Dagur - 31.12.1931, Blaðsíða 2

Dagur - 31.12.1931, Blaðsíða 2
234 DAGUR 60. tbl. þar færi saman á heimilinu, hug- ulsemi og dugnaður húsfreyjunn- ar, og snyrtimennska og vand- virkni húsbóndans. Það bar marg- an manninn að garði þeirra, allir voru velkomnir, þar var margt að sjá og skoða, fallega gripi og snyrtilega og vel gerða muni. Þá fundu menn hið góða viðmót hús- freyjunnar og hlýja hönd hús- bóndans, sem gjörði það að verk- um að allir vildu þar vera lengri eða skemmri tíma eftir því sem ástæður leyfðu. — Daginn eftir að þau Stefán og Margrét sáluga fluttu burt frá Stóradal, kom maður þar í land- areignina, snemma morguns, af vissum ástæðum. Hann gekk heim að bænum, allt var þar kyrrt og hljótt, ekkert sá hann kvikt á ferli nema tvo skógarþresti, sem hoppuðu uppi á húsþakinu og tíndu eitthvað upp í sig. Sólin var komin upp og vermdi fjöllin háu og tignarlegu og dalina djúpu og fríðu, hún þurkaði silfurskærar daggarperlurnar, er skapast höfðu á blómunum í næturkyrrðinni. Manninum virtist þetta allt sakna einhvers. Hann saknaði líka; það fór fyrir honum líkt og Kolskeggi forðum; hann sneri við og starði út á eyjasund. Stefán og Margrét sál. bjuggu saman í ástríku hjónabandi í 38 ár og eignuðust fjórar dætur. Tvær af þeim þóknaðist góðum guði að taka til sín, aðra á ungum aldri, en hin andaðist fyrir ári síðan. Tvær lifa heima hjá föður sínum, fullvaxnar, myndarlegar og góðar stúlkur. Margrét sál. var vinsæl og vel metin kona af öllum, er kynni höfðu af henni. Hún var ástrík eiginkona og góð móðir. Síðari hluta æfi sinnar var Mar- grét sál. heilsutæp og ágerðist það meira eftir því sem aldur færðist yfir hana. Á síðastliðnu sumri tóku veikindin hana heljartökum og leiddu hana til bana, sem áður er getið. Hún var jarðsungin að Saurbæ þ. 24. f. m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Guð blessi minningu hennar. 1. des. 1931. J. G. •----0----- Simskeyti» (Frá FB). Rvík 23' des. Innflutt I nóvembér fyrir 2,702,449 kr.; þar af tii Reykjavikur fyrir 2,111,979 kr. Washington: Öldungadeiiilin hef- ir samþykkt skuldagreiðslufrest Hoovers frá í sumar með 63 atkv. gegn 15 eftir feikna harðar um- ræður. Beriin: Tala atvinnuleysingja í landinu var 15. des. 5,349,000; aukning 290 þús. frá 1. des. Khðfn: Hinn nafnkunni stjórn- málamaður og rithöfundur dr. Ed- vard Brandes andaðist á sunnu- daginni Melbourne: Pingkosningar f Ástr- aliu fóru þannig, að sambands- flokkurinn hlaut 37 þingsæti, verka- menn 16, bændur 14, óháðirverka- menn 7, utanflokka 1. Sambands- flokkurinn og bændur mynda sam- steypustjórn undir forustu Lyons. Rvík 30. des. Hinn 22. desember komst á sam- komulag milli íslands og Pýzka- lands um ísfiskssöiu. Samkomulagið gildir til marzloka. Andvirði aflans, sem seldur er i Þýzkalandi, á að verja til greiðslu á opinberum gjöldum og kostnaði i Pýzkalandi til kaupa á skipsnauðsynjum og greiðslu á þýzkum vörum, er flutt- ar verða til íslands. Heildarupphæðin fyrir þessi viðskifti gengur aó hálfu til hvors rikis, 800 þús. mörk eða liðlega ein miljón króna. Vonast er eftir, að bráðlega náist samkomulag um að látnar verði lausar innstæður íslendinga i Pýzkalandi, Frá Madrid er símað, að spánska stjórnin hafi gert ráðstafanir til að takmarka fiskinnflutning til landsins, en þessum takmörkunum virðist aðallega beint gegn Frakklandi og Bandaríkjunum. íslenzka stjórnm og utanrikismálanefndin hafa haldið fundi um málið og ráðstafanir gerð- ar til að gæta hagsmuna íslands, ef í Ijós kemur að takmðrkunum þess- um beint gegn íslendingum. Ráðstefnu er ráðgert að halda í Haag um hernaðarskaðabætur Pjóð- verja. Bandarikin vilja, að verksvið ráðstefnunnar nái yfir fjárhagsvanda- málin yfirleitt, ella taka þau senni- lega ekki þátt i henni. Aðfaranótt sunnudagsins brann bærinn Vatnshamar í Andakíli; kviknaði út frá ijósi, sem logaðt yfir liki. Innanstokksmunum varð bjargað og likið flutt í kirkju. Bær- inn var vátryggður. -----o----- DAGSKRA útvarpsins í Reykjavík. Fastir liðir á hverjum degi: Kl. 10.15 — 16.10 — 19.30 veðurfregnir. 20.30 fréttir, FIMMTUDAGUR 31. des. Kl. 18 aftansöngur úr Fríkirkjunni (sira Árni Sigurðsson). 23,50 sáimasöngur. FÖSTUDAGUR 1. jan. 1932. Kl. 11 messa i Dómkirkjunnf (síra Frið- rik Hallgrímsson). 17 messa í Dómkirkj- unni (síra Bjarni Jónsson)). 20 fréttir. 20,30 ræða (forsætisráðherra). 21 hljóml. (Karla- kór Reykjavíkur o, fl.). LAUGARDAGUR 2 jan. Kl. 18,40 barnatími, 19,05 og 19,35 fyrirl. Búnaðarfél. ísl. 20 leikrit. 21 hljóml. SUNNUDAOUR 3. jan. Kl. 14 messa I Fríkirkjunni (síra Arni Sigurðsson). 18,40 batnatími. .19,15 hljóml. 19,35 erindi (Emil Thoroddsen). 20 erindi (Sigurður Skúlason). 21 hljóml. MÁNUDAGUR 4. jan. Kl. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 erindi (Pálmi Hannesson). 21 hljóml. PRIÐJUDAGUR 5, jan. Kl. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 erindi (Bjarni Snæbjörnsson). 21 hljóml, 21,15 upplestur. 21,35 hljóml. MIÐVIKUDAQUR 6. jan. Kl. 18,40 barnatími. 19,05 þýzka. 19,35 entka. 20 erindi (Vilhj. P. Gíslason). 21 hljórnl, FIMMTUDAGUR 7. jan. Kl. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 erindi (Guðmundur Hannesson) 21 hljóml. 21,15 upple8tur. 21,35 hljóml. Jörð laus til ábúðar. Jörðin Litla-Brekka f Arnarneshreppi er laus til ábúðar á komandi vori að mestu leyti. Tún, sem er afgirt, gefur af sér í meðalári frá 100—120 hesta af töðu, og engjar frá 150 — 200 hesta útheyskap. Hlöður eru^bæði fyrir töðu og úthey. Peir, sem kynnu að vilja fá ofannefnda jörð til ábúðar, semji við undirritaðan umráðamann og ábúanda, sem gefur allar nánari upplýsingar. Litlu-Brekku 23. desember 1931. Guðmundur Jónsson, Sökum hinna sívaxandi örðugleika við öll milli- landa viðskifti, verður innflutningur tilbúins áburðar fyrir komandi vor, algerlega miðaður við pantanir. Búnaðarfélög, hreppsfélög, kaupfélög og kaup- menn, sem viija fá keyptan áburð, verða því að senda oss ákveðnar pantanir fyrir 1. febrúar næstkomandi. A T H. Tilgreinið glögglega nafn, heimilisfang og hafnarstað. pr. Áburdarsala rikisins. Samband isl. Samvinnufélaga. vörukönnunar verða sölubúðir K. E. A. lokaðar frá l. til 8. jan. n. k. að báðum dögum meðtöldum, en vegna reikningsskila fara þó engin útlán fram fyr en 25. jan. Akureyri 30. desember 1931. * Sorg, Þeir voru ekkert skyldir og þekktu víst lítið hvor til annars, Steinberg í Skriðu og Friðrik í Höfða, en þeir dóu báðir á sama sólarhring og fráfall beggja var sorglegur atburður. Dauðinn hafði undanfarin ár verið stórhöggur í garð Steinunn- ar í Skriðu, og þegar ég frétti um veikindin þar, vonaði ég, að hann mundi ekki enn á ný -vega í þann knérunn. En sú von brást. Stein- berg, ungi bóndinn í Skriðu, féll fyrir sigð hins »slynga ' sláttu- manns«. Gömul, margsærð móðir varð ennþá einu sinni að ganga erfiðu sporin að gröfinni, þar sem jarðneskar leifar látins sonar voru orpnar moldu. Ung kona syrgir og veikur bróðir. Heimilið er lamað af sjúkdómi og sorg og missinum, sem aldrei verður hættur. Steinberg var »meðfædd prúðmennska og heilindi í allri framkomu« eins og presturinn komst að orði í fallegri ræðu og huggunarríkri, sem hann flutti við útför hans. Að slíkum mönn- um er mikil eftirsjá. Dauðinn hjó og í opnar undir ungrar konu, aldraðrar móður og STJÓRNIN. fleiri venslamanna við fráfall Friðriks frá Höfða, þessa unga, vaska manns. Hann leggur frá landi einn á bát í fögru veðri. Sjórinn er spegilsléttur. Engum dettur hætta í hug. En úr þeirri sjóferð kom hann ekki aftur. Enginn veit, hvernig slysið vildi til. Sorgin er þung. Á beztu augnablikunl lífs míns sé ég himnana opna. Mér hverfa sýnum allir einskisverðir hlutir. Þá skilst mér, að ég er ekki kom- in í þennan heim til þess að dekra við mig og hagræða mér sem bezt. Mitt hlutverk er að þjóna öðrum. Þá finn ég glöggt, að allir þeir, sem syrgja og þjást, eru mér nátengdir, hvar sem þeir búa á hveli jarðar. Guörún Jóhannsdóttir frá Ásláksstöðum. Hjónaefni. Ungfrú Ásta Valentins hár- greiðslukona og Pétur Jónsson læknir. Ritstjóri: Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 6. Prentsmiðja Odds Bjömsaonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.