Dagur - 11.06.1931, Blaðsíða 2

Dagur - 11.06.1931, Blaðsíða 2
118 DAGUR 31. tbl. Jarðyrkjuverkfæri. 1 Spaðar. — Oafflar. &§[ Malarskóflur. — Saltskóflur •• Kartöfluskóflur. J9 Garðhrífur. #g| Undirristuspaðar. •• Ræsaspaðar. Sh Kaupfélag Eyfirðinga SS Járn- og glervörudeildin. BMMIIilittHMIMMHiiS Myndastofan Oránufélagsgðtu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. brjósti, en einblína ekki á sína eigin pyngju, svo eg viðhafi orð Jóns Þorlákssonar úr Lögréttu 1908. Það er flokkur, sem í innsta eðli sínu er lifandi umbótaflokkur. Verkin sýna merkin. Á þessum tæpum fjórum árum, sem hann er búinn að fara með æðstu völd, hefir land og lýður stórbreyzt. Framkvæmdirnar hafa verið svo stórstígar, að aldrei síðan landið byggðist hafa þær verið neitt svipaðar og nú, og þær munu bera ríkulegan ávöxt á ókomnum ár- um. Bardaginn verður nú á milli þessara tveggja flokka aðallega, við kosningarnar sem í hönd fara; úrslitin eru þýðingarmikið atriði. Nái íhaldsflokkurinn sigri við kosningarnar, er ríkisvaldið rurin- ið í hendur braskaralýð Reykja- víkur og fyrir séð um örlög sveit- anna og íslenzka landbúnaðarins um leið. íhaldsflokkurinn hefir sýnt og sannað, að hann hreint og beint er illviljaður sveitunum og mætti ótal margt nefna þeirri staðhæfingu til stuðnings. Auðvit- að fer jafn falskur flokkur hægt í að sýna sinn rétta hug og anda til þeirra, þó úlfurinn hafi nokkrum sinnum sézt greinilega undir sauðargærunni, sem hann hylur sig með. Nefni eitt dæmi af handahófl, sem styður þetta mál mitt vel. Þann 14. apríl s. 1. átti að ræða vantraustsyfirlýsingu á stjórnina, er var borin fram í sameinuðu þingi af 6 íhaldsmönnum og vafalaust með fylgi alls flokksins og auk þess með stuðningi jafnað- armanna. Hefði tillagan verið rædd, náði hún efalaust samþykki þingmeirihlutans og stjórnin hlaut að beiðast lausnar. Ætluðu andstæðingarnir síðan að taka höndum saman og mynda sam- bræðslustjórn fram að kosningun- um, sem áttu að fara fram 15. júlí í sumar. En vantraustsyfirlýsingin varð aldrei rædd á Alþingi. Sama morgun og umræðurnar áttu að hefjast, kvaddi forsætisráðherra sér hljóðs utan dagskrár og til- kynnti, að þing væri rofið sam- stundis að skipun konungs, og nýjar kosningar færu fram 12. júní í stað 15. júlí. Það er óþarfi að geta þess, að íhaldinu og jafn- aðarmönnum varð æði bilt við þessi tíðindi, enda var það að sumu leyti von. Stjórnarmyndun- arhugmynd þeirra var þar með, að mestu leyti, úr sögunni og allir loftkastalar um sæluríka daga uppi í stjórnarráði hrundir til grunna. En íhaldsflokkurinn ætlaði svo sem ekki að vera aðgerðarlaus, ef honum hefði auðnast að fá að halda um stjómartaumana dá- litla stund með jafnaðarmönnum. Hann ætlaði að sýna sveitunum velvild sína, með því að koma á stórfelldum breytingum á kjör- dæmaskipuninni í landinu. Fjölga átti þingmönnum Reykjavíkur úr 4 upp í 9. Og öll þessi breyting kostaði fækkun þingmanna í sveitakjördæmunum; með þessu móti átti að draga allt vald frá sveitunum, til kaupstaðanna, í hendur braskaralýðs höfuðstaðar- ins. Ástæðan fyrir þingrofinu var því meðal annars sú, að rétt þótti að skjóta jafn stóru máli og kjör- dæmabreytingunni, undir dóm þjóðarinnar. Verði sigurinn í- haldsmegin við kosningamar, hlýtur algert sveitahrun að verða, ef dæma má eftir þeim stuðningi, sem fhaldið vildi veita landbún- aðinum á meðan það hékk við völd frá 1923—1927. Það er held- ur varla von til þess að íhalds- flokkurinri vilji leggja peninga í »deyjandi fyrirtæki« eins og eitt af blöðum þess flokks kemst að orði um landbúnaðinn, eða þeir vilji rækta upp »lélegasta landið á jörðinni« (Vísir, 1931). Þeir finna eflaust upp miklu betri staði til að slengja peningunum í, t. d. í sjávarútveg og verzlunar- brask. En verði sigurinn Fram- sóknarmegin, þarf ekki að óttast um hrun sveitanna á meðan sá flokkur ræður hér ríkjum. Hann hefir sýnt það í starfi sínu á und- anfömum árum, að hann vill styðja sveitirnar og landbúnaðinn með ráðum og dáðum og allar framkvæmdir -í landinu, enda er Framsókn alhliða umbótaflokkur. Á stjórnarárum hennar hafa fleiri ár verið brúaðar en nokkru sinni fyr, og meiri vegir verið lagðir um strjálbýlar sveitir og óruddar heiðar, en áður hafa ver- ið dæmi til. Samgöngubæturnar á sjónum hafa heldur ekki farið varhluta af umbótastarfi Fram- sóknar. Einnig hafa tvö varðskip verið keypt hingað til að verja ís- lenzka landhelgi, gegn útlendum veiðiþjófum. Alþýðuskólar hafa risið upp í mörgum sveitum og útvarpsstöð- in, sem reist var í Reykjavík, sendir fróðleik og fréttir um endi- langt ísland. Mætti telja ótal margt fleira, sem Framsókn hefir gert, til að blása anda og lífi í sveitirnar, og sem horfir landi og lýð til gagns. íslendingar! Hvern flokkinn ætlið þið að kjósa 12. júní? Ef þið látið atkvæði ykkar falla á þingmannsefni Framsóknar, kjósið þið eins og sannir fslend- ingar, sem bera hag alþjóðar fyr- ir brjósti. Með því tryggið þið sveitunum og íslenzkri menningu glæsilega framtíð og landinu heill og hamingju. Ef þið greiðið íhaldsflokknum atkvæði, stuðlið þið að hruni sveitanna og glötun íslenzkrar menningar. Þá munu sveitirnar tæmast og þjóðin hrúgast í kaup- staðina á mölinni. Islenzki land- búnaðurinn mun þá liggja í dauðadái, þangað til alþjóð vakn- ar til nýrrar meðvitundar, og ber giftu til að reisa sveitirnar við á ný. Kjósendur! Aldrei hefir verið meira áríðandi en nú, að nota kosningarrétt sinn vel. Athugið viðburðina á stjórn- málasviðinu og stefnur flokkanna gaumgæfilega, og kjósið síðan eftir beztu sannfæringu. Þá er sigur Framsóknar líka viss. Þá er gifturík framtíð lands og þjóðar trygg. Árni Bjamarson. Pálsgerði, Höfðahverfi. o Klögumálingangaávíxl. íhaldsmenn bregða Framsókn- arstjórninni um, að hún hafi of- sótt peningaburgeisa innan Morg- unblaðsflokksins. Jafnaðarmenn ákæra stjórnina fyrir að hafa gefið auðborgurum Reykjavíkur 400,000 kr. íhaldsmenn brígsla stjórninni um, að hún hafi hækkað kaup verkalýðs í landinu og aukið á þann hátt dýrtíðina. Jafnaðarmenn eru háværir um, að sama stjórnin hafi verið sá versti kaupkúgari i garð verka- manna. Hvorum eigum við að trúa, þeg- ar svo illa ber saman? Eina skynsamlega ráðið er að trúa hvorugum, því þegar klögu- málin ganga svo á vígsl, er auð- sætt að báðir ljúga. EFNACERÐAR-VflRUR eru þekktar um allt land, vörugæði og verðlag viðurkennt af öllum sem reynt hafa. (slendingar! Kaupið íslenzkar vörur. Umboðsmaður vor á Akureyri er Eggert Stefánsson Brekkugötu 12. — Sími 270. H|f Efnagerð Reykjavíkur. Skrílslœti á fundi í Rvík. Umræðufundur um stjórnmál var haldinn í Reykjavík í fyrra- kvöld. Fór fundurinn fram í barnaskólaportinu. Af hendi Framsóknar töluðu þar Jónas Jónsson, Gísli Guðmundsson og Helgi Briem. f hvert skifti er þeir tóku til máls, hófu andstæðing- arnir Hin verstu skrílslæti, org- uðu, blésu í pípur og höfðu í frammi önnur götustrákalæti, svo nálega ekkert orð heyrðist til ræðumanna Framsóknar. Eru foringjar úr liði »ungra sjálf- stæðismanna« taldir hafa staðið fyrir og stjórnað skrílslátum þessum. Talið er, að lista Framsóknar hafi aukizt fylgi við þessa stráks- legu framkomu, því vitanlega er hún fordæmd af öllum sæmilega siðuðum mönnum. -----g— — J Hrœddir kappar. »Sjálfstæðis«-kapparnir hérna á Akureyri hafa undanfarna daga skolfið, ekki af kulda, heldur af hræðslu við það, að þeir muni bíða ósigur við .kosninguna á morgun. Þessi sári ótti, sem grip- ið hefir kappaliðið, stafar af sjúkri ímyndun þeirra sjálfra um einhverja »pólitíska sambræðslu«, er þeir svo kalla. Stundum á dr. Kristinn að draga sig til baka og allt Framsóknarliðið að snúast til fylgis við Erling. »Þá erum við frá«, hafa kapparnir sagt. Hinn sprettinn hefir Erlingur átt að draga sig til baka og fylgismenn hans kasta atkvæðum sínum á K. G. »Þá erum við líka frá«, hafá kapparnir sagt. O'g svo að síðustu á öll Framsókn á síðustu stundu að yfirgefa dr. Kristinn og fylkja sér um Einar Olgeirsson, og »þá erum við enn frá«, segja »sjálf- stæðis«-hetj urnar. óneitanlega bendir þessi með öllu ástæðulausi »sambræðsluótti« á, að pólitískt heilbrigðisástand sé ekki sem bezt á heimili »Sj álf- stæðisins«. Úr Höfðahverfi 8. júnl 1981: óvanai- lega miklir kuldar og frost á hverri nótt. Víðast hvar mjög gróðurlítið. — Byrjað að vinna með dráttarvél. — Fiskafli ágætur á »motor«báta á Greni- vík. Hafa bátar fengið allt að 14 skp. í róðri. — Heilsufar gott. — Giftingar: Steingrímur Jónsson Grímsnesi og Að- alrós Björnsdóttir s. st. Ingjaldur Pét- ursson (úr Vestmannaeyjum) og Bryn- hildur Björnsdóttir, Pálsgerði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.