Dagur - 03.12.1931, Blaðsíða 3
56. tbl.
DAGUR
219
Fréttir.
Fáheyrt slys. Um tvöleytið á mánu-
dagsnóttina var vildi það slys til hér í
bænum, að fólksflutningabifreið var
keyrð norður af Torfunefsbryggjunni
og' í sjóinn. Mun á þessum stað vera um
5 metra dýpi. Menn á útlendu skipi, er
var þarna í nálægð, urðu varir við slys-
ið, en engri björgun varð komið við.
Næsta- morgun varð festum komið und-
ir bifreiðina og' náðist hún þannig upp.
í bifreiðinni voru lík þeirra, er drukkn-
að höfðu, ósködduð. Tvær manneskjur
höfðu látið þárna líf sitt: Sigurður
Þorsteinsson bifreiðarstjórinn, uppalinn
hér í bæ, og Sigríður Jóhannesdóttir,
ættuð frá Húsavík, en til heimilis hér
í bænum; bæði ung að a.ldri og ógift.
Um nánari atvik að slysi þessu er
enginn til frásagna.
Vinsmyglun. Björn Björnsson bakara-
meistari í Reykjavík, sá er nýlega tók
við stjórn á Hótel Borg, hefir orðið
uppvís að stórfeldri vínsmyglun. Hefir
hann játað að hafa fengið 47 kassa af
sterku áfengi, er hann hafði pantað
undir því yfirskini, að það ætti að not-
ast á frönsku herskipi. Brot þetta skeði
löngu áður en hann tók við stjórn á
Hótel Borg.
Þá hefir ísleifur Briem einnig orðið
uppvís að samskonar broti; hafði hann
eitthvað verið í þjónustu franska ræðis-
mannsins. ísleifur er nú farinn til út-
landa.
Dómsmálaráðuneytið hefir svift Björn
Björnsson vínveitingaleyfinu og lögregl-
an hefir sett vínkjallara hótelsins undir
innsigli.
SÖngskemmtun. Söngfélagið »Geysir<t,
undir stjórn Ingimundar Árnasonar,
skemmti bæjarbúum, í Nýja Bíó, síðastl.
sunnudag. Var þetta í fyrsta sinn, er
Geysir syngur á þessum vetri. Aðsókn
var miður en skyldi, því söngurinn tókst
prýðilega. Varð flokkurinn að endur-
taka meira en helminginn af söng-
skránni, þar á meðal »Vögg'uvísu« eftir
Brahms, »Þey, þey og^ ró, ró«, eftir
Björgvin Guðmundsson, »Hymn« eftir
Wennerberg og »Sænska þjóðvísu« eftir
Svedblom. Ennfremur varð söngflokk-
urinn að gefa aukalag. Næstkomandi
laugardagskvöld (þ. 5. þ. m.) ætlar
»Geysir« að endurtaka söngskemmtun
sína og þá í Samkomuhúsi bæjarins.
t
Unglingastúka var stofnuð hér í bæn-
um á sunnudaginn að tilhlutun Hann-
esar J. Magnússonar kennara og Snorra
Sigfússonar skólastjóra. Stofnendur
voru 39 að tölu.
Umdæmisstúkuþing var haldið hér í
bænum um fyrri helgi. Sátu það 22 full-
trúar, þar af 4 aðkomandi. Regluboði,
Pétur Sigurðsson, flutti þar erindi á
opnum fundi.
Fulhieldisfagnaöuir. Stúdentafélagið
hér í bænum gekkst fyrir samkomu í
Samkomuhúsi bæjarins 1. des. sl. Hófst
samkoman með því, að lúðrasveitin spil-
aði undir stjórn Karls Runólfssonar.
Erindi fluttu dr. Kristinn Guðmundsson
og Brynleifur Tobiasson kennari. Minnt-
ust þeir báðir fullveldisins og var gerð-
ur hinn bezti rómur að máli þeirra.
Ennfremur söng Geysir nokkur lög, og>
er söngur hans jafnan vel þeginn. Hús-
fyllir var, enda aðgangur ókeypis.
I þuce/i b&bu/y.
A S T M A,
brjóstveiki, lungnakvef, nef-, háls-
og kverkasjúkdóm, einnig svefn-
leysi og taugaveiklun læknar
Dr. Hassencamps »Medicatus«.
Verð 10 kr.
Upplýsingar, notkunarreglurog með-
mæli sent yður að kostnaðarlausu.
M. Bro, kem. tekn. Fabrik,
Danasvej 82, Köbenhavn V.
ÁOÆTT HERBERGI, með mið-
stöðvarhiía og Ijósi, er til leigu nú
þegar á bezta stað í bænum.
Ritstj. vísar á.
Standmynd af Hannesi Hafstein, eftir
Einar Jónsson myndhöggvara, var af-
hjúpuð í Reykjavík á fullveldisdaginn,
1. desember. í sambandi við þá athöfn
var sungið kvæði, er orkt hafði Þor-
steinn Gíslason ritstjóri. Ræður um
Hannes Hafstein fluttu þenna sama
dag þeir Einar Kvaran rithöfundur og
Þorsteinn Gíslason og var báðum þeim
ræðum útvarpað.
Mynd Hannesar Hafsteins stendur
fram undan stjórnarráðshúsinu, þar
sem áður var líkneski Jóns Sigurðsson-
ar, sem nú er flutt á Austurvöll og
stendur fram undan Alþingishúsinu.
o ■■
DAGSKRÁ
útvarpsins í Reykjavík.
Fastir liflir á hverjum degi:
Kl. 10.15 — 16.10 — 19.30 veðurfregnir.
20.30 fréttlr,
FÖSTUDAGUR 4. des.
Kl. 19.05 þýzka. 19.35 enska. 20 er-
endi: Þorbjörg Árnadóttir. 21 grammó-
fónhljómleikar.
LAUGARDÁGUR 5. des.
Kl. 18.40 barnatími. 19.15 og 19.35
fyrirlestur Búnaðarfél. Isl. 20 leikrit:
Soffía Guðlaugsdóttir. 21 grammófón-
hljómleikar.
SUNNUDAGUR 6. des.
Kl. 17 messa £ dómkirkjunni.: síra
Bjarni Jónsson. 18.40 barnatími. 19.15
grammófónhljóml. 19.35 upplestur. 20
erindi. 21 grammófónhljóml.
MÁNUDAGUR 7. des.
K. 19.05 þýzka. 19.35 enska. 20 bók-
menntafyrirlestur. 21 hljóml.
ÞRIÐJUDAGUR 8. des.
Kl. 19.05 þýzka. 19.35 enska. 20 er-
indi: Árni Friðriksson. 21. hljóml. 21.15
upplestur. 21.35 grammófónhljóml.
MIÐVIKUDAGUR 9. des.
Kl. 18.40 barnatími. 19.16 þýzka. 19.35
enska. 20 Frá útlöndum: Vilhj. Þ.
Gíslason. 21 hljóml.
FIMMTUDAGUR 10. des.
Kl. 19.05 þýzka. 19.35 enska. 20 er-
indi: Gunnlaugur Briem. 21 hljóml.
21.15 upplestur. 21.35 grammófónhlj.
»Eg er hreykin af léreptunum mínum«
segir húsmóðirin.
Pvottur
þveginn með
Rinso
verður hvítari
Pessvegna þvæ eg aldrei hin viðkvæmu
lök og dúka mina í öðru en R I N S O.
R I N S O fer svo vel með þvottinn, það
nær öllum óhreinindum úr án nokkurs
núnings og gerir þvottinn hvítan sem
mjöll án þess að bleikja hann. Síðan eg
fór að nota RIN S O í hvítan þvott
verður hann enn hvítari og endingarbetri,
svo það er sparnaður við það lika.
og endingarbetri.
Lfvin ■noTHBna limitbo
POHT •UNUOHTi INaLANt
Er aðeins selt i pökkum
— aldrei umbúðalaust
Lítill pakki—30 aura
Stór pakki—55 aura
W-R 25-047A
—h k e a mmsmm
I Nýreykt I
w hangikjöt, magálar, lax, m
af þingeysku fé, reykt við skógvið,
er til sölu á Norðurgötu 16. (Inn-
gangur að austan).
Skepnuföður.
Ágæt söltuð síld fæst hjá
OTTO TUIiINIUS.
drekka allir góðir
Islendingar.
Fæst alstaðar þar sem
öl er selt.