Dagur - 29.10.1931, Blaðsíða 3
51. tbl.
DAGUR
199
Skjaldbreið hefir játað að hafa veitt
spánarvín. Dðmur í máli hans fellur
bráðlega.
Rvík, 28. okt,
Samkvæmt kosningaúrslitum i
Englandi, sem kunn voru kl. 1 e.
h., hafði þjóðstjórnin fengið 380
þingsæti eða öruggan meirihluta.
fhaldsmenn hafa unnið mikið frá
jafnaðarmönnum og hefir fylgi hinna
siðartöldu hrakað mjög, þótt kjós-
endum hafi fjölgað. Henderson,
Morrisön og Shaw, ráðherrar í
verklýðsráðuneytinu, féllu allir. Her-
bert Samúel, foringi frjálslynda
flokksins, kosinn. Ennfremur Mac
Donald.
Félag islenzkra stórkaupmanna i
Reykjavík hefir samþykkt mótmæli
út af innfiutningshðftunum.
Atvinnuleysingjum í London hefir
fækkað um 89 þús. á 3 vikum.
------o—----
Um varnir gegn slysum,
sérstaklega á sjó.
Eftir Stgr. Matthíasson.
(Erindl flutt við stofnun Slysavarnasveitar
Akureyrar 18. okt. 1931).
(Framh,).
Til að krydda með mál mitt skal
eg leyfa mér að skjóta inn sjó-
hrakningssögu, sem verulega vakti
athygli mína þegar eg var drengur
i Odda á 8. ári.
F*á var eitt sinn barið að dyrum
og eg sendur til dyra. Par var kom-
inn maður útiendingslegur á svipinn
og sjómannslegur að mér fannst.
Pegar hann sá mig gretti hann sig
allan og skældi i framan, en sagði
ekkert. Mér þótti þetta kynlegt, fór
sem örskot inn og sagði frá þess-
um undarlega manni. Tveir af vinnu-
mönnum fóru þá út til að spjalla
við hann, en skildu hann ekki.
Faðir minn var þá sóttur og reynd-
ist honum maðurinn norskur, og
bauð honum inn. Peir töluðu nú
margt saman, sem enginn skildi
nema þeir. Pabbi sagði okkur siðan
söguna og var mikið niðri fyrir,
þvi hér var kominn sjóhraknings-
maður austan af Breiðamerkursandi.
Par frammi hafði skip hans týnst
og allir skipverjar farist nema hann
einn. Honum einum hafði tekist að
bjarga sér á sundi til lands. Síðan
hafði hann eftir mikla vosbúð og
kulda fundið mannabústaði — og
fengið góðan beina, en þar á eftir
hafði honum verið leiðbeint vestur
á bóginn bæði gangandi og ríðandi
og nú var hann kominn þetta áleiðis
til Reykjavíkur, til að ná tali af
norska konsúlnum og fá sig fluttan
með einhverju skipi til Noregs. —
Eg þarf nú ekki að segja hve vel
honum var tekið af föður mínum
og móður — það var dekrað við
hann í mat — og farið með hann
sem mesta höfðingja. Og daginn
eftir lánaði pabbi honum hest og
fylgdarmann til að ríða með honum
vestur á Eyrarbakka og biðjakaup-
manninn þar að koma honum lengra
áleiðis og ennfremur skrifaði faðir
minn norska konsúlnum í Reykjavík
rækilegt bréf til að greiða götu
norska skipbrotsmannsins.
Mikið hugsaði eg þá um þetta
mikla skipbrot og dugnað mannsins,
að bjarga sér f land — því það
hafði verið afarlangt sund — svona
nokkuð Ifkt og Grettis úr Drangey I
— Og vesalingarnir hinir, sem allir
drukknuðu og allar þær ekkjur og
börn — og allir þeir fjársjóðir, sem
þarna töpuðust! — En mikil var
mfn furða þegar faðir minn nokkr-
um vikum síðar, fékk bréf frá norska
konsúlnum, sem sagði honum að
Norðmaðurinn okkar hefði verið
hreinn og beinn flakkari og spila-
gosi, sem hefði logið sig fram bæ
frá bæ með misjafnlega vel lognum
og spennandi sögum af sínum
hrakningum og hetjuskap. — Pað
var í ráði að taka málið alvarlega
fyrir og setja þorparann í steininn,
en þá hvarf hann skyndilega —
hafði komizt um borð í norskt eða
danskt skip — og þar með var hann
úr sögunni.
Petta var fyrsta skipbrotssagan,
sem min barnseyru gáfu góðan
gaum — og enn man eg hana vel —
þó hún væri lygasaga. En smám
saman heyrði eg margar skipbrots-
sögur; og fram til þessa heyrast
árlega margar skipbrotssögur, sem
gerast við fslands strendur og — það
eru engar lygasögur — þær eru allar
sannar — og iilt er það, en satt,
að við strendur lands vors farast tiitölulega
fleiri skip og týnast fleiri mannslíf tiltöiu-
lega, en við nokkuð annað land i Horður-
álfunni.
Aðalframkvæmdir Slysavarnafé-
lagsins hafa til þessa verið að koma
upp björgunarstöðvum f Sandgerði og
í Vestmannaeyjum og útvega þangað
vandaða björgunarbáta. Ennfremur má
telja svo sem björgunarstöð sé við
Reykjavíkurhöfn, því hafnarbáturinn
Magni er útbúinn þannig, að hann
getur komið skipum til bjálpar
jafnvel úti á rúmsjó, og að gerðer
hann svipaður björgunarbátum af
betra tægi og vel útbúinn með
ýmsum tækjum sem til þarf f við-
lðgum.
Par næst hefir verið komið upp
svonefndum fluglinustöðvum á þessum
stöðum: Stokkseyri, Stafnnesi,
Sandi, Höfnum, Grindavík, Akranesi
og Hafnarfirði. En margar slíkar
stöðvar munu eftir fylgja allt f kring-
um Iand.
Loks hefir félagsstjórnin f samráði
við stjórnarráðið fengið útveguð ýms
björgunartæki handa varðskipum ríkis-
ins, svo að þau séu fær um að
hjálpa líkt og björgunarskip, þegar
þörf krefur,
Tvo velgjörðamenn félagsins verð-
ur sérstaklega að nefna, þá Dorstein
Dorsteinsson skipstjóra, er gaf því
fyrsta björgunarbátinn, sem skírður var
»Porsteinnt — og Marius Nieisen,
danskan útgerðarmann, er gaf félag-
inu rúmar 6000 krónur.
Ennfremur skal þess minnst, að
hið enska björgunarfélag Royal
National Lifeboat Institution hefir
stutt félag vort með ráði og dáð
við útvegun fyrsta björgunarbátsins,
svo að hann varð langtum ódýrari
en ella hefði orðið, Sama má segja
um danska sjómálaráðuneytið, er
hjálpaði til við útvegun björgunar-
bátsins f Vestmannaeyjum svo að
hann fékkst fyrir hálfvirði.
Björgunarbáturinn »Porsteinn var
fenginn i Englandi og kostaði hing-
að kominn 11 þúsund krónur. Bát-
er óhœtt
þvo mýkstu
ullarföt ú:
L U X.
En hvað hin viðkvæmustu ullarföt vérða mjúk og
teygjanleg þegar þau þorna eftir Lux þvottinn. —
Upprunalegi liturinn helzt skær og skínandi/þau láfa
eins vel til, eru jafn hlý og fara ávalt eins vel og ný
væru. — Þar sem núningur með óvalinni þvottasápu
gerir ullarfötin hörð og eyðileggur þau, þá m
þau aftur og aftur úr L u x án þess að unt sé að
þess var að þau hlaupi,eða skemmist á nokkurn
Hinir gegnsæu Lux sáputíglar eru hreinasta þvotta-
sápa sem nokkurntíma hefir verið framleidd.
Reynið Lux á vönduðustu ullarflíkunum yðar, og sjá,
eftir margra mánaða notkun Iíta þauútsemný væru.
LUX
LEVER BROTHERS LIMITED.
w-lk 2«s.ia PORT SUNLIGHT.ENGLAND.
Það sem þolir vatn þolir L U X.
urinn er geymdur f þar til gerðu
húsi I Sandgerði, Hasn hvílir á vagni,
sem aka má langs með ströndinni.
Báturinn er teinæringur útbúinn
með seglum. í honum eru lofthylki
úr kopar, sem varna að hann sökkvi.
Pó hann fyllist sjó má tæma hann
um leið. Og þó honum hvolfi reisir
hann sig á réttan kjöl von bráðar,
en skipsmenn eru sveipaðir böndum
f sætum sínum svo að þeir tæplega
geta orðið viðskila við bátinn hvað
sem á gengur. Báturinn er gangléttur
jafnt undir árum, sem segium og
afartraustlega byggður og getur
bórið 30 menn auk þeirra 15, sem
venjulega eiga þar sæti.
(Framh.).
-----o------
Eimreiðin.
Priðja hefti Eimreiðarinnar þ. á.
er komið út. Skal ritsins getið hér
að nokkru.
Ritstjórinn skrifar »Við þjóðveg-
inn« eins og áður. Greinin fjallar
um þingrofið og eftirkðst þess,
kosningarnar og kjördæmaskipunina
og ýmislegt frá útlöndum. Um Stal-
in Rússatröll segir svo:
»StálkarIinn Stalin hélt fyrir
skömmu ræðu mikla, sem vakti
eftirtekt um allan heim. Hann lýsti
þar ýmsum örðugleikum, sem væru
á framkvæmd kommúnismans og
taldi upp nokkrar umbætur og
breytingar, sem gerðar yrðu áhinu
kommúnistiska stjórnarfyrirkomu-
lagi. Hafa ýms blöð Vesturlanda
túlkað þessa ræðu Staiins þannig,
að hann væri nú orðinn kommún-
ismanum fráhverfur. Meðal annars
boðaði Stalin að gerbreyta yrði öllu
Iaunafyrirkomulagi í ráðstjórnarrfkj-
unum, launin yrðu að greiðast i
réttu hlutfalli við það verk, sem af
hendi sé Ieyst, hærra kaup beri að
greiða fyrir erfiða vinnu Og þá vinnu,
sem krefjist sérþekkingar, en fyrir
létta algenga vinnu. Verðlauna beri
dugnað og ráðdeiid. Út af ræðu
þessari skrifar fréttaritari blaðsins
Kaupi 2. hefti fuliu verði,
ef óskemmt.
F. B. A.
U. M. F. A.
heldur fund í »SkjaIdborg< næstk.
þriðjudagskvöld kl. 8>/2.
Alvarlega skorað á félaga að raæta.
____________STJÓRNIN.
Hnappur og snúra fundið. Oeymt
hjá /irna Jóhannssyni, K. E. a.
Afhending
matvæla,
sem geymd eru á frysti-
húsi K. E. A., fer fram
á þriðjudögum og föstu-
dögum kl. 9—5.
Á öðrum tíma verður
ekkert afhent.
»DaiIy Express« í Lundúnum, sem
dvaldi f Rússlandi siðastliðinn vet-
ur til þess að kynna sér ástandið
þar: »Fimm ára áætlunin hefir ekki
staðist. Rússneska tilraunin stór-
fellda, að breyta bændaþjóð á stutt-
um tíma f iðnaðarþjóð, hefir mis-
tekist - og draumur kommúnista
er að engu orðinn. Pað er þetta,
sem Stalin er búinn að sjá og læt-
ur nú tilkynna heiminum*. Aðrir
telja, að fimm ára áætluninni sé
engin hætta búin. Hún muni verða
framkvæmd út f æsar, ef til vill með
eitthvað breyttum rekstursaðferðum,
en f hðfuðdráttum eins og hún var
lðgð f upphafi*.____________(Framh,),
25 ára aimsli. Um næstu helgi heldur
söfnuðurinn á Sjónarhæð, sérstakar sam
komur í tilefni af þvf, að 25 ár eru Iiðin
síðan að söfnuðurinn var stofnaður. Nokkrir
vinir starfsins og meðlimir safnaðarins úr
öðrum sýslum eru væntanlegir á þessa f undi,