Dagur - 31.12.1931, Page 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XIV ár.
^ Akureyri, 31. desember 1931.
60. tbl.
Hér með tilkynnist, að Kristján Jóhannesson bóndi á Jódísar-
stöðum andaðist að heimili sínu annan dag jóla. Jarðarförin verð-
ur tilkynnt síðar.
Aóstandendurnir.
Jólaljóð.
Ó, faðir heiði himinn og hjartkær móðir jörð,
enn hjúpar ykkur dýrðih, enn Ijómar þakkargjörð:
við fögnum okkar meistara, mannsins blíða syni,
hvert minnsta barn er gerði um eilífð sér að vini.
Kom, góði jarðar gestur, með guðdóms himinljós
að græða undir lífsins, að verma hjartans rós.
Kom, draumur kærleiks, ennþá að deyfa eggjar bitrar,
kom, dagur Guðs, að verma hvert strá, er berst og titrar.
Á jörðu er ennþá myrkur og heift og hjartasorg.
Kom, helgur englaskari úr Drottins föðurborg.
Um duft og tóm er barist, á duft og tómleik trúað
og traustið eitt á kærleikann fær þann helveg brúað.
Á kærleik Drottins eilífan, er oss réttir hönd
frá ódauðleikans ríki að baráttunnar strönd;
sem kallar oss og laðar til ljóssins gegn um aldir,
þess ljóss, er sigrar myrkrið, þó tímar séu kaldir.
Kom enn með kærleiks boðskap, þú æðsti jarðarson,
kom enn til þjáðra bræðra, með kærleik, trú og von.
Pín einföld hjartans boðorð er allt, sem þarf að halda.
svo Eden sé á jörðu og kraftþrot myrkurvalda.
— ó, mannleg sál! Pú mæðist og leitar langt um skammt,
þín lausn er friður hjartans, ei heljaraflið rammt. *
Hann skildi frið sinn eftir, að allir mætti finna
um eilífð ró og blessun og stríði jarðar linna.
Og milljónir hann fundu — og finna enn í dag.
Þótt fjarri virðist sigur, var skift um mannsins hag
frá þeirri stund, er guðdómsins geisli skein á foldu,
því gatan var þá sýnd, er til himins lá úr moldu.
Frá dögun lífs á jörðu mörg dýrðleg stjarna skein,
margt dásamlegt var hugsað, mörg trú og ást var hrein.
En Kristur, þú ert sólin, ert króna lífs á meiði.
Pinn kraftur oss til ljóssins frá skugga duftsins leiði.
Hulda.
Fréttir.
□ RÚN 5932167 - htf.\ Frl.\ Ko.\
MannSlát. Hinn 26. þ. m. andaðist að
heimili sínu, Jódísarstöðum í Öngulsstaða-
hreppi, Kristján Jóhannesson bóndi þar
og fyrverandi austanpóstur. Kristján var
68 ára gamall- Hann andaðist úr lungna-
bólgu.
Kristján sál. var í fremri bænda röð í
Eyjafirði, röskleikamaður og vel kynntur.
Eftirlifandi ekkja hans er Elín Aradóttir
frá Pverá. Eiga þau uppkomin börn.
Lík Björns Ltndals kom með varðskip'
inu Ægir fyrra mánudagsmorgun. Jarðar-
förin fór fram að heimili hins látna, Sval-
barði, á þriðjudaginn var*
Dettifoss kom hingað frá Reykjavík á
mánudaginn var. Héðan fór skipið til
Siglufjarðar og þaðan á leið til útlanda.
Hjónaband : Ungfrú Margrét Sigurðar-
dóttir hárgreiðslukona og Karl Runólfsson
hljómsveitarstjóri;
ÚtíbÚ Landsbankans er flutt í hið nýja
hús Axels Kristjánssonar við Ráðhústorg.
Hríðarveður með nokkru frosti hefir
verið þessa síðustu daga ársins. Áður
urðu menn vetrarins lítið varir, þótt tíðin
hafi verið óstillt og umhleypingasöm.
MeSSUr. Qamlársdag kl. 6 Akureyri.
Nýjársdag kl. 12 Lögmannshlíð og kl. 4
Akureyrl.
Við jarðarför
Erlendar Tómassonar
frá Olaumbæ
21. desember 1931.
Af fjöllum stígur röðull seinna og seinna
og sólargeislar færri á himinboga; —
en jafnframt nætur-heiðið dýpra og hreinna.
O, hvílík dýrð, er norðurljósin loga
og leiftrar stjarna her í biáum geimi
— þá gefur sýn um himins víða voga.
Pá hvíslast friðarorð frá huldum heimi,
og hjartað nemur fjarst úr dular-veldi
sem jólasöng með djúpum dýrðar-hreimi.
Vér hrffumst nær því hátíðlega kveldi,
er heiiagleikans kennir bezt til jarðar
og sálin vermist trúar arineldi.
---------En sorg er vakin milli fjalls
og fjarðar,
því fifiil sá er brosti i vor við sunnu
sitt höfuð byrgir nndir svelli svarðar.
í víði-kinn þá vorsins Iækir runnu
og vængjaþytur fyllti dalinn græna,
á brám hans hlýir himingeislar brunnu.
Og lífsins árdís lokka sveinsins væna
með Ijúfum blævi strauk frá enni björtu
i sveitar-kyrrð und himni hljóðra bæna.
Þá slógu ört hans vina viðkvæm hjörtu
og viðnáms honum báðu af föstum huga
við heljar kuli og haustsins myrkri svörtu,
Þau pabbi og mamma vildu drengnum
duga,
og dulið vissu mein í ungum barmi,
er æsku ljós og líf vill slökkva og buga.
Þau áttu þrek og leyndu höfgum harmi
og hófu vörn und björtu kærleiks merki
með föður ást og móður mildi á hvarmi.
Þau treystu á Quð, sem er hinn eini sterki,
og ungum sveini komu í hlýrra hæli,
þar sem þau hugðu vit og snilld að verki
og læknis vilja og getu í meira mæli.
En Quð vill annað, einn hann veginn sér, —
hann ungan teinung greip frá kaldri moldu
og gróðursetti í frjórri og fegri lund.
Það, hrelldi faðir, harminn Iétti þér,
og hrygga móðir, Drottins úrskurð þoldu,
sem eigið von og vissu um endurfund.
Og sjálfur hann, sem burt i bláinn hvarf
og birti aldrei þjáning sína neinum
um langt og örðugt kvala og kviða skeið,
nú tekur við þeim ávaxtaða arf,
sem elska Drottins geymir sálum hreinum,
og pabba og mömmu bjarta sveinsins beið:
K. V.
---- 0
Æfiminning.
Mánudaginn þann 9. nóv. s. 1.
andaðist að heimili sínu Melgerði
í Eyjafirði húsfrú Jóhanna Mar-
grét Jónsdóttir. Hún var fædd 15.
sept. 1869 að Hólakoti í Eyjafirðl
og ólst upp hjá foreldrum sínum,
Jóni Magnússyni og Jóhönnu Jó-
hannesdóttur til fullorðinsára.
Vandist hún í æsku hinum al-
kunna, íslenzka sveitabúskap, þó í
fremur smáum stíl væri. Árið
1893, 21. dag desembermánaðar
giftist hún eftirlifandi manni sín-
um, Stefáni Jóhannessyni.
Vorið eftir reistu þau bú á jörð-
inni Halldórsstöðum við mjög lítil
efni; hann var þá nýbúinn að
kosta sig til trésmíðanáms. Næsta
vor fluttu þau hjónin að Mikla-
garði og voru þar eitt ár í hús-
mennsku, þaðan fluttu þau vorið
1896 að Stóradal og bjuggu þar til
vorsins 1930, að þau fluttu sig að
Melgerði í sömu sveit. öll þessi 34
ár, sem þau bjuggu í Stóradal,
bættu þau jörðina mikið að hús-
um og jarðabótum. Þau byggðu
vandað íbúðarhús úr steinsteypu
13x9 metra að stærð með kvisti
og kjallara. Ennfremur lögðu þau
vatnsleiðslu í íbúðarhús og pen-
ingshús. Fimmþætta gaddavírs-
girðingu lQgðu þau kringum tún
og engjar jarðarinnar, einhverja
hina mestu og vönduðustu girð-
ingu þar um slóðir. Þau sléttuðu
og ræktuðu allmikið af útengi og
gerðu að túni. Öll þessi stórvirki
kostuðu mikið fé, þegar litið er til
þess að þetta var framkvæmt á
dýrum og erfiðum tímum. Konan
átti sinn hluta af þessari miklu
starfsemi. Hún var hugsunarsöm
og búkona meira en almennt ger-
ist. Hún hafði efnahagslega yfir
litlu pundi að ráða í fyrstu, en það
margfaldaðist svo í meðferð henn-
ar, að það var orðið stórt að síð-
ustu, er hún féll frá. Má segja að