Dagur - 27.08.1931, Side 3

Dagur - 27.08.1931, Side 3
42. tbl. DAGUB 163 »Eru með þéim gerðar allmiklar breytingar á fry'., og eru þær helzt- ar, að samvinnufélögum verkamanna er ætlað að koma upp byggingun- um, að rikissjóðsstyrkurinn er ein- ungis ætlaður til að greiða árlegan vaxtamun, en greiðist ekki i eitt skifti fyrir öli, og að byggingar- sjóðir kaupstaðanna eru gerðir sjálf- stæðari heldur en eftir frumvarpinu.t Allmargar breytingartillögur voru bornar fram við frv., og töluverð andmæli komu gegn því frá ýms- um ihaldsmönnum. Tillaga kom frá Magnúsi Guðmundssyni um að vísa málinu til stjórnarinnar. Var hún felld með 16 atkv. gegn 10. Allmiklar breytingar urðu á frv, Var sú einna mest, að eins og það er samþykkt, er aðaláherzlan lögð á að stofna byggingarsjóði, sem bæði geta verið i kaupstöðum og kauptúnum. f slíkan sjóð leggur rikissjóður .upphæð, sem svarar 1 kr. fyrir hvern íbúa hlutaðeigandi kaupstaðar eða kauptúns, og bæj- ar- eða sveitasjóður annað eins. Ennfremur getur sjóðurinn tekið lán, sem rikissjóður og bæjar- eða sveitarsjóður ábyrgist. Pessi sjóður lánar svo út til byggingarfélaga, sem reist eru á samvinnugrundvelli, til þess að koma upp íbúðum fyrir félagsmenn sina. Um lánskjörin varð sú breyting, að afborgun var ákveðin 6 prc. i stað 5 prc. í frv. H. V. Ákvæði var sett um, að ekki mætti selja íbúð, sem byggð hefði verið með styrk úr sjóðnum, nema byggingar- félagið hafi hafnað forkaupsrétti. Frv. var samþykkt í neðri deild með 17 gegn 7 atkv. ogíefri deild með 10 samhljóða atkvæðum. -----------------o ■ — F réttir. Skipsstrand. Botnvörpungurinn Barðinn úr Reykjavik strandaði nýlega við Akra- nes. Allar björgunartilraunir reyndust árangurslausar. Stóð skipið næstum upp á endann með stefnið í sjó og er nú sokkið með öllu. Barðinn var með stærstu botnvörpungum og talinn gott sjóskip. Mannalát. Pétur Sigurðsson söngstjóri á Sauðárkróki andaðist úr lungnabólgu á þriðjudagsnóttina. Hann var rúmlega þrí- tugur að aldri; lætur eftir sig konu og börn. Látinn er á Húsavík Steingrímur Árna- son búfræðingur frá Oarðsá í Eyjafirði, 63 ára að aldri. Steingrímur sál. var á yngri árum orðlagður dugnaðar- og kraftamað- ur en mjög farinn að heilsu síðustu árin. Hæst hÚS í heimi er nýbyggt í New- York. Það er 375 m. á hæð og í því eru 85 lofthæðir. Orunnflötur hússins er 7800 fermetrar. Lóðin undir það kostaði 80 milj. kr. í húsinu eru yfir 20 þús. herbergi. Forsætisætisráðherra, Tryggvi Þórhaiis- son, fór i gær áleiðis á konungsfund með lögin frá síðasta þingi. Síra Oktavíus Thorlaksson efnir til sam- komu hér í kirkjunni kl. 8V2 síðd, næstk. mánudag. Um sama leyti á þriðjudaginn flytur hann erindi í Samkomuhúsinu og sýnir jafnframt skuggamyndir. Aðgangur að þeirrl samkomu er 1 kr. fyrir fullorðna, en 50 au; fyrir börn, S ims keyti. (Frá FB). Rvík, 25. ágúst. Stjórnarskifti eru að verða í Bret landi, og vekja þau fádæma eftir- tekt. MacDonald-stjórnin beiddist öll lausnar f gær, og tók konungur lausnarbeiðnina til greina, en fól MacDonald að mynda þjóðlega sam- steypustjórn. Búist er við að foringi íhaldsmanna, Stanley Baldwin, taki þátt í stjórninni og einnig frjálslyndi flokkurinn. Liklegt er talið, að hwin, fyrverandi undirkonungur í Indlandi, verði utanríkisráðherra. Ríkisstjórn- in hefir tilkynnt, að stjórnarmynd- unin nýja sé gerð í því sérstaka augnamiði, að ráða fram úr þeim alisherjarvandræðum, sem yfir vofa. Petta sé því ekki samsteypustjórn í venjulegum skilningi þess orðs, heldur samvinnustjórn, stofnuð f þessum sérstaka tilgangi. Samkv. þessu er búizt við, að þingið komi saman 8. sept. Norskar loftskeytafregnir herma, að búizt sé við nýjum kosningum bráðlega. Kafbáturinn Nautilus á við erfið- leika að strfða í Norðurhðfum vegna vélbilunar. Pað er ekki gefið upp, hvar helzt kafbáturinn er staddur. Aðfararanótt sunnudagsins brann til kaldra kola húsið Nykhóll i Pét- ursey f Mýrdal. Húsið var stórt timburhús, vátryggt fyrir 10 þús. kr. Innanstokksmunum var bjargað. Innflutt í júlí fyrir 4.487,103 kr., þar af til Rvfkur fyrir 2,711,785 kr. Rvík. 27. ágúst. Oslo: Nautilus hefir orðið að snúa aftur til Adventbay áSvalbarða. London: Nýja stjórnin er mynd- uð. MacDonald er forsætisráðherra, Stanley Baldwin torseti konungs- ráðsins, Snowden fjármálaráðherra, Reading utanríkismálaráðherra, Her- bert Samuel innanríkismálaráðherra, Sankey dómsmálaráðherra, Hoare Indlandsmálaráðherra, Betterton verkamálaráðherra. Af 10 aðalráð- herrunum eru 4 ihaldsmenn, 4 jafnaðarmenn og 2 úr frjálslynda flokknum. í fyrrinótt var stolið 26 flöskum af sterku áfengi úr tollinnsigluðum skáp í skipinu Brúarfoss. Jrá barnaskólanum. Þeir, sem vilja fá undanþágu frá skólagöngu næsta ár fyrir börn á skólaskyldualdri, 8—14 ára, tilkynni það skólastjóra barna- skólans (í fjærveru hans Hannesi J. Magnússyni kennara, Rosen- borg, sími 174) eigi síðar en 15. sept. n. k. Skólanefndin. er og bæði fjðlbreytt og skemtilegt O hprhprpi /// Ipipu svo sem þessar fyrirsagnir benda á: ® ® Helium. — Eldgosin við Heklu 1913. frá okt. í Oddeyrargötu 34. - Köngulærnar. - Trjáblað úr Upplýsingar gefur surtarbrandslðgum. — Um búskap fiunnar I ar«aon náttúrunnar í sjónum. - Skriðfisk-______________ urinn í Austurlöndum. — Vatna- skrímsli í Noregi. — Selafárið á Húnaflóa. — Uglur á Álftanesi. — Hrafnar ræna kartöflum. — Ný skel fundin við fsland. — Úr fuglalífi Vestmannaeyja. — Konuríki meðal fiskanna. — Postulfnsnámur hér á landi. — Lagarfljótsormurinn. — Vorfuglakomur. — Frá Heklu og Hekluhraunum — Refirnir á Bjarma- landi. — Korpönd o. fl. o. fl. Náttúruvisindin eru að mínum dómi skemmtilegustu htutvisindi jarðarbúa. Pau eru jafnframt víð- feðmust allra hlutvisinda. En allt skemtilegt má gera leiðinlegt með leiðindum. Og ekki sízt það allra yndislegasta og skemmtilegasta. Nú megum við trúa því að nátt- úruvísindabrot þau, sem »Náttúru- fræðingurinn< ætlar að sýna, verða ekki gerð leiðinleg, Við lítum á heftin sem útkomin eru. Verkin tala. Og eftir nokkur ár, spái eg, mun ekki fást ákjósanlegri lesbók handa fróðleiksfúsum unglingum, en ár- gangur af »Náttúrufræðingnum«. Aðeins einn ókostur fylgir útgáfu þessari. Ritið er að minsta kosti tólf sinnum of lítið. Höfundar þurfa margfalt meira rúm til frásagna um öll þessi efni. Og þvi frekar sem íslenzkar bókmenntir eru átakan- lega fátækar af náttúrufræðisritum. En það má hjálpa áhugasömum mönnum til mikiila afreka. Hvert einasta heimili á að kaupa »Nátt- úrufræðinginn*. Og ríkið hefði gott eitt af að styrkja útgefendur hans alveg sérstalega ríflega. Sigurður Kristinn Harpann. Foto for og efter Brugen af Hebe Haaressens. — Denne Herrc, 57 Aar. tkaldct i ovcr 10 Aar, men en kort Kur med Hebegav ham nyt. taet Haar, uden »graa Stænk*. — Attesteret vldnefast af Myndighederne. — Hebevxdskcn cr en Fond af lægckraftige Urtecsseo* scr, som ved relativ Samvirke gor Haarbunden sund, fjemer Haarfedt og Sk*l, standser Haartab ogbevtrket ny. kraftig Vsekst. Skaldcde benytter den ferste Hebe Haaressens, 3»dobbeIt stxrk, Kr. 6,00 Hebc do., plus 50 pCt. Antigrait, » 5.00 Hebe Antigraat, mod graa Haar, • 4,00 Hebe Qucen, Damemes Yndling. • 4,00 , Hebe Iiaartinktur, fin Spedal., • 4.00 f Hcbe Normal, Barnehaarvand, * 2,00 Hebe Chamnoo. antiseptisk, pr. Pk. • 0.2J Alle 1 store Flasker. Faas overalt. Skrlv til UEBE FABRIKKER. Kobenhavu N- # „Náiiúrujrœðingurinnu. Svo heitir mánaðarrit, sem nýlega er komið á bókamarkaðinn. Útgef- endur eru Guðmundur G. Bárðar- son og Arni Friðriksson. Ritið áað flytja smágreinar, við alþýduhæfi, um ýms efni í dýrafræði, grasafræði, jaröfræöi, landafræði, eðlisfræði, efnafræði, stjörnufræði og öðrum greinum náttúrufræðinnar. Hvert hefti ritsins verður ein örk f Eim- reiðarbroti og kostar 50 aura. Les- mál er mjög drjúgt og letur fallegt. Pappír og allur frágangur hinn vandaðasti. Eg hefi fimm fyrstu hefti »Nátt- úrufræðingsinsc á borðinu fyrirfram- an mig. f þeim eru tveir landsupp- drættir og margar myndir, þar af tvær heilslðumyndir. Efni heftanna ATH. Fyrir nokkru var getið um cNáttúrufræðinginnc í þessu blaði á svipaðan hátt og hér er gert. Engu að síður vill Dagur veita of- anrituðum línum rúm, til þess að minna almenning sem bezt á það alþýðlega og skemmtilega fræðirit, er hér um ræðir. Söngur 4 Einars Kristjánssonar Hingað kom með Dr. Alexand- rina siðast stúdent Einar Krisjáns- son, og söng hér síðastliðið föstu- dagskvöld f Nýja-Bíó. Hefir hann, undanfarandi ár, notið söngkennslu hjá Sigurði Birkis, en nú siðastl, vetur dvaldi hann í Wien og var þar við söngnám hjá ágætum kennara. Einar Kristjánsson hefir óvana- lega bjarta tenor-rödd, mikið tón- Vandláíar húsmæður nota eingöngu iti heimsfræga suðusúkkulaði svið og góða tónhæfni. Söngur hans er ávalt hreinn og áferðarfag- ur, og er auðheyrt, að honum veit- ir létt að syngja. Maður fær strax eftir fyrstu lögin fullkomið tráust á rödd hans, verður þess ósjálfrátt fullviss að hann muni hvorki of- bjóða henni né misbeita. Hún er svo björt og maðurinn auðheyri- Iega musikalskur. Hann syngur fyrst og fremst látlaust og blátt áfram, sumum virðist ef til vill að söngur hans sé of tilbreytingalaus, og það kann vel að vera, en hann er aftur gersamlega laus við alla tilgerð og ýmsar óperusöngvara-tiktúrur, sem mörgum yngri söngvurum hættir við að nota, venjulega til hinnar mestu hrellingar fyrir áheyrendur. Hann söng öll lögin vel og sum ágætlega, enda varð hann að end- urtaka margt á söngskránni, og syngja lag utan söngskrár. Var honum að maklegleikum vel tekið af áheyrendum, er voru sorglega fáir, — Ungfrú Anna Pjeturss að- stoðaði söngvarann, og gerði það af hinni mestu prýði, enda enginn viðvaningur. Mig sárlangar til að hlusta á Einar aftur, og sárkenni i brjósti um þá mörgu hér, sem urðu af söng hans. Bas.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.