Dagur - 03.09.1931, Blaðsíða 3

Dagur - 03.09.1931, Blaðsíða 3
DAGUR 167 43. tbl. á móti kunnugt um, að meðan íhaldsstjórnin sat að vðldum, fékkst enginn styrkur í sambandi við hús- byggingu þessa. En árið 1928, þegar Framsóknarstjórnin var komin til valda, veitti hún 2000 kr. Slyrk til þess hluta hússins, sem ætlað er til skólahalds, og auk þess veitti yfirstjórn fræðslumálanna fyrirheit um frekari styrk, þegar skólinn yrði gerður að heimavistarskóla. Leiðréttist hér með þessa ranga frásögn greinarhðfundarins í »ís- lendingi*. P. Simskeyti. (Frá FB). Rvík 1. sept. Skáldsagnahöfundurinn Hall Caine er látinn. SLYS. ^KIukkan eitt í nótt fór bifreið út af veginum vestast í Soga- mýrinni. í bifreiðinni voru 2 karl- menn og 2 konur. Annar karlmann- anna, Guðmundur Jóhannsson kaup- maður, beið bana; aðrir meiddust mikið. Lögreglurannsókn er hafin út af slysi þessu. Likneski Leifs heppna verður lát- ið standa á Skólavörðuholtinu, en Skólavarðan rifin niður þrátt fyrir mótmæli margra. Fótstallurinn undir líkneskið er kominn, og fulltrúi Bandaríkjastjórnar annast uppsetn- inguna. Rvík 2. sept. Genf: Talið er, að þjóðverjar og Austurríkismenn ætli nú að fresta öllum tollbandalagsáformum og til- kynni það, áður en Haagúrskurður i málinu fellur. Chicago: Flugmaðurinn Van Gronau er kominn hingað. Berlín: Forvextir eru lækkaðir niður í 8°/o. Madríd: Ýmsir helztu hershöfð- ingjar og aðmírálar á einræðistíma- bili Rivera hafa verið handteknir að skipun þjóðþingsins og sakaðirum svikráð við lýðveldið. Lögreglurannsokninni út af bif- reiðarslysinu f Sogamýri miðar hægt áfram, vegna þess, að fólkið er of veikt til yfirheyrslu, en er þó að hressast og talið úr hætttu. •-----o----- F r éttir. Sigfús Halldórs ikólastjóri kom heim með Ooðafossi fyrir siðustu helgi. Hefir hann dvalið vestan hafs síðan í vor. Gunnar Jónsson lögregluþjónn kom heim eftir þriggja vikna veru í Reykjavik á Iaugardagínn var. Magnús Eggertsson Iög- regluþjónn úr Reykjavík, sem verið hefir hér yfir sama tíma, fór suður á mánud, h Slra.Oktavíus Porláksson fiutti erindi \ Samkomuhúsinu í fyrrakvöld og sýndi skuggamyndir frá Japan í sambandi við það. Stóðu myndirnar í sambandi við náttúru landsins, atvinnuhætti og daglegt líf Japana, menningu þeirra og trúarbrögð. Var í senn ánægjulegt og iróðlegt að horfa á myndirnar frá þessu fjarlæga Iandi og hlusta á frásagnir prestsins um gulu menningarþjóðina austur þar. Sira Oktavius er fæddur og alinn upp drekka allir góðir íslendingar. Ölgerðin Egill Skallagrímsson — elzta og fullkomnasta ölgerðarhús á fslandi — framleiðir neðangreindar öltegundir: EGILS-pilsner EGILS-bjór EGILS-maltöl EGILS-bayersktöl EGILS-hvítöl Ennfremur: SIRIUS-citrón SIRIUS-sódavatn Egils öl fœst allsiaðar þar sem öl er selt, Skilvísir kaupendur fd mjög hagkvœma skilmdla. Engin fyrirhöfn né kostn- aður við umbúðir. Heildsölubirgðir af ofangreind- um öttegundum og gosdrykkj- um eru ávalt fyrirliggjandi hjá umboðsmönnum ölgerðarinnar á Akureyri: Hafnarstræti 100. Sími 175. Símn.: Verus. í Bandaríkjunum og hefir aldrei komið til Islands fyr en nú. Hann er ættaður frá Stóru-Tjörnum I Þingeyjarsýslu, þar bjó Þorlákur föðurafi hans, en síra Oktavíus er sonur Steingríms Þorlákssonar, sem er prestur í Ameríku. Hann hefir starfað að kristniboði í Japan siðan 1916. Er hann nú á leiö til Vesturheims og ætlar að dvelja þar hjá frændfólki sínu um tima. Kona hans og börn eru með í förlnni. Sonur þeirra hjóna, 12 ára að aldri, spilaði á fiðlu á samkomunni i fyrrakvöld og var gerður að hinn bezti rómur. Síra Oktaviusi er orðið dálitið stirt um að mæla á íslenzka tungu og er það ekki að undra eftir svo langa dvöl meðal Japana. Að lokinni myndasýningunni ávarpaði Steingrímur læknir gest þenna nokkrum vel völdum orðum og þakkaði honum fyr- ir komuna hingað. Höfðu þeir kynnst eitthvað í New Vork fyrir mörgum árum. Látið hið »hreina og klára« L U X löður vernda yndisleik nýjustu nærfatanna yðar. Er það ekki notalegt að fara í ný silki- nærföt, eða þá nærklæði, sem gjörð eru úr beztu og mýkstu ull? Og er það ekki ergilegt, þegar slíkar fiikur spillast strax í fyrsta þvotti, hinir viðkvæmu þræðir hlaupa í snurður, ullarþræð- irnir hlaupa saman í þófaberði við núninginn. — Fíngerð klæði þurfa varkáran þvott, Og er einmitt fyrir slík klæði, sem LUX er aðallega tJ ' "7 LbX er svo hreint og ómengað, að löðrið sem af því verður erj jafn milt og mýksta vatn, — Pessu hreinsandi skúmi þarf ekki að hjálpa með því ao nugga þvottinn, LUX hreinsar hvern þráð í flíkinni, án þess að á henni sjáist nokkur merki um slit, — Attur og aftur fáið þér nærfötin yðar úr þvotti, og altaf eru þau jafn yndisleg og þegar þau voru ný. Galdurinn er ekki annar en sá að nota LUX. Haííð pið reyntpað? - LUX W-LX 202-10 LEVER BROTHERS LIMITED. PORT 8UNUGHT.ENGLANO. Nýkomið V í vefnaðarvörudeildina: FL AU EL af ýmsum litum og tegundum. — KAFFIDÚKAR mislitir. Manchetskyrtur mislitar allt frá kr. 2.70 stk. » » hvítar (stífaðar) kr. 6.50 stk. Karlmanna-sportbuxur. Karlm.-sportjakkar og stakkar af ýmsum gerðum. Karlmanna-fatnaður í mjög fjölbreyttu árvali. Karlmanna-rykfrakkar frá kr. 41.00. Kven-rykfrakkar frá kr. 57.00. 'Kaupfélag Eyfirðinga. Til þess að auka neyzlu fólks á íslenzkum Ostum og fil að kynna okkar ágætu ostateg- undir, höfum við ákveðið að hafa ostaútsölu í Mjólkursamlagsbúðinni vikuna frá i dag og ■ til föstudagskvölds 11. sept. Pennan tima verða ostar seldir almenningi í heilum stykkjum með lægsta heildsðluverði. ABeins ein vika. NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ. M J ÓLKURSAMLAG K. E. A. * Húsbruni. l nótt brann íbúðar- og brauðgerðarhús Stefáns Sigurðssonar bak- arameistara við Strandgötu hér f bænum, til kaldra kola. Litlu sem engu af innan- tokksmunum var bjargað. Til SÖIu eru 3 góðar kýr nú þegar. Fóður getur fylgt, ef óskað er. Einnig gæti leiga komið til mála. Ritstj. vísar á. BilSÍyS varð í Þjórsárdal fyrir sunnan á sunnudaginn. Starfsfólk við Efnalaug Reykjavíkur var þar á ferð i stórum kassa- bíl, vegarkanturinn sprakk fram og bíllinn veltist niður tvær veltur. Þrír farþegar meiddust, en ekki hættulega að þvf sem sagt er. Nylt hús er i smíðum við Kristnesliæli. Er það ætlað til læknisbústaðar og. fl. Húsið er bygt úr steinsteypu, tvær hæðir með risi. Búið er að steypa veggi og reisa þakhæðina. Yfirsmiður er Þorst. Þorsteinsson frá Lóni. Foto for og cfter Brugen af Hehe Haaressens. — Denne Herre. 57 A*r. va» skaldct i over 10 Aar. men en kort Kur med Hebega* ham nyt, tæt Haar. uden >graa St*nk«. — Attesteret vldnefast af Myndíghederna. — Hebevxdskcn er en Fond af lægekraftip Urteewen. ser, som ved relativ Sarovirke gor Haarbundcn sund. fjcrncr Haarfedt og Skxl. standser Haartab og bcvtrket ny. kraftig Vxkst. Skald.de benytter den . Hebe Haaressens, 3.dobbelt stxrk, Kr. 6.00 Hebe do.. plus 50 pCt, Antlgraat, » 5.00 Hebc Antigraat, mod graa Haar, » 4.00 Hebe Queen, Damernes Yndling. » 4.00 Hebe Haartinktur, fin SpeciaL, » '.00 Hebe Nortnal, Bernehaarvand, » L00 Hebe Chamooo. antiseptisk. pt. Pk. • 0.2J Alle i store Flasker. Faa* overalt. Skriv tll HEBF FABRIKKER, K#b«8h*n» W-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.