Dagur - 17.09.1931, Page 2
174
DAGUR
45. tbK
BfifiniiKfwtfffyifyfWi
| Lampar. |
22 Nýkomið úrval af 22
vegglömpum, hengilömpum og náttlömpum.
gj STORMLUGTIR. •«
Lampaglös og lampaskrúfur af öllum stærðum.
Kaupfélag Eyfirðinga. «S
Mf® Járn- og glervörudeildin.
BiiliilililliiiIllilliilW
My ndastof an
Oránufélagsgötu 21 er opin alla
daga frá kl. 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
arlaganna er um héraðssýningu á
búfé úg almenn ákvæði.
(Framh.).
-----o----
Hin margumtalaða 5 ára áætlun
rússnesku ráðstjórnarinnar gekk í
gildi 1. okt. 1928 og á að vera
komin f framkvæmd f árslok 1933.
Pá á Rússland að vera orðið eitt af
mestu iðnaðarlöndum jarðarinnar.
Eftir að heimsstyrjöldinni lauk
gætti rússneskrar framleiðslu fyrst
í stað lítið sem ekkert á heims-
markaðinum. Pjóðin framleiddi ekki
meira en hún þurfti til eigin notk-
unar, og auk þess var hið rúss-
neska stjórnarfyrirkomulag þvf til
fyrirstöðu, að viðskiptasambönd
tækjust við umheiminn. Hið skyndi-
lega hvarf rússneskrar framleiðslu
af markaðinum olli fyrst í stað tals-
verðum erfiðleikum f viðskiptalifinu.
En þegar árin liðu fóru menn að
hætta að gjöra ráð fyrir rússnesk-
um vörum. Nú þegar Rússar hefja
útflutning í stórum stil, veldur það
álfka erfiðleikum, og hvarf rúss-
nesku varanna olli áður. Heimur-
inn var hættur að gjöra ráð fyrir
útflutningi frá Rússlandi og enginn
bjóst við samkeppni úr þeirri átt.
Pess vegna vaida rússnesku vör-
urnar nú svo rn kiili truflun á heims-
markaðinum, pað sem áður var
keypt af Rú-sum, voru menn nú
farnir að tramleiða annarsstaðar.
Framleiðendur víðsvegar um lönd
lfta rússnesku vörurnar óhýru auga
og eigi sízt af þvf að þær eru
seldar með mjög lágu verði. í
Bandaríkjunum t. d. selja Rússar
unninn trjávið, sem er mun ódýrari
en timbur, sem framleitt er í land-
inu sjálfu, og eru þó Bandarikin
með skógauðugustu löndum jarð-
arinnar. Pví hefir verið haldiðfram,
að þetta lága verð væri gjört mögu-
legt með óeðlilegum aðferðum, t. d.
með því að láta kauplausa fanga
vinna að framleiðslunni. Sumstaðar
hefir innflutningur á rússneskum
vörutegundum verið bannaður og
þetta fært fram sem ástæða. En
hvað sem kann að vera hæft í þessu,
þá er hitt víst, að rússneska stjórn-
in verður að selja ódýrt af þvf að
hún þarf á peningum að halda. Og
peningarnir fara fyrst og fremst f
það að framkvæma 5 ára áætlunina.
Öllu sem þjóðin má án vera og
seljanlegt er verður hún að koma í
peninga, og landsins eigin börn
leggja hart á sig nú, í von um að
hinn stóri draumur rætist, ogþjóð-
in fái þá endurgoldið áralangt erf-
iði og sjálfsafneitun i bættum lifs-
kjörum og aðstöðu til að lifa menn-
ingarlífi.
Um hina stórfeldu aukningu
rússneskrar framleiðslu sfðustu árin
má fá nokkra hugmynd af eftirfar-
andi atriðum.
Árið 1913 var áætlað að kola-
notkun Rússlands næmi alls ca. 33
milj. smálesta. Pá þurfti að flytja
inn ensk kol. 1930 var kolafram-
leiðslan 46>/a milj. smál. og út-
flutningur 21/2 milj. Kolanotkunin
er þá 11 milj. smál. meiri en 1913.
Sú aukning er vegna hins nýja
iðnaðar.
í árslok 1933 á kolaframleiðslan
að verða 130 milj. smál. samkvæmt
5 ára áætluninni.
1913 var oliuframleiðslan nál. 9
milj. smál. og út- og innflutningur
stóðst nokkurnveginn á. 1930 var
framleiöslan 17 milj. smál. og út-
flutningurinn 3>/a milj. fárslokl933
á olíu (og benzm) framleiðslan ár-
lega að verða 41 milj. smál.
Fyrir stríð var lítið um rafvirkjun
í Rússlandi. 1913 var rafmagnsfram-
leiðslan um 2000 milj. kílówatt-
stunda. Árið 1920 var eftir tiliög-
um Lenins skipuð nefnd til að
gjöra tiiraunir um almenna virkjun
fallvatna. Nú er rafmagusframleiðsl-
an 8800 milj. kílówattstunda. f árs-
lok 1933 á hún að vera 33 miljarð-
ar kílówattstunda, eftir 5 ára áætl-
uninni. Stærsta virkjunin, sem nú
er unnið að, er við Dnjeprfljótið.
Járn- og stálframleiðsla er um
10% meiri nú en fyrir stríð, en
einnig á því sviði hafa Rússar stór
áform í huga. Járnvinnslan er aðal-
lega fyrirhuguð á 2 stöðum, f Úr-
alijöllunum og f Mið Síberíu. Til
þessara staða hafa nú verið lagðar
járnbrautir og er verið að byggja
þar risavaxna ofna til járnbræðslu
eftir amerískri fyrirmynd.
Útflutningut á timbri hefir vaxið
Ein dós af VIM er sá vinur,|sem
bezt í raun reynist búkonu hverri.
Óviðjafnanlegt, til að hreinsa,
þvo, nudda og fægja málma,
marmara, málningu, hnífa,
\eir, vélar, glös, glugga,
u olíuborna dúka, baðker
og látúnsmuni.
Fyrir V I~M hverfur
ryð, óhreinindi,
blettir, flekkir
o. s. frv.
Hreinsar og
fægir alla hluti,
rispar ekkert
né rákar.
M V I22-IO
UVCft 8ROTHERS LIMITED. PORT SUNLIGHT. ENGLANU
ákaflega sfðustu árin. Um og eftir
styrjaldartfmann hvarf rússneskt
timbur alveg af heimsmarkaðinum,
en í stað þess kom sænskt, norskt
og pólskt timbur og timbur frá
Eystrasaltslöndum. 1930 nam timb-
urframleiðsla Rússlands 110 milj.
kúbikmetra en var 61 milj. kbkm.
árið 1929. Útflutningur er nú svip-
aður og fyrir stríð.
Útflutningur á vefnaðarvörum er
helmingi meiri nú en 1913. Baðm-
ullarræktin hefir aukizt geisilega í
Suður-Rússlandi, Kaukasus og suð-
urhluta Síberíu. 1913 var baðmull-
arframleiðslan 700 þús. smál. 1930
var hún 1 milj. 400 þús. smál.
Fyrir styrjöldina var Rússland tal-
ið eitt af kornauðugustu löndum
jarðarinnar. Árið 1913 fluttu Rússar
út 8% milj. smál. af korni. Par af
var helmingur hveiti, hitt rúgur,
hygg og hafrar. Eftir byltinguna
hættu Rússar að flytja út korn og
kom þá um tfma innflutningur f
stað útflutnings áður. 1930 var korn-
framleiðslan 87»/2 milj. smál. en
1913 var hún 68 milj. smál. Korn-
útfiutningur hefir þó ekki hafizt
enn svo nokkru nemi þrátt fyrir
þessa miklu aukning framleiðslunn-
ar. Fólkið er rúml. 20 milj. fleira
nú en þá og þjóðin þarf af þeim
ástæðum meira til lifsviðurværis, en'
auk þess gefur ráðstjórnin þáskýr-
ingu, að brauðneyzlan hafi aukizt
meir að tiltölu, þvi að áður hafi
mikill hluti bændastéttarinnar soltið
heilu hungri. Kornframleiðsla f
stórum stil er nú rekin á búum
stjórnarinnar víðsvegar um landið,
þar sem landið hefir verið brotið
með vélaafli.
Járnbrautalfnurnar voru 1913
rúml. 58 milj. km. 1930 voru þær
78 milj. km. Farþegaflutningar höfðu
þrefaldast og vöruflutningar nærri
tvöfaldast.
En innflutningur hefir líka aukizt
stórum, einkum á vélum. Um það
verður því ekki sagt, hvort verZl-
unarjöfnuður landsins sé hagstæð-
ari nú en fyrir strfð. En vélainn-
flutningurinn er að sjálfsögðu und=
EFNAGERIAR-VIRUR
eru þekktar um allt land, vörugæði og
verðlag viðurkennt af öllum sem reynt hafa.
íslendingar! Kaupið íslenzkar vörur.
Umboðsmaður vor á Akureyri er
Eggert Stefánsson
Brekkugötu 12. — Sími 270.
H|f Efnagerð Reykjavíkur.
anfari hinna risavöxnu framkvæmda,
það eru Bandaríkjamenn og Pjóð-
verjar, einkum hinir fyrnefndu, sem
með vélunum leggja til aflið í hina
rússnesku endurreisn. Hinar ótæm-
andi auðsuppsprettur landsins kalla
á aflið og hugvitssemi mannanna
til að hagnýta þá lffsmöguleika,
sem fólgnir eru í skauti náttúrunn-
ar. Svo sterkt er aðdráttarafl nátt-
úruauðæfanna, að hið vestræna
auðvald, sem f hjarta sínuhatarhið
rússneska þjóðskipulag og óttast
veldi hinnar risavöxnu austrænu
þjóðar, fær'eigi staðist. Og vest-
rænu þjóðirnar leggja til meira en
vélarnar, þær leggja lfka til verk-
fræðingana, sem stjórna framkvæmd-
unum, eftir boði hinna rússnesku
stjórnmálamanna, sem nú vinna að
því af alefli að kolivarpa þjóðskipu-
laginu í föðurlöndum vélanna.
Timinn-
.. 0...
Erling Olafsson
söng hér í Samkomuhúsinu á föstu-
dagskvðldið við góðan orðstír en
illa aðsókn. Hefir stundum verið
húsfyllir í stóra salnum, þegar minna
hefir verið þangað að sækja en í
þetta sinn. Eriing hefir blæfagra
rödd, sterka og trausta, og er radd-
þroskinn undraverður hjá þessum
kornunga og litt lærða söngvara.
Hinir fáu áheyrendur guldu honum
sönginn með miklu lófataki og
blómvendi og aukalag varð hann
að láta i té.