Dagur - 11.06.1931, Blaðsíða 4
120
DAGUR
31. tbl.
JSJX JSM
þvottaduflið þjóðfrœga er ávalt til hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga.
GáMANVÍSNáPLÖTUR
sungnar af hinum góðkunna leikara
BJA.RNA BJÖRNSSYNI
eru nýkomnar, svo sem: Vfsur um Nikolínu, Jonsen
í Bíó, Aldamótaljóðin, Hann hefir það með sér, Konuvísurnar, Bílvísurnar og vísur um
Jón Emigranta og Kötu 1. og 2. Einnig framsögn: Fundurinn 1: og 2. (raddbreyting-
ar), Internationale og Stríðssöngur jafnaðarmanna.
Einnig nýkomið: GRAMMOFONAR margar teg., þar á meðal FERÐAFÓNAR út-
búnir til að setjast í samband við útvarpstæki og fylgir þeim rafmagnshljóðdós (>pick
upc) með hljóðdeyfara og eiunig venjuleg hljóðdós. »PolÍfar«-rafmaQllShljÓðdÓSÍr (>pick
up«) með armi og hljóðdeyfara og án arms. Mjög góðar og ódýrar, PÍ.ÖTUTÖSKUR,
ætlaðar fyrir 20 plölur. NýjllStll danSplÖtUf. JÓN GUÐMANN.
ALFA LAVAL
mjólkursigti og sigiisbotnar (vattbotnar) eru ó-
missandi til þess að framleiða hreina og heil-
nœma mjólk.
Samband 'isl. samvinnufélaga.
Tapast hafa tveir hestar frá
Saurbæ í Eyjafirði, í vor, grár
hestur, 9 vetra gamall, . með
talsverðu faxi, mark sýlt, biti
fr. hægra, stýft vinstra. Hinn
hesturinn er leirljós, 17 vetra, með
miklu, hvítu faxi. Mark blaðstýft
aftan, biti fr. hægra, sýit, biti fr.
vinstra. Báðir hestarnir áttu að vera
með kliptu K á hægri lend. — Hver,
sem kynni að hafa orðið var við
hesta þessa, eða verða var við þá,
er vinsamlega beðinn að gera mér
undirrituðum aðvart sem fyrst.
Kaupangi, 10. júní 1931.
ÁRNI GUÐJÓNSSON.
Að stjóma með réttlæti.
íhaldsmenn hafa haft mörg orð
um, að þeir vilji láta stjórna land-
inu með réttlæti. Undir það heyri
að vii’ða þingræði og þjóðræði og
megi hvorugt skerða á nokkurn
hátt, ef réttlætinu eigi ekki að
vera misboðið. Þetta er nú mjög
fallega mælt, ef hugur fylgdi
máli. En nú er það að koma í ljós,
sem margan grunaði, að hér hefir
verið um falshátt einn að ræða
hjá íhaldsmönnum. Upp úr rétt-
lætisrausi sínu láta þeir eitt blað
sitt boða byltingu gegn löglega
kosnum þingmeirihluta og stjórn,
sem sett er samkvæmt viður-
kenndum þingræðisreglum. Þann-
ig auglýsa íhaldsmenn fyrirfram,
að þeir séu ráðnir í að þverbrjóta
bæði þjóðræði og þingræði með
handafli sínu, ef þjóðin leggi ekki
völdin í þeirra hendur nú við
kosningarnar. Bii’tast þarna rétt-
lætiskenndir íhaldsins í sinni
sönnu mynd.
í hugum íhaldsmanna er réttlát
stjórn, þingræði og þjóðræði á
þessa leið: Komumst við, ihalds-
menn, í meiri hluta (það er nú
auðvitað alveg útilokað), þá ber
að láta þingræðið njóta sín sem
bezt, og þá verður allt að lúta
vilja okkar skilyrðislaust, en kom-
ist andstæðingar okkar í meiri-
hluta, þá er þingræðið einskis
virði í okkar augum, og því erum
við ráðnir í að fótum troða það,
eftir því sem við höfum líkams-
burði til.
Hvernig lízt almenningi á svona
lagað réttlæti? Hver treystir sér
til með góðri samvizku að ljá slík-
um hugsunarhætti fylgi við Al-
þi ngiskosningar ?
Reykjavíkurihaldið og Sogsvirkj-
unin.
Á síðasta þingi lét hátt í íhalds-
mönnum yfir nauðsyn virkjunar
Sogsins. Töldu þeir Reykjavíkur-
bæ hina brýnustu þörf á fram-
kvæmd þess máls og heimtuðu
ríkisábyrgð fyrir 7 miljón kr. láni
til þessarar framkvæmdar. Héldu
þeir því fram af mikilli ákefð, að
með engu móti væri kleyft fyrir
Rvík að afla sér þessa láns án á-
byrgðar ríkisins, eða á nokkurn
hátt fært að koma málinu fram
án hjálpar þess, þó þeir á hinn
bóginn hefðu margsinnis stað-
hæft, að bærinn væri ágætlega
stæður, en ríkið sama sem gjal,d-
þrota og allt lánstraust þess glat-
að. Þessi ákefð fhaldsins með
Sogsvirkjunina kom þeim mönn-
um ærið undarlega fyrir sjónir,
sem vissu, að íhaldsmenn í bæjar-
stjórn Reykjavíkur höfðu barizt
á móti framkvæmd þessa máls,
meðan þeir sáu sér fært.
Nú hefir einn af fulltrúum Al-
þýðuflokksins í bæjarstjórn Rvík-
ur, Sigurður Jónasson, fyrir hönd
þýzks rafmagnsfirma gert bæjar-
stjórn Rvíkur tilboð um að virkja
Sogið, og það án allrar ríkisá-
byrgðar. Samkvæmt tilboði þessu
hefir bærinn rétt til eftirlits og
endurskoðunar á rekstrinum og
fær hlutdeild í ágóða. Auk þess
getur bærinn keypt mannvirkin,
hvenær sem er.
Þær fréttir berast nú úr Reykja-
vík, að íhaldið sé sárgramt Sig-
urði Jónassyni fyrir það að koma
fram með þetta tilboð fyrir kosn-
ingarnar, því að með því sé slegið
það kosningavopn úr höndum
þess að brígzla Framsókn um
mótstöðu gegn ríkisábyrgðinni,
þar sem nú sé í ljós komið, að hún
sé algerlega óþörf, og að allur
bægslagangur íhaldsmanna um
nauðsyn hennar hafi verið út í
loftið og á engum rökum byggð-
ur. Hitt er þó talið enn frásagna-
verðara, að Reykjavíkur-íhaldið
muni láta sér fátt um finnast,
þegar það loks á kost á að fá
virkjun Sogsins framgengt, og
muni það hafa í huga að svíkjast
nú"með öllu frá þessu velferðar-
máli Reykjavíkur og nærliggjandi
héraða, sem þeir hafa kallað
Sogsvirkjunina. Hefir þá áhuginn
ekki verið eins brennandi í undir-
djúpum íhaldsins, eins og þeir
hafa blásið hann út á yfirborðinu,
til þess að sýnast fyrir þjóðinni.
ólíkar skoðanir.
Frambjóðandi Framsóknar-
flokksins á Akureyri, dr. Kristinn
Guðmundsson, lýsti samvinnu-
stefnunni svo í framboðsræðu
sinni, að hún væri »lyftistöng
hinna mestu framfara, er enn
hefðu orðið á landi hér«.
Það kveður við nokkuð annan
tón um þetta sama efni í blaði
frambjóðanda kommúnista hér í
bæ, »Verkamanninum«. Þar er
samvinnuhreyfingin hér á landi
ekki talin »lyftistöng hinna mestu
framfara«, heldur »klafi á fátækl-
inga til lands og sjávar«, »tæki til
þess að skapa velmegandi ein-
staklingum hennar enn meiri
auð«. Þar eru samvinnufélögin ís-
lenzku talin »klíkumyndun fasist-
ans frá Hriflu, með baráttu nokk-
urra óhlutvandra fjárgróðamanna
í skjóli kaupfélaganna, fyrir
auknum gróða«.
Þannig farast blaði kommúnista
orð um samvinnuhreyfinguna á
íslandi og starf kaupfélaganna.
Að dómi »Verkam.« eru félögin
»klíkur«, sem Jónas frá Hriflu
hefir myndað! Það er eins og
»Norðlingur« sé risinn upp úr
gröf sinni. Takið eftir því, ey-
firzkir samvinnumenn! Kaupfélag
Eyfirðinga er bara klíka, sem
Jónas Jónsson hefir sett á stofn!
Hverjir þeir eru, »óhlutvöndu
fjárgróðamennirnir«, sem í skjóli
kaupfélaganna maka krókinn,
getur blaðið ekki um. Allir vita,
að Hallgrímur sál. Kristinsson og
Sigurður bróðir hans hafa eink-
um mótað starf og stefnu kaupfé-
laganna hin síðari ár. Er Verka-
maðurinn að dreifa þeim við ó-
hlutvendnis fjárgróða í starfi
sínu ? Er blað kommúnista að
heiðra minningu H. K. með þess-
um geðslega munnsöfnuði? Það
liggur næst að ætla að svo sé.
Sýnilega lítur blað kommúnista
svo á, að samvinnuhreyfingin og
kaupfélagsstarfsemin í landi hér
sé þungt böl, sem þjaki fátækum
landslýð. Og eina ráðið, til þess að
losa fátækan lýðinn af »klafan-
um« og lækna þetta þunga böl,
virðist Verkamanninum vera að
kjósa Einar Olgeirsson og ungfrú
Elísabetu Eiríksdóttur á þing, til
þess að koma rússnesku skipulagi
á samvinnumálin! -
Samvinnumenn á Akureyri!
Hvort finnst ykkur ráðlegra að
kjósa þá menn á þing, er telja
verk Hallgríms Kristinssonar
»lyftistöng framfaranna«, eða
hina, sem hafa þá skoðun, að það
sé »klafi á fátæklinga til lands og
sjávar?«
Þeirri spurningu eigið þið að
svara á morgun.
, «" ----o-----
Stmskeyti.
(Frá FB).
Rvík 9. júní.
Mesti landskjálfti, sem dæmi
eru til í Bretlandseyjum, kom þar
kl. 1—2 á sunnudagsnóttina. Varð
hans vart um allt England og
norður á Skotland. Fólk svaf víða
drekka allir góðir
íslendingar.
Fæst alstaðar þar sem
öl er selt.
úti, þar til dagur rann. Enn er ó-
frétt um tjón af völdum land-
skjálftans. Snarpir kippir komu
einnig í norðanverðu Frakklandi,
Belgíu og Noregi.
Verkfallsóeirðir urðu í Men-
stad í Noregi í gær og særðust
nokkrir lögreglumenn alvarlega.
Afli á botnvörpunga er góður.
Sama þurkatíð helzt enn.
Kosningafundur er hér í Rvík í
kvöld. Búizt er við meiri kosn-
ingaþátttöku hér en dæmi eru til
áður.
Talning atkvæða fyrir Eyjafjarðar-
sýslu fer fram í Samkomuhúsinu á Ak-
ureyri laugardaginn 20. þ. m. og hefst
kl. 11 f. h.
Ritstjóri:
Ingimar Eydal, Gilsbakkavcg 6.
Prentsmiöja Odds Bjömssonar.