Dagur - 17.09.1931, Side 3
45. tbl.
DAGTJR
175
Undirsængurdúkar
þeir beztu, sem hægt er að fá; eru til í jfk
þrem breiddum 105 — 115 og 140 cm.
VBRÐIÐ LÆKKAÐ! ©æ®
BRAUNSVERZLUN.
PÁLIi SIGURGEIRSSON.
Pað er óhœtt
að þvo mýkstu.
ullarföt úr
LUX.
En hvað hin viðkvæmustu úllarföt vérða mjúk
teygianleg þegar þau jþorna' eftir L u x þvottinn. —
Upprunalegi liturinn helzt skær og skínandi,þau láta
eins vel til, eru jafn hlý^og fara ávalt eins vel og ný
væru. — Þar sera núningur með óvalinni þvottasápu
gerir ullarfötin hörð og eyðileggur þau, þá má þvo
þau aftur og aftur úr L u x án þess að unt sé að verða
þess var að þau hlaupi.eða skemmist á nokkurn hátt.
Hinir gegnsæu L u x sáputíglar eru hreinasta þvotta-
sápa sem nokkurntíma hefir verið framleidd.
Reynið I.ux á vönduðustu ullarfiíkunum yðar, og sjá,
eftir margra mánaða notkun líta þauútsemný væru.
1 LUX
W.LX 2*3-1*
feBVER BROTHERS LIMITED.
ORT SUNLIGHT.ENGLAND.
Pað sem þolir vatn þolir L U X.
M.s. „HVITING“
verður við flutninga í ;haust og vetur um Eyjafjörð og lengra
ef óskað er og nægur flutningur fæst. Upplýsingar í síma 229
og 36.
Akureyri 16. september 1931.
Virðingarfyllsh
Hjörtur Lárusson.
B/'örgvin Guðmundsson
kominn heim.
Meðal farþega á Dettifoss, er
hingað kom í fyrradag, var Björg-
vin Guðmundsson tónskáld, kona
hans og dóttir. Hefir hann dvalið
um 20 ára skeið vestan hafs, en er
nú ráðinn söngkennari hér við skól-
ana og sezt því að hér í bænum.
B. G. er lærður tónlistamaður, lauk
námi við hinn konunglega tónlista-
háskóla í London fyrir nokkrum
árum og hlaut að nafnbót A. R. C. M.
Áður hafði hann um mörg ár
stundað sjálfsnám af miklu kappi
og komizt ótrúlega langt áleiðis, þrátt
fyrir erfiða aðstöðu á margan hátt.
Er Björgvin mörgum kunnur hér
heima vegna tónsmíða sinna, er
hlotið hafa almennings hylli, svo
sem lag hans við sálminn: >Nú
legg eg augun afturc.
Vill Dagur bjóða þenna listfenga
Ianda velkominn heim til ættjarðar-
innar úr hinni löngu útivist og
jafnframt óska honum þeirrar ham-
ingju, sem hann að líkindum þráir
mest: að sönglíf þessa bæjar megi
lengi bera minjar starfs hans hér á
Akureyri.
-----o-----
fón Jónatanssen
póstur,
andaðist i fyrramorgun á heimili
sonar síns, Kristjáns bakarameistara,
hér í bænum.
jón mun hafa verið rúmlega átt-
ræður að aldri, hélt sér vel likam-
lega og andlega fram á æfikvöld.
Hann gekk veg sinn skrumlaust,
þessvegna rétt að hafa hljótt um
minningu hans látins.
Pessa skal þó minnst:
Sem opinber starfsmaður, póstur,
hefi eg heyrt, að hann hafi þótt
með eindæmum ábyggilegur og öt-
ull — átti þó ekki létta póstleið.
Rosknir menn á Akureyri vita hvern-
ig hann reyndist samtíðarmönnum
sínum; þeir, er kynntust honum
nokkuð nánar.muna hann sem grand-
varan og gegnan.
Gamalt kunalngi.
■.... O----
Simskeyti.
(Frá FB).
Rvík 16. sept.
London: Æfingum Atlantshafs-
flotans breska hefir verið frestað,
vegna óánægju og mótmæla háseta
og skyttna útaf launalækkunaráformi
þjóðstjórnannnar. Öii iandleyfi eru
bönnuð. Er þetta talin alvariegasta
mótspyrna gegn áformi þjóðstjórn-
arinnar og afleiðingarnar ófyrirsjá-
anlegar.
Vinarborg: Heimwehrmenn gerðu
misheppnaða byltingartilraun i Stor-
ia-héraði á sunnudaginn. 300 bylt-
ingarmenn voru handteknir og þar
á meðal leiðtogarnir.
A fjölmennum góðtemplarafundi
í Reykjavik var mótmælt breytmgum
á vínveitingatímanum i Hótel Borg.
Vínveitingatíminn er styttur fyrri
part dags, en lengdur á kvöldin.
Ætla temparar, að þetta muni leiða
til aukinnar drykkju í bænum.
Dánarfregn.
Dáinn er 23. f. m. SIGURÐUR
HELGASON, bóndi í Torfagarði í
Seyluhreppi, eftir langa og stranga
legu, fyrst heima og síðan á sjúkra-
húsinu á Sauðárkrók. Krabbamein
varð honum að bana. — Sigurður
sál. var fæddur 22. júli 1872, kvænt-
ur eftirlifandi konu sinni, Helgu
Magnúsdóttur, árið 1903. Byrjaði
hann búskap sama ár á Brenniborg,
en lengstum bjó hann i Torfagarði
eða 26 ár samfleytt. Peim hjónum
varð þriggja barna auðið og lifa
þau öll: Margrét, 25 ára, Magnús,
23 ára og Helgi 17 ára, mannvæn-
leg börn og efnileg.
Sígurður var vandaður maður í
orðsins fyllsta skilningi og hinn
mesti dugnaðarmaður, skrumlaus
og greindur vel. Prautir sínar bar
hann með fágætu jafnaðargeði,
mælti aldrei æðruorð í sinni löngu
legu. Sýndi hann þá bezt kail-
mennsku sína og hetjulund.
Foreldrar hans voru hjónin Mar-
grét Jónsdóttir og Helgi Jónsson,
búandi á Syðra Skörðugili, alkunn
sæmdarhjón. Voru þeir Helgi og
dr. Jón Porkelsson rektor, systra-
synir. Mæður þeirra voru dætur
bændaöldungsins Árna Heigasonar
á Fjalli i Sæmundarhlið. Móðir Mar-
grétar, konu Helga, var Ingriður
Benediktsdóttir frá Hróarsdal, systir
Jóns, er þar bjó, föður Jónasar,
sama staðar, alkunns gáfu- og at-
gervismanns.
Var Sigurður þannig af góðu
fólki, vel gefnu og vönduðu, kom-
inn í báðar ættir. Hann var einn
meðal hinna kyrrlátu i landinu, sem
gera garðinn frægan með verkum
sínum.
Friður sé með þérl
L. I.
o— ■ ■■
Fréttir.
Mannfjöldi i Kanada. í júní síðastiiðnum
var tekið allsherjarmanntal í Kanada, og
reyndist mannfjöldinn þar um lOmiljónir.
Kaúpíélag er í ráði að setja á fót í
Reykjavík. Er undirbúningsfundur um það
mál afstaðinn og undirbúningsnefnd kosin.
Nefndina skipa Hermann Jónasson lög-
reglustjóri, Jón Árnason framkvæmdastjóri,
Pálmi Hannesson rektor, Hannes Jónsson
dýralæknir, Eysteinn Jónsson skattstjóri,
Helgi Bergs framkvæmdastjóri og Thódór
Lindal lögfræðingur.
Skip rekast á, Eyrra miðvikudag sigldf
Víkingur úr Reykjavik á vélbát frá ísafirði,
er nefnist >Frægur«. Áreksturinn varð á
Hnífsdalsvík, Vélbáturinn sökk þegar, og
með bátnum fórst skipstjórinn, Jón Frið-
geir Jónsson frá Bolungavík. Aðrir bát-
verjar björguðust.
Skólanefnd Akureyrar, eða meid hiuti
hennar, hefir mælt með því að Helga
Ólafssyni kennara á Sauðárkróki verði veitt
kennarastaða við barnaskólann hér. Kenn-
arastaða þessi er til viðbótar þeim, sem
fyrir eru.
Eriing Krogh, norski söngvarinn, kom
ekki hingað með Dettifoss eins og ráð-
gert hafði verið. Hann kemur ekki fyr en
með »Drottningunnu og ætlar að syngja
hér i kvöld og annað kvöld,
Settur skólastjóri við gagnfræðaskólann
í Neskaupstað er sira Jakob Jónsson sókn-
arprestur í Norðfirði.
Dánardægur. Á þriðjudagsnóttina andað-
ist að heimili sínu hér i bæ )ón jónatans-
son, faðir Kristjáns bakara. Hann var
orðinn háaldraður maður.
Göngum verður frestað nálægt elnni viku
hér um sveitir, svo að menn geti sinnt
heyskap lengur en ella,
Verzlunarféiag rússneskt-íslenzkt er ný-
búið að setja á stofn hér á landi. í stjórn
þess eru Einar Olgeirsson, Þórður Eyjólfs-
son lögfræðingur, Ouðbrandur Magnússon
forstjóri, allir í Rvík, og hér á Akureyri
Böðvar Bjarkan lögmaður og Vilhjálmur
Þór framkvæmdastjóri.
GlíöVÍðríStÍð er nú á degi hverjum, Hæg
aunnanátt og hlýviðri; rignir sama og
ekkert hér um sveitir.
-------o—«——
Til sölu
2 góðar kýr. Ef um ábyggilegan
kaupanda er að ræða, geta komið
til mála góðir borgunarskilmálar.
Upplýsingar í skóverzlun
M. H. LyngdalsáAkureyri.
Hinir margeftirspurðu
ódýru niðursoðnu ávextir
eru komnir aftur.
Nýlenduvörudeildin.
1 fæst keypt á hentugum stað
| i bænum. Sömuleiðis fæst
1 þar leigt eitt herbergi. Árni
Jóhannsson í K. C. A. vísar á.
Dezt að auglysa í D E G L