Dagur - 20.08.1931, Blaðsíða 3

Dagur - 20.08.1931, Blaðsíða 3
41. tbl. DAGUR 159 Gufusuðupotta úr stál-aluminium, sem eru fallegri, sterkari og betri en nokkrir aðrir gufusuðupottar, útvega eg undirritaður beint frá verksmiðju í Ameríku. — Verðið er því svo lágt sem mögulegt er. — Nú þegar eru fleiri tugir í notkun hér á landi og reynast öllum hið besta búsáhald. ESteinn D. Þórdarson, > Arnarhóli við Akureyri. Sími 190 og 33 Þakkarorð. 2i. þ. m. urðum við fyrir þeirri sorg að sjá elskaða eiginkonu og fósturmóður hníga fyrir vopnum dauðans, eftir að hafa sýnt hugprúða vörn, þann tíma, sem hún átti i strfðinu, sem ekki var langur, — Kringumstæðanna vegna gat hún ekki legið banaleguna á heimili okkar hér á Greni- vík, heldur var hún flutt veik frá Hrísey • — þar sem hún stundaði atvinnu — að H|íð til vina fólksins þar, sem gerði sér allt far um að hjúkra henni sem bezt, en sérstaklega var það kona bróður hennar, sem annaðist hana mest, Fyrirþessahjálp biðjum við guð að blessa Hlíðarheimilið og launa þess góðu hjálp. Sömuleiðis þökkum við öllum, sem hafa veitt okkur hjálp í þessum raunum og sýnt okkur hluttekningu á margan hátt. Svalbarði á Grenivík 31. júlí 1931. Anna Páltna Halldörsdóttir. Páll Guðbjartarson. Dánarf regn. Hinn 20. júní síðastl. andaðist á sjúkrahælinu á Húsavík sæmdar- konan Guðiún Eldjárnsdóttir frá Nýjabæ þar á staðnum eftir lang- vinna vanheilsu. Guðrún sál. fæddist h. 15. nóv- ember 1852 ad Kjalalandi í Vind- hælishreppi. Lærð yfirsetukona varð hún árið 1878 og var sett til þess starfa i Sauóárkrókshreppi þegar árið eftir. Hinn 7. ágúst 1880 gift- ist hún Bjarna Jóhannessyni, og eignuðust þau 4 börn unz hann lézt 1887. Guðrún giftist i annað sinn 26. júni 1891; var seinni mað- ur hennar Halldór Einarsson frá Akranesi, og varð þeim 5 barna auðið. Hún var heppin tjósmóðir, samvizkusöm og nærgætin, enda tók hún samtals móti 490 börnum. Auk hjálpar- og hjúkrunarstarfanna þurfti hún jafnan fyrir heimili að sjá með börnum á ýmsum aldri, og var þá stundum litið um svefn, enda hugsaði hún ætið um starf, en ekki um hvíld, og bar áhyggjur og erviðleika með stiliingu og hug- prýði. Hélt hún svo fram meðan til vannst, og með nærfeiit 80 ár að baki horfðist hún í augu við dauðann án þess að lita undan eða mæla æðruorð. Maður hennar, sem eftir lifir, og börnin hennar blessa minningu hennar og starf, og margir fleiri. Og jafnvel þóaðlikn- arhendur hennar kunni nú að vera sumum gleymdar, þá eru samt hjálparráðin hennar, störfin hennar geymd i þeim sjóði, er ávaxtar æíi- starf sérhverrar þjóðnýtrar konu og manns. N. ■ o F réttir. Séra Oetavius Ihorlaksson trúboði íjap- an er væntanlegur hingað til bæjarins um næstu mánaðamót. Ætiar hann að flytja hér erindi og sýna tkuggamyndir. í för með honum verður Sigurbjörn Á. Gísla- son cand. theol. Einar Kristjánsson tenorsöngvari er vænt- anlegur hingað til bæjarins á morgun og ætlar að syngja hér opinberlega. Er hann talinn mjög efnilegur söngmaður. Jónas Kristjánsson .forstjóri Mjólkur- samlagsint er nýlega heim kominn úr ut- anlandsför, Látín er 13. þ. m. að Víðirhóli á Fjöllum, húsfrú Guðný Porsteinsdóttir frá Oeiteyjarströnd við Mývatn, kona Bjarna Sigvaldasonar bónda á Víðirhóli, Hún var 62 ára gömul. Ennfremur er nýlátin Guðný Björns- dóttir í Víðidal í sömu sveit. Báðar þessar konur önduðust úr inflú- ensu, sem lagst hefir þungt á austur þar. Konráð Bjarnason, verkamaður á Sauð- árkróki, iézt í sumar snemma, eftir lang- varandi vanheilsu, rúmlega sjötugur að aldri. Hann lætur eftir sig ekkju og fjölda barna, sem nú eru upp komin. — Konráð sál. dvaldi Iengst af æfinnar í sveitinni við búskap og daglaunavinnu. Hann var vel látinn og þótti liðtækur maður í bezta Iagi. SlyS. Barn féll út úr bifreið náiægt Húsafelli og andaðist þegar. Þetta sorg- iega slys viidi þannig til, að bifreiðarhurð- in hrökk opin og féll barnið við það út. Móðir þess var með i förinni. Skip. Dettifoss og Lagarfoss hafa verið hér inni undanfarna daga; ennfremur bæði strandferðaskipin, Súðin og Esja. Dr. Jón Helgason biskup hefir verið hér í bænum undanfarna daga. -------o------ Brot úr söyu Alpinyis. (Framh.). Samvinnufél. Isfirðinga. Á Alþingi 1928 ber Haraldur Guð- mundsson fram í neðri deild breyt- ingartillögu við fjárlögin, um að veita samvinnufélagi Isfirðinga, sem þá var nýstofnað, ríkisábyrgð á 320 þús. kr. láni tii skipakaupa, gegn veði í skipunum og sjálfskuldará- byrgð eigenda. Á móti þessu mæltu Ólafur Thors og Magnús Guðmundsson. Aftur á móti mæltu ýmsir Framsóknarmenn með því. Peir réðu því og, að inn í tillöguna var sett ákvæði um, að ísafjarðarkaupstaður stæði í baká- byrgð fyrir láninu. Tiiiagan var samþ. með 17 atkv. Framsóknar- og jafnaðarmanna gegn 11 atkvæðum ihaldsmanna. Sildarlögg/'öfin. Á Alþingi 1926 ber Jðrundur Brynjólfsson fram tillögu um að skipa milliþinganefnd, >til þess að gera tiliðgur um, hvernig hagkvæm- ast muni að haga síldveiði hér við land til frambúðarc. Rökstyður hann þá tiiiögu með því, að nú sé al- viðurkennt, að megnasta óiag sé á þeim atvinnurekstri, þar sem oftiega fari svo, að þegar mest veiðist, verði afkoma þeirra, sém sildveiði stunda, verst, Valdi þar mestu um það skipulagsieysi, sem sé bæði á veiði og sölu slldarinnar. Tiiiögunni var vísað til sjávarút- vegsnefndar, og var hún ekki til umræðu aftur, én meiri hluti nefnd- arinnar, þeir B. Líndal, Ól. Thors, Sigurjón Jónss. og Sveinn Ól., ber á sama þingi fram frv. til laga um sölu á sild. Er þar gert ráð fyrir, að þeir, sem fáist við söltun eða útflutning síldar, myndi með sér félag um söluna, enda sé þá öllum, sem salta sild tii útfiutnings, skylt að láta félagið sjá um söluna. Einn- ig eru i frv. ákvæði um að takmarka megi, hve mikið sé saitað af sild til útflutnings. Eina aðalástæðuna fyrir frv. telja þeir þá, >að reynslan hefir sýnt, að framleiðslumagnið er svo breytilegt frá ári til árs, að þráfaldlega hafa þeir, er síld salta, skaðast þvi meir sem afiafengur hefir verið meiri, en iiklegt er að ráða megi nokkra bót á því meini, ef sala síldarinnar er skipulagsbundin, eins og greinir I frv.« Um málið urðu miklar umræður, og ýmsar tillögur til breytinga komu fram. Voru þær helztu, að20menn, þeirra er síld saita, þyrftu til að stofna félagið og að smærri atvinnu- rekendum yrði tryggt að geta verið með í þvf. Var frv. samþykkt með þessum breytingum. Petta félag var aldrei stofnað, en á Alþ. 1928 báru þeir Erlingur Frið- jónsson og Ingvar Pálmason fram í efri deild frv. til laga um einka- sölu á síld. Skyldi enginn mega flytja út sild nema sú stofnun, og einnig átti hún að geta takmarkað, hvað veiða mátti til söltunar. Yfir- stjórn einkasölunnar skyldi kosin þannig: Prír af saméinuðu þingi með hlutbundnum kosningum til þriggja ára, einn af Verklýðssam- bandi Norðurlands og einn af Útgerðarmannafélagi Akureyrar. Pessi stjórn ræður framkvæmdar- stjóra einkasölunnar. Andvirði síid- arinnar skiftist svo milli eigenda hlutfallslega eftir magni og gæðum vörunnar. f greinargerð írumv. segir: >Pað hefir með ári hverju greini- legar komið i Ijós, að leita verður einhverra ðflugra ráða til þess að koma skipulagi á síldarútveg lands- ins, sérstaklega það sem snertir sölu sildarafurða. Eru þeir menn, sem fengist hafa við sölu síldarafurða að undan- förnu, orðnir vonlausir um að geta rekið söluna með sama fyrirkomu- lagi og viðgengist hefir að undan- förnu, þar sem algert skipulagsleysi hefir ríkt i framkvæmdinni. Sýna tilraunir, sem gerðar hafa verið í þá átt að koma sölu sfldarafurð- anna i annað form en áður hefir viðgengist, að allsterkar krðfur eru komnar fram um það frá seljend- unum sjálfum, að Alþingi styðji framleiðendur og seljendur sfldar- afurðanna i þvf að koma skipulagi á þenna atvinnurekstur.« íhaldsmenn lögðuðst allfast á móti frv. þessu, bæði sem heild og í einstökum atriðum. Sérstak- lega þótti Olafi Thors mjög óeðli- legt, að verkamenn skyidu eiga að taka þátt f skipun stjórnar einka- C f jj I |l || vantar mig i vist i vetur, U 1111IV II helst frá 1. sept. n. k. Kennsla á piano eða orgel getur kom- ið til mála. Gunnar Sigurgeirsson, Hafnarstræti 93. Hús til sölu. Efri hæð hússlns Aðalstræti 24 (hús Steinþórs Árdal) er til sölu og laust til íbúðar f næsta mánuði. Upplýsingar gefur Halldór G. Aspar. sölunnar. Bar hann fram breyting- artillögu við frv. þess efnis, að út- gerðarmenn skipuðu 2 stjórnarmenn en verkamenn engan. Lögðu jafn- aðarmenn og Framsóknarmenn á móti þeirri breytingu og felldu hana. Nokkrar smábreytingar voru gerðar á frv. og það svo samþykkt I efri deild með 7 gegn 4 atkv,, en í neðri deild með 17 gegn 9 atkv. að viðhöfðu nafnakalli. Ihaldsmenn á móti nema Pétur Ottesen. Á Alþ. 1928 bera þeir Erl. Frið- jónsson og Ingvar Pálmason fram frv. til laga um að ríkisstjórninni sé heimilt að stofna og starfrækja sildarbræðslustöðvar á Norðurlandi og taka til þess allt að einnar milj. kr. lán. Um þetta mál urðu allmikið skiftar skoðanir, en var þó samþykkt með 11 samhlj. atkv. í efri deild, en með 16 gégn 9 i neðrf deild. Já sögðu Framsóknar- og jafnaðarmenn og Jón Ólafsson; íhaldsmenn á móti. — Fjarverandi voru Bjarni Ásgeirsson, Jörundur Brynjólfsson og Einar Jónsson. Á Alþingi 1929 ber svo stjórnin fram frv. um rekstur síldarbræðjslu- stöðvar á Siglufirði. Á sú verk- smiðja að taka síld til vinnslu af útgerðarmönnum og greiða þeim aftur andvirðið eftir því, sem af- urðirnar seljast. Af utanríkismönn- um má verksmiðjan einungis kaupa síld ákveðnu verði og þó ekki nema i sérstökum tilfellum. Miklar umræður urðu um málið Og komu fram ýmsar breytingar- tillögur. Vildu íhaldsmenn, að út- gerðarmenn fengju að skipa mann í stjórn verksmiðjunnar, og aðrir, að verkamenn og útgerðarmenn skipuðu sinn manninn hvor aðili. Voru þær tillögur felldar, en aftur var samþykkt ákvæði um það, að >ef minnst tveir þriðju hlutar þeirra, sem láta sild til verksmiðjunnar, þar með taldir hásetar ráðnir upp á hlut, gera með sér félag, sem starfar samkvæmt lögum um sam- vinnufélög frá 1921, er heimilt að selja þvi félagi verksmiðjuna. — Skyldir eru þó allir, sém leggja verksmiðjunni til verkefni, að vera i félaginu. (Frh.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.