Dagur - 09.07.1931, Blaðsíða 1
D AGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Eostar kr. 6.00 &rg.
Gjalddagi íyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Arni Jóhanns-
lon í Kaupfélagi Eyfirö-
inga.
Afgreiðslan
er hjá Jáni Þ. Þ6r,
Norðurgötu S. Talslmi 118.
Uppsögn, bundin yið ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. dee.
XIV. ár.
Akureyri, 9. júlí 1931.
35. tbl.
Bækur.
lðunn, 1. h. þ. á., er út komin
fyrir nokkru. Fyrst er ritgerð eftir
Ásgeir Magnússon, er nefnist »Alda-
hvörf«. Hún fjallar um nýjustu upp-
götvanir náttúruvísindanna, og ættu
allir að kynna sér það merkilega
mál eftir föngum. Efnið, sem áður
hefir verið talið fast og óyggjandi,
er fyrir augum vísindamannsins að
hverfa — verða að engu. Á einum
stað f ritgerð þessari segir svo:
»Stuttu síðar én Einstein tók að
véfengja sígildar hugmyndir manna
um rúm og tima, komu fram aðrir
og tóku til við efnið sjálft. Til
skamms tima hugðu menn efnis-
eindirnar eitthvað hlutræmt og fast
— eitthvað líkar litlum málmkúlum.
En Rutherford og Bohr hefir nú
tekist að sanna með kunnáttu sinni
og skarpskyggni, að efniseindirnar
eru næstum ekki neitt annað en
rúmið autt. Eiginlegt efni er þar
ekki til, heldur örsmáar agnir sama
eðlis 00 rafmagnið, jákvætt og neikvætt,
það er: jákvæðar og neikvæðar raf-
eindir. Rafeindir þessar skipa sér í
brautir, og kerfið lfkist að sumu
Ieyti sólkerfi í geimnum. Rar með
var efnið allt tætt upp í rafagnir,
hverfandi að stærð, ef miða skal
við víðáttu kerfisins, það er: hverrar
efniseindar.
Ef menn hugsa sér allt efni í
einum mannslfkama, allt, sem veitir
honum þyngd, stærð og viðnám —
aliar rafeindirnar — saman komnar
f eitt, pá sæisl pað ekki með beruui aug-
um. Hitt er Ijósvaki, samkynja þeim,
sem fyllir geiminn millum stjarn-
anna*.
»íslenzk kirkja og trúarbrögð* er
fyrirsögn ritgerðar eftir sfra Ounnar
Benediktsson; Oerir höf. þar grein
fyrir, hvernig andstöðu hans gégn
trúarbrögðunum er háttað úg á
hvern hátt hann reki hana sem
meginþátt embættisstarfs síns f þjón-
ustu kirkjunnar. Eins og kunnugt
er hefir O. B., eftir að hann skrifaði
ritgerð þessa, gengið úr þjónustu
kirkjunnar, en vitanlega breytir það
engu hvorki um afstöðu hans eða
annara til þessa máls.
Priðja ritgerðin f þessu hefti ið-
unnar, sem valda mun talsverðri
eftirtekt og undrun ýmsra, er þýdd
úr norska tfmaritinu »Samtiden«. Er
hún eftir ungan hagfræðing norskan
og hefir að fyrirsögn: »Hvað veldur
kreppunni?< Vafalaust mun mörgum
þykja kenningar þessa höfundar
ærið fjarstæðukenndar. Hingað til
hafa flestir litið svoá, að öruggasta
leiðin til fjárhagslegrar farsældar
væri að vinna sem mest og eyða
sem minnstu, en höf. hefir alveg
gagnstæða skoðun á þessu. Hann
bendir á, að ástandið sé þannig nú,
að tala megi um offramleiðslu á
nær öllum sviðum. En kreppa nú-
tímans orsakist af engu öðru en
söluörðugleikum framleiðslunnar.
Á einum stað segir höf.: »Aukin
framleiðsla hefir enga sölumöguleika
nema þvi aðeins, að lífskjör fólksins
batni. Á móti þessu viðskiftalögmáii
er brotið nú á timum, svo að beinn
háski stendur afj Par sem kaup-
máttur þeirra, er laun taka fyrir
vinnu sína, ræður mestu um það,
hvort vörurnar ganga út eða ekki,
er hér einungis um tvær leiðir að
ræða. Annaðhvort verður að koma
á sjálfvirkri hækkun vinnulaunanna
í sama hlutfalli og framleiðslan á
hvern vinnandi mann eykst (eins
og nú stendur myndi sú hækkun
nema 3—4% árlega), eða að láta
vöruverðið falla svo, að kaupmáttur
fólksins — þrátt fyrir óbreytt eða
lækkað kaup, atvinnuleysi o. s. frv.
— verði samt sem áður þess megn-
ugur að taka á móti hinni auknu
framleiðslu. Svo virðist, sem vér
höfum nú valið þessa siðarnefndu
leið«...........»Að fara þessa leið
hefir þann kost, að til þess þurfa
engar opinberar ráðstafanir. Pað er
ekkert annað en að láta alit afskifta-
laust, svo fellur vöruverðið af sjálfu
sér. Ofyrkja hefir ætíð verðfall í för
með sér, ef ekki er að gert.
Pað ætti hinsvegar að vera full-
ljóst, að hin leiðin, með sjálfvirkri
hækkun vinnulaunanna, er miklu
heppilegri heldur en að láta raun-
gildi Iaunanna stiga í skjóii verð-
falls«.
Siðar segir: »Að ætla sér að
mæta viðskiftakreppu með þvf að
lækka vinnulaunin er nærsýn pólitik
og heimskuleg og getur valdið hruni
og hörmungum. En það er einmitt
þetta, sem verið er að gera nú —
á meðan verðfallið dynur yfir*. —
Og ennfremur: »Á krepputímum,
eins og nú, þegar vörurnar falla i
verði vegna þess, að framleiðslan
hefir aukist miklu hraðar en eyðslan,
verður að telja allar ráðstafanir, sem
miða að minni eyðslu, óheppilegar«.
Af þvf sem hér er tilgreint, þótt
stutt sé, sést allgreinilega hvert höf.
stefnir. Hann heldur því fram, að
fullkomnari vinnuaðferðir, hraðvirk-
ari tæki, fullnýting allrar orku —
alit þetta sé vafalaust til blessunar
fyrir mannkynið, sé rétt á haldið.
En allt snúist það jafnframt upp í
bölvun, ef ekki sé séð fyrir því, að
kaupgeta almennings vaxi nokkurn
veginn i réttu hlutfalli við aukningu
framleiðslunnar á hvern vinnandi
mann. Og eina færa leiðin til þess
að halda þessum hlutföllum i réttu
horfi, er að dómi höf. i því fólgin
að sjá um, að vinnulaunin séu hæfi-
lega há og stigi með aukinni fram-
leiðslu. Hann segir, að herópið
gamla um að auka vinnuna og tak-
marka eyðsluna sé úr gildi gengið
eins og stendur. Próunin heimti
styttan yinnutíma og aukna eyðslu.
Að öðrum kosti verði ekki mögu-
Iegt að koma í ló þeirri hraðvaxandi
framleiðslu, sem auðsöfnun og
vinnuvfsindi hafi i sameiningu skap-
að skilyrðin fyrir. Hinsvegar verði
stytting vinnutíma og hækkun vinnu-
launa, sem atvinnulffið þarfnist til
þess að jafnvægi fáist milli fram-
leiðslu og eyðslu, naumast fram
komið, á meðan haldið sé fast í
kredduna um hina frjálsu sam-
keppni, þvi á meðan sjái enginn
sér fært að byrjal Yfirleitt sé ekki
að hugsa til að koma þessu í fram-
kvæmd, nema annaðhvort með sam-
þjóðlegum lagaákvæðum eða mynd-
un viðskiftahringa, er spenni hálfan
hnöttinn.
Höf. endar mál sitt á þessa leið:
»Pað væri að vona, að kreppa sú,
er nú stendur yfir, sannfærði mann-
fólkið um, að það er ekki fram-
leiðslan, sem er f ólagi. Vandræðin
liggja f þvf, að fá framleiðsluna
selda. Pessi viðurkenning sannleik-
áns mun þá að líkindum leiða menn
í nýjan skilning á atvinnu- og við-
skiftaiífinu. Sá eilífi jarrnur, að öll
verðum við að eyða minnu og vinna
meira, ef nokkuð á að geta lagast,
hverfur úr sögunni. Mönnum lær-
ist að skilja það, að launalækkun
gerir ekki annað en að draga krepp-
una á langinn og gera hana erfið-
ari viðfangs — og að þvi aðeins
gttur atvinnu- og viðskiftalífið
blómgast, að velmegun almennings
fari vaxandi.
Kreppunni veldur sú staðreynd,
að mannkynið nú á dögum fram-
Ieiðir meira en það notar. Og undir
núverandi skipulagi birtist ofgnótt
í gervi fátæktar og eymdar. En
vinnulaunin lúta ekki »markgildis-
lögmálinu*. Pau hafa fram að þessu
ekki lækkað að sama skapi og
vöruverðið, og þvf ætti kaupmáttur
almennings að hafa aukist eitthvað.
Og þessi vöxtur kaupmáttarins f
sambandi við þá takmðrkun fram-
leiðslunnar, sem þegar er byrjuð,
mun að lokum stöðva verðfallið og
skapa skilyrðin fyrir nýjum upp-
gangstimum. Viðskiftalffið — þessi
blindingjaleikur — réttir við aftur,
Hinn 6. þ. m. andaðist á
Sjúkrahúsi Akureyrar Elínjóns-
dóttir frá Árnesi í Skagafirði.—
Jarðarförin fer fram laugardag-
inn 18. þ. m. kl. 1 eftir hádegi,
frá Akureyrarkirkju.
Aðstandendur.
einnig að þessu sinni. Menn deyja
ekki ráðalausir yfir þeim langanum,
sem er of langur«.
Iðunni þykir ástæða til að taka
það fram, að tímarit það, sem
greinin er þýdd úr, sé »háborgaralegt
og elzta og virðulegasta aiþýðlegt
timarit með Norðmönnum«. Auð-
vitað er greinin ekki skrifuð með
íslenzka hætti fyrir augum.
Enn er í þessu hefti Iðunnar rit-
gerð með fyrirsögninni: »Visindaleg
aðferð til samtals við íbúa stjarn-
anna«, eftir dr. Helga Péturss., sögur
og kvæði og getið helstu bóka, sem
út hafa komið á islenzku á liðnu
ári.
Að öðrum ísiénzkum timaritum
ólöstuðum, er Iðunn læsilegust þeirra
að þessu sinni.
ElmrelOin, April— Júni 1931, II.
h. Eins og áður ritar ritstjórinn »Við
þjóðveginn< og getur þarýmsraat-
butða síðustu tíma. — Símon Jóh.
Ágústsson skrifar um »Listsköpun
og kenndamörk*. — Thora Friðriks-
son á í ritinu grein um dr. Jean Char-
COl (með 7 myndum). — Pá eru
Ijóðaþýðingar eftir Magnús Ásgeirs-
son, niðurlag á sögunni »Rauða
dansmærin*, »Úr riki náttúrunnarc
(með 6 myndum) eftir ritstjórann,
ritdómar og II. smávegis.
Qráskinna III. Útg. Sigurður
Nordal og Pórbergur Pórðarson. —
Bókaverzlun Porsteins M. Jónssonar.
Útgefendurnir gera ráð fyrir, að
rit þetta komi út einu sinni á ári.
Tilgangur ritsins er að bjarga frá
gleymsku og afbðkun gömlum og
nýjum sögum, sem ganga mannaá
milli og koma fyrir almenningssjón-
ir ýmsum fróðleik, sem grafinn er
í handritasöfnum. f þessu 3. hefti
Oráskinnu kennir ýmsra grasa; með-
al annars birtist þar »sagnakver<
séra Einars sál. Pórðarsonar á Hof-
teigi, »hestatjónið á Jörfac, mjög
einkennileg saga og margt fleira.
Lengsta sagan er »Ferð að fjalla-
baki<; er hún um hrakningaferða-
Iag sunnlenzkra manna árið 1858,