Dagur - 09.06.1931, Page 1

Dagur - 09.06.1931, Page 1
íamur út & hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júll. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- *on í Kaupfélagi EyfirÚ- inga. XIV • • ••• . ár. ^ Afgreiðslan er hjá Jáni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talaími 112. Uppsögn, bundin viö ára mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dee. Akureyri, 9. júní 1931. 30. tbl. Bylting. Jakob Möller er gamall æsinga- ' maður. Hann er einn af þeim, sem reyndi að halda óróaliði í- haldsins í háspennu, þegar um- boðslausa þingið sat í viku. En ó- sigur þeirrar byltingar er honum ekki nægilegur. Hann er farinn að undirbúa byltingu að nýju. Möller hefir alveg nýverið ritað grein í Vísi um næstu byltinguna. Hann segir, að ef Framsóknar- menn vinni þrjú þingsæti í við- bót, svo að þeir hafi hreinan meirihluta eftir kosningarnar, þá sé tæplega um annað að gera, en að láta handaflið ráða. Jakob finnur að vísu, að þetta er ekki að öllu leyti gott. Hann viðurkennir, að það væri betra, ef flokkur hans gæti komið máli sínu fram með löglegum hætti. En ef það sé ekki hægt, þá er bylting eina ráðið. Sennilega glotta kommúnistarn- ir við tönn, er þeir heyra þetta frá einum af leiðtogum íhaldsins. Þeir prédika byltingu. Þeir ráð- leggja hinum fátæku að samein- ast gegn hinum ríku, láta hand- aflið skipta, og slá hendi sinni á eignir þeirra, sem eitthvað hafa milli handa. Þetta var gert í Rúss- landi. Og þetta er draumur kommúnista um allan heim. En hvergi hefir málsvörum borgaranna orðið hið sama á og efsta frambjóðanda íhaldsins í Reykjavík. Hyggnir íhaldsmenn viðurkenna í orði, að þeir hlýði lögunum, en brjóta þau í kyrþey. Hyggnu íhaldsmennirnir vilja hafa lögin sem aðhald á fátækl- ingana, einmitt til þess að þeir ekki geri byltingu, og til þess að ríku mennirnir geti setið að sínu í næði. En ofsi íhaldsins er svo mikill, að leiðtogar íhaldsins kunna sér ekki hóf. Þeim er ekki nóg að fræðimaður þeirra er orðinn að undri út um öll þau lönd, er þekkja til íslands, fyrir að vera kennari í stjómlagafræði, og vita þó ekki hver munur er á að slíta þingi og rjúfa þaö. Þeim er ekki nóg, að hafa látið umboðslausa menn leika þingmenn í viku. Þeim er ekki nóg að hafa ætlað að gera lýðveldi og flúið svo hræddir bak •við Gunnar frá Selalæk til að geta hætt við það. Þeim er ekki nóg að hafa búið til í ofanálag einskonar götu-alþingi. Ofan á allt þetta, of- an á hin mörgu hneyksli, sem í- haldið hefir framið, bætir nú efsti maður þess nokkurskonar kórónu ófan. á verkið. Hann hótar byltingu, ef flokkurinn sinn fái ekki framgengt á einu augnabliki áskorun um aukið pólitískt vald. Ólíkt fór Jóni Sigurðssyni. í manns aldur berst hann við ofur- efli. Ár eftir ár líða svo, að hon- um og samherjum hans fannst sem ekkert hefði uniiizt á. Aldrei greip Jón til örþrifaráða. Hann vann með viti og drengskap. Ef máli, sem hann taldi rétt, var vik- ið frá í dag, kom hann með ný rök, nýjar sannanir. Og að lokum yfirvann hann hverja* hindrun. Með því að beita- rökum og dreng- skap í heilan mannsaldur tókst að gera kúgaða þjóð frjálsa. En nú er öldin önnur. Jakob Möller og ólafur Thors spyrja hvað götulýðurinn óski eða sé fá- anlegur til að óska og hrópa um. Og þá er stefnuskráin fengin. Ef bylting þykir líkleg fyrir’ augna- blikið, þá er beðið um hana. Ef einhver hrópar um lýðveldi þykir sjálfsagt að krefjast þess. Og nú hefir verið talað um byltingu og talað um lýðveldi. Gunnar á Selalæk hefir að vísu slegið köldu vatni á hvorttveggja í bili og þá hefir Jón Þorláksson lýst yfir fyrir hönd flokksins, að allt yrði að bíða betri tíma. En Möller sér, að það, sem eínu sinni hefir verið haft á orði, má nefna aftur. úr því ekki varð úr bylt- ingu í apríl, mætti reyna í júlí. En Jakob gleymir einu. Nú vill hann byltingu til að komast í bankann og ríkissjóðinn með Sæ- mundi sína, Gísla og Stefán Th. í nýrri útgáfu. En það eru fleiri til, sem vant- ar peninga. Það eru fátæklingar, sem ekki skulda bönkunum neitt, en vantar margt, sem þeim finnst þeir þurfa, húsnæði, föt og mat. Þegar hart er í ári, finna þessir menn sárar til. Þá sverfur fast- ast að. Þá muna þeir eftir, að þeir hafa heyrt sjálfa burgeisana tala um byltingu. Þeir muna eftir, að Jakob Möller hefir sagt, að ef flokkur hans gæti ekki sigrað Framsókn á kjördegi, þá væri bylting rétta svarið. Og þá muna þeir fátæku eftir, að Jakob Möller hefir 16 þús. kr. í laun fyrir að gæta að því, að allt sé í lagi í bönkunum. Þeir vita, að aðrir menn hafa enn meiri tekjur. Og hvað er þá til fyrirstöðu, að hinir hungruðu og fátæku taki allt af Jakob Möller og hans nótum. Þeir hafa sagt, að rétt væri að taka völd af Fram- sókn, þó að löglegur þingmeiri- hluti stæði á bak við. Möller hef- ir prédikað ofbeldi og byltingu sem hæsta lögmál. Og hví skyldu þá ekki hinir hungruðu leita með byltingu eftir brauðinu, hinir húsvilltu hrifsa hús hinna ríku, hinir klæðlitlu ræna fatahúsin? Það er hægra að kveikja eld of- beldis og óstjórnar, en að kæfa hann. (Tíminn). -------o------ Brot úr sögu Alpingis. Bvggingar- og landnámss/óður. Á Alþ. 1925 bar Jónas Jónsson fram frv. til laga um Byggingar- og landnámssjóð. Verksvið sjóðs- ins skyldi vera að gera sveita- bændum og grasbýlismönnum við kaupstaði fært að endurbyggja niðurnídd býli og nema ný lönd. Lán mátti veita til að endur- byggja gamla sveitabæi á varan- legan hátt og til landnáms í sveit- um, húsagerðar, túnræktar, engjaræktar og garðræktar. Enn- fremur til hins sama við kauptún og kaupstaði, ef landneminn get- ur að hálfu framfleytt sifjaliði sínu á hinu ræktaða landi. Búnað- arféj. ísl. ræður lánveitingu, en Landsbankinn sér um reiknings- færslu, þar til fasteignabankinn tekur til starfa. Lánin skulu veitt til 55 ára, afborgunarlaus fyrstu 5 árin og afborgist síðan á 50 ár- um með 2% á ári, eða sama sem að höfuðstóllinn borgist en engir vextir. Um lánin sé þetta enn- fremur tekið til greina: að bygg- ingin sé varanleg og samsvari að stærð og dýrleika landi því, sem fylgir. Að sérfróðir menn fallist á teikningar af húsum þeim, sem gera á. Að lánið fari ekki fram úr sannvirði aðflutts byggingar- efnis og helmings af kaupi stein- og trésmiða, sem að dómi sér- fróðra manna þurfa við bygging- una. , Og að lokum eru hömlur á því, að hægt sé að braska með þær jarðir, sem upp eru byggðar með styi'k úr sjóðnum. í frumv. er og ákvæði um sér- stakan skatt til að standa straum af þeim kostnaði, er af þessu leið- ir. Skal hann lagður á tekjur, er nema 20 þús. eða meira, og eign- ir, er nema 30 þús. eða meira. Um það atriði segir Jón Þoi'- láksson: »Það er almenn regla, viður- kennd af sérfræðingum í skatta- málum, að takmörk eru fyrir því, hve mikið má hækka einstaka skatta. Þegar komið er að þessu takmarki, leiðir frekari hækkun ekki til aukningar á skatttekjun- um, heldur til lækkunar á þeim.... Að skattinum er jafnað niður af handahófi og að þeir, sem með undandrætti geta komið tekjum sínum rétt niður fyrir 20 þús. og eign niður fyrir 30 þús., sleppa alveg, bætir ekki úr«. Um frv. þetta segir J. Þ. enn- fremur: »Eg- fyrir mitt leyti hefi nú enga trú á stofnun nýbýla í.sveit- um fyrst um sinn. Eg lít svo á, að þessi býli, sem til eru í landinu, séu að því leyti í rauninni nýbýli, að ræktun og húsun þeirra eru að mestu leyti ógerð enn þá.... Til sveitanna rennur þá naum- ast annað fé sjóðsins en það, sem ætlað er til að endurbyggja niður- nídd býli. Mér finnst það nú æði undarlegt að gera niðurníðsluna að skilyrði fyrir framlagi til byggingar úr sjóðnum eins og verið væri að verðlauna hana. Það er líkast því sem menn eigi að keppast við að rífa niður, til þess að þeim sé rétt hjálparhönd..... og því óvíst hvort meira gætti, niðurníðslunnar eða endurreisnar- innar, í því kapphlaupi þeirra á milli, sem til er stofnað«. í öðru lagi segir sami þi'ngm.: »Fé sjóðsins á að veita mönn- um að láni vaxtalaust. Þetta er gjöf. Fátækrastyrk eða sveita- styrk mætti líka kalla það; mest af núverandi sveitastyrk er ein- mitt veitt sem vaxtalaust lán... Eg held, að fáir dugnaðarmenn gerðust til þess að sækjast eftir þessum sveitastyrk. Eg er sjálfur af bændabergi brotinn og hefi það mikinn metnað fyrir bænda- stéttarinnar hönd, að eg tel henni misboðið með slíku tilboði um fá- tækrastyrk. Það er reynsla allra

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.