Dagur - 09.06.1931, Síða 4

Dagur - 09.06.1931, Síða 4
116 DAGUR 30. tbl. 9. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Ný kvæði. 10. Rökkurskraf. 11. Boccaccio: Tídægra I. 12. Paul Heyse: Andrea Delfin (fram- haldssaga). 13. Hvað hefðir þú gert í þessum spor- um? (Sönn saga) . 14. Útsýn kristins nútímamanns yfir samtíð sína I. 15. 1 gamla daga. Endurminningar Mýrdælings (Eyjólfur á Hvoli). 16. Læknisdómur náttúrunnar. Berklar láta undan síga I. 17. Matur er mannsins megin. Efna- gerðin innra með þér. 18. Fyrsta hjálp við slysum (Snorri Halldórsson). Um 15 myndir, sumar heilsíðu og lit- prentaðar, væntanlega. »J ö R Ы, 2. hefti. Efnisyfirlit: 1. Kvæði. 2. Indland og Indverjar (6 myndir). 3. Stanley Jones: Kristur á vegum Inálands I. (upphaf íslenzkrar út- gáfu; þýðandi sr. Halld. Kolbeins). 4. 1 gamla daga III—V (Erl. Filipp- usson, ritstj., Sigurður á Maríu- bakka). 5. Samlíf ■ þjóðar við náttúru lands síns II. 6. Útigöngur. 7. Leitið Guðs í einveru náttúrunnar! (Ræða eftir sr. Halldór Kolbeins). 8. Fegurð náttúrunnar. (Litprentað- ar heilsíðumyndir). 9. Læknisdómur náttúrunnar. Berklar láta undan síga II. 10. Alhæfing mataræðis á íslandi. 11. Líkamsrækt II—III. 12. Boccaccio: Tídægra II. 13. Paul Heyse: Andrea Delfin (fram- haldssaga). 14. Myndir (1 sérprentuð heilsíðumynd fylgir greininni). 15. Fræðslukerfi Islands. 16. Útsýn kristins nútímamanns yfir samtíð sína II. 17. Fæðingarréttur hennar (Irsk saga, þýdd af Snorra Halldórssyni). 18. Rökkurskraf II—III (með mynd sérprentaðri). 19. Trúin á verðleika Krists. «■ Pétur Sigurðsspn. Það hefir verið brennheit ósk mín og þrá síðustu árin að geta hafið sérstaka starfsemi hér á landi. Það er að ferðast um og með fyrirlestrum og öðrum áhrif- um leitast við að glæða trúarlíf þjóðarinnar og andlegt líf hennar, án þess að þurfa að berjast fyrir nokkru sérstöku útvortis fyrir- komulagi eða flokkseinkenni. Eg gat þess í blöðunum hér strax, er eg kom heim frá Ameríku síðast- liðið sumar, að út í slíkt myndi eg leggja og það þótt eg yrði að stíga það spor algerlega í trú og án þess að hafa stuðning af nokkru sérstöku félagi eða kirkjudeild. Frá þeim tíma hefi eg ferðast um mikið af Vestfjörðum, flutt nokkra fyrirlestra á ísafirði, einn í Hnífsdal og Bolungarvík, einn í Önundarfirði og tvo í Súganda- firði. Ennfremur hefi eg flutt einn fyrirlestur á Eyrarbakka, annan á Akranesi, fjóra i Vest- mannaeyjum og sjö á Akureyri. Á þessum stöðum: isafjarðar- kaupstað, Hnífsdal, Bolungarvík, Suðureyri, Súgandafirði, Eyrar- bakka, Keflavík, Garði, Akranesi, Vestmannaeyjum og Akureyri, hefi eg heimsótt mikið til hvert einasta heimili og kynnst mönnum allmikið og haft gott tækifæri til að kynnast hugsanagangi fólksins, er lýtur að starfssviði mínu. Þar að auki hefi eg flutt um eða yfir þrjátíu fyrirl§stra í Reykjavík, #-# heimsótt mörg hundruð heimili þar og kynnst fólki í höfuðstaðn- um töluvert, skrifað noklcrar blaðagreinar, sem einnig hafa fengið þær viðtökur hjá mörgum, að vott ber um trúaráhuga. Á þessum 10 mánuðum hefi eg gefið út tvö þúsund af bókinni: »Takið steininn burt«, og selt þegar meiri hlutann af henni, gefið út 15 hundruð af fyrirlestrinum: »Stór- glæpir þjóðanna« og selt hann allan, eitt þúsund af fyrirlestrin- um: »Auðæfum blásið burt« og einnig selt hann allan. Eftir þenn- an stutta tíma og þessi kynni mín af mönnum víðsvegar, er eg þeg- ar sannfærður um að trúaráhugi íslenzku þjóðarinnar hefir í raun og veru, ef vel er að gáð, aldrei verið meiri. Munurinn er aðeins þessi, að menn hafa gefið frá sér mikið af hjátrú og fátæklegum skilningi á trúmálum, en nálgast mikið sannari trú og fullkomnari skilning á lífinu. Þótt smá skriðu- hlaup kunni að eiga sér stað í andlegum leysingum og orsaka ef til vill smáskemmdir, má enginn kippa sér upp við. Nýtt líf fæðist sjaldan þjáningalaust, og frjór verður ekki sá akur til lengdar, sem aldrei er plægður. Þetta starf mitt, sem eg í veik- leika hefi reynt að vinna síðustu 10 mánuðina, hefir verið mjög á- nægjulegt. Viðtökur hafa allstað- ar verið hinar beztu og eg hefi farið mikið uppörvaður frá hverj- um stað. Það hefir einnig verið mér ánægjuefni að kynnast prest- um landsins á þessum stöðum, sem allir hafa tekið mér mætavel og greitt götu mína, ásamt mörg- um öðrum góðum mönnum. Sjálf- ur er eg fullur þakklætis til Guðs og góðra manna, hefi mikla trú á starfinu, þörfinni og tækifærun- um og þrái það eitt að geta haft holl áhrif á andlegt líf þjóðar minnar í framtíðinni og vænti styrks og stuðnings allra góðra manna í þeim efnum. -----o----- Fr éttir. Dánardxgur: 1. þ. m. lézt á sjúkra- húsi í Reykjavík Kristján Magnússon, Oddssonar skipstjóra hér í bæ. Fór hann nýlega. suður til að leita læknis- hjálpar, en dó af hjartabilun strax eft- ir komu sína þangað. — Þá er og ný- lega látinn hér á sjúkrahúsinu Guð- mundur Ámason frá Knarareyri á Flateyjardal, hálfþrítugur að aldri. Druklcnun. Maður féll út úr bát frá Siglufirði í síðustu viku og drukknaði. Hét hann Hannibal og var frá Selvogi. Slys. Nýlega drukknaði fjögra. ára gamalt barn í læk hjá Kasthvammi í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Sira Siariley Melax hefir fengið veit- ing-u fyrir Breiðabólstað í Vesturhópi. Kuldatíðin heldur áfram og óslitin þurviðri þar til í gær að rigndi lítils- háttar. Útlit með grassprettu slæmt, ef ekki skiftir um hið bráðasta, og jörð víða kalin til skemmda. \ nJegstæri mig af léreptunum mínum“ segir húsmóðirin Þvottar þvegnir með RINSO veróa hvítari og endast lengur LIVER BROTHER8 LIMITSO PORT SUNUGHT, ENOLAND W-R 25-047A „ Þessvegna þvæ j'eg aldrei hin fínu lök og dúka mína í öðru en Rinso. Rinso fer svo vel með þvottana, það naer út öllum óhreinindum án harðrar núningar og gerir þvottana hvíta án þess að bleikja j>á. Siöan jeg fór aÖ brúka Rinso i hvíta þvotta, veröa þeir hvítari og endast lengur, svo þaÖ er sparnaöur viÖ þaö líka.“ Er aöeins selt i pökkum — aldrei umbúöalaust Lítill pakki—30 aura Stór pakki—55 aura ALFA LAVAL mjólkursigti og sigtisbotnar (vattbotnar) eru ó- missandi til þess aö framleiða hreina og heil- nœma mjólk. Samband isl. samvinnufélaga. róliiísl óperrispoka. Dalalæða sunnan yfir sanda, syrju menguð, fast hjá bæjum krýpur. Fram til sveita, út við yztu granda, Ópverrinn úr skotti hennar drýpur. Grómi sínu að sletta á allt og aiia, er hann gjarn, sá fúli þokukúfur. Laða sig um lægstu mýrahjalla, lyppa sig um flokks síns hundapúfur. — Hjúfra sig að hreiðrum band- ormanna. — Hún er andstyggð guðs og flestra manna: Dalalæðan sunnan yfir sanda. Glúmur. Stúdentsprófi við Menntaskólann hér lauk á Föstudaginn var. 15 nemendur útskrifuðust. Skólauppsögn fór fram kl. 2 á laugardaginn. Settur til að þjóna Grundarþingum fyrst um sinn eða þar til öðruvísi verð- ur ákveðið, er sr. Friðrik Rafnar sókn- arprestur á Akureyri. Næstkomandi sunnudag kl. 12 á hádegi messar hann á Hólrnn og f Saurbæ kl. 3 e. h. sama datg. EFS4AGERÐAR-V0RUR- eru þekktar um allt land, vörugæði og verðlag viðurkennt af öllum sem reynt hafa. íslendingar! Kaupið islenzkar vörur. Umboðsmaður vor á Akureyri er Eggert Stefánsson Brekkugötu 12. — Sími 270. H|f Efnagerð Reykjavíkur. Myndasíofan Oránuféiagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funcfi-Rasmussen. Hljómsveit Bernburgs hélt hljómleik í Nýja Bíó á sunnudaginn var við dá- góða aðsókn og mikihn fögnuð áheyr- enda. Er Bernburg viðurkenndur snill- ingur í þeim sökum. Fimmlembd ser. 1 vor eignaðist ær ein á Steinsstöðum í Öxnadal 5 lömb, 3 gimbrar og 2 hrúta. Lömbin lifðu öll. Ritstjóri: Ingimar Eydal, Gilsbakkavag 5. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.