Dagur - 25.06.1931, Blaðsíða 3

Dagur - 25.06.1931, Blaðsíða 3
33. tbl. DAGUR 127 JARÐARFÖR Jónatans Jósefssonar múrara fer fram þriðju- daginn þann 30. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hins látna, Grundargötu 3, kl. 1 e. h. Aðstandendur Móðir okkar, Rannveig Bjarnadóttir, andaðist að heimili sínu Hafnarstræti 107, þann 20. þ. m. og verður jörðuð að Myrká í Hörgárdal sunnudag 28. þ. m., en húskveðja fer fram að heim- ili okkar, laugardag, 27. þ. m. og hefst kl. 11 f. h. Akureyri 24. júní 1931. Aðalst. Jónatansson. Helga Jónatansdóttir. Páll Jónatanssoné Innilega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Jóhanns Friðfinnssonar. Helga fónsdóítir. Soffla fóhannsdóttir. Ingibjörg Jónsdóttir. Einar Jóhannsson. fúníus fónsson. Jarðarför móður minnar, Sigurlaugar Jónsdóttur, sem andaðist 22. þ. m., fer fram frá kirkjunni, miðvikudaginn 1. júlí n. k., kl. 1 e. h. Steinunn Franklín. Leikfélag Reykjavfkur sýnir SJÓNLEIKINN HALLSTEINN OG DÓRA eftir EINAR H. KVARAN i Samkomuhúsi Akureyrar, MIÐVIKUDAO og FIMTUDAO 1. og 2. júlí. Aðgöngumiðar á kr. 2,00—3 00 fást í Samkomuhúsinu þriðjud. 30. júní kl. 4-7 og eftir kl. 1 báða sýningardagana. Á sama tíma er hægt að panta aðgðngumiða i sima 73. ALPA LAVAL mjólkursigti og sigiisbotnar (vattbotnar) eru ó- missandi til þess að framleiða hreina og heil- nœma mjólk. Samband isl. samvinnufélaga. Jón Magnússon vill ekki blanda frv. og breytingartill. saman, segir að það muni spilla fyrir báðum málunum. Annars segir hann, að báðir skólarnir hafi ætíð fengið það fé, sem þeir hafi beðið um, og jafnvel hafi verið veitt fé til þeirra á milli þinga. Breytingartillaga Guðmundar Ól- afssonar var felld með 9 gegn 5 atkv. Frumvarpinu vísað til 3. umræðu með 8 gegn 6 atkv. Við þá umræðu ber Einar Árnason fram breytingar- tillögu þess efnis, að skólinn standi ekki nema 3 vetur og að yngri nemendur en 16 ára séu eigi teknir f hann. I. H. B. er ákveðið á móti þessu. Sfegir, að margir vilji koma dætrum sínum strax 14 ára í skólann og mámstiminn sé alls ekki of langur. Einar Árnason bendir á, að með þessu verði kvennaskólinn aðeins framhaldsbarnaskóli fyrir Reykjavík, hvað fyrstu bekkina snertir; bendir t. d. á þau ummæli I. H. B., að ekki megi sleppa að kenna skrift í skól- anum. Allar breytingatiilögur voru felld- ar. Frumvarpið sjálft fellt með 7 gegn 7 atkv. að viðhöfðu nafnakalli< Já sögðu 7 íhaldsmenn. Nei, allir Framsóknarmenn, Sig. Eggerz og einn íhaldsmaður. Á þinginu 1926 kemur frumvarp- ið enn fram að tilhiutun stjórnar- innar og þá búið að taka Blöndu- ósskóla með. En þegar Jónas Jóns- son leggur fram breytingartillögu um að gera þá einnig að ríkisskól- um húsmæðraskóla á Staðarfelli og annan í grennd við Akureyri, ef frv. eigi að verða að Iðgum á ann- að borð, mótmæla þau Jón Magn. og 1. H. B. því ákveðið. Breytingartillagan var felld með 10 gagn 4 atkv. Já sögðu: Jónas Jónsson, Einar Árnason, Ouðm. Ól. og Ingvar P. Frv. vísað til 3. um- ræðu með 9 gegn 5 atkv( og síð- ast samþykkt til Nd. með 8 gegn 5 atkv. Frumvarpið síðan fellt f neðri deild. -----o——— Kosningaúrslit í kjördæmum þeim, sem ekki var getið í síðasta biaði, féllu á þessa leið: Norður-ísafjarðarsýalaiJón A. Jönsson (S.) kosinn með 587 atkv. Finnur Jónsson (J.) fékk 293 atkv. og Björn H. Jónsson (F.) 165 atkv. Strandasýsla: Kosninguhiaut Iryoovi Dórhallsson (F.) með 343 atkv. Maggi Júl. Magnús (S.) fékk 143 atkv. Suður-Pingeyjarsýsla: Par var Ingólíur Bjarnarson (F.) kosinn með 1034 atkv. Björn Jóhannsson (S.) fékk 217 atkv. og Aðalbjörn Pétursson (K.) 121 atkv. Eyjafjarðarsýsla: Kosningu hiutu: Bernharö Stelánsson (F.) með 1309 atkv. og Einar Árnason (F.) með 1297 atkv. Einar Jónasson (S.) fékk 529 atkv., Oarðar Porsteinsson (S.) 552 atkv., Ouðmundur Skarphéðins- son (J.) 307 atkv,, Halldór Friðjóns- son (J.) 202 atkv„ Elisabet Eiriks- dóttir (K.) 149 atkv. og Steingrfmur Aðalsteinsson (K.) 129 atkv. Hallsteinn on Dóra. Sjónleikur í fjórum þátt- um, eftir E. H. Kvaran. Reykjavík 1931. Maður nokkur á að hafa sagt, að munurinn á Ouði og honum syni sínum, væri sá, »að Ouð gerði allt af engu, en sonur sinn allt að engu. Munurinn á skáldum og rithöf- undum fyr og síðar, hefur verið nokkuð svipaður og munurinn á Ouði almáttugum og karlssyninum. Oóðskáldin og snillingarnir skapa listaverk af hversdagslegustu atvik- um og efni. Bögubósunum og leirskáldunum verður aftur á móti ekkert úr stór- efniviðnum, sem þeir oft og tíðum eru að seilast eftir; sannast þar: »að veldur hver á heldur«i Einar H. Kvaran, rithöfundur. E. H. Kvaran hefur skrifað leik- ritið >Hallsteinn og Dóra«, útaf hversdagsatvikum mannlegs Iífs. Persónurnar eru engin sérstök af- brigði. Skapgerð þeirra er á almenna vísu. Eigingirni Hallsteins ér að visu á allháu stigi, en þó tæpast meiri en það, að flestir munu finna i huga sér mynd eða minningu ein- hvers manns, er þeir 'hafa þekkt, hliðstæða þeirri er skáldið sýnir i leikritinu. Einhvern Hallstfein, sem eigingirnin hefir orðið svo ramur reykur i augum, að hann hennar vegna hefur aldrei komið auga á hin varanlegu verðmæti Itfsins. Dóra er hvorki Ouðrún eða Bryn- hildur. Hún líkist engam hinna hefnigjörnu kvenvarga sögunnar, en hún er kona, sem elskar af hjarta og fyrirgefur allt. Hún vakir yfir tfmanlegri og eilífri hamingju Hallsteins, Báðar þessar söguhetjur og aðr- ar persónur leiksins eru markaðar glðggum alþýðlegum einkennum, sem að lesandinn finnur að eru í samræmi við eðlilega skapgerð manna og kvenna yfirleitt. Er þessa minnst sérstakiega, vegna þess að nokkur misbrestur vill oft verða á þessum hlutum hjá leikrita- og sagna- skáldum. Nýung er það í fslenzkum bók- menntum, að söguferli persónanna sé fylgt út yfir takmörk þeirrar til- veru, er mönnum er kunn og þar gerist lokaþáttur íeikritsins, einhvers- staðar í tilverunni, og er hann hugs- aður og ritaður af næmum og djúp- settum skilningi á sálarlífi manna og kvenna; er hann hvorttveggja í senn, fagur og lærdómsríkur og mun áreiðanlega verða áhorfendum ógleymanlegur, ef vel tekst. Einar H. Kvaran er tvímælalaust listfengasta skáld íslendinga i ó- bundnu máli. Öll söguefni aukast og göfgast við meðferð hans. Pað er hlutfallslegur munur á ritum hans og margs annars, sem nú er ritað og prentað, og á Guði og karlssyninum. F. H. Berg. íprótfamenn frá Knattspyrnufélagi Rvík- ur, 50 að tölu, koma hingað með Drottn- ingunni í dag og sýna hér knattspyrnu, glímur og fimleiki, Hjónabönd. Ungfrú Valgerður Ragnars og Halldór Sigurbjörnsson úr Reykjavík voru gefin saman í hjónaband hér í bæn- um 18. þ. m. — Hinn 6. þ. m. voru gefin saman í Reykjavík ungfrú Berta Þórhalls- dóttir úr Hornafirði og Vigfús Sigurgeirs- son myndasmlður hér í bæ, Atkvœðatölur i Skagafirði. Pær voru eins Og hér segir: Steingrímur Steinþórsson 820 atkv., Magnús Ouðmundsson 796 —-, Brynleifur Tobiasson 782 —, Jón Sigurðsson 778 Steinþór Guðmundsson 49 — ogLaufey Valdimarsdóttir 37 —. Peir Steingrímur og Brynleifur fengu saman 752 atkv., Magnús og Jón 740 og Steinþór og Laufey saman 24 atkv. Við kosningarnar 1927 fengu þeir Sigurður á Nautabúi og Brynleifur sarnan 485 atkv. og Magnús og Jón 635. — Brynleifur fékk þá 610, Jón 687 og Magnús 740 atkv. Nú kusu 1689, en árið 1927 kusu 1287. f þetta sinn voru 5 seðlar auðir og 53 ógildir. — Tveir menn í Reykjavik biðu nýlega bana af að drekka tréspíritus í ógáti. Alpingi er itefnt saman 15. næita mán- aðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.