Dagur - 08.10.1931, Blaðsíða 4
188
DAGUR
48. tb.
Fréttir.
Kaupfélag Pingeyinga hefir lokið við
byggingu sláturhúss og frystihúss á Húsa-
vík og var hvorttveggja tekið til notkunar
í haust. Byggingin er sögð hin myndarleg-
asta á ailan hátt.
Landlæknir er skipaður frá 1. þ. m. Vil-
mundur Jónsson héraðslæknir á ísafirði.
Sláturfélag Suðurlands siátrar \ haust so
þús. fjár í sláturhúsi sínu i Reykjavík. Par
að auki starfrækir félagið sláturhús á Akra-
nesi og annað í Vík í Mýrdal; Á öllum
þessum stöðum slátrar félagið samtals um
70 þús. sauðfjár.
Háskólinn í Reykjavík var settur 3. þ. m.
Háskólarektor næsta ár er Ólafur Lárusson
prófessor.
Menntaskólinn á Akureyri var settur á
laugardaginn var. Skólameistari flutti ræðu
og kvaddi meðal annars Lárus J. Rist
leikfimikennara, sem liverfur nú frá skól-
anum eftir aldarfjórðungs prýðilegt starf.
Einnig bauð skólameistari velkomna til
starfs að skólanura nýju kennarana, Her-
mann Stefánsson leikfiraikennara, Björgvin
Ouðmundsson tónskáld og J. A. Tompson
enskukennara.
Barnaskólinn verður settur á laugardag-
inn keraur, 10. þ. m., kl. 2 e. h.
Sigvaldi Porsteinsson kaupm. kom heim
með íslandi í síðustu viku,
Fríeðslumálastjórar eru settir, þar til öðru-
vísi verður ákveðið, Freysteinn Gunnarsson
Kennaraskólastjóri og Helgi Elíasson skrif-
stofustjóri á fræðslumálaskrifstofunni. Á
Freysteinn að hafa umsjón með æðri skól-
unum, en Helgi með barnaskólunum.
Tuttugu bændur á Fijótsdalshéraði hafa
myndað með sér ræktunarfélag á samvinnu-
grundvelli. Ætla þeir að rækta í félagi
stórt svæði á Vallanesslandi og losna á
þann hátt við heyskap á lélegum engjum,
Carl Nielsen, danskatónskáldið,erlátinn.
Fjárhagur Brasilíu er svo bágborinn, að
stjórnin hefir lýst yfir, að hún geti ekki
greitt vexti af skuldum. Kemur Bretum
þetta illa, því þeir eru aðallánardrottnar
Brasilfu.
Skráning atvinnulausra. í fundargerð at-
vinnubótanefndar í bæjarstjórn Akureyrar
frá 1. þ. m. er meðal annars skýrt svo frá:
Skráning atvinnulausra hefir farið fram
6 undanfarna daga, og hafa 80 komið til
skráningar.
Meiri hluti þessara manna hefir haft at-
vinnu undanfarna viku, en þeir búast við
atvinnuleysi,
Af þessum 80 eiga 47 ómaga fram að
færa, þar af 22, sem ekki eiga sveitfesti
hér.
Einhleypir menn skráðir 28, þar af sveit-
fastir hér 20. Loks eru skráðir 5 kvæntir
menn barnlausir og vinnufærir, þar af 4,
sem ekki eiga sveitfesti hér.
Af hinum skráðu eru 11 þurfalingar, þar
af 6 á stöðugu framfæri og 5 óvinnufærir
eða lítt verkfærir. — Nokkrir hinna skráðu
reka búskap eða aðra sjálfstæða atvinnu,
og einstöku hafa við góð efni að styðjast.
Ráó VÍð kreppunni. Þjóðkunn kvenfrels-
iskona í Bandaríkjunum hefir borið fram
þá tillögu að fresta öllum barnsfæðingum
þar til kreppunni létti af. Út af þessu varð
einum að orði: >Hamingjunni sé lof fyrlr
að eg er fæddur og er ekki Ijósmóðir*.
held eg undirrituð, ■ í vetur,
sem byrjar 20. október.
Peir, sem vilja taka pdtt i
p.vl, tali við mig sem jyrst.
Brynhildur Ingvars.
Gránufélagsgötu 7.
BrÚaríOSS kom hingað í iyrradag að
vestan og tekur fryst kjöt til útflutnings á
frystistöðvunum.
Gengi sterlingspunds í New York var í
skeytum í síðasta blaði sagt vera 2,83—2,87
dollarar. Átti auðvitað að vera 3,83—3,87.
——o-------
Frá barnaskólanum.
Til þess að reyna að létta að
mestu lesbókaskattinum af foreldr-
um og aðstandendum barnanna, en
fryggja Þó skólanum jafnframt tölu-
vert lesefni þegar i stað og raikið
f framtiðinni, verður það nýmæli
tekið upp í vetur, að hvert barn
borgi aðeins eina krónu i lesbóka-
sjóð og bærinn aðra krónu á móti.
Fyrir þetta fé verða keyptar lesbæk-
ur, sem börnin fá að nota meðan
þau eru í skólanum, en skólinn á
og varðveitir. Verði þessari tilhög-
un haldið áfram, sem eg vona,
eignast skólinn smámsaman mikið
lesbókasafn, og þessi litli skattur
einstaklings og heildar, sem nú er
1 króna, mun þó jafnframt fara
lækkandi. — Vænti eg að menn sjái
þá »praktisku« hlið á þessu máli,
og skilji hvérnig á þvi stendur, er
börnin biðja um krónuna, og fagni
því að losna svo við lesbókakaupin.
Snorri Siglússon.
--- 0
S ims key ti.
Rvík 7. okt.
London: Eftir tveggja stunda
ráðuneytisfund í gærkveldi, sem
lauk á miðnætti, var ákveðið að
allsherjarkosningar i Bretlandi fari
fram 27. þ, m. að undangengnu
þingrofi. Hefir þetta verið tilkynnt
opinberlega.
MacDonald birtir ávarp til þjóð-
arinnar og skorar á hana að styðja
þjóðstjórnina.
Samkvæmt síðustu erlendum
skeytum eru sósfalistar i Bretlandi,
sem fráhverfðust MacDonald eftir
myndun þjóðstjórnarinnar, að snú-
ast til fylgis við hann aftur.
Washington: Hooverstjórnin er
að íhuga, hvort ekki sé rétt að
framlengja skuldagreiðslufrestinn í
2 ár.
Berlin: Curtis hefir sagt af sér.
Á Norðfirði voru skrásettir 98
atvinnulausir, af þeim voru 57 heim-
ilisfeður með samtals 132 bðrn
innan fermingar. Atvinnurekendur
á Norðfirði hafa sagt upp samn-
ingi við verklýðsfélögin þar frá
áramótum og vilja knýja fram launa-
lækkun.
.... o ■
»Eg er hreykin af léreptunum mínum«
segir húsmóðirin.
Þvottur
þveginn með
Rinso
verður hvítari
Pessvegna þvæ eg aldrei hin viðkvæmu
lök og dúka mína í öðru en R I N S O.
R I N S O fer svo vel með þvottinn, það
nær öllum óhreinindum úr án nokkurs
núnings og gerir þvottinn hvítan sem
mjöll án þess að bleikja hann. Síðan eg
fór að nota RIN S O I hvítan þvott
verður hann enn hvítari og endingarbetri,
svo það er sparnaður við það lfka.
og endingarbetri.
LIVIR intTHIM LIMITSO
RORT •UNUOHT) IH*LANB
Er aöeins selt i pökkina
— aldrci umbúöalaust
Lftill pakki—30 aura
Stór pakki—55 aura
W-R 25*047 A
Gagnfrœðaskoli Akureyrar
verður settur laugardaginn 17. okt. kl. 2 síðdegis. Enn komast
nokkrir nemendur í fyrsta bekk gagnfræðadeildar, með því að
snúa sér til mín. Umsóknarskírteina fyrir iðndeildarnemendur skal
vitjað, sem allra fyrst, til Jóhanns Frímanns kennara eða til mín.
Sigfús Halldórs frá Höfnum
skólastjóri. Oddeyrargötu 38.
Foto for og cfler
af Hebe Haaressens. — Dcnne Herrc.
■kaldct i over 10 Aar, men en kort Kur
ham nyt, tæt Haar, uden »graa St*nk«.
— Attesteret vidnefast af Myndighederna. —
Hebevxdskcn er en Fond af lægekraftice Urteessen*
scr. som ved relativ Samvirke gcr Haarbunden sund,
fjcmer Haarfedt og Skæl. standser Haartab og bevlrkw
ny. kraftig V*kst.
Skaldede benyttcr den forste
Hebe Haaressens, 3*dobbelt stxrk, Kr. 6,00
Hebe do., plus S0 pCt. Anrtgra«t. » 5.00
Hebe Antigraat, mod graa Hsar, » 4,00
Hebe Quccn, Damemes Yndling. • 4,00
Hebe Haartinktur. tín Special.. » V00
Hebe Normal, Bornehaarvaud, » 2.00
Hebe Chamooo. antisentisk. pr. Pk. • 0.25
Alle I store Flasker. Faas overalt. Skriv tíl
HEBE FABRIKKER. Kabenhavn N.
Góðan daginn l
Reykirðu
Gigaretfur?
SlyddUVeOur á norðaustan hefir verið
undanfarna daga,
pgns oi
drekka allir góöir
*
Islendingar.
Fæst alstaðar þar sem
öl er selt.
Ritstjóri:
Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 6.
Prentsmiðja Odds Bjömssonar.