.
Til sölu er gamall Ford-vöruflutningabííl með völtupalli, í
góðu lagi, með lágu verði. — Tækifæri fyrir sveitabændur að
fá sér ódýrt flutningstæki. — Upplýsingar hjá ritstjóra Dags.
Atiglcjsing.
Óhlutbundin kosning til Alþingis
fyrir Akureyrarkjördæmi, fer fram í Samkomuhúsi kaupstaðarins
föstudaginn 12. þ.m. og hefst kl. 12 á hád. — Þegar að kosningunni
lokinni, þá um kvöldið, verða atkvæðin talin upp á sama stað.
Skrifstofu Akureyrarkaupstaðar, 5. júní 1931.
Yfirkjörstjórnin.
Svarðarútmæling
byrjar nú á laugardaginn 6. júní og verður hagað þannig:
Útmælt í Eyrarlandsgröfum á laugardögum kl. 6—8 e.h.
—»— » Naustagröfum á mánudögum kl. 7—8 e.h.
—»— » Kjarnagröfum á þriðjudögum kl. 7—8 e.h.
—»— » Bændagerðisgröfum á laugardögum kl, 6—8 e.h.
Akureyri 6. júní 1931.
Bæjarstjórinn.
hann sá, að meiri hluti deildarinn-
ar var honum andstæður í þessu.
Hitt tókst stjórninni að sjá um,
að búnaðarþing ætti ekki tillögu-
rétt um, hverjir stjórnuðu sjóðn-
um og að við hann yrðu settar á
fót fastar stöður strax, en ekki
gengið út frá að hann sameinað-
ist Væntanlegum Ríkisveðbanka,
þegar að því kæmi að hann yrði
stofnaður.
----o----
Úr Reykjavík.
með sérinngangi er til
leigu nú þegar á besta
stað í bænum.
Benedikt Einarsson söðlasmiður
vísar á.
Sogsvirkjunin. Sigurður Jónas-
son hefir fyrir hönd þýzks raf-
magnsfirma gert bæjarstjórn Reykja-
víkur tilboð um að virkja Sogið.
Engin ríkisábyrgð heimtuð. Bærinn
hefir rétt til eftirlits og endurskoð-
unar á rekstrinum og hlutdeild i
ágóða, ef hann fer yfir ákveðið tak-
mark. Ennfremur getur bærinn keypt
mannvirkin, hvenær sem er.
Þingmannafjölgun í Rvík.
Magnús Jónsson lofaði á kjósenda-
fundi i Reykjavik á sunnudaginn
að vinna að því að fjölga þing-
mönnum Reykjavíkur upp f ELLEFU.
Möller hótar byltingu. »Vísir«,
blað Jakobs Möllers, efsta manns
á lista Ihaldsmanna i Rvík, hótar
byltingu, ef Framsókn fær meiri-
hluta við kosningarnar.
- o
Persónuleg níðgrein
um frambjóðendur Framsókn-
arflokksins birtist i »íslendingi« í
gær. Greinin er nafnlaus, en talin
rituð af frambjóðanda íhaldsins
í kjördæminu, hinum sjálffallna
Garðari Þorsteinssyni.
Er hér með skprað á aðstand-
endur »íslendings« að leggja kapp
á að útbreiða greinina sem mest
um kjördæmið fyrir kosningar,
því áreiðanlega fælir hún kjós-
endur frá að kjósa þá Garðar
Þorsteinsson og Einar Jónasson,
en herðir í þeim að kjósa þá
EINAR ÁRNASON og BERN-
HARÐ STEFÁNSSON.
Níðpési
frá íhaldinu um Tr. Þórhallsson
og Framsóknarflokkinn kvað vera
væntanlegur út á meðal almenn-
ings á næstu dögum. Talið er að
ráðandi menn í íhaldsflokknum
hafi ákveðið að dreifa honum
ekki út fyr en sem allra næst
kosni'ngum, svo að ekki ynnist
tími til að reka aftur róginn og
ósannindin, sem framleidd eru í
verksmiðju fhaldsins í Rvík.
Ritstjóri:
Ingimar Eydal, Gilsbakkavtg 5.
Prentsmiöja Odda BjBmsBonar.