Dagur - 03.09.1931, Blaðsíða 1

Dagur - 03.09.1931, Blaðsíða 1
DAOUR tamur út á hverjum fimto- dsgi. Eostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. jólí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- «on I Eaupfélagi Eyfiró- inga. Afgreiðslan •r hjá Jóni P. Þór, Norðurgötu 8. Talsimi 112. Uppsögn, bundin viö ára- mót, só komin til af- greiðslumanna fyrir 1. dea. XIV. ár. Akureyri, 3. september 1931. 43. tbl. Þú ert mikill. ítialdsflokkurinn hefir nú um nokkur ár haldið úti mörgum blöð- um, sem haft hafa að aðalhlutverki að ræða um einn sérstakan mann og verk hans. Sá maður er Jónas jónsson dómsmálaráðherra. Ekki kemur svo út nokkurt tölublað af Morgunbl., Vísi, íslendingi, Vestur- landi o. s. frv., að hans sé ekki minnst á margvíslegan hátt. Dag- lega, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár birta þessi blöð bæði langorðar og stuttar greinar um störf hans. Það er ekki nóg með að þau ræði um fram- komu hans og þátttöku i lands- málum, heldur skýra þau á hinn hégómlegasta hátt f ráallskonar smáat- vikum úr daglegu, hversdagslegu Iifi hans. Við skrúðgöngu skýra þau nákvæmlega frá þvi, hvar hann hafi verið staddur f fylkingu, hvort hann hafi gengið aftarlega eða fram- ariega. Ekki skreppur J. J. svo bæj- arleið út úr höfuðstaðnum, að I- haldsblöðin gefi ekki út skýrslu um ferðalagið, hvaða fargögn hann hafi notað o. s. frv. Jafnvel gerðist eitt þessara málgagna svo smámsuglegt í frásögnum eitt sinn, að það gat þess, að J.J. hefði fengið sér miðdegis- lúr eftir máltið. F*etta barnalega frásagnadekur andstæðinganna um Jónas Jónsson er fyrir löngu orðið hláturseíni um allt land. Pessar skrafskjóður íhalds- flokksins minna á þýlynda upp- skafninga, sem með sifelldum orða- vaðli eru að smjaðra fyrir hátt sett- um valdhafa i þeirri von, að hann taki eftir þeim. Allur þessi orðaelgur íhaidsbláð- anna á að vísu að vera J. J. til skammar, en er svo klaufalega fram- reiddur, að hann er feðrum sínum einum til háðungar, en snýst jafn- framt til lofs og dýrðar Jónasi Jóns- syni. Oott dæmi þessa er grein, sem birtist i síðasta >íslendingi<. Hún er auðsjáanlega skrifuð með það fyrir augum að gera J. J. svívirð- ingu, en grunntónn hennar i garð dómsmálaráðherrans er samt sem áður þessi: PÚ ert míkÍIL Blöð Ihaldsins hafa löngum talað um Tryggva Þórhallsson sem smá- ménni við hliðina á samverkamanni sinum Jónasi jónssyni.Eftir þingrofið í vetur og eftir að J. J. var horfinn úr stjórninni um stundarsakir, tóku sömu blöð að ræða um Tryggva Þórhallsson sem hið mesta afar- menni, er ekkert stæðist fyrir. Þau lýstu honum sem einræðisstjórn- anda, er allt bryti undir sig með stálvilja, svo að jafnvel konungs- valdið og allt Danaveldi varð að leiksoppi i höndum þessa sterka manns. Má nærri geta að íhalds- lyddurnar í Reykjavik kiknuðu skjótt í knjám fyrir svo hamrömum manni, enda lýstu þingmenn íhalds- flokksins yfir þvi i >Avarpi til ís- lendingac, að öll þeirra stóru áform hefðu strandað á viljakrafti Tryggva Þórhallssonan >Islendingur< nefnir fjármálaráð- herrann nýja, Ásgeir Ásgeirsson, >sjálfstæðan og hugdjarfan stjórn- málamann<. En nú, þegar hann er seztur i ráðherrastól við hliðina á j. J., er hann, að dómi blaðsins, einungis orðinn að >sætu prúð- menni<, >fágaðri súkkulaði-figúru<. Siðan bætir blaðið við: >Það er og verður Jónas, sem ræður stjórninni, — hinir kaliast aðeins ráðherrar og draga ráðherralaun.< >Sjálfstæður og hugdjarfur stjórn- málamaður< veróur svona litill i augum ihaldsblaðsins við hliðina á Jónasi Jónssyni. Má af þvi ráða hvílíkt mikilmenni hann er fyrir sjónum ntstjóra >ísJendmgs<. Þá Tryggva Þórhallson og Ás- geir Asgeirsson nefnir olaðið >brúð- urnar, við hlið Jónasar i stjórmnnui Má af öliu þessu marka, hvað J. J. er stór i augum andstæðinga sinna. Hann gnæfir yfir alla þá, sem við hlið honum standa. Einn ihalds- maður líkti honum ekki alls fyrir löngu við risa, en sjálfum sér við dverg. Ihaldsmenn finna svo sem greimlega tii sins eigin vanmáttar gagnvart honum. Oóður og gegn ihaldsmaður hér á Akureyri lét einnig svo ummælt fyrir nokkru, að það væri nú reynt, að andstæðingar J. J. stæðu honum ekki snúning i póiitiskum átökum. íhaldsmenn hafa þannig lýst Tr. Þ. sem mikilmenni, sem >neitað hafi að víkja< fyrir þeim, ogAsgeirsem >sjálfstæðum og hugdjörfum stjórn- málamanni<. Þrátt fynr þetta telja þeir báða þessa samverkamenn J. j. smábrúður, þegar þeir eru bornir saman við hann. Þvílík viðurkenn- ing frá andstæðingum er ekki litils virði. Einn hinn frægasti af hershöfð- ingjum Rómverja hét Cajus Maríus. Vann hann svo mikil afreksverk, að hann var kallaður einn af >höfund- um Rómaborgar<. Þó kom annar meiri eftir hann. Það var Júlíus Cæsar. Um hann sagði Sulla, for- ingi höfðingjaflokksins: >Það segi eg yður, að hann kollvarpar höfð- ingjunum, þvi í Cæsari þessum búa margir Maríusar<. Og sagnritarar hafa vottað það, að þetta hafi reynst sannmæli, því Cajus Maríus verði að lítilmenni, þegar hann sé borinn sanian við Július Cæsar. íhaldsmenn munu líta eitthvað áþekkt á Framsóknar-ráðherrana og Sulla leit á þessa andstæðinga sína forðum daga. Þeir hafa beyg eigi alllítinn af þeim Tryggva og Ásgeir, en þó líta þeir á þá sem smámenni i samanburði við Jónas. Og sín á miili segjá foringjar íhaldsflokksins: >Það segi eg yður, að jónas koll- varpar okkur höfðingjunum, þvi í honum búa margir afreksmenn<. Með öllum skrifum sínum um J. J. — sem þeir ætlast til að séu níðskrif — eru Ihaldsmenn sí og æ að gera hann stærri og stærri i augum almennings og vekja meiri og meiri eftirtekt á honum og störfum hans, bæði utanlands og innan. Þess vegna fer vel á þvi, að þeir haldi þessum níðskrifum sfnum áfram á sama hátt og hingað til, þ. e. hon- um til upphefðar en sér sjálfum til minnkunar. I öllu íhaldsniðinu um Jónas jónsson dómsmálaráðherra andar út úr hverri línu þessi sama hugsun: Pio hræðumst við, pvi pú ert mikill. o Á sumarþinginu, sem nú er ný- lega slitið, var haldinn 41 þing- fundur í neðri deild, 42 i efri deild og 7 í sameinuðu þingi; alls 90 þingfundir. Alls voru afgreidd 46 lög, þar af voru 8 stjórnarfrumvörp. Felld voru tvö frumvörp, eitt afgreitt með rökstuddri dagskrá, eitt tekið aftur, en 50 voru ekki útrædd. Fram voru bori ar 25 þingsályktunartil- lögur og voru 13 samþykktar. Ein fyrirspurn var borin fram og var henni svarað. Alls hafði þmgið þannig 126 mál til meðferðar. Auk þeirra kosninga i sameinuðu þingi, sem áður hefir verið getið, skulu þessar nefndar: Síra Vilhjálmur Briem var endur- kosinn framkvæmdastjóri Söfnunar- sjóðs (slands frá 1. jan. 1932 til 31. des. 1937. Bjarni Ásgeirsson var kosinn gæzlustjóri sjóðsins. I verðlaunanefnd gjafasjóðs Jóns Sigurðssonar voru kosnir: Hannes Þorsteinsson, Ólafur Lárusson og Barði Guðmundsson. I Þingvallanefnd voru kosnirs Jónas Jónsson, Magnús Guðmunds- son og Jón Baldvinsson. Vfirskoðunarmenn landsreikning- anna 1930 voru allir endurkosnir, þeir Hannes Jónsson alþm , Pétur Þórðarson og Magnús Guðmunds- son. ------o------ Starf og striðo Á hverju ári síðan 1911, óskeik- ult eins og tunglkomur, hefir borg- arastyrjöldin hafist á nýjan leik f Kína. Var það því ekki óvæntur viðburður, er þrjú héruð í Suður- Kfna sögðu sig nýverið úr sambandi við þjóðernissinna. Sitja nú tvennar stjórnir að völdum samtímis, eins og oftar áður, og verja sfnum tak- mörkuðu kröftum óskiftum til undir- búnings nýrrar styrjaldar. En stjórnin í Nanking hefir fleiru að sinna en þessum keppinaut sín- um suður f Canton. Síðastliðinn mánuð sendi stjórnin full 300 þús. hermanna á hendur kommúnistaher- sveitum, sem um langt skeið hafa valdið uppreistum miklum og óeirð- um víða um land. Aðal bækistöðvar sínar hafa þeir i Kiangsihéraði, ekki ýkja langt fyrir sunnan Hankow. Svo mikil hætta þykir stafa af kommúnistum, að rikisforsetinn og hermálaráðherrann eru farnir báðir til vígstöðvanna f Kiangsi. Skifti logns og bylja. Viða í Kina, t. d. f Honanhéraði þar sem við höfum verið búsett, taka ræningjaóeirðir öllum ófagn- aði öðrum fram. Mun ykkur renna grun í það, sem lesið hafið bréf mín til kristniboðsvina s. I. vetur. Ef til vill á allur almenningur f Kina við breytilegri og erfiðari kjör að búa, en dæmi eru til í nokkru landi öðru. Við, sem erum hér búsett, hðf- um hetdur ekki farið á mis við á- föll og hættur þessara erfiðu tíma. En þvf furðulegar er, að sýnilegur árangur starfsviðleitni okkar hefir sjaldan verið meiri en undanfarna mánuði. Aðsókn á samkomur og námskeið hefir aldrei verið meiri. Skifti logns og bylja hafa verið tfð og skjót. Eins og sfðasta bréf ber með sér, kenndi eg á tveggja mánaða námskeiði f Laohokow i vor. 40 ungir menn hafa sótt námskeiðið, fleiri en nokkru sinni áður. En áð- ur en fyrri mánuðurinn var liðinn, urðum við að hætta námskeiðinu, vegna óeirða. Kventrúboðanámskéið f Shihwakai varð að hætta f miðju

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.